Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Page 17
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 17 Fréttir Árangur liðs íslands á ólympíuleikunum í stærðfræði á Taívan þótti mjög góður. Liðið var skipað þeim Stefáni Inga Valdimarssyni, Pétri Runólfssyni, Pawel Bartozek, Marteini Þór Harðarsyni, Sveini B. Sigurðssyni og Birni Bennewitz. íslendingar á ólympíuleikunum í stærðfræði: Aðeins stig frá bronsi „Okkur gekk mjög vel. Þrlr okkar leystu heilt dæmi og fengu viður- kenningu fyrir það. Þá var þetta merkileg ferð, að komast hinum megin á hnöttinn og kynnast landi og þjóð,“ segir Stefán Ingi Valdi- marsson, nemandi í Menntaskólan- um i Reykjavík. Stefán Inga vantaði eitt stig til að ná bronsverðlaunum á ólympíuleik- unum í stærðfræði sem haldnir voru í Taípei á Taívan 13. til 21. júlí. Með honum í liðinu voru þeir Bjöm Bennewitz, Pawel Bartoszek og Sveinn B. Sigurðsson, einnig úr Menntaskólanum í Reykjavík, Mart- einn Þór Harðarson, Flensborgar- skóla í Hafnarfirði, og Pétur Run- ólfsson, Fjölbrautaskóla Suður- lands. „Við vorum hálfan mánuð í ferð- inni en keppnin sjálf stóð í tvo daga. Hvom daginn voru leyst þrjú dæmi. Til þess fengum við fjóra og hálfan tíma. Eftir keppnina var boðið upp á skoðunarferðir til að skemmta okk- ur meðan við vomm að bíða eftir úrslitum. Ég var efstur af íslending- unum með þrettán stig en sjö stig vom veitt fyrir hvert leyst dæmi,“ segir Stefán Ingi. íslenska liðið varð í 52. til 53. sæti og hæst Norðurlandaþjóðanna á eft- ir Svíþjóð. Hins vegar er ekki fóma- laust að taka þátt í svona keppni. Strákarnir vom framan af sumri í undirbúningi og hæpið að þeir .fái vinnu fram að skólasetningu. „Þrír okkar vom að klára stúd- entspróf. Ég og Pawel emm að fara í fimmta bekk i MR. Undirbúningur fyrir keppnina stóð mestallan júní og fram í júlí. Þetta var nánast eins og hver önnur vinna. Við komum heim 21. júlí og mér sýnist að flestir okkar muni ekki fá vinnu það sem eftir lifír sumars," segir Stefán Ingi. -sf Fókus og X-ið bjóða til útgáfusamkvæmis á Kaffi Thomsen Föstudaginn 7. águst. Dab Original í boði Komdu með F kus undir hendinni á X-ið, milli 15 og 16 í dag og þú gætir fengið einn af miðunum í þetta frábæra partí. Risavoxnu geit* ungabúi fargað - leyndist á háaloftinu í allt sumar Fyrir helgi var stóm geitunga- búi eytt við Akurgerði í Reykjavík. Meindýraeyðir á vegum borgarinn- ar kvað þetta vera stærsta geit- ungabú sem hann hefði séð. Það vill svo til að Styrmir Hafliðason meindýraeyðir, sem einbeitir sér að rottudrápi, býr í húsinu. Hann segir að það sé sjaldgæft að geitungabú séu innanhúss. Ekki er ólíklegt að búið hafl verið svona stórt þar sem það var innandyra. „Geitungarnir fengu að vera í friði í allt sumar þar sem enginn vissi af þeim.“ Geitungabúið var við lítinn glugga á háaloftinu sem lítil rifa hefur verið á í allt sumar. „Ég fór 0 upp á háa- loft um miðja nótt til að leita að einhverju dóti. Þá heyrði ég skrjáfhljóð og leit fram fyrir mig. Þá sá ég þetta svakalega geitungabú. Ég var ekki lengi að koma mér út.“ Styrmir segir að geitungamir sofi á nóttunni en skrjáfið heyrðist í búinu sem geitungamir vinna úr trjám. „Það heyrist í því eins og verið sé að skrjáfa i bréfi. Þetta er eins og dagblaðsefni." Meindýraeyðirinn á vegum borgarinnar kom morguninn eftir og eitraði fyrir geitungana. „Það tekur sólarhring að gera út af við geitungana þar sem þeir em úti á Dagar þessa geitungs eru taldir en hann tilheyrði geitungabúi sem meindýraeyðir eyddi fyrir stuttu. Það ku hafa verið eitt stærsta geitungabú sem fundist hefur á landinu. DV-mynd Teitur daginn en þeir koma smátt og smátt. Og þeir drepast þegar þeir koma aftur í búið sem búið er að eitra.“ Sem betur fer slapp allt heimilis- fólk við stungu þessara óvelkomnu gesta. -SJ Barnaskóútsala smáskór í bláu húsi v/Fákafen • síml 568-3919 SoS1 0 *fsi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.