Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
5
DV
Fréttir
Ekki lögboðin kennsla í Barnaskóla Vestmannaeyja:
Dönskukennararnir
fluttir úr bænum
- og engir fást í staðinn, segir skólastjórinn
Vegna kennaraskorts fá nemendur
í 6.-9. bekk Bamaskóla Vestmanna-
eyja enga dönskukennslu. Nemendur
í 10. bekk eru þeir einu sem fá þá
kennslu. Kennarinn sem kennir þeim
dönsku kennir auk þess sex ára bekk
þannig að hann gat ekki tekið meira
að sér. Þrátt fyrir að ekki hefur feng-
ist dönskukennari í 6.-9. bekk munu
nemendumir taka samræmt próf í
dönsku þegar að því kemur.
“Kennararnir sem kenndu dönsku í
fyrra fluttu úr bænum. Ég auglýsti
því eftir kennurum og hringdi i fólk í
bænum en ég fékk enga kennara,"
segir Hjálmfríður Sveinsdóttir skóla-
stjóri. „Ég beið með að gera stunda-
töflur fram undir mánaðamót sem er
mjög slæmt. Niðurstaðan var að fella
þurfti dönskukennslu niður í 6.-9.
bekk.“ Auk dönskukennslunnar í
fyrrgreindum bekkjardeildum þurfti
að fella hannyrðakennslu niður vegna
kennaraskorts.
„Ég hef tilkynnt skólaskrifstofunni
og yfirvöldum í Vestmannaeyjum um
kennaraskortinn. Þetta er neyðará-
stand sem kristallast best þegar eng-
inn fæst. Stundum er svipað vanda-
mál leyst með misgóðum árangri."
Ekki þurfti að sækja um undanþágu
fyrir leiðbeinanda í dönsku þar sem
enginn sótti um starfið. „Fyrir fimm
árum voru allir kennarar í skólanum
með réttindi. Síðan hefur hallað und-
an fæti. Núna erum við með leiðbein-
endur þótt þeir séu ekki margir."
Hjálmfriður segir að í fyrstu hafi
nemendur í 6.-9. bekk verið fegnir
þegar þeir sáu að ekki yrði kennd
danska. „Svo held ég að þeir séu farn-
ir að sjá að þetta sé vont mál og
nokkrir foreldrar hafa lýst áhyggjum
sínum. Ég veit til þess að sumir hafa
Hjálmfríður Sveinsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja og Sigurður
Símonarson skólafulltrúi. „Ég veit til þess að sumir hafa fengið námsbækur
í dönsku svo að börn þeirra geti lært heima," segir Hjálmfríður.
DV-mynd Ómar
Milljónasamningur Softis :
Gömlu tölvurnar
með nýtt viðmót
Tölvufyrirtækið Softis gerði nýver-
ið sína stærstu samninga til þessa og
er um að ræða milljónasamninga.
Softis gerði samningana við fyrirtæki
í Hollandi og Finnlandi. „Markhópur
okkar eru fyrirtæki sem eru með
þroskað tölvukerfi sem búið er að
þróa og leggja í mikla vinnu og fjár-
festingu í gegnum árin,“ segir Sigurð-
ur Bjömsson framkvæmdastjóri. „Við
komum til skjalanna við aö setja á
kerfin grafisk viðmót í staðinn fyrir
gömlu textaviðmótin, auk þess sem
fyrirtækin vilja gefa aðgang að kerf-
unum frá internetinu."
Softis hefur verið í samstarfi með
framleiðendum COBOLS en það er
eitt algengasta forritunarmálið í við-
skiptaforritum. Þannig byrjaði bolt-
inn að rúlla. „Við erum einfaldlega
með góða lausn sem virkar."
Sigurður segir að gróðinn streymi
ekki strax inn heldur taki það um
þrjú ár. Fyrst þarf að breyta kerfun-
um sem skrifuð eru í COBOL.
“Mesti gróðinn fyrir okkur liggur
þó í því að við erum að fá öflug fyrir-
tæki sem eru virt á sínu sviði og í
sínu heimalandi sem við getum síðan
vitnað til og vísað á. Það er það sem
skiptir mjög miklu máli. Það má segja
að það sé stærsti sigurinn. Við bind-
um miklar vonir við að þetta muni
svo skila okkur enn fleiri samningum
í framtíðinni."
-SJ
fengið námsbækur í dönsku svo að
börn þeirra geti lært heima."
Leita áfram
„Við vitum að það þýðir ekki að
taka hvern sem er til að kenna
dönsku því við fáum ekki heimild til
þess,“ segir Sigurður Símonarson,
skólafulltrúi í Vestmannaeyjum. „Það
er ljóst að undanþágunefnd grunn-
skóla er það stíf á þessu að við verð-
um að leita að fólki sem hefur ein-
hverja ákveðna lágmarksmenntun
sem fælist í einhvers konar háskóla-
prófi.“
Sigurður segir að starf dönsku-
kennara við Bamaskóla Vestmanna-
eyja verði áfram auglýst. „Við reyn-
um að fella ekki þessa tíma niður
heldur að nota þá í aðrar greinar, þ.e.
ef og þegar við fáum dönskukennara
þá hafa nemendumir fengið aukatíma
í öðrum greinum. Það væri því hægt
að leggja meiri áherslu á dönsku-
kennslu."
Það getur komið niður á sam-
ræmdu prófunum í dönsku í 10. bekk
á næsta ári ef nemendur í 9. bekk fá
enga dönskukennslu í vetur. „Það er
ekki vafi á því,“ segir Sigurður. „Ég
minnist þess ekki að þetta hafi komið
upp áður. Þetta er hlutur sem Rann-
sóknarstofnun uppeldismála þarf að
taka tillit til og skoða varðandi sam-
ræmdu prófin. Mig grunar að Barna-
skóli Vestmannaeyja sé ekki eini skól-
inn í landinu þar sem þarf að fella
niður einhverja tíma vegna kennara-
skorts."
Vegna kennaraskortsins er verið að
brjóta reglugerð en samkvæmt henni
eiga nemendur að fá kennslu í
dönsku. „Samkvæmt henni er þó
heimilt að færa tíma til milli ára.“
Sigurður segir að ekki sé búið að
gefast upp í leit að dönskukennara
þótt útlitið sé ekki gott.
-SJ
j---- PHILIPS -
Há-gæði
á lágu verði
PHIUPS
28" sjónvarp
Philips 28" gæða
sjónvarpstæki
á ótrúlegu verði.
• Nicam Stereo
• Blackline myndlampi
• Einföld og þægileg
fjarstýring
• íslenskur leiðarvísir
Gerðu hörðustu kröfur til
heimilistækja.
Fjárfestu i Philips!
9.900
PHIIIPS
myndbandstæki a
19.900