Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
7
Fréttir
Gavin Lucas, skólastjóri fornleifaskóla sem starfar á sumrin á íslandi:
Islenskar fornleifar einstakar
Frá 1991 hafa verið stundaðar
fornleifarannsóknir á vegum
Fornleifastofhimar að Hofsstöðum
í Laxárdal í Mývatnssveit. Þar er
verið að grafa upp víkingaskála og
er tilgangurinn að komast að þvl
hvernig híbýli manna voru á
fyrstu öldum íslandsbyggðar.
í fyrrasumar hófst svo kennsla í
fornleifaskóla að Hofsstöðum.
Skólastjóri hans er Englendingur-
inn Gavin Lucas. „Ég kom fyrst til
íslands 1989 þegar ég var enn í
námi og vann þá um tíma á Árbæj-
arsafni. Þá kviknaði hjá mér áhugi
á fornleifum á íslandi. Ég kom aft-
ur 1991 þegar ég vann að könnun
að Hofstöðum og fleiri stöðum á Is-
landi. Þegar mér bauðst siðar
tækifæri til að vinna við skólann
tók ég því fegins hendi því það var
eitthvað sem mig hafði langað til
að gera.“
Lucas segir að fornleifar á ís-
landi séu einstakar í sinni röð.
„Þær eru tiltölulega nýlegar miðað
við fornleifar á meginlandi Evr-
ópu þar sem byggð á íslandi hófst
miklu síðar. Innbyrðis þróim
þeirra er líka áhugaverð. Hér er
að finna einstaka hluti sem finnast
ekki annars staðar. Að sumu leyti
myndi ég segja að ísland væri fjár-
sjóður fyrir fomleifafræðinga. Á
íslandi bjóðast möguleikar á rann-
sóknum sem ekki em fyrir hendi
annars staðar í Evrópu, m.a.
vegna þess að byggð hófst seint á
íslandi eins og ég hef þegar bent
á.“
í fyrrasumar vom nemendur í
skólanum að Hofsstöðum tíu. í
sumar vom þeir 15 og komust
færri að en vildu. Nemendumir
vom frá Bandaríkjunum og
Englandi auk þess sem einn Norð-
maður var í hópnum. Þeir nem-
endur sem stunda nám í fomleifa-
fræði fá nám sitt við skólann met-
ið til eininga í fornleifafræðinámi
sínu í erlendum háskólum. „Við
vonumst til að sjá íslenska nem-
endur næsta sumar. Það gæti orð-
ið til þess að á íslandi verði forn-
leifafræði kennd í framtíðinni." í
sumar var aðaláherslan lögð á að
kynna íslenska fornleifafræði og
hagnýtar vettvangsrannsóknir.
Lucas segist vona að í framtíð-
inni verði ísland vinsælt á meðal
fornleifafræðinga. „Það er engin
ástæða til að svo verði ekki. Verk-
efnið sem við erum að vinna að er
spennandi og við fáum alþjóðlega
viðurkenningu. Erlendir vísinda-
sjóðir fjármagna t.d. rannsóknirn-
ar að Hofsstöðum að sumu leyti og
það segir mikið til um mikilvægi
verkefnisins." -SJ
íþróttatöskur
-margar gerðir
HOFFELL
Armúla 36, Selmúlameginn
Sími: 581 2166 - Fax: 588 8047
e-mail: hoffell@mmedia.is
Gavin Lucas segir að á íslandi bjóðist möguleikar á rannsóknum sem ekki eru fyrir hendi annars staðar í Evrópu.
DV-mynd Pjetur
] 1
X
m n