Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Page 14
14
ÍTMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Visir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunan http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hagsýni heimilanna
Þúsundkallamir íjúka fyrir lítið í fostudagsinnkaup-
um sumra heimila, ef dæma má af því, sem fólk hefur í
vörukerrum sínum við kassana í matvöruverzlunum.
Svipaða vangá má sjá á götunum af nýkeyptum bílum af
bilanagjörnum og endingarlitlum tegundum.
Samanlögð endurspeglast eyðslan í rúmlega 400 millj-
arða skuldum heimilanna, sem hafa aukizt um rúma 40
milljarða frá sama tíma í fyrra. Þetta þýðir, að fólk hef-
ur ekki bara lagt út sem nemur allri 8% kaupmáttar-
aukningunni, heldur 12% skuldasöfnun að auki.
Meðan þjóðfélagið verður flóknara með hverju árinu,
hefur þekking og kunnátta almennings í viðskiptum auk-
izt hægar en þekking og kunnátta í sölumennsku og
markaðssetningu. í sumum tilvikum er farið með neyt-
endur eins og viljalaus reköld innkaupafíkla.
Þeir, sem minnst mega sín í lífinu, sýna oft minnsta
aðgæzlu í umgengni sinni við peninga. Þeir hafa ekki
frekar en aðrir hlotið neina neytendafræðslu í skólum og
nýta sér síður en aðrir gagnlegar upplýsingar, sem birt-
ast á neytenda- og viðskiptasíðum dagblaðanna.
Þeir, sem lengi hafa fylgzt vel með slíkum fréttum,
vita, að mikla kaupmáttaraukningu má hafa af aðgát í
viðskiptum. Lesendur bílasíðna DV vita til dæmis marg-
ir hverjir, að rannsóknir sýna, að bílategundir endast
mismunandi lengi og bila mismunandi mikið.
Lesendur DV og forvera þess hafa áratugum saman
haft aðgang að neytendasíðum, þar sem gerður er sam-
anburður á verði og gæðum og fjallað um margvíslega
aðra hagsmuni neytenda. Frá upphafi hefur þetta efni
verið einn meginstólpanna í sérstöðu DV.
Hingað til hafa neytendasíður mest flallað um mat-
væli, aðrar heimilisvörur og -þjónustu, en minna um
kaup og rekstur á eignum, svo sem húsnæði og bílum og
minnst um verðmæta pappíra af ýmsu tagi, sem gegna
vaxandi hlutverki í flármálum alls almennings.
Á þessu verður breyting í dag. Til viðbótar við neyt-
endasíður, sem birtast hversdagslega í blaðinu, verður á
fimmtudögum fjögurra síðna samfelldur efnisflokkur,
þar sem fjallað er um tilboðsverð, um mat og heimilis-
vörur, um fastar og lausar eignir og um pappíra.
Verðkannanir verða þungamiðjan, verðkannanir á
einstökum vörum og vörufLokkum, þjónustu og þjón-
ustuflokkum. Við berum saman seljendur og förum
stundum út fyrir landsteinana af því tilefni. Með gæða-
könnunum fýllum við svo myndina enn betur.
í dag er verðkönnun á gemsum. Einnig er fjallað um
innkaupavenjur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borg-
arstjóra og benzínspamað Þórarins Sigþórssonar tann-
læknis. Ennfremur um misjöfn áhrif kreppunnar í Aust-
urlöndum á eign fólks í ýmsum verðbréfasjóðum.
Svo að upplýsingamar komist sem bezt til skila, er
efnið gert myndrænt. Þannig viljum við stuðla betur en
áður að því gamla hlutverki DV að auðvelda lesendum
sínum lífsbaráttuna og hjálpa þeim við að taka betri og
yfirvegaðri þátt í lífskjarabyltingu nútímans.
Við reiknum með, að þetta leiði ekki aðeins til bætts
fjárhags þeirra, sem notfæra sér efnið, heldur hafi líka
þau óbeinu áhrif, að auglýsingar og önnur markaðssetn-
ing verði fólki gagnlegri með því að gera meira en áður
ráð fyrir, að neytendur séu viti borið fólk.
Nútíminn færir okkur auknar flækjur og aukin tæki-
færi. Með þekkingunni öðlumst við betri tækifæri til að
gera það, sem okkur langar til að gera.
Jónas Kristjánsson
Ekki við kynninguna að sakast, heldur póiitfkina sem liggur til grundvallar vinstri bræðingnum, segir Einar í lok
greinar sinnar. - Málefnasamningur A-flokkanna og Kvennalista kynntur.
Allt fyrir alla - alltaf
kost en að ljúka sam-
einingarferlinu fræga,
berja saman stefnu-
skrá og halda af stað
út í óvissuna. Þá var
um að gera að skella
inn í plaggið öllu því
sem nokkrum manni
gat dottið í hug - „í
þágu sátta og samlynd-
is“, eins og segir í leið-
ara Dags. Niðurstaðan
er reikningur til skatt-
borgaranna upp á
þetta 40 til 60 millj-
arða.
Þegar þetta var orðið
lýðum ljóst var gripið
til þess ráðs að segja
málefnaskrána hug-
myndir sem ætti að
„Allir flokkarnir sem standa að
vinstri bræðingnum voru komnir í
þá stöðu að þeir áttu enga út-
gönguleið. Yfirlýsingar forystu-
manna og annarra voru á þann
veg að þeir áttu ekki annan kost
en að Ijúka sameiningarferlinu
fræga, berja saman stefnuskrá
og halda af stað út í óvissuna. “
Kjallarinn
Einar K.
Guðfinnsson
alþingismaður
Fyrstu spor hins
nýja vinstri stjóm-
málabræðings hafa
reynst bæði óburðug
og lítt sannfærandi.
Rangar fullyrðingar
í veigamiklum mál-
um, yfirboðsstefna 1
vel flestum mála-
flokkum sem til út-
gjalda horfa og mis-
vísandi yfirlýsingar
hafa gert þessa nýju
stjómmálahreyfingu
einkar ótrúverðuga.
Það er til dæmis
augljóslega rétt sem
einn af áköfustu tals-
mönnum samfylk-
ingar vinstri manna,
Stefán Jón Hafstein,
heldur fram i leiðara
Dags á dögunum er
hann segir orðrétt:
„Á hinn bóginn verð-
ur að segjast eins og
er að skráin er í
bland langur og
fimadýr óskalisti
sem ber þess merki
að allt var tekið inn,
engu hafnað, í þágu
sátta og samlyndis.
Engin ríkisstjórn
mun koma öllu þessu
í verk á eðlilegum
lifstíma slíkra fyrir-
brigða“.
Frá því að þessi orð voru sett á
blað hefur það komið fram að
kostnaðurinn við hinn „fimadýra
óskalista" geti legið á bilinu 40 til
60 milljarðar króna! - Því hefur
ekki verið hafnað af aðstandend-
um plaggsins.
Allt með í nafni
samstöðunnar
I sjálfu sér þarf þetta engan að
undra. Allir flokkarnir sem standa
að vinstri bræðingnum vom
komnir í þá stöðu að þeir áttu
enga útgönguleið. Yfirlýsingar for-
ystumanna og annarra vom á
þann veg aö þeir áttu ekki annan
framkvæma einhvern tímann á
næstu öld. En það gekk heldur
ekki upp. Sjálft plaggið kvað á um
að það væri málefnaskrá til fjög-
urra ára, vegna sameiginlegs
framboðs þessara flokka í alþingis-
kosningunum að vori. Þar með lá
það fyrir svart á hvítu.
Ótrúlegur vandræðagangur
Vandræðagangurinn í kringum
vamarmálin er svo sérstakur kap-
ítuli. Vamarmálin em sannast
sagna ekki mjög ofarlega á lista
yfir þau mál sem tekist er á um í
þjóðmálabaráttunni um þessar
mundir. Þessi mál vom umdeild
hér fyrr á öldinni, eins og vitur
maður orðar það stundum. Nú um
stundir mælast herstöðvaand-
stæðingar í fáeinum prósentum.
Það þurfti því sérstaka lagni til að
gera sér þetta mál að pólitísku
fótakefli. Og ekki tók nú betra við
þegar farið var að birta leiðrétt-
ingu við málefnaskrána. Þá var
talað um að um ónákvæmt orða-
lag væri að ræða í tímamótaplagg-
inu. Þó vissi öll þjóðin að vamar-
málakaflinn var einn allsherjar
misskilningur, byggður á hreinni
vanþekkingu.
Fjölmiölar hafa upplýst að tals-
menn flokkanna hafi í upphafi
fullyrt og ítrekað að það sem segði
um uppsögn vamarsamningsins í
málefhaskránni væru ofureinfald-
ar staðreyndir. Þeir stóðu í þeirri
trú að varnarsamningurinn hefði
að geyma sólarlagsákvæði og
rynni út eftir tvö þrjú ár. Það var
því ekki orðalagið sem var óná-
kvæmt. Gagnaöflunin sjálf var
bara í algjöru skötulíki.
Of mikil kynning?
Upp á síðkastið hefur því síðan
verið haldið fram að kynningin
hafi misfarist. Ekki stenst það nú
alveg. Kynningin var þvert á
móti mjög ítarleg. Fjölmiðlar
greindu skilmerkilega frá blaða-
mannafundi forystumannanna og
vom með beinar útsendingar í
sumum tilvikum, til þess að þjóð-
in fengi strax hin mikilvægu tið-
indi. Málefnaskráin var birt í
heild á vefsíðum einstakra fjöl-
miðla. Þannig vantaði ekkert upp
á kynninguna.
Því er spuming hvort ekki sé
fremur tilefni fyrir þá, er bera
samfylkinguna fyrir brjósti, að
kvarta undan of ítarlegri umfjöll-
un en að eitthvað hafi skort á. Það
er öllum ljóst að efnisinnihald
málefnaskrárinnar þoldi ekki bet-
ur en þetta að vera dregið fram í
dagsljósið. Þar er ekki við kynn-
inguna að sakast, heldur pólitík-
ina sem liggur til grundvallar
vinstri bræðingnum.
Einar K. Guðfmnsson
Skoðanir annarra
Landssíminn - órökstudd gagnrýni
„Nýr samkeppnisaðili, Íslandssími hf., er að hasla
sér völl á sviði síma- og fjarskiptaþjónustu ... Það
hefur á hinn bóginn verið gagnrýnt, m.a. af forráða-
mönnum Landssímans, að tveir af stofnendum ís-
landssíma hf., tengdir hugbúnaöarfyrirtækinu OZ,
hafi setið í starfshópi um framtíðarskipan í fjar-
skiptamálum, skipuðum af samgönguráðherra. Sú
gagnrýni fær ekki staðizt. Það yrði erfitt um vik fyr-
ir stjómvöld að fá hæfasta fagfólk úr atvinnulífinu
til setu í ráðgefandi nefndum á vegum opinberra að-
ila, ef slík seta skerti frelsi viðkomandi til mögu-
leika til að þróa fyrirtæki sín og byggja þau upp.“
Úr forystugreinum Mbl. 23. sept.
Háskóli eða skuttogari
„Háskóli er það lausnarorð byggðastefnanna, sem
skuttogari var einu sinni og loðdýra- og fiskirækt
síðar að viðbættri ferðaþjónustu, sem taka við af úr-
eltum atvinnuvegum. Rekið er á eftir stjómvöldum
að stofna hið bráðasta háskóla í þeim landshlutum
sem orðið hafa útundan í langskólavæöingunni ...
Háskóla íslands er haldið í viðvarandi fiársvelti og
getur ekki sinnt ætlunarverkum sínum nema að
hluta. Samt er sífellt verið að bæta við námsefni og
deildum ... En það er magnið en ekki gæðin sem
skipta máli og því skulum við hafa enn fleiri háskóla
um öll foldarból."
Oddur Ólafsson í Degi 23. sept.
Fjölskyldustund
„í þjóðfélagi eins og við lifum þar sem fólk vinnur
mikið og er lítið heima hjá sér þarf að skipuleggja
tímann vel. Margar fiölskyldur og hjón rækta sam-
bönd sín meö því að taka frá reglulega sameiginlega
stund. Ég mæli meö að það verði almennara að fiöl-
skyldur taki frá ákveðinn tíma í hverri viku þar sem
þær geri eitthvað sameiginlega. Þar sem þessi tfxni
er frátekinn fyrir fiölskylduna og allt annað látið
víkja ... Þetta gæti veriö kvöldstund eða hluti úr
helgi, að aðalatriðið væri „fiölskyldustundin okkar“.
Njótum þess að standa saman og styrkjum okkur
sjálf með því að styðja við hvert annað.“
Guðrún Snorradóttir í Mbl. 23. sept.