Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Page 26
I
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 JD"V
26
&ikmyndir
Nú þegar ég er nýflutt hefur hug-
ur minn (ávallt reikull) hneigst
æ meira að hugleiðingum um
margvíslega merkingu húsa og
hlutverk þeirra í bíómyndum. Það
var því tilvalið að rannsaka málið
og fletta í uppáhaldsbókinni minni,
Kvikmyndahandbókinni. Mér til
þónokkrar hrellingar (ánægjuhroll-
ur niður bakið) reyndust flestar
húsamyndir sem ég mundi eftir
vera hrollvekjur (eða er málið
kannski bara það að ég sé aðallega
hroflvekjur?) um draugahús þar
sem nýir eigendur og ábúendur ým-
ist andast (og bætast í draugaflór-
una) eða neyðast til að flýja með
hárbeitta búrhnífana fljúgandi á eft-
ir sér. Hver man ekki eftir Polt-
ergeist-myndunum þar sem húsið
hreinlega hrundi rétt í því að fjöl-
skyldan brunaði burt á ílanga amer-
íska tekkbílnum sínum. Gott ef gat-
an féll ekki saman líka.
Hús hafa ekki bara karakter, þau
hafa margvíslega merkingu. Húsið
er tákn fjölskyldunnar eins og
myndimar um hús Ushers-fjölskyld-
unnar sýna. Þær eru byggðar á upp-
áhaldssögunni minni eftir Edgar
Allan Poe en hann er maðurinn
með hrafninn sem er ekki Óðinn. í
hinni inndælu Texas Chainsaw
Massacre er skemmtilega snúið upp
á þessa fjölskylda=hús myndhverf-
ingu þar sem mannætufamilían býr
í þessari líka huggulegu borgara-
legu villu, með svölum og allt.
En húsið er ekki bara tákn um
fjölskyldu, það er líka tákn einstak-
lingsins. Ef þig dreymir húser þig
að dreyma sjálfa þig. Þfi ert húsið
þitt og persónuleika þinn má lesa í
hvemig (og hvort) þú opnar og lok-
ar gluggum, hurðum og dregur fyr-
ir og frá gardínur og hvort það
stendur ‘allir alltaf velkomnir’ á
dyramottunni. í kjallaranum er hið
bælda, að sjálfsögðu, og Godzilla
(i’m going deeper underground).
Draugagangur í húsum er þannig
ákaflega táknrænn fyrir alls konar
innri óreiðu og umstang.
Fyrir félaga Freud var heimilið
beinlínis staður hins óhugnanlega
(og erum við nú komin að kjarna
málsins) en með miklum og
skemmtilegum tilfæringum fellir
Freud saman hið óhugnanlega eða
óheimilislega (‘unheimliche’) við
hið huggulega eða heimilislega
(‘heimliche’), enda er það víst satt
og víst innan veggja einkalífsins
grasserar margur óhugnaðurinn.
Ekki nóg með það (Freud lætur nú
ekki staðar numið hér) heldur vísar
húsið okkar, hið heimilislega - nú
óhugnanlegt - beinlínis í heimili
heimilanna, móðurkviðinn, þaðan
sem við öll komum og þangað sem
okkur ‘alla’ langar (likt og vanalega
gleymdi Freud að konur voru til
sem eitthvað annað en útungunar-
box), jafnframt því að þessum stað
fylgir óttinn mikli, a: við geldingu,
b: að vera étinn, c: að vera lifandi
grafinn, og só on. Og þá vitum við
það. Hver segir svo að heima sé
best?
Ég fann enga mynd sem hét
‘Glaða húsið á hominu’ eða eitt-
hvað álíka, hér er listi yfir nokkrar
húsamyndir.
The Amityville Horror
(Stuart Rosenberg, 1979)
Þetta draugahús gekk aftur og aft-
ur og á sér nú ein 7 framhöld og er
þá væntanlega orðin gata.
Klassíska temað, fjölskylda flytur
inn, draugar taka yfir, fjölskylda
flýr.
Mouse Hunt, 1998.
The Borrowers
(Peter Hewitt, 1998)
Þetta er falleg húsasaga, svona til
tilbreytingar, um húsálfa.
Burnt Offerings
(Dan Curtis, 1976)
Ég hef ekki séð myndina en bók-
in var fellega fin. Afskaplega eitt-
hvað rólegur draugagangur og
huggulegur ef ég man rétt.
The Canterwille Ghost
(Paul Bogart, 1986)
Þessi var í sjónvarpinu um dag-
inn. Gerð eftir sögu Wilde, þá er
þetta klassík kastaladraugssaga,
með rómantískum endi og allt.
The Haunting
(Robert Wise, 1963)
Frægasta draugahúsmyndin er
líklega The Shining. En sú besta er
líklega þessi. Gerð eftir bók Shirley
Jackson, The Haunting of Hifl Hou-
se, sem inspíreraði síðan bók Kings,
The Shining. í þetta sinn flytur eng-
inn inn heldur fer fólk beinlínis á
staðinn til að kanna hvort i húsinu
sé reimt.
The Haunting of Sea Cliff Inn
(Walter Klenhard, 1994)
Þessi var nú í slappara lagi, nú á
að setja upp hótel í draugahúsi.
Húsið
(Egill Eðvarsson, 1983)
íslendingar hafa líka gert drauga-
húsamynd, nema hvað.
House
(Steve Miner, 1986)
Þessi var ógislega skemmtileg,
grínhrollvekja sem var bæði fyndin
og dáldið skerí og gekk aftur
þrisvar. Leikari flytur inn í hús
frænku sinnar sem framdi sjálfs-
morð og vitiði hvað? Hún gengur
aftur og hitt og annað líka.
House on a Haunted Hill
(William Castle, 1958)
Afskaplega skemmtilega vitlaus
er-þetta-alvöru-draugagangur mynd,
sem involverar veðmál um að dvelja
nótt í draugahúsi. Með Vincent
Price. (Kvikmyndahandbókin mín
listaði fullt af myndum sem byrjuðu
á House e-ð, sú sem mér leist best á
heitir House of Psychotic Women)
Mousehunt
(Gore Verbinski, 1998)
Húsamús rústar hús, en reddar
síðan málunum á síðustu stundu.
Söguþráðurinn er úr osti. Fremur
sæt húsamynd... eða hvað?
Paperhouse
(Bernard Rose, 1989)
Þessi nýtir húsasymbólismann
vel, veikur strákur liflr sig bókstaf-
lega inn í teiknað hús.
The Shining
(Stanley Kubrick, 1980)
Overlook-hótelið tekur yfir rithöf-
undinn og dregur fram alla hans
innri skugga.
Úlfhildur Dagsdótir
The Shining, 1980.
topp %m
í Bandaríkjunum
- a&sókn dagana 11. tll 13. september. Tekjur í mllljónum dollara og helidartekjur -
Jackie Chan á
toppnum
Nýjasta kvikmynd hins kínversk-ætt-
aöa Jackie Chan, Rush Hour, tók
helgina meö trompi og var langvin-
sælasta kvikmyndin og má segja aö
nú hafi Jackie Chan endanlega geng-
iö frá Seven Seagal og Jean Claude Meryl Streep og Renee Zelleweger
Van Damme sem báöir hafa gert til- f 0ne TrueThing ka|| tj|
þess aö vera mesti hasarleikarinn. Þaö sem Jackie Chan hefur fram yfir fyrr-
nefnda kappa er húmor og hann er aö finna í miklum mæli í Rush Hour og
þar nýtur Chan góörar aöstoðar Chris Tucker sem er aö veröa einn vinsæl-
asti svarti leikarinn í Hollywood. Hinar miklu vinsældir Rush Hours komu öll-
um t opna skjöldu en framleiöendur myndarinnar höfðu verið aö vonast eftir
aö hún næöi 20 milljónum dollurum en aö hún færi yfir 30 milljónir dollara
er tala sem þá dreymdi ekki um. -HK
Tekjur Helldartekjur
1. (-) Rush Hour 33.001 33.001
2. (-) One True Thing 6.606 6.606
3. (2) There's Something about Mary 5.634 147.126
4. (1) Rounders 4.731 16.081
5. (5) Simon Birch 3.744 8.111
6. (4) Saving Private Ryan 3.405 178.091
7. (3) Blade 3.263 61.304
8. (6) Ever After 1.778 59.620
9. (9) Armageddon 1.254 195.835
10. (8) Snake Eyes 0.920 53.896
11. (13) The Parent Trap 0.894 63.100
12. (10) How Stella Got Her Groove Back 0.864 35.329
13. (15) The Mask of Zorro 0.688 90.210
14. (7) Knock off 0.638 9.515
15. (20) Dr. Doolittle 0.632 141.095
16. (12) Why Do Fools Fall in Love 0.622 11.599
17. (18) Everest 0.569 42.561
18. (17) Slums of Beverly Hills 0.555 4.464
19. (14) Dance With Me 0.528 15.113
20. (11) 54 0.524 16.214
EOI
The Borrowers, 1997.