Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 Islandssagan breyttist þegar hámark afla var ákveðið haustið 1983. Mörgum sem höfðu helgað líf sitt útgerð fannst undarlegt að fá allt í einu „heimild" til að veiða minna. En íslendingar urðu að velja hvort þeir vildu halda áfram sífelldum taprekstri x sjávarútvegi eða leita nýrra leiða. Fyrir þjóðina í heild lá beint við að fela þeim sem til þess höfðu getu að sækja fiskinn, enda á hún auð í verkþekkingu útvegsfyrirtækja engu síður en í sjónum. En við úthlutun veiðileyfa var líka leitast við að gæta réttlætis og aflahlutur skipa tók því mið af veiði fyrri ára, af atvinnuréttindum útvegsmanna og reynslu. Enginn ræðst í útgerð ef hann sér fram á tap. Líkt og aðrir vilja útvegsmenn njóta verka sinna en þeir þurfa að leggja í mikinn kostnað við starf sitt og taka áhættu. Fjöldi útvegsmanna hefur misst allt í þeirri viðleitni að halda uppi atvinnu í sinni heimabyggð. Með núverandi fiskveiðistjómunarkerfi fengu útvegsmenn loks stjómtæki til þess að auka hagkvæmnina. íslcndingar vilja stjóm á 2.500 fiskveiðum, ekki aðeins til að tryggja viðgang helstu nytjastofna, heldur einnig til að tryggja ágóða af vciðunum. Þrátt fyrir aflahrun og stórfellda skerðingu veiðiheimilda á sfnum tíma tókst sjávarútveginum að vinna upp heildarafla flotans með sókn á Qarlæg mið. Þetta var ein meginforsenda þess að þjóðin stóð af sér erfiða tíma í efnahagsmálum og býr nú við góðæri. Heildarafli 1978 -1997 þús. tonn 1.000- Sóknarmark Blanda sóknarmarks og aflamarks Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi 1978 79 80 81 83 84 85 86 87 89 90 91 92 93 94 95 96 1997 Stjómvöld ákveða hámarksafla og setja reglur um úthlutun hans. Hlutverk útvegsmanna er að ná í aflann og breyta honum í raunveruleg verðmæti. Þegar ekkert veiðist er talað um dauðan sjó, en líka er talað um dauðan sjó í logni. Útgerð kallast útbúnaður sjómanns eða báts, það að gera út skip til veiða er líka kallað útgerð, sem og fyrirtækið eða stofnunin sem það gerir. Heimild: Útvegurinn 1997, Fiskifélag íslands, 1998. Um þjóðareign og atvinnuréttindi má lesa nánar í grein Sigurðar Líndal „Nytjastofnar á íslandsmiðum - sameign þjóðarinnar“, 1998. Þessi auglýsing er liður í fræðsluátaki Landssambands íslenskra útvegsmanna. Þjóðareign sem enginn kann að nýta er einskis virði. íslendingar hafa átt fengsæl mið í hundmð ára en máttu lengi horfa upp á flota erlendra ríkja sækja fiskinn án þess að geta aðhafst í sama mæli sjálfir. Á síðustu áratugum höfum við loks eignast útgerðarfyrirtæki sem hafa bolmagn til veiða á fiskistoíhum sem um aldir vom ónýttir. Við getum nú lagt fjármagn í þróun veiðarfæra, aflað nýrrar reynslu og tryggt að dýrmæt þekking í sjávarútvegi glatist ekki. Árangurinn hefur skilað sér í þjóðarbúið. íslendingar hafa alltaf metið frumkvæði einstaklinga sem sýna kjark við leit að nýjum miðum og tækifæmm. Þorri landsmanna er í raun sáttur við núverandi fiskveiðistjóm og hiífst með þegar íslensk útvegsíýrirtæki skila góðum árangri. Það kostar mikið að gera út skip og sækja sjó. Það er ekki sjálfgefið að útgerð gangi upp og skili hagnaði. En án útgerðar verða engin auðæfi sótt í hafið. www.liu.is ISLENSKIR ÚTVEGSMENN Fræðsluátak á ári hafsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.