Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 JÖV 26 Qfrgt fÓlk Viö þá sem eru aö pæla í aö prófa segir Hafsteinn: „Kynntu þér staöreyndir málsins. Ef þú ert enn þá ákveðinn eftir þaö þarftu aö leita þér hjálpar." DV-myndir E.ÓI. Amfntamínbilun er andleg; oft heldur neytandinn að hann sé undir eftirliti og jafnvel að hann sé ofsóttur. Það er ekki bara andleg bilun sem á sér stað heldur skemmir amfetamin taugaenda varanlega. Fólk get- ur t.d. fengið einkennilega kæki sem það losnar ekki við, jafnvel þótt það hætti í neyslu. Jafningjafræðslan er fyrirbæri sem hefur vakið mikla verðskuldaöa athygli hér og erlendis. Hafsteinn Snæland er nýtekinn við fram- kvæmdastjórastöðu fræðslunnar. Hann er tvítugur, var kosinn formað- ur Félags framhaldsskólanema í vor en hætti því og tók við starfi fram- kvæmdastjórans í síðustu viku. FF og Jafningjafræðslan er á sömu skrif- stofunni í Hinu húsinu þannig að Hafsteinn færði sig bara yfír á næsta skrifborð. Hafsteinn vann hjá Jafningja- fræðslunni sumarið 1996 og síðan aft- ur í sumar. „Strax á fyrstu vikunum fannst mér þetta áhugavert og þess virði að standa í þessu. Þannig að ég var aft- ur í þessu í sumar og þá sem milli- stjómandi. í framhaldi af því ákvað ég að sækja um þetta starf í vetur," segir Hafsteinn. Eitthvað sem allir vita um Hefur Hafsteinn kynnst eiturlyfj- um af eigin raun? „Ekki persónulega en ég hef séð þetta í kringum mig eins og flestir. Svo leiðinlegt sem það er þá er ísland litið samfélag og það ber svo mikið á svona vandamálum þó að þetta sé ekki jafnstórt vandamál og annars staðar á Norðurlöndunum. Þaö hafa allir kynnst þessu einhvem veginn, hvort sem það er áfengisneysla eða sjálfsmorð vegna vímuefna. Það koma margir til okkar og við forum til margra. Það er mikið um það að við séum beðin um að halda námskeið fyrir unga krakka. Fólk er að sjá að þeir hlusta kannski bet- ur á okkur og það sem við emm að segja. Við segjum þeim hvað þeir græða mikið og hvað þeir geta gert miklu meira; að það eru meiri möguleikar sem fylgja því að láta dópið vera heldur en hitt. Við erum að reyna að ná til fólks- ins sem er ekki búið að lenda í ves- eni heldur er í áhættuhópnum. Við eram ekki fagaðilar og getum ekki hjálpað fólki sem er komið í skítinn. Þegar fólk er komið þangað er hættu- legt að vera með einhverjar tilraun- ir.“ Sjálfsmorð - sigur eitursins Undanfarið hefur verið rætt mikið um aukna sjálfsmorðstíðni meðal ungs fólks og hefur hún verið tengd aukinni amfetamínneyslu. „Óvinurinn er að vinna okkur í smátíma með vissa einstaklinga. Við getum ekkert hætt. Við vitum að við erum aö hjálpa einhverjum þó að við náum ekki til allra. Við vitum að við getum ekki bjargað heiminum. Það er alltaf sorglegt aö heyra af sjálfs- morðum en við gerum okkar besta.“ Er einhver sérstakur áhættuhóp- ur? „Það em allir í hættu en í mismun- andi mikilli. Það er sannað mál að það er enginn sérstakur hópur sem er í þessu. Við fókusum á nýnema í skólum því að þeir era kannski að skipta um hverfi, vinahóp og komast í framhaldsskóla sem er stórt skref. Þeir verða stundum áttavilltir og þá era þeir auðvelt skotmark fyrir þá sem vilja fá þá í dópið. Ef rangur hópur kemst í hann fyrst og nær að tala við hann þá fær hann kannski þá hugmynd aö dóp sé töff í fram- haldsskóla. Við verðum bara að leið- rétta þann misskilning. Það hjálpar manni mikið ef maður á góða vini, hvort sem maður er í þessu eða einhveiju öðra, en ég veit ekki hvort það er mikilvægasti þátt- urinn. Sjálfstæð hugsun og vilji getur bjargað þér út úr öllu. En auðvitað gerir vinahópurinn mikið, skólinn og fjölmiðlar." Að deyja í fráhvarfi Samkvæmt fikniefnalögreglunni hefur ecstacy nær horfið. Er ekki hætt við því að eitthvað annað komi í staðinn? „Vonandi ekkert. Am- fetamínið og hassið er að- alvandamálið núna. Síðan eru margir hræddir við að heróínið komi. Það eru ýmsar kenn- ingar um það; hvort það komi eða ekki; hvort það nái rótfestu eða ekki. Rökin fyrir því er að heróínneyt- andi þarf aö fá sinn daglega skammt, annars fær hann fráhvarfseinkenni og það mjög slæmt því að það era dæmi um að fólk deyi í fráhvarfi. Fólk er farið að sjá hvað heróínið er ávanabindandi. Það er tekið einu sinni og þá verður fólk háð því. Það þarf að vera stanslaus innkeyrsla á heróín I landið og það er svo erfitt miðað við það að við eram eyja og að meira að segja veður getur gert erfitt fyrir með innflutning. Þess vegna þorir fólk ekki að byrja á þessu.“ Ofneysla ekki algeng hér í Ósló er starfrækt sérstök neyðar- lína sem sinnir eiturlyfjasjúklingum sem hafa tekið of stóran skammt. Ekki er algengt að fólk deyi úr of- neyslu hér á landi en það kemur bara annað í staðinn. „Það er svolítið mikið um að fólk ofkeyri líkamann. Ekki að fólk taki of stóran skammt og deyi heldur að fólk er á amfetamíntrippi í viku, sef- ur ekkert, borðar ekkert og drekkur allan tímann. Þá gefst líkaminn upp. Fólk dettur niður og stendur ekki upp aftur. Sjálfsmorð eru langalgengust í sambandi við þetta vegna þunglynd- isins sem fylgir. Fyrir utan það að verða þunglynt vegna dópsins veit fólk að þetta er ólöglegt og það getur lent í vandræðum, það veit að það er aö eyðileggja fyrir fjölskyldunni. Þá verður fólk auðvitað miklu þung- lyndara." Allir þekkja einhvern Er auðvelt að ná sér í eiturlyf? „Já. Alltof auð- velt. Ef einhver fær þá flugu í hausinn að byrja að reykja hass á fostudaginn þá gerir hann það. Hann þekkir ein- hvem sem þekkir einhvem sem er að reykja hass og þekkir einhvem sala. Ef það væri ekki svona auð- velt þá fengi fólk meiri tíma til að hugsa sig um. Þá væri þetta ekki jafn stórt vandamál.“ -sm „Þaö er í tlsku aö vera edrú. Þaö er töff.“ Ffknin sem fylgir kannabis- neyslu er að mestum hluta andleg og það getur því tek- ið helmingi lengri tima að hætta þvi löngunin getur komið yfir menn öllum stundum; löngunin blossar oft upp löngu seinna því fólki hættir til að gleyma þvi slæma við alla hluti. |... í prófíl Ragnar Blöndal á Mono Fullt nafn: Ragnar Blöndal. Fæðingardagur og ár: 04.02 1972 Maki: Gunnhildur Guðnadóttir. Böm: Rúnar Þór 7 ára og Ragn- heiöur Helga tveggja og hálfs mánaðar. Starf: Dagskrárstjóri Mono 877. Skemmtilegast: Fjölskyldan, vinnan og enski boltinn. Leiðinlegast: Verslunarferðir á laugardögum. Uppáhaldsmatur: Fiskisúpan hennar mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Coca Cola og sterkt kaffi. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Er í lagi að vera svangur í bænum þó aö maður borði heima? Fallegasta röddin:Ragnheiður Ásta virkar alltaf hálfskringilega á mig ... annars er Sigmar Guð- mundsson soldið sætur á lands- leikjum. Uppáhaldslíkamshluti: Hehehe Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) rik- isstjóminni: Hlynntur. Meö hvaða teiknimyndaper- sónu myndir þú vilja eyða nótt: Piunni sem Roger Rabbit var svo skotinn í. Uppáhaldsleikari: Adam Sandle og Morgan Freeman. Uppáhaldstónlistarmað- ur:Hmmm ... þessa stundina eru strákamir í Wiseguys nokkuð sterkir og svo Norman nokk- ur Cook. Sætasti stjómmálamaðurinn: Guðlaugur Þór Þórðarson er sold iö kjút... sérstaklega þegar hann talar um útvarp (hehehe...). Uppáhaldssjónvarpsþáttur: X-files og íþróttaþættir Stöðvar 2 og Sýnar. Leiðinlegasta auglýsingin: Ég er ekkert sérlega hrifmn af öllui þessum dömubindaauglýsingum., Leiðinlegasta kvikmyndin: Sleepless in Seattle fannst mér soldiö vond. Sætasti sjónvarpsmaðurinn: Brynhildur Ólafsdóttir, frétta- kona á Stöð 2 og Svavar Örn. Uppáhaldsskemmtistaður: Clu Fischer og Kaffi Thomsen. Besta „pikköpp“-línan: Komdu, þetta verður rosa gott! Hvaö ætlar þú að verða þegar þú verður stór: ... ertu að segja að ég sé lítill? Eitthvað að lokum? Guð er góður!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.