Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 1 iV 4 tméttir ★ —---- Sveinbjörn Jónsson trillukarl segir formann LÍÚ vilja afvegaleiða almenning: Best að fá ekkert að róa - og fá 100 daga á næsta ári, segir Sveinbjörn, sem fluttur er frá Suðureyri „Ég fagna því að Kristján Ragn- arsson sknli taka eftir mér en það er ýmislegt í máli hans sem bendir til vanþekkingar eða er til þess fall- ið að afvegaleiða almenning eins og ýmislegt fleira sem LÍU lætur frá sér fara þessa dagana. Það hefur enginn kvóti verið seldur af þeim báti sem ég seldi sl. haust. Þvert á móti munu aflaheimildar hans hafa verið auknar," segir Sveinbjöm Jónsson, trillukarl frá Suðureyri, vegna ummæla Kristjáns Ragnars- son í DV i fyrradag. Kristján nefndi Sveinbjöm sér- staklega í því samhengi að trillukarlar heimtuðu meira og meira og seldu síðan kvóta sinn og högnuðust af. Eins og DV greindi frá á mánudag var 15 smábátum laumað úr aflahámarkskerfmu yflr í kerfi dagabáta eftir að allur kvóti þeirra hafði verið seldur. Svein- bjöm segir þetta ekki eiga við um sína útgerð þar sem hann hafl ein- faldlega selt bát sinn og keypt ann- an í staðinn. „Það eina sem gerðist var það að einstaklingurinn Sveinbjöm Jóns- son trillukarl seldi krókabátinn sinn, sem var á þorskaflahámarki, og keypti í staðinn krókabát sem er á dögum. Ég reri þessum báti í sum- ar og fiskaði rúm 100 tonn,“ segir hann. Mikil ólga er meðal trillukarla sem eiga báta í dagakerfi og sjá fram á að mega aðeins róa 9 daga á yfirstandandi fiskveiðiári í stað 40 daga á því seinasta. Sveinbjöm tek- ur ekki undir kröfúr um fjölgun daga heldur vill þvert á móti fækka þeim. „Ég var að vona að þetta yrðu að- eins 2-5 dagar núna svo augljóst væri aö ekki þýddi að róa til fiskjar þann tíma og dagamir því aðeins nothæfir til að skapa sér viðmiðun til frjálsrar sóknar annað hvert ár. Lögin em þannig að það gefur betri afkomu að róa 100 daga annað hvert ár heldur en 9-10 daga á hverju ári. Við sem búum við þetta kerfi hljót- um að gera okkar áætlanir okkar í samræmi við lögin. Þetta snýst um það að hegða sér þannig að leiði til sem bestrar afkomu," segir Svein- bjöm. Hann segist ekki skilja gagnrýni Kristjáns á trillukarla og bendir á að löggjafinn hafi búið til þann ramma sem þeir eigi að starfa inn- an. Þeir fylgi síðan lögunum og reyni að bæta afkomu sína svo sem hægt sé. „Kristján hefúr lagt á það áherslu í gegnum tíðina að lög séu skýr svo hægt sé að gera raunhæfar framtíð- aráætlanir. Málið snýst um óbeit hans á því hve mikið trillukarlar fiska sem ég skil ekki því hans floti skildi eftir drjúgar leifar af flestum þeim tegundiun sem þjóðfélagið ætl- aði þeim að veiða. Steinbíts- og ýsu- kvótinn náðist ekki þrátt fyrir gríð- arlega hjálp krókabáta,“ segir Sveinbjöm. Sveinbjöm, sem þekktur er sem trillukarl á Suðureyri, hefur nú flutt búferlum með fjölskylduna til Reykjavikur. Hann segist munu róa dagabáti sínum hér eftir sem hingað til enda taki þaö hann ekki nema rúmar 6 klukkustundir að sigla frá Reykjavík til Suðureyrar. Hann seg- ist ekki vilja svara orðum Kristjáns varðandi það að trillukarlar geri lít- ið úr skoðunum fiskifræðinga. Sveinbjörn Jónsson rær smábáti sínum og úthaldið ræðst af því hve marga daga bátarnir fá á hverju ári. Hann segir að best hefði verið að fá engan dag í ár. DV-mynd BG „Ég nenni ekki að svara dylgjum em einfaldlega ekki svara verðar,“ Kristjáns um afstöðu mína eða okk- segir Sveinbjöm. ar trillukarla til fiskifræðinga. Þær -rt Akureyri: Ungir „sjall- ar“ ánægðir meöRUV DV, Akureyri: Ungir sjálfstæðismenn á Ak- ureyri hafa lýst yfir fögnuði með þá framtakssemi sem Rík- isútvarpið Sjónvarp sýnir með þeirri íslensku dagskrárveislu sem það stendur nú fyrir. Hvet- ur Vörður, félag ungra sjálf- stæðismanna í bænxun, for- ráðamenn Ríkisútvarpsins Sjónvarps að gera það að reglu frekar en undantekningu að senda út íslenskt sjónvarpsefiii svo landsmenn megi hafa gagn og gaman af. „Telin- Vörður það ánægju- legt, sem og nauðsynlegt, að Ríkisútvarpið Sjónvarp stígi stöku sinnmn upp frá endur- varpi erlendrar lágmenningar og taki af skarið sem öflugur miðill íslenskrar menningar. íslensk tunga má ekki undir nokkrum kringumstæðum grotna niður af völdum mis- tækra aðgerða í menningarmál- um. Gott er fyrir alþjóð að vita að Ríkisútvarpið Sjónvarp geti staðið undir því hlutverki sínu aö framleiða, varðveita og senda út íslenskt sjónvarps- efiii," segir í samþykkt Varðar á Akm-eyri. -gk Oflugri skip Alla ríka DV, Esldfirði: Á fundi stjómar Hraðfrystihúss Eskifjarðar þann 24. september var samþykkt heimild handa Þorsteini Kristjánssyni aðstoðarforstjóra að staðfesta kaup á tveimur 7000 hest- afla aðalvélum auk rafala og stærri togspila í nótaskipin Hólmaborg og Jón Kjartansson. Þorsteinn sagði að stefnt væri að því að fara i breytingar á Hólma- borg í lok mars eftir lok loðnuver- tíðar en síöan færi Jón Kjartans- son þegar Hólmaborg kemur heim. Breytingamar era gerðar til að skipin nái betri árangri á kolmunnaveiðum hér við land. Þær munu kosta 200 milljónir á hvort skip. Regína Órólega deildin Úr órólegu deildinni í Sjálfstæð- isflokknum heyrast þær fréttir að Markús Möller, hagfræðingur í Seðlabankanum, sé að spá alvarlega í að skella sér í próf- kjörsslaginn í Reykjanesi. Mark- ús hefur verið harður talsmaður auðlindagjalds i sjávarútvegi og því ekki átt upp á pallborðið hjá æðstaráðinu í flokknum. Hefúr því verið fleygt að ófáir sjálfstæðis- menn muni hins vegar fagna þátt- töku Markúsar, ekki síst eftir að Sverrir Hermannsson og félagar ákváðu að bjóða fram um land allt. Með Markús á lista hafi Sjálfstæð- isflokkurinn útvegað sér „alibi“ í sjávarútvegsmálum. En fyrst verið er að ræða um sjálfstæðismenn í þessu kjördæmi er fullyrt í eyru Sandkoms að Hreinn Loftsson sé kominn mun lengra en að íhuga framboð og að Ásgerður Hall- dórsdóttir á Seltjamamesi ætli ekki að gefa kost á sér þó á hana hafi verið þrýst. Eintök á lager? Nú er Ijóst að Böðvar Bragason mun koma aftur til starfa sem lög- reglustjóri í Reykja- vik 15. nóvember, en hann hefúr verið í veikindaleyfi. Ge- org Kr. Lárusson þykir hafa tekið myndarlega til hendinni á meðan Böðvar var í burtu og margir á því að þar sé gott efni í lögreglusfjóra. Sumum fannst Ge- org hins vegar ganga fulllangt í að styrkja stöðu sína innan lögregl- unnar, sáu ekki betur en að klónað eintak af honum birtist hvað eftir annað í fjölmiðlum í hlutverki Karls Steinars Valssonar. Velta gárungar nú fyrir sér hvort Georg eigi fleiri eintök á lager og Böðvar sjái sæng sína upp reidda. Monica kitla kunni Clinton meö sínum munni og forsetafrjó húnfimlega dró úr miölœgum gagnagrunni... Vanir menn Um þessar mundir er Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleik- stjóri að undirbúa mynd eftir sögunni Ungfruin góöa og húsiö sem er eftir fóður hennar, Hall- dór Laxness. Fjöl- margir þekktir leik- arar eru í aðalhlut- verkum. Statist- amir eru þó ekki síður þekktir. Þannig hefúr ný fengið þijá vana menn til að fara með hlutverk drukkinna þre- menninga sem bregður fyrir í myndmni. Það eru þeir Einar Kárason rithöfúndur, Ömólfur Thorsson, í stjóm Máls og menn- ingar, að ógleymdum HaUdóri Guðmundssyni, útgáfústjóra for- lagsins. Það þarf ekki að taka fram aö í veruleikanum era allir þrír stakir bindindismenn... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is Ólafsflöröur: Kirkjan endurvígð var reynt að halda stíl Rögnvalds Ólafssonar sem hannaði kirkjuna á sínum tíma. Kirkjan rúmar allt að 130 manns en við fjölmennar athafnir gefst kostur á að opna inn í safn- aðarheimilið sem rúmar um 120 manns. Þaðan sést vel inn í kirkj- una. Arkitekt hússins er Fanney Hauksdóttir en hönnun var í höndum Arkitekta- og verkfræði- stofu Hauks á Akureyri. Það var Tréver hf. í Ólafsfirði sem annað- ist framkvæmdimar. -HJ Andlitsdráttur Margir hafa haft gaman af vísu- komum sem fjalla um andhtsdrátt þeirra Monicu Lewin- sky og Clintons. Páll Ásmundsson læknir hefúr ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum. Hann sendi Sandkomi eftirfar- andi limru sem hann flutti í veislu á dögunum: DV; Ólafsfiröi: Ólafsfjarðarkirkja var endur- vígð sunnudaginn 13. september við hátíðlega athöfn. Biskupinn, heira Karl Sigurbjömsson, vígði kirkjuna, en viðstaddir athöfiiina voru tveir fyrrverandi prestar Ólafsfjarðar, þeir Úlfar Guð- mundsson á Eyrarbakka og Svav- ar A. Jónsson á Akureyri, ásamt sr. Sigríði Guðmarsdóttur, núver- andi sóknarpresti. Aðrir sem að- stoðuðu við vígsluna voru sóknar- nefnd og byggingamefiid kirkj- unnar Athöfnin hófst á því að hinir helgu gripir kirkjunnar voru bomir inn og lagðir við altarið. Sigríður Guðmarsdóttir þjónaði fyrir altari en biskupinn yfir ís- landi, Karl Sigurbjömsson, vígði kirkjuna. Ólafsfjarðarkirkja, sem var reist árið 1915, þótti orðin alltof lítil og þarfnaðist mikils við- halds. Fyrir tveimur árum var byrjað að reisa safnaðarheimili við kirkj- ima og var það fokhelt í ársbyrjun 1997. Var síðan hafist handa við að útfæra breytingar á gömlu kirkjunni. Kirkjan var lengd rnn þrjú gluggabil, skipt um alla glugga, þak, söngloft, kirkjubekki og altari. Við þessar breytingar Biskupinn, Karl Sigurbjörnsson, og Birgir Snæbjörnsson prófastur við at- höfnina. DV-mynd Helgi Hólmaborg, stærsta nótaskip landsins, fær öflugri vélar í kolmunnaveiðarnar. DV-mynd ÞH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.