Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 Stúlkan sem þráði sviðsljósið Monica kemur til annarrar yfirheyrslu Kenneths Starr 20. ágúst, döpur í bragði. Draumurinn orðinn að martröð og Monica veit að hún vaknar ekki. Hún setti heiminn í stofufangelsi, þrýsti fólki niður í sófann fyrir framan sjónvarpið. Monica Lewin- sky, 25 ára stúlka frá Los Angeles. Á forsetaskrifstofunni var það hún sem stundaði kynlíf en ekki Clint- on. Þegar sögur af kynlífsathöfnun- um komu fyrst fram var reynt að koma óorði á hana með því að draga upp sögur af háttalagi hennar. Hún var sögð óáreiðanleg og jafnvel kynóð. En hver er þessi stúlka? Er hún ómerkileg tík eða óþroskuð ung kona frá Beverly Hills? Milljón dala brosið Monica Samille Lewinsky er fædd í San Fransisco árið 1973. Foreldrar hennar eru Bernard Lewinsky krabbameinslæknir og Marcia Lew- is rithöfundur. Hún á yngri bróður, Michael. Þau fluttust snemma á ævi Mon- icu til Beverly Hills þar sem hún ólst upp í hverfinu 90210 sem marg- ir kannast við úr þáttum á Stöð 2. Fjölskyldan var ekki á flæðiskeri stödd. Þau bjuggu í 70 milljóna króna villu og eyddu ríflega 1,4 milljónum í ferðalög á ári. Adam Dave, fyrsti kærasti Monicu, segir að þrátt fyrir auðinn hafi Monica átt nokkuð sem ekki varð keypt: Fallegt andlit og augu. „Ég man enn milljón dala brosið hennar,“ segir Adam. Faðir hennar var mjög strangur og segja vinir Monicu að höfnun hans hafi ýtt undir þá tilhneigingu hennar að þurfa að þóknast karl- mönnum. Áðurnefndur Adam og bróðir hans G.T. segja að allt sem Monica hafi sagt um foður sinn hafi verið blandið vanþóknun. „Athyglin sem hann veitti henni var mjög gagnrýnin og hann var aldrei ánægður með það sem hún gerði.“ Erfitt samband við fóður hafði því öfug áhrif á Monicu miðað við Hillary Clinton. Hillary varð köld en Monica sífellt að reyna að ná at- hygli karlmanna. Of feit með gleraugu Samband Monicu og móður henn- ar var annars eðlis. Þær voru vin- konur. Marcia Lewis skrifaði bókina Einkalíf tenóranna þriggja um Pavarotti, Domingo og Carreras. í einum kaflanum gefur Marcia í skyn að Domingo hafi verið elsk- hugi hennar. Talsmaður Domingos neitaði því og útgefandi bókarinnar hefur sagt að Marcia hafi ekki einu sinni talað við Domingo. Þrátt fyrir góðan vinskap mæðgn- anna gerði Marcia kröfur til Mon- icu en þær voru annars eðlis en kröfur fóður hennar. Marcia setti átta ára dóttur sína í megrun. Holdafarið var nokkuð sem Mon- ica hefur þurft að hafa áhyggjur af. Hún passaði ekki inn í glansmynd Beverly Hills og hefur verið sagt að versta áfall á uppvaxtarárum Mon- icu hafi verið þegar henni var ekki boðið í afmælisveislu Tori Spelling vegna þess að hún var of feit og með þykk gleraugu. Skilnaður foreldra Monicu árið 1988 tók mjög á hana. Fjölskylduvin- ir þeirra sögöu að skilnaðurinn hefði ekki komið á óvart. Þau hjón- in hefðu aldrei átt vel saman. Marcia tók ekki upp eigið nafn, Kaye Vilensky, heldur stytti Lewin- sky í Lewis. Það var ekki aðeins andlega hlið- in sem varð fyrir áfalli við skilnað- inn. Monica þyngdist um 15 kíló á örskömmum tíma og var send á rán- dýrt heilsuhæli til að ná af sér mestu holdunum. Utanveltu Barnaafmæli í Beverly Hills eru ekki pylsur og kaka. Þau eru litlar þjóðhátíðir með filum, auk þess sem oft er fluttur snjór ofan úr fjöllum til að gleðja börnin á sumrin. Þannig var það ekki hjá Monicu og hún var ekki snobbuð. Skólafélagar hennar í Beverly Hills High muna eftir henni sem rólegri, feiminni og góðhjartaðri stúlku sem vildi vera vinsæl en var það ekki. Hún var ut- anveltu. Eden Sassoon, dóttir Vidal Sassoon, segir að hún hafi hangið á klíkunni en aldrei komist í hana. „Ef við héldum partí þá var Monica þar en ég hringdi aldrei í hana og sagði: Heyrðu við ætlum að gera þetta eða hitt, ertu ekki með?“ Adam Dave segir að Monica hafi byrjað að hringja í hann seint á kvöldin sumarið 1987 og oft birst á setri fjölskyldunnar með gjafir handa honum. Þegar hann keypti sér hvítan Jeep Wrangler, keypti hún sér líka einn slikan. Þegar hann var kosinn Homecoming-kóng- ur árið 1990 færði hún honum tvö kíló af uppáhaldslakkrísnum hans. „Hún þráði að verða hluti af hópn- um. Hún gerði hvað sem var til þess. Henni þótti sælla að gefa en þiggja," segir Adam. Móðirin kom henni í sviðsljósið Sáluhjálp fann Monica í sápuóper- um. Ung hafði hún yndi af Dynasty og síðar varð hún heltekin af sáp- unni Days of Our Lives. í Beverly Hills High fór hún í leiklistardeild- ina til að finna eigin sápuóperu. Samfélag kennara og nemenda í deildinni var mjög náið og gátu nem- endur verið þar í fjögur ár. Monica fór ekki í sviðsljósið. Hún skráði sig í búningadeildina og sá um ýmislegt baksviðs. Samnemandi hennar, sem lék í Rómeó og Júlíu, ber henni vel söguna: „Það var mjög gott að vinna með henni. Hún var alltaf til staðar baksviðs með leik- muni og vatnssopa." Monica var alltaf i leikhúsinu. Það var griöland hennar. Samband henn- ar við Bruce Hertford var mjög náið. Bruce var yfir leiklistardeildinni og var mjög heillandi og drífandi, þekktur fyrir góða kímnigáfu og það að reka fólk miskunnarlaust af svið- inu ef hann taldi það hæfileikalaust. Hann valdi Monicu til að leika og syngja í söngleiknum The Music Man og var það í fyrsta skiptið sem Monica stóð í sviðsljósinu. í leikskrá segir að þetta sé fyrsta hlutverk Monicu Lewinsky sem hafi verið mjög virk i leiklistarstarfí skólans. Seinna í skránni segir að eini styrkt- araðili sýningarinnar sé Marcia Lewis. Monica varð fyrir miklu áfalli þeg- ar Bruce skar sig á háls. Kona sem keyrði Monicu að jarðarförinni segir að hún hafi verið niðurbrotin: „Hún var mjög auðsærð, of feit, þunglynd og foreldrar hennar voru í miðri skilnaðarbaráttu. Leiklistarkennar- inn var hennar eina skjól.“ Ást í leikhúsinu Skömmu eftir andlát Bruce kom upp kvittur um að Monica ætti í sambandi við einn kennara sinna. Foreldrar hennar fluttu hana þá í annan skóla en þrátt fyrir það fór Monica í gamla skólann sinn á hverjum degi til að taka þátt í leik- listarstarfinu og vann þar fram á nætur í búningadeildinni. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Leikhúsið er þröngt samfélag og þar komst hún í kynni við Andy Bleiler, giftan sviðsmann og foður, fallegan með sítt tagl. \ Samband þeirra stóð yfir í nokkurn tíma og þegar Monica fór í skóla til Portland í Oregon ílutti hann líka þangað með fiölskyldu sinni. Monica passaði börnin þeirra og hélt um leið við föður þeirra. Monica reyndi mikið að koma Andy í vinnu í skólanum hennar í Portland en allt kom fyrir ekki. Síð- an tók hún það til bragðs að nota nafn eins yfirmanna skólans o'g fals- aði bréf þar sem sagt var að Andy yrði brátt ráðinn til skólans. Þetta gerði Monica til að Andy héldi at- vinnuleysisbótum sínum. Andy kom siðar fram í fiölmiðl- um og sagði frá sambandi sinu við Monicu auk þess sem hann gaf Kenneth Starr skýrslu. í máli Bleiler-hjónanna kom fram að Mon- ica væri kynóð og stjórnsöm og ætti það til að fara rangt meö staðreynd- ir. Þau sögðu líka að Monica hefði montað sig af því að vera í sam- bandi við háttsettan mann í Hvíta húsinu. Snerting valdsins Monica byrjaði sem lærlingur í Hvita húsinu í júní 1995. Hún komst þangað inn vegna sameiginlegs vin- ar móður sinnar og Hillary Clinton, svo kaldhæðnislegt og það má virð- ast. Það eru um 1000 lærlingar sem koma í Hvíta húsið á hverju ári og eru þeir allir kauplausir. Ástæðan fyrir veru þeirra þarna er því ann- að tveggja: Þjóðhollusta eða þráin að vera nálægt valdhafanum. Á hverjum degi hópast lærling- amir við lyftudyrnar og bíða eftir að forsetinn komi út. Nærvera for- setans var ekki síst aðdráttarafl fyr- ir Monicu sem hafði alla sína ævi verið utan sviðsljóssins en var nú nærri voldugasta manni heims. Samstarfsmenn Monicu segja að hún hafi oft sest hjá því og sagt að nú hún hafi fengið bréf frá forsetan- um, blóm eða að hann hafi kallað hana til sín til að tala við sig. Hún var ekki tekin trúanleg. Ein „sönn" vinkona í Hvíta húsinu kynntist Monica manneskjunni sem átti eftir að um- turna lífi hennar. Linda Tripp hafði þá verið í fiölmiðlum vegna dular- fulls sjálfsmorðs í Hvíta húsinu. Monica leit á Lindu sem góða vin- konu sína þrátt fyrir mikinn aldurs- mun. Besta vinkona Monicu var enda móðir hennar. Fólk innan Hvíta hússins skildi ekki hvers vegna Linda Tripp sótt- ist eftir vinfengi Monicu en henni var mjög í nöp við lærlingana ungu og Monica var í raun persónugerv- ingrn- þess sem Linda átti að hata. En Monica leit engu að síður á Lindu sem vinkonu sina. Vinir Monicu voru ekki fleiri. Þegar hún hélt upp á 23 ára afmæli sitt bauð hún fiölmörgum sem hún hafði vart talað við. Veislan var í glæsilegum sal og var yfirbragð hennar hið vandræðalegasta. Eng- inn virtist vera nátengdur Monicu nema móðir hennar og voru mægð- urnar þær einu sem töluðu. Móður- systir Monicu var þarna líka en fór Linda Tripp. Konan sem sóttist eftir vinfengi við Monicu og var í raun eina vinkona hennar í Hvíta húsinu. Margir eru hissa á þvf að Linda, sem þoldi ekki lærlinga, sóttist eftir vin- skap Monicu. í miðri veislu án þess að kveðja. Monica hélt áfram að tala og brosa. Sviðsljósið brennir Framhaldið er þekkt. Vinkonan Linda Tripp tók upp samræður þeirra og kom þeim til Kenneths Starr. Á þeim tímapunkti var málið úr höndum Monicu. Hún varð hötuð um allan heim fyrir að draga forset- ann á tálar og ljóstra upp leyndar- máli þeirra. Óvíst er hvað hefði gerst ef Whitewater-rannsóknin hefði ekki verið í gangi. Frá æsku hafði Monica verið í skugganum; bak við tjöldin þar sem hún horfði á jafnaldra sína baða sig í mærðarljóma, en hún fékk ekki að taka þátt í sápuóperunni. Nú hefur draumurinn um sviðsljósið ræst en fyrir hann þurfti hún að gjalda dýru verði. Framtíð Monicu er ekki björt. Henni hefur verið boðin ráðgjafar- staða í klámiðnaðinum en sögu hennar hefur hingað til verið hafn- að af bókaútgefendum. Monica þarf vart að hafa áhyggj- ur af fiárhagnum þcir sem foreldrar hennar eru vel stæðir. Annað er hvort sálin þolir gjömingaveðrið í lífi Monicu Lewinsky og því er hvergi nærri lokið. -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.