Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 B 3~\7' 2 Zfbéttir *“---------------------------- Innrás KEA í verslun höfuöborgarinnar svarað: Leita að húsnæði - líklegt að Bónus eða Hraðkaup fari í slag við KEA-Nettó á heimavelli DV, Akureyri: „Ég get ekkert talað um þetta mál. Ég hef hins vegar látið hafa eftir mér að það sé jafnlangt til Akureyrar frá Reykjavík og frá Reykjavík til Akur- eyrar,“ segir Óskar Magnússon, stjórnarformaður Baugs sem er eig- andi verslana Hagkaups, Nýkaups og Bónuss, en sterkur orðrómur er nú uppi um að Baugur hyggist svara „innrás" KEA á matvörumarkaðinn í höfuðborginni með opnun nýrrar verslunar á Akureyri. Óskar Magnússon vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti, en DV hefur fyrir því öruggar heimildir að Baugur hafi að undanfömu leitað að hentugu húsnæði fyrir verslunar- rekstur á Akureyri. Ýmsir möguleik- ar þykja hafa komið upp á borðið í þeirri skoðun, en ákvörðun um leigu eða kaup á slíku húsnæði hefur ekki enn verið tekin. Ljóst þykir að Baugur hyggist svara á einhvem hátt því að KEA hefur opnað Nettó-verslun sina í Mjóddinni í Reykjavík, og liggur þá beinast við að hefja gagnsókn á þeim markaði þar sem KEA er öflugast, á Akureyri. Samkvæmt heimildum DV era þeir möguleikar helst uppi að annaðhvort verði opnuð Bón- usverslun á Akureyri eða „Hrað- kaupsverslun“ eins og Baugur rekur í Borgamesi en í slíkri verslun er m.a. lögð áhersla á langan afgreiðslu- tíma. Þá hefur verið í umræðunni að KEA hyggist færa enn frekar út kvf- arnar í verslunarrekstri á höfuð- borgarsvæðinu og hefur ýmislegt verið rætt í því sambandi. Eiríkur Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, sagði í samtali við DV að engar ákvarðanir hefðu verið teknar í því sambandi, ....en maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði Eiríkur. -gk 18 ára stúlka hætt komin þegar hún hékk í bílbelti: Vorum hreinlega að missa hana - segir Sigurbjörn S. Grétarsson - tókst að skera hana lausa „Ég var að keyra bílinn, bróðir minn sat frammi í farþegamegin og 18 ára mágkona mín sat aftur í. Við voram rétt hjá Skálanesi á leið til Reykjavíkur frá Patreksfirði. Stúlk- an sofnaði en var í öryggisbelti. Beltið fór þá einhvern veginn aftur fyrir bakið á henni. Við stöðvuðum bílinn skömmu síðar og við bróðir minn fórum út úr honum. Hún ætl- aði að gera það sama en þá var belt- ið fyrir aftan bakið á henni. Hún losaði beltið úr festingunum, stóð upp og ætlaði út úr bílnum. Þá var beltið enn utan um magann á henni. Þá kipptist í beltið og þaö dróst inn. Beltið herti fast að maganum á henni og hún gat varla andað. Hún hékk hreinlega í beltinu," segir Sig- urbjöm Sævar Grétarsson frá Pat- reksfirði i samtali við DV. 18 ára ára stúlka, Jóna Þorgerður Andrésdóttir, mágkona Sigurbjörns, var hætt komin í fyrrakvöld. Sigur- bjöm og bróðir hans, Grímur Barði Grétarsson, unnusti Jónu, björguðu Bræðurnir Sigurbjörn Sævar og Grímur Barði Grétarssynir björguðu Jónu með því að skera á beltið. Hér eru þeir með hnífinn sem þeir fundu og notuðu í björguninni. DV-myndir Pjetur henni þar sem hún var mjög hætt komin. „Við rembdumst við að reyna að losa beltið en það gekk ekki neitt. Það var ekki hægt að slaka neitt á beltinu. Það var þéttingsfast um magann á henni. Við fóram í skyndi að yfirgefnum sveitabæ sem er þama og þar fundum við gamlan hníf. Með honum náð- um við að skera á beltið og það mátti ekki tæpara standa. Það var alveg að líða yfir stúlkuna og hún var mjög kvalin. Við vorum orðnir ansi smeykir um að við væram hreinlega að missa hana,“ segir Sig- urbjöm. Hann segir að stúlk- an hafi jafnað sig fljótlega eftir at- vikið en ljót för hafi verið á magan- um á henni eftir beltið. -RR Jóna Þorgerður Andrésdóttir var hætt komin þegar bílbelti hertist fast um magann á henni. Stofnkostnaöur gagnagrunns 10,5-19,3 milljarða: Oryggiskröfur auka kostn- aö um tugi prósenta Kostnaður við uppsetningu mið- lægs gagnagranns á heilbrigðissviði verður á bilinu 10,5-19,3 milljarðar. Kostnaðurinn fer eftir því hve langt verður gengið við skráningu gagna um heilsufar landsmanna. Þetta er niðurstaða kostnaðargreiningar Stefáns Ingólfssonar verkfræðings sem hann vann fyrir heilbrigðis- ráðuneytið um kostnað við hönnun og uppsetningu miðlægs gagna- granns á heilbrigðissviði. Athygli vekja fjölmargar athugasemdir eða fyrirvarar sem Stefán tekur fram. í skýrslu hans er ekki lagt mat á rekstrarkostnað kerfis fyrir miðlæg- an gagnagrann. Er einungis að finna mat á stofnkostnaði. Þá er kostnaður við markaðsfærslu grunnsins ekki reiknaður með. Er tekið fram að eftir sé að taka mikil- vægar ákvarðanir sem hafa áhrif á matsfjárhæðir. Ríki sérstaklega óvissa um skráningu upplýsinga af pappírsgögnum en um gríðarlegt magn upplýsinga sé að ræða. Loks vekur athygli að öryggiskröfur sem gerðar verða til upplýsingakerfanna Unnur Steinson og Bubbi Mortens voru í gær f vikulegu spjallí Vísis. is og var þar ansi líflegt. Stofnkostnaður miðlægs gagnagrunns ,. Sjúklingaupplýsingakerfi— H Gagnagrunnskerfi 8 —rrSkránlnggagna--------------- 7 Lágmarksverð l> »’Á 10,5 milljarðar Miðlungsverö 14,1 mllljaröur 7 Hámarksverö 19,3 milljaröar era svo strangar að þær einar sér munu auka kostnað um tugi pró- senta. Stefán gerir marga fyrirvara varðandi tölvuskráningu af gögnum sem varða heilsufar manna. Ákvarðanir liggi ekki fyrir um hvaða upplýsingar skuli skrá, hversu langt verði gengið í skrán- ingunni og hvaða verklag verði við- haft. Þá liggi ekki fyrir nægilega ít- arlegar upplýsingar um skjalasöfn sem hafa að geyma gögn sem skrá á. Gögn um heilsufar landsmanna sé að finna á mörgum stöðum á land- inu. Ekki liggi fyrir úttekt á hvar gögn liggi í skjalasöfnum eða á því hvert ástand þessara safna er. Sem dæmi nefnir hann að á Sjúkrahúsi Reykjavíkur einu séu 107 þúsund sjúkraskrármöppur varðveittar með skipulegum hætti. Varðandi tölurnar í grafinu tekur Stefán fram að lægsta talan miðist við að 60% af gögnum séu óskráð og yfirverð takmarkist við hálfa aðra Jdukksustund á sjúkraskrá. Miðtal- an miðast við að 90% af gögnum sjúkrahúsa og heilsugæslu séu skráð, 50% af gögnum sjálfstætt starfandi sérfræðinga, 50% af gögn- um látinna og 25% af gögnum slysa- deilda. Tvær stundir fari í hveija skrá. Hæsta talan miðast hins vegar við að öll gögn sjúkrastofnana séu skráð og 2 klukkstundir fari í hverja skrá. Istuttar fréttir Stjórnvöld átalin Sveitarstjóm Skútustaða- hrepps hefur sent frá sér ályktun þar sem hún átelur stjómvöld fyrir afskiptaleysi af ffamgangi Kísiliðjunnar sem er eina stór- iðjufýrirtæki landsins utan suð- vesturhomsins. Ingibjörg til Taívan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur fengið boð um að heimsækja Taí- van á næsta ári. íslensk við- skiptasendi- nefnd verður | með í fór. 25 björgunarkerrur í dag verður mikið framfara- skref stigið í átt til bættra al- mannavama og eflingar björg- ; unarmála á íslandi þegar aðild- arsveitir Landsbjargar fá afhent- | ar vel búnar björgunarkerrur l sem hafa verið útbúnar sérstak- j lega fyrir þær. 100 skurðtæki Marel afhenti í gær hundrað- | asta tölvustýrða skurðartækið | sem framleitt er hjá fyrirtækinu. j Kaupandinn var Útgerðarfélag f Akureyrar sem notar tækið við ; skoðun og skurð á fiski. Ekki meö starfsleyfi í Samkvæmt fulltrúa hjá Heil- brigðiseftirliti Suðiu-lands sótti | rússneska verktakafyrirtækið | Technopromexport ekki um | starfsleyfl samkvæmt lögum um | hollustuhætti, mengun og ör- : yggi- í fangelsi 1 íslenskur karlmaður hefur | verið dæmdur í þriggja ára fang- I elsi vegna fikniefnamisferlis í Nice í Frakklandi. Maðurinn I smyglaði 5 kílóum af hassi. Ekki er ljóst hvort dómnum verður I áfrýjað. RÚV sagði frá. Kennaraskortur j Slæmt ástand er í grunnskól- I um Reykjavíkurborgar þar sem | engir forfallakennarar era í | störfum. Eldri böm eru venju- lega send heim ef kennarar i þeirra era veikir en venjulega er mannað í yngri bekki ef forföll j eru. Selt á Kótaþingi | Viðskipti vora meö 1 kg af | grálúðukvóta á Kvótaþingi í gær | sem seldist á 70 krónur. 45 tonn j af þorskkvóta seldust á 85 krón- in- kílóið. Samkomulag í Samkomulag hefúr náöst milli jj Landsvirkjunar og rússneska fyr- | irtækisins Technopromexport um | ráðstafanir til að uppfylla þær S óskir félagsmálaráðherra og ís- j lenskra verkalýðsfélaga að rúss- j neskum starfsmönnum Techno- j promexport verði tryggðar fullar j launagreiðslur samkvæmt ís- j lenskum kjarasamningum. Björk í á Channel 5 Þann 2. október, kl. 19.30, í mun breska I sjónvarpsstöðin j Channel 5 byija j að sýna nýja j þáttaröð sem i fjallai' um tón- ! list og menn- | ingu. Fyrstu j gestfrnir í í þáttaröðinni eru íslenska popp- j stjaman Björk Guðmundsdóttir j og leikarinn og rithöfundurinn ; Richard E. Grant. Spáir lækkun dollars Viðskiptastofa Landsbankans j spáir því að dollarinn lækki á j næstunni. Ástæður séu m.a. lækk- j un Dow Jones-vísitölunnar og | lægri ávöxtunarkröfu 10 ára ríkis- ; skuldabréfa niður í 3-4%. Við- skiptablaðið sagði frá. -hlh/íbk -hlh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.