Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 13"V DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Gagnagrurms-skaðabætur Skynsamlegt er aö horfa til Bandaríkjanna, þegar við viljum öölast sýn inn í framtíðina. Algengt er, að þar vestra sjáist fyrst merki þess, sem síðar heldur innreið sína austan hafs, þar á meðal á íslandi. Nýjungar til góðs og ills eiga gjarna upptök sín í Bandaríkjunum. Þar vestra hrannast nú upp dæmi þess, að trygginga- félög neiti heilbrigðu fólki um tryggingar vegna mein- gena í forfeðrum þess. Einnig hrannast þar upp dæmi þess, að fyrirtæki neiti heilbrigðu fólki um atvinnu, nema það reynist í erfðaprófi vera án meingena. Tryggingafélög vilja ekki viðskiptavini og atvinnurek- endur vilja ekki starfsmenn, sem tölfræðilega eru lík- legri en aðrir til að fá ýmsa arfgenga sjúkdóma. Þar sem flestir algengustu og dýrustu sjúkdómar nútímans eru að nokkru leyti arfgengir, er mikið talið vera í húfi. Enginn vafi er á, að þessi ameríkanisering mun flytj- ast hingað eins og önnur. Hér verður hins vegar ljóst, hvaðan þær upplýsingar koma, sem leiða til, að trygg- ingafélög framtíðarinnar munu neita fólki um tryggingu og atvinnurekendur neita því um atvinnu. Það verður líka deginum ljósara, að þeir, sem fyrir þessu verða, munu sækja skaðabætur í hendur ríkisins, sem hyggst á næstu mánuðum veita bandarísku fyrir- tæki sérleyfi til að setja saman miðlægan gagnagrunn með ógrynni erfða- og ættfræðilegra upplýsinga. Þetta gerir ekki gagnagrunninn endilega skaðlegan. Þetta þýðir samt, að málsaðilar þurfa þegar í upphafi að gera sér grein fyrir líklegum kostnaði vegna skaðabóta- skyldu. Ríkið kann að þurfa að borga fómarlömbum mikið fyrir að hafa veitt deCode Genetics leyfi. Þar með hefur þriðja spurningin bætzt við þær tvær fyrri, sem enn kalla á svör stjórnvalda. Hinar tvær spurningarnar eru um veitingu sérleyfis og um útstrik- unarrétt fólks. Þær hafa komið fram í ýmsum út^afum og þeim ekki svarað á frambærilegan hátt. Staðan er enn sú, að ríkið hyggst veita sérleyfi og gefa það, þótt hvort tveggja sé hagfræðilega úreltur geming- ur. Staðan er enn sú, að ríkið hyggst leggja frumkvæðis- kröfu að útstrikunum á herðar þeirra lifandi og látnu, sem ekki vilja hafa neitt um sig í gagnabankanum. Þverstæðan í öllu þessu er, að það eru einmitt upplýs- ingar um látið fólk, sem geta orðið afkomendum þeirra að fótakefli löngu síðar. Þess vegna er nauðsynlegt, að stjórnvöld átti sig á, að hér er um að ræða viðkvæmar og verðmætar upplýsingar en ekki gjafavöru. Umbylta þarf gagnagrunns-frumvarpinu. Koma þarf betur en áður til móts við sjónarmið úr umræðunni um persónuvernd. Samtengdar upplýsingar í miðlægum gagnagrunni eru hundraðfalt viðkvæmari en stakar skýrslur, sem legið kunna að hafa á glámbekk. Aðganginn að sjúkraskýrslunum á síðan að selja eða bjóða upp, af því að eðlilegt afgjald að mati markaðarins á jafnan að koma fyrir afhendingu verðmæta. Ríkisvald- ið getur notað peningana til að bæta stöðu heilbrigðis- mála og til að eiga fyrir síðari skaðabótakröfum. Umræðan um gagnagrunnsfrumvarpið er orðin mikil og hafa gagnrýnendur þess haft fullan málefnasigur. Stjórnvöld hafa enga afsökun fyrir því að leggja það fram eftir mánaðamótin án þess að breyta því fyrst til sam- ræmis við samfelldan áfellisdóm umræðunnar. Vont var að stjórnvöld skyldu gefa íslenzkum sægreif- um auðlindir hafsins. Verra er, ef þau gefa bandarísku fyrirtæki auðlindir erfða- og ættfræðinnar. Jónas Kristjánsson Þrýstingur NATO Ósigrar Frelsishersins Frelsisher Kosovo-Albana (KLA) ber ekki síður ábyrgð á því að ekki tókst að ná sáttum í sumar en Milos- evic Serbíuforseti. Um miðjan júní hafði Frelsisherinn náð á sitt vald um þriðjungi Kosovo og taldi að fullnaðarsigur væri innan seilingar. í þeirri stöðu datt leiðtogum KLA ekki í hug að semja frið eða slaka á kröfum sínum um fullt sjálfstæði. NATO hefur nú aukið þrýstinginn á Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, með því að hóta loftárásum á serbnesk skotmörk í Kosovo. Ástandið þar hefur farið hríðversnandi undanfarna mánuði. Um 300.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín og 50 þúsund eru á vergangi. Hótanir Atlantshafshandalags- ins um hernaðaríhlutun í Kosovo eru ekki nýjar af nálinni. í vor og sumar sendi NATO Slobodan Milosvic, forseta Serbíu, sömu skilaboð án þess þó að láta kné fylgja kviði. Þegar á reyndi kaus NATO að sitja hjá meðan valda- hlutfóll á vígvellinum breyttust og staða Serba styrktist. Sú ákvörð- un bandalagsins í vikunni að safna saman herflugvélum til hugsanlegra árása á serbnesk skotmbrk er aðeins fyrsta skrefið í átt að beinum hernaðarafskiptum. Þjóðverjar vilja setja Milosevic úr- slitakosti: Ef hann hættir ekki of- beldisaðgerðum sínum í Kosovo innan viku verði gripið til loft- árása. Ekki er ljóst hve víðtæks stuðnings tillagan nýtur innan NATO. En það er alveg ljóst að NATO getur ekki lengur setið að- gerðalaust án þess að glata trúverðuleika sínum. Um þrjú hundruð þúsund Kosovo-Albana hafa neyðst til að flýja heimili sín undanfama mánuði. 50 þúsund eru á vergangi í fjöllum Kosovo, og ef ekki verður komið á vopnahléi í héraðinu fyrir veturinn má ganga að því vísu að þau verði hungursneyð og far- sóttum að bráð. Mannréttindabrot Ráðamenn í aðildarríkjum NATO gera sér grein fyrir því að stríðshörmungamar og mannréttinda- brotin í Kosovo mimu knýja þá fyrr en síðar til að hafa afskipti af deilunni, eins og í Bosníu. Þrátt fyrir það eru mörg ljón í veginum. í fyrsta lagi er ágrein- ingur milli NATO-þjóðanna um skilyrði fyrir beit- ingu hervalds. Bandaríkjamenn og fleiri áskilja sér rétt til íhlutunar í neyðartilfelli, jafnvel þótt Rússar beiti neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Aðrar aðildarþjóðir telja að Öryggisráðið verði að leggja blessun sína yfír hernaðaraðgerðir NATO. Rússar greiddu atkvæði með ályktim Öryggisráðsins á miðvikudag, þar sem þess var kraf- ist að komið yrði á vopnahléi tafar- laust í Kosovo. Þeir segja hins vegar að ályktunin heimili ekki hemaðar- aðgerðir. í öðm lagi er engin varan- leg lausn í Kosovo-deilunni í sjón- máli. Það þarf ekki aðeins að koma á vopnahléi, heldur einnig semja um framtíðarskipan héraðsins. Vestræn ríki hafa unnið áð því að ná fram málamiðlun. Samkvæmt henni fengju Kosovo-Albanar sjálfstjórn í einhvers konar formi en ekki sjálf- stæði. Til að friða Serba hefur verið rætt um að Kosovo verði eitt eitt þriggja lýðvelda Júgóslavíu með Serbiu og Montenegro. Um tíma leit út fyrir að skynsemin mundi ráða og takast mætti að fá deiluaðila til að fallast á málamiðlun. En þróunin í Kosovo undanfama mánuði hefur eytt þeim vonum. Vandamálið er að hvorki Serbar né Albanar vilja hvika frá ýtrustu kröfum sínum. Serbar hófu þá stórsókri og gerðu grimmdarlegar árásir á þorp í Kosovo. Þetta leiddi til hótana NATO um að gera sprengjuárásir á serbnesk skot- mörk til að neyða þá að samninga- borðinu, eins og í Bosníu. Eftir yfir- lýsingar NATO um hernaðaraðgerðir gegn Serbum lýstu Kosovo-Albanar yfir sigri og í siginvímunni fóru þeir meira að segja að opinbera Stór-Al- baníu-drauma sína. En í stað þess að gera alvöru úr hótunum sínum hélt NATO að sér höndum. í framhaldinu notaði Slobodan Milosevic forseti tækifærið til að freista þess að gera út af við Frelsisher Kosovo í eitt skipti fyrir öll. Það hefur ekki tekist, en staða Kosovo-Albana er veik og Serbar hafa flest ráð í hendi sér. Ekkert bendir þó til þess að Frelsis- herinn muni gefast upp. Þvert á móti hefur mótlætið hert KLA í þeim ásetn- ingi sínum að berjast til hinsta manns. Talsmenn hans segjast vera að búa sig undir langvinnan skæruhemað og hafa ítrekaö að ekkert komi annað til greina en fullt sjálfstæði Kosovo. Ekki er meira sáttahljóð í Milosovic: Hann hefur algerlega neitað að ljá máls á stjórnarfarsbreytingum í hérað- inu, þótt aðeins 10% íbúanna séu Serbar en næstum 90% Albanar. Serbía er nánast gjaldþrota og litlar lík- ur eru á því að Milosevic vinni fullnaðarsigur á víg- vellinum í bráð. Hann svífst þó einskis og undan- fama mánuöi hafa Serbar kerfisbundið brennt þorp til gmnna með þeim afleiðingum að tugþúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Ekki er unnt að leggja stjómmálaástandið í Bosníu og Kosovo að jöfnu. En eins og staðan er nú er eina leiðin til að binda enda á harmleikinn í Kosovo að neyða Serba og Kosovo-Al- bana að samningaborðinu með trúveröugum hótun- um um hemaðaríhlutun, eins og í Bosníu. Serbar hefðu áldrei fallist á Dayton-samkomulagið án loft- árása NATO í Bosníu. Atlantshafsbandalagið verður að sýna fram á að það sé í raun reiðbúið að grípa inn í deiluna. Trúverðugleiki NATO er í húfi. Erlend tíðindi Valut Ingimundarson skoðanir annarra Bandaríkjamenn hræddir „Bandaríkjamenn eru hræddir og allir aðrir hafa einnig ástæðu til þess að vera það. Enginn veit hvað japanska bankakreppan felur í sér og hvort Japan í raun vill leysa vandamálin eða getur það. Undir öll- um kringumstæðum munu enn líða ma^gir mánuð- ir þar til aðgerðimar fara að hafa áhrif. Á meðan mun asíska veikin víöa hafa slæm áhrif. Á meöan öldinni er aö ljúka munu efnahagskreppur og af- leiöingar þeirra dynja yfir. Það er langt í frá að kreppan hafi náð hámarki." Ur forystugrein Jyllands-Posten 21. september. Áhugaverður árangur „Alf Svensson og Gudrun Schyman reka áhrifa- mestu athvörfin fyrir heimilislausa kjósendur. Á meðan ráðavilltir borgaralegir kjósendur leituðu til Svenssons tók Schyman að sér vonsvikna jafnaðar- menn. Ástæðuna fyrir kosningasigri þeirra má að 1 miklu leyti rekja til vanhæfhi annarra flokka. En ef œtamtnmmt þau sjálf hefðu ekki haft eitthvað til bmnns að bera sem heillaði kjósendur hefði árangur þeirra varla verið mögulegur. Óháð því hversu miklu hlutverki þau Svensson og Schyman hafa sjálf gegnt er líklegt að aðrir stjómmálamenn verði fyrir áhrifúm að ár- angri þeirra. Þau gætu orðið fyrirmyndir og það getur sagt okkur svolítið um framtíðarmöguleika og hættur stjórnmálanna." Úr forystugrein Dagens Nyheter 23. september. Gætíð að Kambódíu „Engin ástæða er til að trúa því aö tveir af stríð- andi stjómmálaflokkum í Kambódíu, hið minnsta, setjist nógu lengi niður í vikunni til að nýtt þing geti hafið störf. Þegar tekið er tillit til stjómarbylt- inga og pólitísks ofbeldis í Kambódíu hin síðari ár ber að fagna öllum vísbendingum um sættir. En aðrir skyldu fylgjast gaumgæfilega með áöur en þeir gera því skóna að raunverulegur pólitískur friður hafi skollið á.“ Úr forystugrein Washington Post 22. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.