Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 55 Hl hamingju með afmælið 27. september 80 ára Helga Sveinbjörnsdóttir, Norðurgötu 2, Akureyri. 75 ára Halldóra Ottósdóttir, Suðurgötu 30, Sandgerði. María Jónsdóttir, Hlíðarvegi 45, Siglufiröi. 70 ára Aðalsteinn E. Jónsson, Naustabúð 12, Hellissandi. Alexander Jóhannesson, Háholti 10, Keflavík. Guðrún Elin Kristjánsdóttir, Kárastíg 13, Hofsósi. Nanna Guðjónsdóttir, Heiðarvegi 61, Vestm.eyjum. Sigríður Erla Þorláksdóttir, Sólvangsvegi l, Hafnarfirði. 60 ára Kristín S. Stefánsdóttir, Vesturvangi 14, Hafnarfirði. Páll Ólafsson, Njarðvikurbraut 11, Njarðvík. Sigrún Höskuldsdóttir, Langagerði 124, Reykjavik. 50 ára Ómar Sigurðsson framkvæmdastjóri, Skaftahlíð 9, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigurbjörg Eiríksdóttir framkvæmdastj.. Hann tekur á móti gestum í sumarhúsi sínu í Torreveija á Spáni. Adolf Thorarensen, Gjögri II, Ámeshreppi. Óðinn Gunnsteinn Gunnarsson, Fögruhæð 5, Garðabæ. Sigríður G. Jóhannsdóttir, Laufásvegi 52, Reykjavík. Tryggvi Ámason, Stapasíðu 1, Akureyri. Valþór Sigurðsson, Ölduslóð 47, Haíharfirði. Þóra Sigríður Sveinsdóttir, Brimhólabraut 25, Vestmannaeyjum. 40 ára Agnes Johansen, Rekagranda 3, Reykjavík. Barði Sæmundsson, Aðalstræti 115, Patreksfirði. Guðný Ósk Sigurbergsdóttir, Háengi 5, Selfossi. Guðný Steina Erlendsdóttir, Hjallabraut 4, Hafnarfirði. Guðrún Erla Gunnarsdóttir, Breiövangi 20, Hafiiarfirði. Hólmgeir Guðmundsson, Vesturgötu 73, Reykjavík. Hulda Guðbjörg Halldórsdóttir, Efstahrauni 28, Grindavík. Ólafur Gylfi Gylfason, Nesbala 40, Seltjamamesi. Rúnar J. Hjartar, Bólstaðarhlíð 50, Reykjavík. Signý Rafnsdóttir, Bauganesi 6, Reykjavík. Tryggvi Tryggvi Árnason viðhaldsstjóri, Stapasíðu 1, Akureyri, verður fimm- tugur á morgun. Fjölskylda Tryggvi fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann kvæntist 25.7. 1970 Björgu Sigriði Skarphéðins- dóttur, f. 7.5. 1950, hjúkmnarfræð- ingi. Hún er dóttir Skarphéðins Bjömssonar og Sigurlaugar Jó- hannsdóttur á Siglufirði. Böm Tryggva og Bjargar eru Vala Tryggvadóttir, f. 26.3. 1975, nemi en sambýlismaður hennar er Guttormur Sigurbjörnsson Guttormur Sigurbjörnsson, fyrrv. forstjóri Fasteignamats rikisins, Gullsmára 11, Kópavogi, verður átt- ræður á morgun. Starfsferill Guttormur fæddist að Hallorms- stað en ólst upp í Gilsárteigi í Suð- ur-Múlasýslu. Hann brautskráðist frá Alþýðuskólanum á Eiðum 1938, lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1941, íþróttakennaraprófi frá Laug- arvatni 1942, prófi frá kennaradeild íþróttaháskólans í Ósló 1951, lauk námi i endurskoðun við Hermods- skólann í Málmey í Svíþjóð og sótti námskeið í endurskoðun og skatta- rétti í Ósló, Stokkólmi og Málmey 1956-58. Hann er félagi í Stjórnun- arfélagi íslands frá 1959 og sótti fjölda námskeiða félagsins í stjóm- unarfræðum og sótti tíma í rekstr- arhagfræði við HÍ 1963-64. Guttormur var kennari við Bamaskólann á Eskifirði og hjá Ungmenna- og iþróttasambandi Austurlands 1942-44, forstjóri Sund- hallar Isafiarðar 1945-49, skattstjóri á ísafirði 1952-55, erindreki Fram- sóknarflokksins í Reykjavík og hjá Tímanum 1955-57, deildarstjóri á Skattstofu Reykjavíkur 1958, skatt- stjóri í Kópavogi 1958-62, bæjarrit- ari í Kópavogi 1962-67, rak eigin endurskoðunarskrifstofu og aðstoðaði við stjórnun bygginga- og verktakafyr- irtækja 1968-73, fulltrúi í Ríkisbókhaldi 1974, var skipaður forstöðumaður Fasteignamats ríkisins 1974 og var forstjóri Fast- eignamats ríkisins 1976- -88 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir en sinnti þó sérverkefnum fyrir Yfirfasteignamats- nefnd til 1994. Guttormur var bæjar- fulltrúi, bæjarráðsmaður og vara- forseti bæjarstjórnar á ísafirði 1954-55, formaður Skiðafélags ísa- fiarðar 1946-49, formaður skíðaráðs ísafiarðar 1947-49, formaður íþrótta- bandalags ísfirðinga 1951-54, sat í stjóm Togarafélagsins ísfirðings hf. 1954-55, sat í milliþinganefnd í sjáv- arútvegsmálum 1957-58, í tveimur nefndum til að gera tillögur um breytingar á álagningu og inn- heimtu skatta 1956-57, var bæjar- fulltrúi og bæjarráðsmaður i Kópa- vogi 1970-74 og formaður bæjarráðs þann tíma, forseti bæjarstjórnar 1970-72, einn stofnenda Rótaryklúbbs Kópavogs og fyrsti forseti hans 1961, formaður í stjóm Byggingasamvinnufélags Reykja- víkur 1957-64, formaður stjórnar Heilsuverndar- stöðvar Kópavogs 1974-80, formaður Ung- mennafélagsins Breiða- bliks í Kópavogi 1980-82, fulltrúi Kópavogs í Blá- fiallanefnd 1978-84, rit- stjóri ísfirðings, blaðs framsóknarmanna á Vestfiörðum 1946-49 og 1952-55 og einnig ritstjóri Framsýnar, málgagns framsóknarmanna í Kópavogi um árabil, meðútgefandi Fréttabréfs Ung- mennafélagsins Breiðabliks 1975-82. Fjölskylda Guttormur kvæntist 25.12. 1949 Aðalheiöi Guðmundsdóttur, f. 8.8. 1925, fyrrv. skrifstofumanni. Hún er dóttir Guðmundar Björnssonar, kaupmanns á ísafirði, og Aðalheið- ar Guðmundsdóttur húsmóðir. Sonur Guttorms og Aðalheiðar er Ingvi Kristján Guttormsson, f. 2.9. 1963, flugstjóri, búsettur í Lúxem- borg, kvæntur Herdísi Þórisdóttur leikskólakennara og eiga þau tvö böm, Guttorm Amar, f. 26.6.1985 og Evu írenu, f. 3.11. 1987. Systkini Guttorms eru Gunnlaug- ur, f. 7.2.1917, bóndi, búsettur á Eg- ilsst'ðum; Sigurður, f. 27.5. 1920, d. 7.5. 1979, bifreiðastjóri í Keflavík; Snæþór, f. 15.3. 1922, d. 3.10. 1980, bóndi í Gilsárteigi; Vilhjálmur, f. 1.6. 1923, d. 28.10. 1975, kennari og framkvæmdastjóri á Egilsstöðum; Magnús, f. 19.12. 1925, d. 12.8. 1927; Þórhalla, f. 5.4. 1927, d. 5.6. 1934; Guðfinna f. 10.5. 1928, húsmóðir á Egilsstöðum; Sigurborg, f. 5.8. 1929, húsmóðir á Egilsstöðum; Halldóra, f. 24.2. 1931, sjúkraliði í Reykjavík; Sigurlaug, f. 23.1. 1933, d. 19.7. 1985, húsmóðir á Egilsstöðum; Heiörún, f. 10.9.1934, samvemþjálfi í Kópavogi; Benedikt, f. 3.10. 1935, d. 21.4. 1981, pípulagningarmaður í Ástralíu; Ari, f. 13.11. 1936, svæðisstjóri, búsettur á Egilsstöðum. Hálfsystir Guttorms, samfeðra, var Aníta, f. 27.11. 1911, d. 22.11. 1972, húsmóðir á Hallfreðarstöðum II í Tunguhreppi. Foreldrar Guttorms vom Sigur- björn Snjólfsson, f. 22.9. 1893 að Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá, d. 13.7. 1980, bóndi í Gilsárteigi, og k.h., Gunnþóra Guttormsdóttir, f. 14.10. 1895 að Ásgeirsstöðum í Eiða- þinghá, d. 4.7 1988, húsfreyja. Guttormur dvelur á heimili sonar síns í Lúxemborg á afmælisdaginn. Guttormur Sigurbjönrsson. Sigþór Sigurösson, yfirsímaverk- stjóri hjá Landsíma íslands hf., Litla-Hvammi í Mýrdal, verður sjö- tugur á mánudaginn. Starfsferill Sigþór fæddist í Litla-Hvammi og ólst þar upp. Hann gekk í Bama- skólann í Litla-Hvammi sem þar var starfræktur til 1968. Sigþór stundaði almenn sveita- störf á unglingsámnum en var auk þess í vegavinnu. Þá sótti hann nokkrar vertíðir í Vestmannaeyjum og réri um árabil til fiskjar á opnum árabátum frá Dyrhólaey. Sigþór réðst í símavinnu sumarið 1953 og hefur unnið við það síðan en hann varð fastur starfsmaður hjá Landssímanum 1956. Sigþór hefur setið i hreppsnefnd, Sigþór Sigurðsson er stofnfélagi Lionsklúbbsins Andra, situr i stjórn Byggðasafnsins í Skógum, hefur verið félagi i kirkjukór Skeiðflatarsóknar í fimm- tíu og fiögur ár og hefur fengist nokkuð við ritstörf. Fjölskylda Sigþór kvæntist 22.12. 1957 Sól- veigu Guðmundsdóttur, f. 22.6.1936, húsmóður. Hún er dóttir Guðmund- ar Vigfússonar og Önnu Guðjóns- dóttur. Fósturdóttir Sigþórs er Guðrún Agnes Æ. Pétursdóttir, f. 27.12.1952, húsmóðir en maður hennar er Þórð- ur Theodórsson og er sonur þeirra Vigfús Magnús Qaboos Þórðarson. Böm Sigþórs og Sólveigar eru Guðmundur, f. 20.4. 1957, skrifstofu- maöur en kona hans er Anna Jack og em böm þeirra Berg- lind og Erlingur en dóttir hans er Nína Ýr;Ástríð- ur, f. 15.3.1959, skrifstofu- maður en börn hennar er Sólon, Harpa, Skúli og Andri; Magnús, f. 9.8. 1962, d. 13.1. 1966; Aðal- heiður, f. 1.7. 1966, leik- skólakennari en sambýl- ismaður hennar er Andr- és Viðarsson; Sigurður Bjarni, f. 12.1. 1968, nemi en böm hans em Silja og Hrafn; Kristrún, f. 26.1. 1971, starfs- maður við gæsluvöll en unnusti hennar er Ólafur Hákonarson og eru börn hennar Aron og Ástrós; Steingerður, f. 16.1. 1972, tannlækn- ir en maður hennar er Friðrik Höskuldsson og er dóttir þeirra Emma Ljósbrá. Systkini Sigþórs: Gunnar, f. 22.9. 1924, d. 4.10. 1992; Helga, f. 3.3. 1926, húsmóðir; Stefán Jón, f. 16.6. 1927, verka- maður. Foreldrar Sigþórs voru Sigurður Bjarni Gunnarsson, f. 10.6. 1896, d. 1973, smiður og bóndi í Litla-Hvammi, og k.h., Ástríður Stefánsdóttir, f. 14110. 1905, d) 1989, húsfreyja og organisti. Sigþór heldur afmælisgestum veislu og er með opið hús i Ketilsstaðaskóla, laugardaginn 26.9. milli kl. 19.00 og 24.00. Kvöldverður verður á boðstólum milli kl. 20.00 og 21.00. Sigþór Sigurðsson. Stefán Haraldsson Stefán Haraldsson framkvæmdastjóri, Guð- rúnargötu 1, Reykjavik, er fertugur i dag. Starfsferill Stefán fæddist i Reykjavík og ólst þar upp í Norðurmýrinni. Hann lauk B.Sc.-prófi í vél- tæknifræði frá Tæknihá- skólanum í Odense 1983. Stefán stundaði tækni- Stefán Haraldsson. og stjórnunarstörf hjá Asiaco hf., ísal og ístak á árunum 1983-93. Hann hefur verið fram- kvæmdastjóri Bílastæða- sjóðs Reykjavíkur frá 1993. Stefán hefur sinnt ýms- um trúnaðar- og félags- störfum fyrir Bandalag íslenskra Farfugla, allt frá unglingsárunum. Hann er nú stjómarfor- maður Féufugla á Islandi og fulltrúi í tækninefnd Alþjóðasambands Far- fugla, IYHF. Fjölskylda Stefán kvæntist 30.12. 1979 Guð- rúnu Indriðadóttur, f. 18.10. 1957, leirlistakonu. Hún er dóttir Indriða Sigurðssonar og Svövu Jennýjar Þorsteinsdóttur i Reykjavík. Börn Stefáns og Guðrúnar em Helga Jenný Stefánsdóttir, f. 14.7. 1980, nemi; María Rún Stefánsdótt- Arnason Friðfinnur Gísli Skúlason; Heimir Tryggvason, f. 17.7. 1977, nemi; Sól- veig Ása Tryggvadóttir, f. 10.9.1984, Sofus Berthelsen og Sesselja Pétursdóttir nemim. Systkini Tryggva em Vilhjálmur Ingi Árnason, f. 12.10. 1945, íþrótta- kennari; Ingibjörg Bryndís Árna- dóttir, f. 18.1. 1953, bankastarfsmað- ur. Foreldrar Tryggva em Árni Ing- ólfsson, f. 21.3. 1918, mjólkurfræð- ingur á Akureyri, og Sólveig Vil- hjálmsdóttir, f. 30.6. 1914, húsmóðir. Hjónin Sofus Berthelsen og Sesselja Pét- ursdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, eiga sextíu ára hjúskaparafmæli í dag. Þau hjónin eiga átta böm, tuttugu og þijú bamaböm, fiömtíu og þrjú bamabarnabörn og eitt barn í fimmta ættlið í beinan karl- legg. Sofus og Sesselja munu hafa boð fyrir af- komendur og vini í veitingahúsinu Skút- unni, Hólsbraut 3, Hafnarfiröi, laugardaginn 26.9., kl. 14.00. ir, f. 3.12. 1991. Systir Stefáns er Áslaug Haralds- dóttir, f. 21.10. 1956, yfirverkfræð- ingur hjá Boeing-verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkjunum. Hálfbróðir Stefáns, samfeðra, er Þórður Haraldsson, f. 19.7. 1951, skipasmiður í Keflavík. Foreldrar Stefáns em Haraldur Þórðarson, f. 5.1. 1927, og María Ás- laug Guðmundsdóttir, f. 27.2. 1930, búsett í Reykjavík. Bóksalaé netinu: www» íintnetJi/utgafa Barnabækur. Bökamarkadur. Heimasíðugerd fyrir fyrirtaeki og einstaklinga. —7--- Urval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.