Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 28 Jhelgarviðtal Guðbergur Bergsson: „Mín list einkennist af viðhorfi og vilja, ekki samþykki með því sem fyrir er.“ ó að gustað hafi um Guðberg Bergsson næstum því frá upphafi ferils hans er hann af mörgum talinn fremstur núlif- andi höfundur þessarar þjóðar. Fyrsta bók hans, skáldsagan Mús- in sem læðist, kom út 1961 og síð- an hefur hann gefið út fjölmargar skáldsögur, auk smásagnasafna, ljóðahóka og bóka af öðru tagi. Hann hefur þýtt margar bækur, skrifað viðtalsbók og bernskuminningar. 1 ár gefur Guðbergur út þrjár bækur, auk þess sem hans fræg- asta bók kemur út í endurútgáfu, og við ræddum fyrst um þá sem kemur mest á óvart. Hún heitir Kenjarnar, stór bók með 80 kop- arstungum eftir spænska mynd- listarmanninn Goya og texta eftir Guðberg. Sá texti birtist fyrst í Þjóðviljanum 1973-4, en hvemig kom hann til? Völuspá Spánverja „Þegar ég fór að skrifa um þenn- an myndaflokk vissi ég ekki til að hann hefði nokkum tíma verið túlkaður í heild,“ segir Guðbergur, „ég hafði bara séð eina og tvær myndir úr honum í bókum. Svo komst ég að þvi að til eru þrjár túlkanir á honum, og ég ákvað að birta þær og spinna svo sjálfur í viðbót. Eldri túlkanirnar vora lit- aðar af viðhorfum og dægur- málapólitík á 19. öldinni, en þessar myndir hafa miklu meira gildi en svo að hægt sé að láta það nægja. Þess vegna túlkaði ég þær líka á minn hátt, og þar sem öldin er senn á enda reyndi ég að skoða myndirnar með hliðsjón af því sem var að gerast og mundi eflaust gerast. Allar aldir enda á svipaðan hátt, vissir listamenn koma fram með uppgjör við sína öld. Þó að það hafi ekki komið fram í þessum eldri túlkunum þá eru þessar myndir líka visst uppgjör manns eru í þeim galdrar eða eins konar völuspá. Það eru afar fáir listamenn til í heiminum," heldur Guðbergur áfram. „Það eru til menn sem stunda þjónustulist og þeir eru nauðsynlegir vegna þess að miðl- ungslist er miklu gagnlegri en hin. En raunverulegir listamenn eru mjög fáir. Og þeir eru einskis virði í samtímanum vegna þess að þeir eru svo sérstakir. Goya var í raun og vem einskis virði eftir að hann hætti að mála fyrir konunga. Hann seldist ekki, hann var lengi að koma verkum sínum út og svo voru yfirvöld á eftir honum vegna þess að hann stóð með frönsku byltingunni og hugsjónum hennar. Auövitað bjóst hann ekki við því að lausnarinn Napoleon myndi ráðast inn í Spán, en þegar það gerðist kom þjóðemiskenndin í ljós hjá Goya og hún varð miklu sterkari en alþjóðahyggjan." Alþýðulistin vekur ást Önnur bókin sem Guðbergur gefur út í ár heitir Sæmundur Valdimarsson og styttumar hans og er ævisaga Sæmundar Valdi- marssonar listamanns, prýdd myndum af verkum hans. „Þar sem ég hef alltaf haft áhuga á að útskýra það fyrirbrigði sem listin er,“ segir Guðbergur, „þá fjalla ég i þessari bók fyrst um al- þýðulist og hvers eðlis hún er og síðan athuga ég hvort Sæmundur fylgir alþýðulist eða einhverri annarri tegund af list. Hans list er einstæð að því leyti að hún er sjálfsprottin. Hún er ekki alþýðu- list og ekki heldur svokölluð æðri list. Sá er munur á sjálfsprottinni list og æðri list að sjálfsprottin list eins og list Sæmundar höfðar nær einvörðungu til ástartilfinningar- innar. Menn vilja eiga verkin. En hin æðri list ertir hugann og getur fyrir hana íslensku bókmennta- verðlaunin í annaö sinn, fyrstur manna. í ár kemur framhald þeirr- ar bókar, Eins og steinn sem hafið fellsnesi, en hann fann ekki það sem hafði búið í huga hans öll árin sem hann var í burtu. Vegna þess að þegar maður dvelur langt frá Þegar þú sérð og umgengst hann finnst þér allt vera venjulegt í fari hans, en hinn venjulegi maður er um leið afskaplega óvenjulegur. Hið harmræna er undirstaða við sína öld, það er að segja 18. öld- ina. Á næsta ári eru 200 ár síðan þessar myndir voru gerðar eða gefnar út, og þegar þessi bók er lesin sjá menn hliðstæðu okkar aldar og 18. aldar." - Er hægt að kaupa bók eins og þessa á Spáni? „Nei. Þessi myndaflokkur fæst hvergi í heiminum í svona fallegri bók. Fyrir afar mörgum ámm var hann gefinn út á Spáni i stórri bók en hún var ekki líkt því eins falleg og þessi. Þar var líka bara ein skýring á hverri mynd. Þessar myndir hafa heldur ekki verið settar í samband við aldarlok og það að allar aldir enda á sama hátt. Aldir byrja með miklum hug- sjónum sem líða svo undir lok. Myndimar hafa auðvitað heldur aldrei verið tengdar við eddu- kvæði eins og ég tengi síðustu myndina við Völuspá. Þessar myndir eru að vissu leyti viðvör- un til mannkynsins og auk þess varpað áhorfandanum frá sér. Áhorfandinn segir: Þetta er mjög óþægileg list en engu að siður er eitthvað við hana. En þegar maður sér sjálfsprottna list eða jafnvel al- þýðulist þá fær maður ást á henni og vill hafa verkin hjá sér. Afar fáir vilja hafa hjá sér verk sem hafa orðið til á umbrotatímum vegna þess að i æðri list finnur maður ekki fyrir ró fyrr en hún er orðin sígild, eins og kallað er. Æðri list á venjulega best heima á söfnum en önnur list hvar sem pláss er fyrir hana í sölum.“ Guðbergur skipuleggur líka sýn- ingu á verkum Sæmundar í tengsl- um við útgáfu bókarinnar. Hún verður í Listasafni Kópavogs í nóvember og desember. Ég er ekki bara ég Guðbergur gaf í fyrra út endur- minningabókina Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar, og hlaut fágar. - Hvað kom þér af stað að skrifa endurminningar þínar? „Þörfin fyrir að athuga," svarar Guðbergur. „Alveg frá þvl að ég man fyrst eftir mér fylgdist ég vel með upprana mínum, vegna þess að ég veit að ég er ekki bara ég sjálfúr heldur er ég að mestu leyti uppruni minn. En þó að ég skrifi þessa svonefndu skáldævisögu er ekki þar með sagt að þetta sé allt frá foreldrum mínum. Þegar mað- ur lifir lífinu þá sundurgreinir maður ekki, maður raðar ekki saman. í skáldskapnum gilda önn- ur lögmál, þar þjappa ég saman og gef mikið af sjálfum mér sem kannski var ekki í þeim. En ef það er í sjálfum mér þá hlýtur það líka að hafa verið að einhverju leyti í þeim.“ - Það hefur sem sagt ekkert sér- stakt komið fyrir þig sem hefur hrint þessum skrifum af stað? „Nei, mín list er einvörðungu byggð á vilja. Hún stafar ekki af því að ég hafi orðið fyrir einhverju eða vegna stórvægilegra breyt- inga. Mín list einkennist af við- horfi og vilja, ekki samþykki með því sem fyrir er.“ - Hvernig hefurðu unnið þessar endurminningabækur? „Þegar móðir mín dó sneri faðir minn aftur til uppruna síns á Snæ- æskustöðvunum þá verða þær aðr- ar en það sem sést þegar maður snýr þangað aftur. Ég fór og heim- sótti hann oft og með því fræddist ég og styrkti minningamar. í séinna bindinu sem kemur út núna fyrir jólin kemur fram að faðir minn heimsótti oft móður sína sjúka til að fá innblástur og geta ort eftirmæli um hana, þannig að þetta endurtekur sig. Ég fór líka til foður míns á vissan hátt til að yrkja eftirmæli um hann, en munurinn á okkur er sá að ég held að hann hefði ekki get- að ort um móður sína án þess að heimsækja hana vegna þess að hann var ekki skáld, hann þurfti á raunveruleikanum að halda, en ég held að ég hefði getað skáldað án þess að hafa farið til hans í þágu listarinnar heldur einvörðungu til að sýna honum sonarkærleika. Á vissan hátt em þessar bækur óður til fátæks fólks, óður til vits- muna óupplýstra manneskja sem ekki hafa notið neinnar menntunar. Þetta er um hús sem er engin höll, bara venjulegt timburhús. Það er ekki verið á neinn væminn hátt að vorkenna eða lofsyngja fólk heldur sýna að hugsun og djúpar tilfinning- ar búa í venjulegum mönnum. Þetta er ekki bara um foreldra mína, þetta er um hinn venjulega mann. „Rithöfundar ættu að endurskoða verk sfn á tiu ára fresti." „Mér fannst miskunnarlaust að þurfa að eyða þessum árum í að afhenda öðrum mönnum lykla, bera töskur, svara í síma og hafa afskipti af drukknu fólki."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.