Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Síða 27
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 Leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Sveinn Þ. Geirsson með Stutta þáttinn: Létt spaug á Bylgjunni Eftir helgina, nánar tiltekið mánudaginn 28. september, hefur göngu sína nýr grinþáttur á Bylgj- unni er nefnist Stutti þátturinn. Þar eru á ferð leikaramir Hilmir Snær Guðnason og Sveinn Þ. Geirsson. Hilmi kannast öll þjóðin við en Sveinn er minna þekktur. Margir muna eflaust eftir honum úr mynd Friðriks Þórs, Djöflaeyjunni, og í vetur verður hann á fjölum Þjóð- leikhússins ásamt Hilmi Snæ. Að sögn Skúla Helgasonar, dag- skrárstjóra Bylgjunnar, er Stutti þátturinn fyrsta skref stöðvarinnar í átt að útvarpsleikhúsi. Draumur- inn sé að vera með meira af leiknu efni á dagskránni. „Hilmir og Sveinn eru höfundar efhis og leika þetta sjálfir. Þarna er aðallega verið að gera létt grín að útvarpsfólki. Hver þáttur er 5-7 mín útna langur, byggður upp með við- tölum við þekkta einstaklinga, sál- fræðihomi, símatímum og fleiru. Þeir félagar voru með þátt um versl- unarmannahelgina sem mæltist mjög vel fyrir. Því báðum við þá Hilmi og Svein að halda áfram hjá okkur,“ sagði Skúli. Stutti þátturinn verður á dagskrá þrisvar í viku; mánudag, miðviku- dag og föstudag um kl. 18.03, eða strax á eftir sexfréttum Bylgjunnar. Sveinn og Hilmir Snær við upptök- ur í hljóðveri Bylgjunnar í fyrradag. Grínþáttur þeirra fer í loftið á mánu- daginn. DV-mynd Hilmar Þór Ölyginn sagði... ... að Ros- eanne væri flækt í merki- legt lagamái fyrir að hætta við að kaupa reimt hús. Eigandi hússins, en það kostar 480 milljónir, segir að Roseanne hefði tekið þátt i djöfullegri fléttu sem sam- in hefði verið af fyrrverandi konu hans svo hún gæti verið áfram í húsinu. Roseanne tók nefnilega krakkana sína með til að skoða húsið og voru þau að spá i tarrotspil í húsinu og komust að því að þarna var reimt. Roseanne hætti við að kaupa. Draugarnir voru of fegn- ir til að svara spurningum vegna málsins. ... að Dean Cain, Súpermann, hefði ekki fundið hana Lois Lane sína. Nýlega var hætt að framleiða ofurmennisþættina og skömmu seinna hætti Mindy McCready að elska hann. Þau hafa bæði farið mikinn í fjöl- miðlum og talað hátt um eilífa ást sína sem virðist hafa snúist upp í skammvinnt ástarævintýri aðeins einum mánuði fyrir áætl- aða giftingu. Svo virðist sem ráðgjafar Deans hafi sannfært hann um að það væri ekki æski- legt að verða kántrfstjarna, en Mindy er fræg kántrísöngkona, og ráðlagt honum að fresta brúðkaupinu um eitt ár þar tii hann fengi fleiri atvinnutilboð. Mindy samþykkti að fresta g'ift- ingunni... en til eilífðarnóns. rúm heilsudýnur lyftibotnar sængur heilsukoddar rúmfatnaður gerið reyfarakaup í svefnherbergisvörum ■H FRISTUND OKKfiR FfiG BÍLDSHÖr-ÖX 20 - 112 REYKJftVIK - SlSlO 8022 - FftX: 5iO 802? Opið laugardag kl. 10-18, sunnudag kl. 13-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.