Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 25
T JjV LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 25 lönd A-Þjóðverjar eiga að bjarga kanslaranum Kjósendur í austurhluta Þýska- lands eru lóðið á vogarskálinni í sambandsþingskosningunum á morgun, að mati ýmissa sérfræð- inga. Helmut Kohl Þýska- landskanslari hefur þess vegna haf- ið atkvæðaveiðar meðal þeirra 10 prósenta Austur-þjóðverja sem snú- ið hafa baki við honum frá síðustu kosningum. En íbúar austurhluta Þýskalands krefjast meira en inni- haldslausra loforða. Það er ekki jafn auövelt að afla sér trausts íbúanna í austurhlutan- um í dag eins og það var fyrir.átta árum þegar menn voru enn í vímu vegna sameiningar þýsku ríkjanna. Á flestvun kosningafundum sín- um í fyrrum Austur-þýskalandi hef- ur Kohl til dæmis átt erfitt með að láta í sér heyra vegna háværra framíkafla reiðra kjósenda. Þeir eru þreyttir á kanslaranum sem lofaði blómstrandi héruðumi en efhdi ekki loforðin. Þeir eru einnig þreyttir á atvinnuleysinu sem er um 18 prósent. Atvinnuleysið í austurhluta landsins er nær tvöfalt meira en í vesturhlutanum. Sums staðar er atvinnuleysið fyrir aust- an um 40 prósent. Lykilhlutverk Það eru þó ekki einungis óvin- sældir Kohls í austri sem geta kom- ið í veg fyrir að hann verði kjörinn kanslari í fimmta sinn. PDS flokk- urinn, arftaki austur-þýska komm- únistaflokksins SED, gæti leikið lykilhlutverk í kosningunum. Flokkurinn, sem nýtur stuðnings um 20 prósenta kjósenda í austur- hluta Þýskalands, er í einkennilegri stöðu. Fái flokkurinn ekki þau 5 prósent atkvæða sem þarf til að komast á þing munu samkvæmt skoðanakönnunum jafnaðarmenn og græningjar fá meirihluta. Komist hins vegar PDS flokkurinn inn á þing þykir líklegast að mynduð verði stór samsteypustjóm jafnað- armanna og kristilegra demókrata þar sem jafnaðarmenn vilja ekki mynda stjórn með bæði græningj- um og PDS. Þó svo að Helmut Kohl, sem verið hefur kanslari Þýskalands í 16 ár, sé ekki ýkja vinsæll í aust- urhéruðunum um þessar mundir hafa dyggir stuðningsmenn hans ekki yfirgefið hann. Kohl er einn af þeim, hann er mikill matmað- ur og þykir bjór góður. Uppá- haldsrétturinn hans er fylltar svínavambir sem hann hefur hef- ur fyrir venju að bjóða erlendum þjóðhöfðingjum upp á þegar þeir em í heimsókn í Þýskalandi. Rússlandi til viðvörunar og sér tfl framdráttar. Kohl sakar keppinaut sinn, Gerhard Schröder, kanslara- efni jafnaöarmanna, um skort á samhengi í stefnumálum síniun. Schröder boðar endurnýjun og réttlæti. Hann lætur stundum í það skína að hann hafi orðið fyrir áhrif- um af framgangsríkri miðjupólítík Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og BiUs Clintons Banda- ríkjciforseta. snjallar pólítískar skilgreiningar. Þeir sem tfl þekkja fuUyrða að ráð- gjafar hans séu klárari og upplýst- ari en hann sjálfur. Það em ekki bara kjósendur í austri sem era óánægðir með Kohl. Nokkrir í hans eigin flokki hafa gagnrýnt hann fyrir að hafa ekki farið frá eftir kosningarnar fyrir fiórum árum. Kohl hefur veitt mögiUegum eftirmanni sín- um í flokknum, Wolfgang Scháuble, visst rými ...... tU að kynna sig þannig að hann er nú þekktur meðal . Þjóðverja. Gerðu j§ því ýmsir ráð fyr- | ir að Scháuble, § sem er hjóla- stólsbundinn, yrði kanslara- efhi kristUegra demókrata nú. í kosningabar- áttu sinni hefur Kohl lagt áherslu nauðsyn stöðug leika. Hefur hann bent á efnahag- skreppuna Hagar seglum eftir vindi Það orð fer af Schröder að hann snúi seglum eftir vindi og ráðskist með aðra. Sigri Schröder í sam- bandsþingskosningunum og myndi stjóm er talið líklegt að Þýskaland fylgi í kjölfar þeirra landa þar sem miðjustjórn reynir að sameina vel- ferðarpólítík fyrir fiöldann og sam- starf við atvinnulífið. Þessi mála- miðlun er stimdum köUuð Þriðja leiðin. Nær fiórðungur kjósenda hafði fyrr í vikunni ekki ákveðið hveij- um hann ætlaði að greiða atkvæði sitt. Þó svo að menn vUji breytingar þykir mörgum lítið í Schröder spunnið. En að baki Schröder er lið sterkra manna sem vísað var tU hliðar þar sem hann var talinn líklegastur tU að laða kjósendur af miðjunni að Jafnaðar- mannaflokknum. Því % er spáð að verði Schröder kanslari muni stormsveitim- ar sækja fram. Ekki bara tU að styrkja kanslarann heldur einnig tU að komast tU áhrifa. Byggt á Aktuelt. Enginn snillingur Kohl þykir ekki neinn ræöusniU- ingur. Á kosningafundum ítrekar hann að stýra eigi landinu eins og heimUi og kjósendur trúa honum. Kohl er heldur ekki þekktur fyrir — Skólinn er að bytja! I dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, verða síöustu kynningarfundir ársins kl. 13.30, því á mánudaginn hefst síðasti bekkur vetrarins! - Komdu á kynningarfundinn eða hringdu og láttu skrá þig, eða mœttu bara á staðinn klukkan hálfátta á mánudagskvöldið í langskemmtilegasta skólanum í bcenum! Ef þig langar að vita allt um lífið eftir dauðann og hvar látnir ástvinir þínir og vandamenn hugsanlega og líklegast eru og hvar og hvemig þessir handanheimar allir eru? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og yfir 700 ánægðum nemendum Sálarrannsóknarskólans sl. 4 ár. Og langi þig að vita hvað draugar eru, líkamningar, álfar og huldufólk, berdreymi, sagnarandi, fyrirlíf, miðilstal, segulbandsmiðlar, ljósmyndamiðlar, tölvumiðlar, talmiðlar, lækningamiðlar, heilarar, slæm aðsókn, næmni, skyggni bama, fyrirboðar, fylgjur, geimvemr, afturgöngur, -eða bara hváða merkUega dulrænt mál sem er, þá áttu mjög líklega eríndi í Sálarrannsóknarskólann, þar sem landsliðið í spíritisma og handanheimafræðum kennir fyrir hófleg skólagjöld sem allir geta ráðið við. Við svörum í síma skólans alla daga vikunnar kl. 14 til 19. A Sálarrannsóknarskólinn - skemmtilegasti skólinn í bœnum - Vegmúla 2, sími 561 9015 & 588 6050 Sími 588 7332 OPH>: -föstud. kl. 9-18, laugari RAÐGttEiCSLLI? . 0 falag?e?"sí'u° eða • Sturtuhorn Vönduð vara JF „ a ^sfasðugju verðut'U^'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.