Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 30
38 ' tróttir LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 Úrslitaleikurinn um fslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu háður í dag: - er 30 ára bið KR-inga á enda eða tekst Eyjamönnum að verja titilinn? Síðustu daga hefur spennan stig- magnast fyrir úrslitaleik KR og ÍBV um íslandsmeistaratitilinn í knatt- spymu. Nú er hins vegar stóra stundin runnin upp því sjálf úr- slitarimman verður háð á KR-vellin- um klukkan 15.30 í dag. Gríðarlegur áhugi er fyrir leiknum og er búist við að yfir íjögur þúsund áhorfend- ur verði samankomnir í Frosta- skjólinu en svo margir áhorfendur hafa aldrei verið þar áður á einum leik. KR-ingar urðu síðast íslands- meistarar 1968 og finnst því mörg- um áhangendum liðsins tíminn vera kominn til að landa þeim stóra í hús. KR-ingar hafa oft verið ná- lægt því að krækja í titilinn en það hefur mistekist á elleftu stundu. All- ir KR-ingar eiga þá ósk heitasta að félag þeirra vinni titilinn í dag en Eyjamenn era á allt öðra máli og eru staðráðnir í því að halda titlin- um sem þeir unnu í fyrra. Hömpuðu síðast titlinum í Keflavík 1968 KR-ingar fógnuðu síðast meist- aratitlinum í Keflavik 1968 en jafn- tefli gegn heimamönnum dugði lið- inu til sigurs í deildinni. Keflvíking- ar komust tvisvar yfír i umræddum leik en það var Ársæll Kjartansson sem jafnaði fyrir KR, 2-2, með þrumuskoti af 30 metra færi. Ellert B. Schram skoraði reyndar fyrra mark KR í leiknum. Þetta sumar byrjuðu KR-ingar að tapa fyrsta leiknum en þetta reynd- ist þegar upp var staðið um haustiö aðeins eini ósigur liðsins. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, var í liði KR sem varð íslandsmeistari fyrir 30 áram síðan. Hvað skyldi hann segja um þessa löngu bið? Er ekki að hans mati kominn tími til aö liðið verði íslandsmeistari? KR-ingurinn Ellert B. Schram segist bíða spenntur eftir leiknum í dag og ætlar að mæta tímanlega. „Það er auövitað mikil tilhlökkun fyrir þessum leik. Sennilega hefur KR aldrei staðið nær því í 30 ár að hampa bikamum þó kannski oft hafi verið mjótt á mununum. Lánið hefur ekki leikið mikið við okkur en núna er maður að vona að gæfan snúist okkur i vil í þetta skiptið,“ sagði Ellert. yfir því að sigra eins og alltaf.“ Leikurinn við ÍBV 1968 réði úrslitunum í mótinu Annar leikur var mjög sögu- legur þetta sumar og það var einmitt gegn ÍBV. Við vorum komnir í 3-1 í síðari hálfleik en þá henti atvik sem gerðist bara einu sinni á mínum ferli. Ég var rekinn af leikvelli og Eyjamönn- um tókst að jafna, 3-3. Það var ekki fyrr en undir lokin sem Ólafi Lárassyni tókst að skora fjórða markið af miklu harð- fylgi. Þessi leikur fannst mér ráða úrslitum um það að við urðum íslandsmeistarar." - Hvað segir þú sjálfur um leikinn stóra í dag. Ertu ekki orðinn spenntur? „Ég geri mér grein fyrir því aðþessi leikur getur farið á bóða bóga og ekkert við því aö segja. Þannig era íþróttimar, þú getur bæði sigrað og tapað. Ég fer hins vegar á völlinn og held með mínu liði, hvet það til sigurs og vona það besta. Síðan verður maður að taka úrslit- unum.“ KR-ingar og Eyjamenn hafa háð harðar rimmur í sumar. Þessi mynd er frá 8-liða úrslitunum í bikarkeppninni þar Eyjamenn fóru með sigur af hólmi. Þeir fóru reyndar svo alla leið í keppninni og urðu bikarmeistarar og þeir möguleika á að vinna tvöfalt í ár. Það kemur í Ijós í dag hvort það gangi eftir. - Er stemningin ekki oröin mikil fyrir leiknum á meðal KR- inga? „Eina sem ég veit er að allir sem halda með KR era greinilega orðnir mjög spenntir. Þegar maður hittir þá á fömum vegi þá velta menn fyr- ir sér möguleikunum og greinilegt að það er mikill áhugi fyrir þessum leik. Eftirvæntingin er rnikil." - Er þér enn í fersku minni sú stimd þegar KR varð síðast meist- ari? „Já, hún er mér enn í fersku minni er við tókum á móti titlinum í Keflavík í lokaumferð íjnótsins. Þaö má með sanni segja -lð þetta mót hafi byrjað með verstu hörm- ungum. Við töpuðum fyrsta leikn- um, 3-0, i kjölfarið var talað um skrapliðið hjá KR, en smám saman þjappaðist hópurinn saman.“ dór Bjömsson og Eyleif Hafsteins- son og fremst í sókninni var Ólafur Lárasson sem var einn af marka- hæstu leikmönnum deildarinnar þetta sumar með átta mörk. Það vora margir góðir einstaklingar í þessu liði og vann verðskuldað þeg- ar upp var staðið.“ - Hvað voru þið að æfa mikið á þessum tímum? „Við æfðum ágætlega og knatt- spymuáhuginn var þá mikill eins og núna. Aðstæður vora ekki eins góðar, hvorki fyrir æfingar né keppni. Allt tilstand, sérstaklega hvað varðar ljölmiðla, var auðvitað minna en það er í dag. Spennan og tilfinningin var sú sama og gleðin Hef mikla trú á því að KR nái í titilinn núna Ég hef mikla trú á því að KR- ingum takist að ná titlinum núna, þeir era á heimavelli og með gott lið. Það er mikil stemn- ing í kringum þetta allt hjá fé- laginu.“ - Á að taka daginn snemma og mæta tímanlega á völlinn? „Alla vega nógu snemma til að fá pláss í stúkunni. Mér skilst að það sé reiknað með að verði uppselt á leikinn, fjögur þúsund manns og jafhvel fleiri. Ég ætla að njóta dagsins og það tekur mig ekki nema tvær mínútur aö labba á völlinn. Ég mun auðvitað mæta snemma og anda að mér öllu þessu andrúmslofti sem fylgir þessari stundu,“ sagði KR-ingurinn Ellert B. Schram. -JKS sem eiga Hafði hugsað sér að leika ekki þetta sumar „Ég var nú reyndar ekki með í fyrsta leiknum enda hafði ég ekki hugsað mér að leika þetta sumar en ég var þá orðinn formaður knatt- spymudeildarinnar. Ég dró fram skóna, fór að æfa og lék aftast í vöminni. Að auki fengmn við Þórólf Beck til okkar sem var mikill styrkur. Við vorum með frambæri- lega menn á miðjunni eins og Hall- íslandsmeistarar KR1968 Aftari röð frá vinstri: Einar Sæmundsson formaður, Kjartan T. Sigurðsson, Jóhann Reynisson, Theodór Guðmunds- son, Ársæll Kjartansson, Þórður Jónsson, Pétur Kristjánsson, Ellert B. Schram, Guðmundur Pétursson, Bjöm Áma- son, Eyleifur Hafsteinsson, Walter Pfeiffer þjálfari, Sigmundur Sigurðsson, Jón Ólason. Fremri röð: Ólafur Lárusson, Halldór Bjömsson, Þórólfur Beck, Gunnar Felixsson, Hörður Markan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.