Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Page 30
38 ' tróttir LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 Úrslitaleikurinn um fslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu háður í dag: - er 30 ára bið KR-inga á enda eða tekst Eyjamönnum að verja titilinn? Síðustu daga hefur spennan stig- magnast fyrir úrslitaleik KR og ÍBV um íslandsmeistaratitilinn í knatt- spymu. Nú er hins vegar stóra stundin runnin upp því sjálf úr- slitarimman verður háð á KR-vellin- um klukkan 15.30 í dag. Gríðarlegur áhugi er fyrir leiknum og er búist við að yfir íjögur þúsund áhorfend- ur verði samankomnir í Frosta- skjólinu en svo margir áhorfendur hafa aldrei verið þar áður á einum leik. KR-ingar urðu síðast íslands- meistarar 1968 og finnst því mörg- um áhangendum liðsins tíminn vera kominn til að landa þeim stóra í hús. KR-ingar hafa oft verið ná- lægt því að krækja í titilinn en það hefur mistekist á elleftu stundu. All- ir KR-ingar eiga þá ósk heitasta að félag þeirra vinni titilinn í dag en Eyjamenn era á allt öðra máli og eru staðráðnir í því að halda titlin- um sem þeir unnu í fyrra. Hömpuðu síðast titlinum í Keflavík 1968 KR-ingar fógnuðu síðast meist- aratitlinum í Keflavik 1968 en jafn- tefli gegn heimamönnum dugði lið- inu til sigurs í deildinni. Keflvíking- ar komust tvisvar yfír i umræddum leik en það var Ársæll Kjartansson sem jafnaði fyrir KR, 2-2, með þrumuskoti af 30 metra færi. Ellert B. Schram skoraði reyndar fyrra mark KR í leiknum. Þetta sumar byrjuðu KR-ingar að tapa fyrsta leiknum en þetta reynd- ist þegar upp var staðið um haustiö aðeins eini ósigur liðsins. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, var í liði KR sem varð íslandsmeistari fyrir 30 áram síðan. Hvað skyldi hann segja um þessa löngu bið? Er ekki að hans mati kominn tími til aö liðið verði íslandsmeistari? KR-ingurinn Ellert B. Schram segist bíða spenntur eftir leiknum í dag og ætlar að mæta tímanlega. „Það er auövitað mikil tilhlökkun fyrir þessum leik. Sennilega hefur KR aldrei staðið nær því í 30 ár að hampa bikamum þó kannski oft hafi verið mjótt á mununum. Lánið hefur ekki leikið mikið við okkur en núna er maður að vona að gæfan snúist okkur i vil í þetta skiptið,“ sagði Ellert. yfir því að sigra eins og alltaf.“ Leikurinn við ÍBV 1968 réði úrslitunum í mótinu Annar leikur var mjög sögu- legur þetta sumar og það var einmitt gegn ÍBV. Við vorum komnir í 3-1 í síðari hálfleik en þá henti atvik sem gerðist bara einu sinni á mínum ferli. Ég var rekinn af leikvelli og Eyjamönn- um tókst að jafna, 3-3. Það var ekki fyrr en undir lokin sem Ólafi Lárassyni tókst að skora fjórða markið af miklu harð- fylgi. Þessi leikur fannst mér ráða úrslitum um það að við urðum íslandsmeistarar." - Hvað segir þú sjálfur um leikinn stóra í dag. Ertu ekki orðinn spenntur? „Ég geri mér grein fyrir því aðþessi leikur getur farið á bóða bóga og ekkert við því aö segja. Þannig era íþróttimar, þú getur bæði sigrað og tapað. Ég fer hins vegar á völlinn og held með mínu liði, hvet það til sigurs og vona það besta. Síðan verður maður að taka úrslit- unum.“ KR-ingar og Eyjamenn hafa háð harðar rimmur í sumar. Þessi mynd er frá 8-liða úrslitunum í bikarkeppninni þar Eyjamenn fóru með sigur af hólmi. Þeir fóru reyndar svo alla leið í keppninni og urðu bikarmeistarar og þeir möguleika á að vinna tvöfalt í ár. Það kemur í Ijós í dag hvort það gangi eftir. - Er stemningin ekki oröin mikil fyrir leiknum á meðal KR- inga? „Eina sem ég veit er að allir sem halda með KR era greinilega orðnir mjög spenntir. Þegar maður hittir þá á fömum vegi þá velta menn fyr- ir sér möguleikunum og greinilegt að það er mikill áhugi fyrir þessum leik. Eftirvæntingin er rnikil." - Er þér enn í fersku minni sú stimd þegar KR varð síðast meist- ari? „Já, hún er mér enn í fersku minni er við tókum á móti titlinum í Keflavík í lokaumferð íjnótsins. Þaö má með sanni segja -lð þetta mót hafi byrjað með verstu hörm- ungum. Við töpuðum fyrsta leikn- um, 3-0, i kjölfarið var talað um skrapliðið hjá KR, en smám saman þjappaðist hópurinn saman.“ dór Bjömsson og Eyleif Hafsteins- son og fremst í sókninni var Ólafur Lárasson sem var einn af marka- hæstu leikmönnum deildarinnar þetta sumar með átta mörk. Það vora margir góðir einstaklingar í þessu liði og vann verðskuldað þeg- ar upp var staðið.“ - Hvað voru þið að æfa mikið á þessum tímum? „Við æfðum ágætlega og knatt- spymuáhuginn var þá mikill eins og núna. Aðstæður vora ekki eins góðar, hvorki fyrir æfingar né keppni. Allt tilstand, sérstaklega hvað varðar ljölmiðla, var auðvitað minna en það er í dag. Spennan og tilfinningin var sú sama og gleðin Hef mikla trú á því að KR nái í titilinn núna Ég hef mikla trú á því að KR- ingum takist að ná titlinum núna, þeir era á heimavelli og með gott lið. Það er mikil stemn- ing í kringum þetta allt hjá fé- laginu.“ - Á að taka daginn snemma og mæta tímanlega á völlinn? „Alla vega nógu snemma til að fá pláss í stúkunni. Mér skilst að það sé reiknað með að verði uppselt á leikinn, fjögur þúsund manns og jafhvel fleiri. Ég ætla að njóta dagsins og það tekur mig ekki nema tvær mínútur aö labba á völlinn. Ég mun auðvitað mæta snemma og anda að mér öllu þessu andrúmslofti sem fylgir þessari stundu,“ sagði KR-ingurinn Ellert B. Schram. -JKS sem eiga Hafði hugsað sér að leika ekki þetta sumar „Ég var nú reyndar ekki með í fyrsta leiknum enda hafði ég ekki hugsað mér að leika þetta sumar en ég var þá orðinn formaður knatt- spymudeildarinnar. Ég dró fram skóna, fór að æfa og lék aftast í vöminni. Að auki fengmn við Þórólf Beck til okkar sem var mikill styrkur. Við vorum með frambæri- lega menn á miðjunni eins og Hall- íslandsmeistarar KR1968 Aftari röð frá vinstri: Einar Sæmundsson formaður, Kjartan T. Sigurðsson, Jóhann Reynisson, Theodór Guðmunds- son, Ársæll Kjartansson, Þórður Jónsson, Pétur Kristjánsson, Ellert B. Schram, Guðmundur Pétursson, Bjöm Áma- son, Eyleifur Hafsteinsson, Walter Pfeiffer þjálfari, Sigmundur Sigurðsson, Jón Ólason. Fremri röð: Ólafur Lárusson, Halldór Bjömsson, Þórólfur Beck, Gunnar Felixsson, Hörður Markan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.