Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 29
37 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 Hfelgarviðtal að leggja á minnið vegna þess að þá þyrfti hann ekki að kaupa bæk- ur. Þá gæti hann flett hlutunum upp í huganum hvenær sem væri. Aðeins hinir ríku eiga bækur og þeir þurfa ekki að geyma þær í minninu. Faðir minn lagði þess vegna allt á minnið í sparnaðar- skyni.“ Guðbergur kímir og skell- ir svo upp úr. lílgangslaus maður - Hefurðu einhvem sérstakan tilgang með þessum bókum? „Nei, ég hugsa aldrei um til- gang. Ég skrifa ekki fyrir neinn hóp. Þetta er bara verk í sjálfu sér. Þess vegna lít ég á sjálfan mig sem tilgangslausan mann. Ég veit að höfundar skrifa fyrir ákveðna hug- myndafræði og fá í staðinn stuðn- vörður þar þá var þetta á þeim tíma þegar ég var rúmlega þrítugur, hafði náð fullum þroska og vissum tökum á forminu, eins og málarar segja, og þá vill maður vera einvörð- ungu í verkum sínum. Mér fannst miskunnarlaust að þurfa að eyða þessum árum í að afhenda öðrum mönnum lykla, bera töskur, svara í síma og hafa afskipti af drukknu fólki. Hins vegar fékk ég dýrmæta reynslu við starfið. Til dæmis lenti ég aldrei í vEmdræðum með drukkið fólk en sá sem leysti mig af var alltaf í einhverjum vandræðum. Hann var að reyna að koma viti i fólk! Það er ekki hægt vegna þess að á þessu stigi er manneskjan sam- bland af bami og fávita; þannig kom ég fram við það af því ég bar þetta bam og fávita í sjálfum mér og vissi hvað ég átti að gera. Hjá mér sofn- „Það er alltaf einhvern veginn þannig að menn styrkja ekki það sem er ein- hvers virði, sem er kannski rátt það þarf ekki á stuðningi að halda. ii DV-myndir E.ÓI. Ég veit ekki hvort ég hef mjög gott minni; faðir minn hafði það en það var á vissan hátt áunnið minni. Fóstri hans sagði honum ing frá meðbræðrum, kommúnist- ar skrifa fyrir kommúnistamark- að, femínistar fyrir femínista- markað, en ég skrifa ekki fyrir neinn og hef aldrei gert það og krefst ekki stuðnings.“ - Mér fannst sem lesanda bernskuminninganna oft að þú værir að veita mér innsýn inn í grunninn að ævistarfl þínu. Ákveðnar setningar senda skýr skilaboð um hver þú ert og hvers vegna þú ert sá höfundur .sem þú ert. „Á vissan hátt er þetta rétt en ég held að það stafi fremur af því að í okkar allra mínum bókum skiptir hið harm- ræna afskaplega miklu máli. Ef lesandinn telur sig finna sjálfan sig þá er það í gegnum undirtón hins harmræna. Ég held að hið harmræna sé undirstaða okkar allra. Undirstaða tilverunnar. Höf- undur nær best til lesandans með því að fara niður á svið hins harm- ræna. Ekki með gleðinni og ekki með sáttum.“ - Hvernig tilfinning er að hafa skrifað þessar tvær bækur og kaf- að aftur í fortíðina? „Ég skal segja þér að það er eng- in tilfinning! Tilfinningin ríkir bara meðan ég vinn að þessu verki hvort ég get lokið því eða ekki. Ég er ekk- ert feginn að vera laus við bók, ég finn ekki fyrir tómleika eins og höf- undar tala oft um. Þetta er bara verk sem ég hef unnið.“ - Verða bækurnar fleiri? „Ég gæti auðvitað haldið áffam endalaust en ég veit ekki hvort það kemur meira. í ævintýrunum vaxa níu greinar í staðinn þegar ein grein er höggvin af tré. Eins er þetta í skáldskapnum. Því fleiri bækur sem maður skrifar því fleiri bækur gæti maður skrifað ef manni entist ævin og getan. Ég held að Jökull Jakobsson hafi sagt einhvern tím- ann að það kæmi í ljós eftir þriðju bók hvort maður væri rithöfundur eða ekki. Þaö er auðvelt að skrifa fyrstu bókina, sæmilega auðvelt að skrifa næstu, en þriðju bókina er mjög erfitt að skrifa. Ef manni tekst það nokkurn veginn sæmilega þá getur maður haldið áfram. Hjá mér var aðalatriðið að fá tækifæri til að gefa mig að skriftum. Þó ég hafi aldrei fundið til leiða við vinnu eða þótt óeðlilegt að hafa þurft að vinna erfið störf, og þó að ég hafl kunnað mjög vel við mig á Hótel Borg árin sem ég var nætur- uðu fyllibytturnar vært og skömm- uðust sín ekkert daginn eftir. En þarna finnst mér ég hafa eytt tíma mínum í eitthvað sem ekki var mjög frjósamt." Ekki éta allt saman - Manstu hvað þú hefur gefið út margar bækur? „Nei. Ég hugsa aldrei um það.“ - Áttu enga uppáhaldsbók meðal verka þinna? „Nei. Hins vegar veit ég það að rit- höfundar ættu að endurskoða verk sín á tíu ára fresti. Rithöfundur ræð- ur yflr 30-40 þroskaárum og á tíu ára fresti ætti hann að fara yfir bækur sínar og færa þær inn í nýjan tíma. Því ef bók er aðeins hluti af ákveðn- um tíma þá endist hún ekki í framtíð- inni. En ef maður fer yfir verk meðan hann er ennþá óskemmdur af drykkju, oflæti, mikilmennsku og hé- gómlyndi þá getur hann bætt inn nýj- um tímum í verkið og þá verður bók- in að vissu leyti sígild áður en höf- undurinn deyr.“ - Nú er Tómas Jónsson metsölubók að koma út í þriðja sinn í haust. . . „Fjórða sinn. Hún er eina bókin mín sem ég hef ekki endurskoðað. Það er vegná þess hvað ég er spar- samur. Sparsemin er ríkur þáttur í mér. Mitt álit er að maður eigi að fara i gegnum lífið þannig að hann eyði sem minnstu. Jörðin á eftir að vera til í mörg þúsund ár og þú mátt ekki éta allt upp sem hún hefur að bjóða. Ég hef ekki endurskoðað Tómas Jónsson af sparsemisástæðum. Það yrði dýrt fyrir útgefandann að setja bókina á ný. Aðrar bækur hef ég endurskoðað fyrir aðra útgáfu og svo hef ég endurskoðað bækur sem ekki hafa enn verið endurútgefnar." Og Guðbergur sýnir mér handrit að endurskoðaðri Önnu og Það sefur í djúpinu. - En af hverju geturðu ekki endur- skoðað Tómas Jónsson eins og þess- ar bækur? „Það sem ég fékk á mig þegar sú bók kom út - að ég væri einskis virði - fór að einhverju leyti inn í mitt sál- arlíf. Þetta er bók sem er aldrei talað um. Þetta er eiginlega feluverk með- al bókanna minna. Og ég hef aldrei litið í hana sjálfur. Svona geta áhrif samfélagsins verið á höfunda. En eft- ir að ég fékk skítinn á mig þá vissi ég að ég gæti staðist allt. Verið mað- ur sem hefði ekkert á bak við sig, engan hóp; bara maður sem skrifar." - En nú voru og eru margir afar hrifnir af Tómasi. .. „Það hefur aldrei komið fram.“ - En í gagnrýni á bókina á sínum tíma? „Ég veit það ekki. Þú verður að at- huga að ég hef aldrei umgengist menntamenn nema útlendinga. Og það er ekki fyrr en núna þegar bæk- urnar mínar koma út á útlendum tungumálum að ég veit hvaöa við- horf vel menntaðir lesendur hafa til þessara bóka.“ - Og hvernig eru viðbrögð þeirra? „Það eru það sem maður kallar góð viðbrögð. Fólk sem ég hafði ver- ið innan um í fjörutíu ár hafði ekki hugmynd um að ég skrifaði bækur. Maður á ekkert að bera það út að maður sé rithöfundur. Ef maður gerir það þá dreifist maður - verður eins og gufuvél sem hleypir alltaf gufunni út þannig að það myndast aldrei þrýstingur, og hinn gufuknúni bátur eða lest fer aldrei af stað!“ Hið sanna örlæti er einkamál Athyglisvert er að rithöfundur sem gerbreytti landslagi íslenskra bókmennta er ekki á listanum yfir heiðurslaunahöfunda Alþingis. Og ekki hefur Guðbergur verið fasta- gestur á skrá yfir þá sem njóta styrkja úr Launasjóði rithöfunda. „Það er alltaf einhvern veginn þannig að menn styrkja ekki það sem er einhvers virði, sem er kannski rétt, það þarf ekki á stuðn- ingi að halda,“ segir Guðbergur. „Sagan segir að franska ríkið hafi boðið Gustave Flaubert styrk og hann hefði viljað þiggja hann ef það kæmi aldrei fram að hann fengi stuðning frá hinu opinbera. En það vildu ekki hinir gjafmildu. Þeir vildu láta bera á sér. Þeir vilja koma fram á Kjarvalsstöðum og taka í höndina á listamönnunum sem stuðninginn fá, en hið sanna örlæti er einkamál milli tveggja að- ila og slíkt er ekki til hér á landi. Ég hef alltaf á tilfinningunni þeg- ar fólk fær stuðning hér á landi að nú hafi rithöfundurinn verið fúllur í marga mánuði og það þurfi að gera eitthvað fyrir hann svo hann hætti að drekka. Ef það er kona þá hafi hún fengið eitthvað í móðurlífið og þess vegna þurfi að gera eitthvað fyrir hana. En í raun og veru ættu karllistamenn að fá styrki vegna þess að þeir eru oft hvorki með móðurlíf né neitt í móðurlífí listar- innar!“ Og Guðbergur flissar eins og stelpa. - Hefur þú ekki sótt um styrki? „Jú, ég gerði það fyrir mörgum árum, og fékk hann. Svo fékk ég bréf þar sem ég var beðinn um að segja nákvæmlega frá því hvernig ég hefði notað styrkinn eða skila honum aftur. Þá hafði ég gefið út bók, og ég hugsaði með mér: Ef nefndin hefur ekki fylgst betur með en svo þá nenni ég ekki að upplýsa hana. Eftir það hef ég aldrei sótt um styrk. Mér fannst þetta vera niður- lægjandi. Ég er sammála Flaubert. Ef einhver veitir styrki getur maður þegið hann með því skilyrði að gjaf- mildin komi hvergi fram nema í list þess sem hennar nýtur.“ -SA Ein af myndum Goya í Kenjunum ásamt texta Guðbergs. Þvílík hagleikskona Tvær á priki tátur sitja og fara geyst. Hnúðurinn á sóflinum snýr fram, kyntáknið sem nomir tóku í gagnið og flugu á um vindheima eftir að þær höfðu glatað gétu sinni til ástarflugs á jörðinni. Þegar árin komu yfir kerlingam- ar fannst þeim skárra að reka prik milli fóta sér en hafa ginn- ingagapið tómt. Mörgum manni og konu fannst hollt að leita ráða hjá slíkum siðameyjum þó að annar þróttur væri farinn. Nom- in kann ráð við öllu milli himins og jarðar, enda hvorki af þessum heimi né öðmm. Hún sér vítt um veröld alla og djúpt inn i sál vol- uðu mannskepnunnar sem finnur ekki fró fyrr en helfróin veitir síðustu fullnæginguna og dregur hana úr þessum heimi í annan og fullkomnari. Þar er allt til af öllu. Hvorki sálin né líkaminn þurfa aö hafa fyrir viðurværi sínu. Guð sér um hvaðeina með því að út- rýma þörfunum. Goya skírði fi-umteikninguna: „Nomadraumur... góðir fulltrúar nomagaldurs“. Stöllumar úr myndinni, sem við sáum áður og var nr. 60, em búnar að æfa og komnar hér á loft. Sú eldri heldur um prikið með kunnáttuhöndum, en hin um axlir hennar og horfir niður. Báð- ar eru orðnar prikvanar. Svipur gömlu konunnar ber það með sér. Þær haggast ekki fremur en pút- ur á hænsnapriki. Vitra uglan fylgist með öllu, leiðsögukonan í náttmyrkrinu. En það veit enginn nema hún hvert forinni er heitið. Nornimar eru eflaust að fara á stefnumót. Hver veit nema þær ætli til himna að reyna að for- færa englana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.