Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 15 n—Tfiní I J I « a fi nema þessa álfa sem ættu að vera heima hjá sér á álagstím- um,“ sagði ég. „Þessi söfnuður ætti að flytja sig milli staða snemma á sunnudagsmorgnum. Þá mega þeir hafa sína henti- semi í friði fyrir mér.“ Gagnslitlar rámeggingar Við komumst á áfangastað þrátt fyrir sumarbústaða- og hestakerrur, rútur, trukka og traktora. Ráðleggingar mínar til annarra á leiðinni flýttu ekki for en ég fékk útrás við að segja þeim til syndanna, kenna þeim að keyra í huganum og með ber- um orðum og kenna þeim um allan hægaganginn. Ég þrnfti að flýta mér og miðað viö þær að- stæður voru vegimir morandi í idjótum. Það heyrði bamið þótt skilningurinn væri ekki beinn á merkingu orðsins. w Oþarfa óðagot Á heimleiðinni daginn eftir lá mér ekkert á. Þá dólað ég í átt að bænum, naut góða veðursins og spjallaði við konuna um allt milli himins og jarðar. Ég skildi ekki óðagotið í þeim bílstjómm sem þeystu fram úr, jafnvel þótt vart væri pláss til að skjóta bíl inn í röðina. Ég nefndi þetta við konuna og sagði þetta ljótu hálf- vitana sem legðu bæði sig og aðra vegfarendur í stórhættu. „Hvar er lögreglan nú?“ sagði ég þegar bill skaust fram úr og þrengdi sér inn fyrir framan mig. Ég sá ekki betur en maður- inn sendi mér putta. Að minnsta kosti pataði hann ákaflega og virtist hrópa og horfa á mig eins og ég kæmist ekkert úr sponm- um. Ég sem var bara í röðinni. Kónan horfði undirfurðulega á mig þegar ég kvartaði undan þessum manni. Hún sagði samt ekki neitt. „Erum við idjót, pabbi,“ spurði stúlkan aftur í, „af því að við forum of hægt? Erum við fyr- Mér lá á austur yfir fjall. Til stóð að hitta skemmtilegt fólk og ég var orðinn of seinn. Umferðin var þimg eins og verða viil á fostudagskvöldum. Þá er eins og allir séu á sömu leið. Sumarbú- staðafólk í löngrnn bunum með hlaðna bíla. Auðþekkjanlegir eru þeir sem eru að koma sér upp bústöðum. Þeir eru með kerru í eftirdragi. Þar getur að líta spýtur og jám, klósett og rot- þrær. Allt er þetta bvmdið saman í þeirri von að það hangi á kerrunni. Hún er útskeif af þunganum svo hjólbarðarnir slitna aðeins öðrum megin. Hjólabúnaðurinn minnir helst á gamla skóda, bumbuskóda sem kallaðir voru. Þeir voru ýmist innskeiflr eöa útskeifir, allt eftir fjölskyldustærð og þunga ein- staklinganna um borð. Kerrumenning Þessir menn þvældust fyrir mér. Það gerðu líka aðrir menn með kerrur. Hestamenn eru á stöðugu flandri milli héraða. Þótt jepparnir þeirra stækki stöðugt gera kerrumar það líka. Heshmum fjölgar og kerrurnar þyngjast. BUarnir eru því ekki búnir til hraðaksturs enda var- hugavert að aka hratt með skepnur í eftirdragi. Ég lét samferðamenn mina í umferðinni fara í skapið á mér. Það er ekki skynsamlegt en mannlegt. Þvi talaði ég til þeirra og sendi þeim óprenthæfar at- hugasemdir. Akstursmáti þeirra skánaði ekkert við það. Þetta voru áfram sömu sleðamir. Um- ferð á móti var mikil svo ég komst ekki fram úr. Skýring á útlendu orði Bílstjórar á stónun flutninga- drekum þvældust og fyrir sem og rútur af ýmsum gerðum. Allt var þetta fólk að vanda sig í umferðinni og ók því undir leyfðum hámarkshraða. Þegar mest gekk á í analýsu minni á aksturslagi samborgaranna spurði dóttir okkar hjóna í sak- leysi sínu úr aftursætinu: „Pabbi, hvað þýðir idjót?“ Kon- an mín varð fyrri til og svaraði spurningu barnsins aftur í. „Þetta þýðir, elskan mín, að það kann enginn að keyra nema hann pabbi þinn.“ Ég kaus að svara ekki athuga- semdinni. Bamið lét sér skýringuna vel líka enda vant að treysta foður sínum. Stúlkan fékk ekki ná- kvæma orðabókarskýringu á þessu útlenda orði en fékk það þó á tilfinninguna að pabbi væri bestur hversu mikið sem hann ólmaðist undir stýri, hreytti ónotum í gamla kalla með hatt sem ættu að halda sig heima eða láta keyra sig. Kon- an var ekki jafn viss um ágæti Laugardagspistill Jónas Haraldsson þessa sama manns í þessum ham. „Við hefðum bara átt að leggja aðeins fyrr af stað,“ sagði hún. „Þú veist það alveg jafn vel og allir aðrir hve um- ferðin er þung á þessum tíma. Róaðu þig bara niður svo blóð- þrýstingurinn fari ekki upp úr öllu valdi. Við komumst ekki fyrr á áfangastað þótt þú látir svona.“ Trauðla til fyrirmyndar Um leið sá ég færi á að komast fram úr manni sem var að flytja búslóðina austur í sveit, skipti niður og þeytti vélinni upp um ófáa snúninga. „Sjáðu þennan," sagði ég. „Það væri heiðarlegra að hann væri á traktor. Þá er hægt að grípa til ráðstafana í tíma.“ „Ég minnist þess ekki að þú sért mjög hlýlegur í garð traktora ef þeir verða á vegi þín- um,“ sagði konan hæglega. „Það þurfa fleiri að komast leiðar sinnar en við.“ „Geta þessir stúdentar ekki farið sjóleiðina," sagði ég, vitandi þó af hafnleysu suðurstrandarinnar. „Ég hélt að þú hefðir þroskast með aldrinum," sagði konan og reyndi að höfða til míns betri manns. „Manstu til dæmis þegar þú eltir konuna, sem svínaði á þér, alveg heim að bílskúrsdyr- rnn í Garðabænum? Viltu að börnin læri þessa hegðun? Ég veit ekki betur en þú ítrekir það stöðugt að þau gæti að sér í um- ferðinni. Það verður tæpast sagt að þú sért til fyrirmyndar." „Það þarf að kenna þessu fðlki að keyra,“ sagði ég. „Þú verður varla fenginn til þess,“ sagði konan mn leið og hún hvatti mig til þess að halda mig í röðinni. „Þú græðir ekkert á þessu óða- goti annað en stress. Reyndu heldur að njóta þess sem fyrir ber á leiðinni." „Ég sé ekkert ir þessum manni?“ „Getur þú ekki svarað barninu?" spurði ég konuna. „Vilt þú ekki gera það sjálfur, góði minn,“ sagði hún. „Þú virtist htifa skilgreiningam- ar á umferðinni alveg á hreinu í gær.“ Myndavél á staur Ég hafði enn ekki fúndið skyn- samlegt svar þegar inn í borgina kom. „Ætlarðu yfir á rauðu?“ hróp- aði konan þegar kom að stórum gatnamótum. „Var ekki gult?“ spurði ég. „Það þarf að hreinsa gatnamótin." „Sástu ekki mynda- vélina á staumum?" spurði konan. „Nú fáum við heimsenda mynd og sekt.“ „Verð ég með á myndinni?“ spurði bamið í sakleysi sínu og skildi ekki spennuna sem skyndi- lega hafði myndast milli foreldr- anna. „Hvað em þeir að troöa þess- um myndavélum út og suður," hreytti ég út úr mér. Borgarinn fær hvergi að vera í friði fyrir stóra bróður." Lögreglan, Umferðarráð, gatna- málastjóri og dómsmálaráðuneytið í heild fengu sinn skammt í nýrri greiningu minni á umferðarmálum þessarar þjóðar. Þar var allt á sömu bókina lært. Konan kaus að ræða þetta ekki frekar en bamið í aftursætinu spurði í einlægni sinni og upplýsingaþörf mn þessar meg- instofnanir samfélagins: „Pabbi, eru það idjót líka?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.