Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Side 22
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 JLlV 22 sérstæð sakamál Ráðríki Andrea Schuler hafði gert sér ákveðnar hugmyndir um hvernig lífi hún vildi lifa. Hún bjó á eyjunni Rúgen í Eystrasalti og var bam hjóna sem höfðu skilið. Öryggi og festa var það sem hún þráði öllu frekar. „Ég ætla ekki að eiga gaur sem dregur mig frá einu disktótekinu til annars. Ég vil eiga traustan mann sem getur haft reglu á hlutunum," sagði hún eitt sinn viö vinkonu sína. Þar kom að hún taldi sig hafa fundið þennan mann. Það var Klaus Nadler, fjörutíu og þriggja ára sterkvaxinn verkamaður. Aldursmunurinn var næstum því tuttugu ár. í augum sumra var hann heldur aumkunarverður því hann sat einn uppi með sex börn eftir að kona hans fór frá honum. Bömunum hafði hann komið til systur sinnar, en sjálfur hafði hann ábyrgst framfæri þeirra. Áhyggjufull móðir Andreu fannst Klaus áhugaverður maður. Aðstæður hans vöktu samúð hennar og hún tók það sem tákn um ábyrgð og festu að hann skyldi hafa tekið að sér að tryggja uppeldi barna sinna með þeim hætti sem hann hafði gert. Klaus fannst hann lukkunnar pamfíll að hafa gengið í augun á ungri og laglegri konu sem virtist njóta þess að vera í návist hans. En móðir Andreu fékk áhyggjur þegar hún frétti að dóttir hennar væri með sex bama fóður á þessum aldri, en Andrea neitaði meö öllu að hlusta á vamaðarorö móður sinnar. „Hann er óvenjulega kærleiksríkur maður," sagði hún. „Og það má ekki ásaka hann. Konan hans var honum ótrú. Ég er hrifin af honum og stolt af honum af því hann svíkur ékki bömin sín eins og móðir þeirra gerði. Og fortíðarvandi hans á ekki eftir að valda mér neinum áhyggjum." Klaus. Tók að sér stjórnina Strax í upphafi búskapar þeirra tók Andrea stjóm mála í sínar hendur. Hún taldi ömggast að hafa sjálf töglin og hagldimar. Hún ákvað hvernig innrétting íbúðarinnar skyldi vera og hún ■Stjómaði útgjöldum heimilisins. Þá ákvað hún að hafa það á eigin hendi hvemig þau verðu frístundum sínum. „Hann gerði cillt sem hún sagði honum,“ sagði vinkona Andreu síðar. „Hann vildi ekki hætta á að verða fyrir því að önnur kona færi frá honum." Andrea vildi líka ráða öllu þegar að þvi kom að þau skyldu eignast bam. „Nú ferðu til læknisins og lætur skoða þig og ég fer til kvensjúkdómalæknis. Ég vil að bamið verði heilbrigt." Hann hlýddi. Rúmum níu mánuðum síöar kom drengur í heiminn og honum var gefið nafnið Tóbías. „Þetta veitir sambúð okkar festu," sagði Andrea við móður sína skömmu síðar. „Komi eitthvað upp sem veldur leiðindum minnir Tóbías okkur á hvaða skyldum við höfum að gegna.“ Kynlífsbann og hótanir Árin liðu og allt gekk nokkum veginn sinn vanagang. I raun var Klaus hættur að. gera sér grein fyrir því að hann var hættur að lifa eins og einstaklingur. Á andlega sviðinu var Andrea honum ofjarl og það nýtti hún sér taumlaust. Gerði hann ekki það sem hún skipaöi honum að gera lagði hún allt kynlíf á hilluna. Það þoldi Klaus nokkuð vel, en verra þótti honum þegar hún fór að beita annarri hótun þegar henni þótti hann ekki fara að vilja hennar. Þá sagðist hún yfirgefa hann og fór brátt að hóta þessu í tíma og ótíma. „Ég fer frá þér á staðnum ef þú gerir ekki það sem þér er sagt.“ Og það var margt sem hún krafðist af Klaus. Eftir að hafa orðið að skipta um bleiur á Tóbíasi meðan hann var ungbarn var honum gert að annast öll innkaup, gera hreint, þvo upp og sjá til þess að hrein föt væru jafnan til reiðu á fjölskylduna. Væri kveikt á sjónvarpinu var það bara til þess að horfa á það sem Andrea hafði áhuga fyrir. Og gerði hann athugasemdir féllu hörð orð. „Þú getur haldið ibúðinni. Ég tek saman mínar föggur, flyt til vinkonu minnar með Tóbías og kem ekki aftur.“ Sívaxandi kvíði Hótanimar dugðu Andreu til að halda stjórn heimilislífsins í sinni hendi. Klaus var henni undirgefinn í einu sem öðru. Hann var orðinn viljalaust tæki sem lét óttann ráða flestum sínum gerðum. Hann vaknaði kvíðinn á morgnana og stundum kom það fyrir þegar hann hafði verið tíu mínútur í vinnunni að hann brá sér heim til að fullvissa sig um að Andrea væri ekki farin frá honum. Honum létti þegar hann sá að hún var enn heima, en þegar leið á daginn gerði óttinn aftur vart við sig og þá skaust hann enn á ný heim. „Er hún heima eða er hún farin frá mér?“ var spuming sem ásótti hann oftsinnis dag hvem. Andrea gerði sér ekki grein fyrir hugarástandi manns síns, enda hafði hún ekki gert sér ljóst hvað leitt hafði af kröfum hennar og hótunum. í raun var hún að leika sér að eldinum eins og í ljós átti eftir að koma. Krafðist kynmaka Síðdegis laugardag einn sneri Andrea sér að manni sínum og sagði við hann að hún vildi að hann kæmi í rúmið með sér. Þá höfðu þau hjón ekki notið ásta í tvo mánuöi. Klaus hafði ekki í hyggju aö leggjast gegn óskum konu sinnar nú frekar en endranær, og satt að segja gat hann vel hugsað sér ástarleik eftir svona langt hlé þótt áhugi hans á slíku hefði farið dvínandi um alllangt skeið. Ástarleikurinn færði Klaus mikla ánægju í þetta sinn, en fyrir Andreu var hann upphaf endisins. Þegar honum lauk sneri hún sér að honum og sagði: „Það var nú það. Nú fer ég frá þér.“ Kuldinn í rödd hennar var mikill og eiginmaðurinn, sem hafði fundið meiri hlýju og funa í hjónabandinu nokkrum mínútum áður en hann hafði fundið lengi, vissi ekki hvemig hann ætti að taka þessari óvæntu yfirlýsingu. Um stund virti Klaus konu sína fyrir sér. Svo var eins og allt það sem hann hafði alið innra með sér í mörg ár, öll kúgunin, óttinn og kvíðinn, brytist fram. Andrea og Tóbías. Út í kirkjugarð Nokkrum augnablikum síðar missti Klaus stjóm á sér. Hann fann á sig renna eins konar æði, eitthvað sem hann gat ekki haft hemil á. Þessi sterki máður rétti fram handleggina, tók um háls konu sinnar og herti að. Hún fór að berjast um, en mátti sín einskis gegn afli hans. Óljóst er hve lengi hann hélt um háls hennar, en þegar hann sleppti takinu var hún öll. Um stund sat hann ráðþrota í svefnherberginu sem hafði skömmu áður veriö vettvangur heits ástarleiks. Hvað var til bragðs? Er hann hafði hugsað sig um í nokkrun tíma ákvað hann að leyna því sem gerst hafði. Hann sótti ábreiðu og vafði henni utan um líkið. Er dimmt var orðið náði hann í hjólbömr, lagði líkið í þær og hélt af stað út í kirkjugarð. Þegar þangað kom tók hann gröf, lagði líkið í hana, lokaði gröfinni og hélt heim. Daginn eftir hringdi Klaus til lögreglunnar og tilkynnti hvarf konu sinnar. Hann sagði það síðast hafa séð til hennar að hún hefði sest upp í hvítan bíl hjá manni sem hann hefði ekki borið kennsl á. Þau hefðu síðan ekið burt saman. Hvarf sjálfur Enginn bar á það brigður að Andrea hefði farið. Það hafði spurst að hún hafði ítrekað hótað manni sínum að fara frá honum. Hún var tuttugu ámm yngri, hann hafði fyrir sjö bömum að sjá og var ekki beinlínis sá lífsglaði og framtakssami maður sem ætla mátti að ung kona kysi að hafa við hliö sér. Var því nokkuð undarlegt þótt eiginkonan hefði ákveðiö að láta sig hverfa með ungum elskhuga? I rúman hálfan mánuö gætti Klaus sonarins, en svo varð hann að fara að vinna á ný því lengra leyfi gat hann ekki fengið. Þá kom hann drengnum í hendur systur Andreu. Skömmu síðar hvarf Klaus sporlaust. Mánuðir liðu. Lögreglan gerði það sem í hennar valdi stóð til að finna hvíta bílinn og hina ábyrgðarlausu móður, en auðvitaö án árangurs. Óg foðurinn gat hún hvergi fundið. En var það með öllu óskiljanlegt að hann skyldi hafa gengið frá öllum sinum vandamálum? Fyrri kona hans hafði skilið hann einan eftir með sex börn, og nú haföi sú síðari farið og hörnin sem hann bar fjárhagslega ábyrgð á vora orðin sjö. Úvæntur endir Dag einn var lögregla kvödd á veitingahús í grannbænum Stralsund vegna slagsmála sem þar hafði komið til. Öllum þeim sem þar vom var gert að leggja fram persónuskilríki. Þá kom í ljós að einn gestanna var Klaus Nadler. Lögregluþjónamir gerðu sér enga grein fyrir þvi að leit stóð yfir að manninum, en Klaus hafði ekki fyrr sýnt fram á hver hann var en hann gerði játningu sína. Hann var færður á lögreglustöðina og þar skýrði hann frá aðdraganda þess sem gerst hafði á heimili hans laugardagssíðdegið örlagaríka. Frásögnin vakti nokkra furðu, en þegar í ljós kom að líkið var þar sem það var sagt vera velktist enginn í vafa um að málið væri upplýst. Klaus var settur i varðhald og þegar samantekt málsins var lokið var honum tilkynnt að hann yrði sóttur til saka fyrir manndráp. Hann kom fyrir rétt í Stralsund þar sem hann var dæmdur í sjö ára fangelsi. Tóbías litli var ættleiddur af óviðkomandi fólki og elst nú upp langt frá þeim stað þar sem foreldrar hans bjuggu. Kirkjugarðurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.