Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 * %riyndbönd W.—------- MYNDBANDA GAGNRYNI Mouse Hunt **** Vaskir veiðimenn Tveir bræður erfa gamalt hús, sem reynist afar verðmætt. Þeir hugsa sér gott til glóðarinnar og ákveða að halda uppboð á húsinu. Það eina sem stendur í vegi fyrir þeim er lítil húsa- mús sem reynist í klókara lagi og verst veiðitilburðum þeirra flmlega og þeir leggja þvi í sífellt stærri aðgerðir til að ná henni. Nathan Lane, sem sló í gegn í Birdcage, leikur eldri bróðurinn af stakri prýði en Lee Evans (Funny Bones, The Fifth Element) stelur þó senunni, enda hrein- asti sniilingur í þessari gerð af líkamlegum, eiginlega trúðslegum gam- anleik. Húmorinn í myndinni er af ýktri slapstick-gerð og sum atriðin eru eins og klippt út úr Tomma og Jenna teiknimynd. Þar að auki sæk- ir leikstjórinn kvikmyndatökustíl í þann skóla sem m.a. Jean-Pierre Jeunet (Delicatessen, Alien Resurrection), Sam Raimi (Evil Dead) og að nokkru leyti Coen-bræður aðhyllast þar sem nýstárleg sjónarhorn og hreyfing myndavélar í vandlega undirbúnum atriðum skapa sjónræna árás á skilningarvitin. Mouse Hunt er bráðfyndin mynd fyrir unga og aldna (kannski ekki of aldna). Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Gore Verbinski. Aðalhlutverk: Nathan Lane og Lee Evans. Bandarísk, 1997. Lengd: 94 mín. Öllum leyfð. -PJ Atomic Dog Hvumpinn hvutti Tík í eigu atómfjölskyldu í bandarískum smábæ týnist en kemur svo hvolpafuil í leitimar. Faðirinn er flækingshundur sem heldur til í yfirgefnu kjam- orkuveri. Svo virðist sem geisiun frá kjamorkuver- inu hafi gætt hann mikilli grimmd og miklum gáfúm sem nýtist honum vel í baráttu hans við fjölskylduna en hann hefur ekki í hyggju að láta þeim hvolpana eftir. Kápan gefur til kynna vel geggjaða hryllingsmynd með húmor fyrir sjálfri sér og fjarstæðukenndum sögu- þræði. Svo er hins vegar ekki, eins og reyndar má ráða af stimpli kvik- myndaeftirlitsins, sem bannar hana innan 12 ára. Hryllingurinn er svo meinlaus að það er varla hægt að kalla myndina hryllingsmynd. Öll sam- skipti fjölskyldunnar eru eins og í einhverri Life Goes On sápu og m.a.s. hundspottið dettur oní þá gryfju. Útkoman er einhvers konar meinleysis- leg blanda af Lassie Come Home og Cujo. Þetta kristallast í kostulegu at- riði þar sem rakkinn á greinilega að vera grimmdarlegur og fitjar vel upp á trýnið. Ógurlegt urr heyrist en á meðan diilar hann rófunni vinalega. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Brian Trenchard-Smith. Aðalhlutverk: Daniel Hugh Kelly, Isabella Hofmann, Cindy Pickett, Micah Gardener og Katie Stuart. Bandarísk, 1997. Lengd: 83 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Negli þig næst og Gas i Norðlenskur húmor Fyrri mynd spólunnar nefnist Negli þig næst og fjall- ar um kvennabósann Vidda (Hafþór Jónsson) sem er sakaður um að vera valdur að dauða einnar af f]öl- mörgum hjásvæfum sínum. Ég sé nú ekki í fljótu bragði hvaða erindi myndin hefur á myndbandamark- aðinn og það nú nokkru eftir gerð hennar. Hún er við- vaningsleg að flestu leyti og samtöl jafnvel illgreinanleg. Þó eru nokkrir ágætir fimm aura brandarar í myndinni sem missa þó stundum marks. Svip- aða brandara má einnig finna í seinni myndinni Gas sem er miklu fagmann- legri að allri gerð. Hún fjallar um tvo bensínstarfsmenn (Oddur Bjarni Þor- kelsson og Krisfján Kristjánsson) síðasta daginn fyrir mögulegan heimsendi. Strákamir eru ágætis týpur og samleikur þeirra á milli finn (þótt samræð- ur þeirra séu nú misjafnlega áhugaverðar/fyndnar). Furðufuglasafnið sem á leið um bensínstöðina er aftur á móti lítt spennandi og flækjan þeirra á milli misheppnuð. Raunsærra yfirbragð með áherslu á bensíndrengina grunar mig að hefði gefið betri raun. Það er engu að síður gleðiefni að menn skuli vera að búa til myndir vítt og breitt og ef Filmumenn halda áfram að bæta sig með næstu mynd er full ástæða til að bíða spenntur. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Sævar Guðmundsson. Aðalhlutverk: Kristján Kristjánsson, Oddur Bjarni Þorkelsson og Hafþór Jónsson. ís- lensk, 1997. Lengd: 88 mín. Öllum leyfð. -bæn Justine - A Midsummer Nights Dream 0 |í% i Vonlaus tálsýn Justine tilheyrir kvikmyndategund sem getur hreinlega ekki gefið af sér góðar kvikmyndir. Ástæðan er einfaldlega sú að myndin getur aldrei sýnt það sem áhorfendur hennar sækjast eftir. Hún tilheyrir þeim hópi kvikmynda sem áhorfendur Sýnar þekkja undir heitinu „erótík“ sem þær eiga þó lítið skylt við. Þetta eru myndir sem koma í stað „alvöru" klám- mynda á stöðum þar sem slíkar kvikmyndir eru bannaðar. Þær eru jafn- ódýrar í ffamleiðslu, jafnilla leiknar, handritin jafnléleg, o.s.frv. Þær vantar aftur á móti klámið sem er hið eiginlega aödráttarafl þeirra. Þess í staö sjást hálfberir líkamar annað slagið og áhorfendur neyðast til að fylgjast með vonlausum persónum, i vonlausum samræðum, með von- lausar sviðsetningar í bakgrunni. Leiðindin eru æpandi. Ekki ætla ég að gerast hér talsmaður klámmynda, en þó er spuming hvort ekki væri nær að banna þennan „viðbjóð". Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: David Cove. Aðalhlutverk: Daneen Boo- ne, Timothy Dipri og Jennifer Behr. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -bæn Blóð og brandarar Splatter-myndir eru ekki fyrir alla. Reyndar eru hryllingsmyndir yfirleitt ekki fyrir alla, þótt flestir geti þolað t.d. eina létta unglinga- hrollvekju endrum og eins. Alvöru splatter-myndir eru hins vegar þannig að margir gefast upp löngu áður en myndinni lýkur. Orðið splatter gefur til kynna um hvað þessi stefna snýst, þ.e. að sletta lík- amsvessum um alla veggi (blóðslett- ur, heilaslettur, innyfli o.s.frv.). Áhorfendahópurinn er ekki mjög stór og því sjaldnast miklir pening- ar lagðir í þessar myndir, en það þýðir ekki að brellurnar séu lélegar, aðeins ódýrar. Eitt helsta einkenni splatter-mynda er mikil notkun förðunarbrellna. Yfirleitt eru þetta ekki mjög alvöruþrungnar myndir og oftast lögð áhersla á að koma áhorfandanum til að hlæja jafnt sem hræðast. Undanfari splatter-myndanna voru svokallaðar gore-myndir (skv. orðabók þýðir gore hlaupið blóð eða blóðlifrar), en H.G. Lewis er al- mennt talinn hafa skapað þennan stíl. Hann gerði sína fyrstu gore- mynd, Blood Feast, árið 1963, og næsta áratuginn nokkrar í viðbót. 1968 gerði George A. Romero Night of the Living Dead, fyrstu myndina í sinni alræmdu zombíu-trílógíu. Með Romero fóru menn að tala um splatter-myndir og hann var fremst- ur í flokki splatter-leikstjóra á átt- unda áratugnum, gerði þá m.a. Dawn of the Dead (1978), númer tvö í trílógíunni og þá sem þekktust er. Þriðja myndin kom síðan 1985 og er yfirleitt talin sú sísta í trílógíunni. Splatterinn færði meiri hraða, has- ar og húmor í myndimar, sem í gore-stefnunni einkenndust af hæg- látum sviðsetningum mannlegra misþyrminga, en næsta kynslóð splatter-leikstjóra átti eftir að fær- ast enn lengra í þessa átt. Blómaskeiðið Níundi áratugurinn var sannkall- að blómaskeið splatter-mynda og litu mörg meistaraverk dagsins ljós á þeim tíma, m.a. kynnti Sam Raimi til sögunnar Evil Dead trílógíuna, sem varð hinn nýi fánaberi splatter- stefnunnar. Hann gerði nokkrar stuttmyndir meðan hann var í há- skóla, þ. á m. Within the Woods, sem hann sýndi fjárfestum og fékk 50.000 dollara til að gera The Evil Dead. Sam Raimi lagði alltaf mikla áherslu á kómíska þáttinn í splatt- emum og fór sá þáttur vaxandi með hverri mynd í trílógíunni á kostnað hryllingsins. Þriðja myndin gekk svo langt í þessari þróun að hún get- ur ekki talist splatter-mynd. Önnur meistaraverk níunda áratugarins voru m.a. Basket Case, Re-Ani- mator, The Retum of the Living Dead, Tetsuo og Bad Taste, sem kynnti til sögunnar fánabera splatt- ersins á tíunda áratugnum, Nýsjá- lendinginn Peter Jackson, sem sennilega er þekktastur meðal al- mennings fyrir að hafa gert Heaven- ly Creatures og The Frighteners. Eins og áður sagði eru splatter- myndir yfirleitt af ódýrari sortinni, en stundum má sjá svolitinn splatt- er i dýrari myndum. Alien-mynd- imar vora undir miklum áhrifum af splatter-stefnunni og em af sum- Evil Dead. Klassísk myndbönd F le-animator L if eftir dauðan n Herbert West er ungur snillingur í læknisnámi sem finnur upp lyf sem vekur dauða til lífsins. Upp- vakningarnir reynast reyndar yfir- leitt kolgeggjaðir sem fer fyrst að verða vandamál þegar hann fer að gera tilraunir á mönnum. Hann dregur meðleigjanda sinn og kær- ustu hans með sér í málið en allt fer í háaloft þegar einn af zombíunum drepur foður hennar. Eins og aliir sem drepast i myndinni er hann auðvitað sprautaður og gengur um ffoðufellandi restina af myndinni. Vondur krufningalæknir við há- skólann kemst að leyndarmáli þeirra og fær þá bráðsnjöllu hug- mynd að stela lyfinu og nota það til að búa til her zombía til að þjóna sér. Eiginlega skiptir söguþráðurinn ekki miklu máli. Hann þjónar sínu hlutverki og gefur leikstjóranum tækifæri til að láta menn og zombí- ur hlaupa um og slást. Hver splatt- ersenan rekur aðra og stolt myndar- innar er vondi læknirinn sem geng- ur um með hausinn á fati eftir að West heggur hann af með skóflu. Re-Animator nær mjög vel að dempa hryllinginn með góðum gálgahúmor, verulega brengluðum og biksvörtum, og nær að halda dampi eftir svolítið rólega byrjun. Eftir að fyrsta manneskjan er vakin til lífsins heldur myndin uppi stans- lausum splatter með svolitlu slap- stick sem Sam Raimi átti eftir að fullkomna í Evil Dead II. Lokaupp- gjörið er mikil veisla og skartar meðal annars uppvakningi sem fær svo stóran skammt af lífgunarlyfinu að þarmar hans brjótast út úr líkamanum og kyrkja næsta mann. Það eru ekki merkilegir leikarar sem fara með hlut- verkin í þessari mynd, en þeir fara furðu vel með þau og ofleika hæfilega. Hroki og þráhyggja snillingsins skín alla myndina út úr Jeffrey Combs í hlutverki West. Að- stoðarmaður hans, sem er hetja myndarinnar, er leik- inn af Bmce Abbot, sem ger- ir ekki miklar rósir og því síður Barbara Crampton í hlutverki kærustu hans. Ro- bert Sampson leikur föður hennar og fer lítið fyrir hon- um í fyrstu en hann fer ham- fomm sem zombía. Sá allra skemmtilegasti er þó David Gale í hlutverki vonda læknisins, alveg yndislega pervertískur og djöfúllegur. Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri: Stuart Gordon. Aðalhlutverk: Bruce Abbot, Barbara Crampton, David Gale, Robert Sampson og Jeffrey Combs. Bandarísk, 1985. Lengd: 80 mín. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.