Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 Fram undan 26. september: Öskjuhlíðarhlaup ÍR Hlaupið hefst klukkan 11.00 við Perluna. Vegalengd: 5 km með tímatöku. Flokkaskipting, baeði kyn: 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Skráning frá klukkan 9.30—10.45. Upplýsingar gefa Kjartan Árnason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í síma 557 2373 og Gunnar Páil Jóakims- son í síma 565 6228. 3. október: Sparisjóðshlaup UMSB 30 km boðhlaup. Hver sveit skal skipuð 10 hlaupurum, þar af skulu vera a.m.k. 4 konur. Hver hlaupari hleypur 3 x 1 km (1 km í senn þrisvar sinnum). Skráningar skulu berast skrifstofu UMSB, Borgar- braut 61, Borgarnesi, sími 437 1411. 10. október: Víðavangshlaup íslands Keppnin fer fram á Akureyri og hefst klukkan 14.00 í yngstu aldurs- flokkunum. Vegalengdir: Tímataka á öllum vegalengdum og flokkaskipt- ing: strákar og stelpur, 12 ára og yngri, piltar og telpur, 13-14 ára (1 km), meyjar 15-16 ára (1,5 km), svein- j ar 15-16 ára, drengir 17-18 ára, konur 17 ára og eldri (3 km), karlar 19-39 ára, öldungaflokkur, 40 ára og eldri (8 km). Pjögmra manna sveitakeppni í öllum aldursflokkum nema þriggja manna í öldungaflokki. Skráningar ásamt þátttökugjöldum þurfa að hafa borist skrifstofu UMSE fyrir 7. okt nk. Upplýsingar á skrifstofu UMSE í símum 462 4011 og 462 4477. 11. október: Sri Chinmoy friðarkeppnishlaup Hlaupið hefst klukkan 14.00 við Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd: 2 mílur (3,2 km). Flokkaskipting ákveðin síðar. Verðlaun fyrir fyrstu í mark, einnig veröa þeim veitt verðlaun er ná bestum árangri á heimsvísu í þessu alþjóðlega hlaupi. Upplýsingar gefur Sri Chin- moy maraþonliðið í síma 553 9282. 24. október: Vetrarmaraþon Hlaupið fer fram klukkan 11.00. Hlaupið verður frá Ægisíðu um göngustíga borgarinnar og endað á upphafspunktinum. Upplýsingar gefur Pétur Frantzson í símboða 846 1756. Aöaifúndur Félags mara- þonhlaupara verður haldinn síðar um daginn. 14. nóvember: Hlaupið hefst klukkan 13.00 við íþróttahúsið Kaplakrika, Hafnar- firði. Vegalengdir: Tímataka á öllum vegalengdum og flokkaskipting bæði kyn: 10 ára og yngri (600 m), 11-12 ára (1 km), 13-14 ára (1,5 km), 15-18 ára (3 km), 19-39 ára, 40 ára og eldri (5 km). Allir sem ljúka keppni fá verölaun. Upplýsingar gefúr Sigurð- ur Haraldsson í síma 565 1114. 31. desemben Gamlárshlaup ÍR Hlaupið hefst klukkan 13.00 og skráning er frá klukkan 11.00. Vegalengd: 10 km meö tímatöku. Flokkaskipting bæöi kyn; 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsingar gefur Kjartan Ámason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í síma 557 2373 og Gunn- ar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 31. desember: Gamlárshlaup UFA Hlaupið hefst klukkan 12.00 við Dynheima og skráning er frá kl. 11.00-11:45. Vegalengdir: 4 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn; 13-15 ára (4 km), 16-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsingar hjá UFA, póst- hólf 385, 602 Akureyri. 31. desember: Gamlárshlaup KKK Hlaupið hefst klukkan 13.00 við Akratorg, Akranesi. Vegalengdir: 2 km, 5 km og 7 km. Upplýsingar gef- ur Kristinn Reimarsson í síma 431 2643. Hp/oim 41 t- Nöfn vinningshafa birtast f DV á miðvikudögum. Hér tekur nýstofnaður kór Átthagafélags Miðbæjarskóla lagið að lokinni erfiðri hlaupaæfingu hringinn í kringum Úlf- Ijótsvatn. upio a vegas neyiqavn Sunnudaga til timmtudaga kl. 21.0041DO Föstudaga og laugardaga kl. 21.00-03Æ0 Sjá textavarp RUV bls 669 Hlaupahópur Námsflokkanna fór í æfingabúðir við Úlfljótsvatn: Hlaupið í hvass- viðri og rígningu Borgartúni 26 • Sími: 535 9000 Erfiðar aðstæður „Á laugardagsmorgninum var síðan hlaupið hringinn í kringum Úlfljótsvatn við vægast sagt erfiðar aðstæður. Við lentum í brjáluðu roki og beljandi rigningu og ég held ég hafi bara aldrei lent í öðru eins á æv- inni. Það kom okkur ílestum á óvart hve gaman var þó að hlaupa við þessar aðstæður og það var yndisleg tilfinning að ljúka hlaupinu og kom- ast í Ljósavatnslaugina á eftir. Hringurinn er sennilega um 15 km en mörgum hefur eflaust fundist hann vera mim lengri. Að loknu þessu afreki hópsins komum við saman í Úlfljótsskála þar sem haldið var borðtennismót og ýmislegt annaö gert sér til dundurs. Síðan var efnt til lambakjötsveislu og ýmiss konar skemmtiatriði komu þar á eftir. í því tilefni var stofnaður kór Átthagafélags Miðbæjarskóla, eingöngu skipuðum konum úr hlaupahópnum. Upp úr miðnætti fór fólk að tínast til sinna bústaða og ég sá það morguninn eftir að það voru ekki allir sem skriöu strax í koju. Það kom sér því vel að fara í þriggja tíma stífa göngu umhverfis Úlfarsfell morguninn eftir. Eftir það afrek fóru margir í gufu en síðan fór hópurinn að tínast í bæinn aftur. Hvíldin var þó ekki löng því hlaupa- æfingar hófust strax á mánudegin- um. Hlaupahópur Námsflokkanna æfir þrisvar sinnum í viku frá Aust- urbæjarskóla. Ný námskeið eru að hefiast með haustinu og það eru all- ir velkomnir á þau, byrjendur sem lengra komnir. Boðið er upp á tvenns konar æfingaprógrömm, fyrir byrjendur og lengra komna. Það er vonandi að komandi vetur verði jafn hlaupavænn og sá síðasti. Flestir hlauparar í hópnum voru að bæta sig mikið i sumar og það má meðal annars þakka því hve hagstæður vet- urinn var til æfinga. Það ríkir alveg einstakur andi í hlaupahópi Námsflokkanna og það merkilega er að þótt þangað hafi komið mikill fjöldi fólks á öllum aldri og öllum getustigum frá því hann var stofnaður, þá hafa aldrei komið upp nein vandamál eða ósætti um nokkurn hlut. Þaö er einnig mjög gaman af því hve nýliðar er fljótir að komast inn í hópinn," sagði Pétur. -ÍS Ein með öllu handa öllum ájáS, LJhalsuhúsið Skólavöröusttg, Kringlunnl, Smáratortl og Skipagötu 6, Akureyri AU= bílalyftur Fjölmargir þekktustu hlaupahóp- ar landsins hafa verið starfræktir í áraraðir. Meðlimir þeirra komast ekki hjá því að kynnast innbyrðis og félagslíf innan hlaupahópa er oft með miklum ágætum. Það er á fáa hallað þótt sérstaklega sé getið hlaupahópsins sem kenndur er við Námsflokka Reykjavíkur. Hinn kunni hlaupari, Pétur Frantzson, Um síðustu helgi brugðu 30 manns úr hlaupahópi Námsflokka Reykjavíkur undir sig betri fætin- um, leigðu 10 sumarbústaði við Úif- ljótsvatn og áttu þar góða helgi. „Við litum á þetta sem æfingabúðir, jafnt sem skemmtun," sagði Pétur Frantz- son, sem að sjálfsögðu var með í fór. „Ferð hópsins til Úlfljótsvatns mark- ar lok sumaráætlunar hlaupahóps Námsflokkanna og upphaf vetraráætl- unar. Við lögðum af stað fostudaginn 18. september. Um kvöldið hlupum við saman nokkra kilómetra og skellt- um okkur síöan í gufubað um kvöld- ið. Þegar allir voru orðnir meyrir af gufubaðinu fengu þeir bréf í hend- urnar þar sem þeir voru látnir gefa yf- irlýsingu um aö hverju þeir stefndu í hlaupunum á komandi ári. Flestir skrifuðu sig annaðhvort í London-maraþon í apr- íl á næsta vori eða „Laugaveginn" í júlí næsta sumar. Þegar ég athugaði bréfin í lok vikunnar kom í ljós að flestar konurnar höfðu skráð sig i London-maraþoniö. Vel getur verið að búðimar í London hafi jafnmikið aðdráttarafl og hlaupið sjálft. Flestir af þeim sem skráðu markmið sín á þessa miða ætla sér að hlaupa mara- þon í fyrsta skipti á ævinni." Gripið var í fjöruga samkvæmisleiki á laugardags- kvöldið og ekki var að sjá að erfið hlaupaæfing sæti í mönnum. Kristján er að taka sprettinn en Árni og Nína sitja sem fastast. DV-myndir Jón Hjalti veitir hópnum forstöðu af miklum myndarskap. Hlauparar i hópnum eru þekktir fyrir samheldni sína og þátttaka þeirra jafnan almenn í stærstu almenningshlaupum lands- ins. Flestir þeirra voru meðal þátt- takenda í Mývatnsmaraþoni í lok júní og fjölmargir voru einnig meðal þátttakenda í Laugavegshlaupinu. Mikill kunningsskapur hefúr mynd- ast meðal hlauparanna og sameigin- legur áhugi fyrir almenningshlaup- um þarf ekkert endilega að vera til- efni til þess að hópurinn hittist. Öskjuhlíðarhlaupið er í dag: Ajmenningshlaup ÍR frá Perlunni Öskjuhlíðarhlaupið er hlaupið í haustlitunum á skjólgóðum skógar- sttgum Öskjuhliðarinnar. Hlaupið er eitt hinna hefðbundnu hlaupa sem hefur farið fram árlega í yfir 20 ár. Hlaupið er 5 km og hlaupaleiðin óvenjuleg og skemmtileg um skóg- arstíga Öskjuhiíðarinnar. Hlaupið hefst við Perluna kl. 11.00 og skrán- ing á staðnum frá kl. 9.30. Hlaupið hentar öllum, bæði ungum og óreyndari sem sterkari hlaupurum. Lagt er upp frá Perlunni og hlaup- inn einn hringur. Verðlaunaafhending fer fram í Perlunni að hlaupi loknu og ölium þátttakendum veittur orkudrykkur. Ræsing hlaupsins er við Perluna kl. 11.00 á laugardagsmorguninn og skráning á staönum frá kl. 9.30. Flokkaskipting fyrir bæði kyn, 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Þrír fyrstu í hverjum flokki fá verðlaunapening. Úrslit verða send heim tU allra þátttak- enda og aUir eiga jafnan möguleika á útdráttarverðlaunum sem dregin verða út að hlaupi loknu. -ÍS Takið þáttí krakkapakkaleik Kjörís og DVI Klippiö út Kgra og llmiö á þátttökuseðil sem fæst á næsta sölustað Kjörls krakkapakka. Sendið svo inn ásamt strikamerkjum af S krakkapökkum. ^ fjölvttamIn MEÐ STEINEFMV r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.