Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 Vínsælir stríðshestar Þeir sem heimsækja Vínarborg : í Austurríki ættu ekki að láta hjá | líða að skoða hinu frægu stríðs- hesta af hinu víðfræga Lippizaner- | kyni. Það er mat sumra að hest- | amir góöu séu þaö eina sem eftir lifir af fornri frægð landsins sem einu sinn var stórveldii. Lippizaner-hrossin voru mikil- vægur þáttur í hernaðarbrölti áður fyrr en nú er meginhlutverk þeirra að koma fram og skemmta fólki. Umgjörö sýningarinnar er afar glæsileg í Spænska reiðskól- anum sem staðsettur er í Hofburg- j höllinni í Vín. Konunglegt yfir- bragð einkennir sýninguna sem hefst jafnan á inngöngu hross- anna undir fögrum t ó n u m Mozarts. Síðan sýna hestarnir hinar ótrú- legustu kúnstir, svo sem að stökkva upp af staðnum eða ganga á afturfótun- um. Aðgöngumiðinn kostar frá 1400 til 5000 eftir þvi hversu ná- lægt menn kjósa að sitja. I Skemmtikvöld Kínaklúbbsins Kínaklúbbur Unnar verður með skemmtikvöld á veitingahúsinu Sjanghæ Laugavegi 28, miöviku- dagskvöldið 30. september nk., og hefst dagskráin klukkan 19.30. Auk ýmissa skemmtiatriða ætl- ar Unnur Guðjónsdóttir að kynna næstu Kínaferð sem er fyrirhuguð í maí á næsta ári. Margrétta kín- versk máltíð verður framreidd en borðapantanir eru á veitingahús- inu. Ferjufargjöld hækka Liklegt þykir að ferjufargjöld í Evrópu muni hækka um allt að 35% á næsta ári þegar sala toll- frjáls vamings verður bönnuð. Skipafélagið Hoverspeed, sem býð- ur upp á hraðskreiðustu ferjuna á milli Dover á Englandi og Calais í Frakklandi, reiknar með 20% hækkun á næsta ári. Annað þekkt skipafélag, Stena Line, reiknar með 30% hækkun á sínum far- gjöldum. Tollfrjáls sala verður með öllu afnuminn í júní á næsta ári og segja forsvarsmenn skipafélaga að hún skili nú um 35% heildartekna. Þessa peninga verði að ná í annars staðar og þá með hækkun far- gjalda. Hotel Carmen Clinton Hótelstjórnendur í Netanya í styðja svo við bakið á Bill C 1 i n t o n Bandaríkja- forseta að þeir fengu nafnið hans lánað á dög- unum. „Hotel Carmen Clint- on Netanya“ var letrað á risastórt skilti fyrir utan hót- elið, sem er fjögurra stjörnu 200 herbergja. „Við settum skiltið upp kl. 6 um morguninn og fengum nærri hundraö simtala frá fólki sem hringdi úr bflasímum sínum og sagði. „Til hamingju. Æðislegt. Við höldum sko með Clinton!" sagði Zvi Wilder, talsmaður Car- men-hótelsins. Clinton vann hjörtu ísraela þeg- ar hann mætti í jarðarfór forsætis- ráðherrans Itzhaks Rabins sem myrtur var 1995. Clinton sagði þá með tárvot augu: „Shalom, haver“ sem er hebreska og útleggst: „Vertu sæll vinur.“ Clinton tók líka þátt í sorg ísraela þegar sjálfs- morðsárásir keyrðu úr hófi fram í byrjun árs 1996. Skoðanakönnun í ágúst sýndi að hann er vinsælli í ísrael en nokkur þarlendur stjórn- málamaður. Israel og * wji _ * r&l ~ w Af vegferð á Irlandi Út af fyrir sig þarf ekki að hafa mörg orð um aðdráttarafl írlands fyr- ir okkur íslendinga, sem erum viku- legir gestir í Dyflinni yfir vetrartím- ann. Ég held samt að allt of fáir hafi kynnst hinu „sanna" írlandi, því sem gerist fjarri verslunarmiðstöðvunum og pöbbunum við St. Stephen¥s Green. Besta og ódýrasta leiðin til að bæta úr þeirri ávöntun er að leigja sér bíl eða hjól og taka einn stóran rúnt um landið, aka eða hjóla suður á bóginn frá Dylflinni og dóla síðan með suðurströndinni í vesturátt, gefa sér svo góðan tíma til að njóta vestur- strandarinnar frá Bantry-flóa og upp til Galway, einkum „gullna hrings- ins“ svokallaða í Kerry og Dingle- skagans, en þar er landslag stórkost- legra og fólkið elskulegra en víðast hvar í Evrópu. Þeir sem vilja einbeita sér að vesturströndinni geta einnig flogið beint til Limerick, Cork eða Shannon og ekið þaðan í allar áttir, með viðkomu á bed & breakfast-stöð- um sem engan svíkja. Á tíu dögum má efna til náinna kynna við þetta fagra og sögufræga land. Fyrir íslendinga er sennilega ódýr- ast að sneiða hjá skipulögðum ferð- Kenmere-bær í Kerrysýslu á Vestur-írlandi. flugvöllur þar í landi. Þaðan fljúga minni flugfélög, til að mynda Ryana- ir, oft á dag til ýmissa borga á írlandi og eru oft með hagstæð tilboð þar Uppsveitir Kerrysýslu á Vestur-írlandi. um íslenskra ferðaskrifstofa og nota sér tilfallandi tilboðsferðir héðan til Bretlands, til dæmis til Stanstead- flugvallar, sem er án efa þægilegasti sem bíll er innifalinn. Slíkar ferðir er hægt að panta símleiðis eða á Netinu með góðum fyrirvara og gjalda fyrir með greiðslukorti. Sá sem þetta ritar hafði þann háttinn á og ók um írland við fjórða mann um átta daga skeið í nýliðnum ágústmánuði. Ferðakostn- aðurinn í heild, með bensíni (1400 km akstri), rúmi & árbít og ríflegum mat, var um 220.000 krónur. Frumstætt vegakerfi Akstur á írlandi er sérstök lifs- reynsla. Flest er þar útlendum - eða a.m.k. íslenskum - ökumanni í hag; bensín kostar 55-60 krónur lítrinn, vegir eru yfirleitt vel merktir, akst- urslag innfæddra er afslappað, og bommertum útlendinga í vinstri um- ferö er tekið með umburðarlyndi, jafnvel vinsamlegu brosi. Og þótt ekið sé á háannatíma á helstu ferða- mannastöðum er umferðin sjaldnast yfirþyrmandi og auðvelt að finna fáfarnar leiðir. Hins vegar er vegakerfið í heild sinni eitt það frumstæðasta í Norð- ur-Evrópu. Sem er sjarmerandi á sinn hátt, en getur komið aðkomu- manni í opna skjöldu. Vegir eru að vísu malbikaðir, en hraðbrautir í þýskum, frönskum eða enskum stíl Októberhátíð í september Um þessar mundir er hin fræga Oktoberfest í Múncen í fullum gangi. Hátíðin hefst upp úr miðjum septem- ber ár hvert og stendur yfir í 16 daga. Alla daga hátíðarinnar eru fjölmörg bjórtjöld troðfull af fólki sem drekk- ur bjór, syngur, dansar og skemmtir sér. Fyrsta októberhátíðin var haldin 12. október 1810. Tilefnið var brúð- kaup Lúðvíks prins og Theresu Oktoberfest - í fyrra - Gestir: 6,4 milljónir Bjór: 5,589,100 lítrar Óáfengur bjór: 164,600 lítrar Léttvín: 44,577 lítrar Freyóivín: 19,912 flöskur Kaffi og te: 325,667 bollar Vatn og límonaöi: 701,572 flöskur Kjúklingur: 699,562 stykki Svínapylsur: 210,268 stykki Fiskur: 15,250 kíló Grísatær: 63,566 stykki Naut: 82 skrokkar Egi prinsessu frá Sachsen-Hildburg- hausen. Til þess að hægt væri að fagna brúðkaupinu almennilega var öllum íbúum Múnchenar boðið og veislan haldin á stóru engi sem var þá fyrir framan bæjarturninn. Þetta svæði hefur æ síðan verið kallað Theresienwiese, til heiðurs brúður- inni. Veislunni lauk með kappreiöum sem konungsfjölskyldan horfði á. er þar varla að finna nema spotta- korn út fyrir allra stærstu borgir. Þar er ýmist verið að byggja þær eða auka við þær, að því er virðist fyrir tilhlutan Evrópusjóða, með tilheyr- andi umróti og umferðartöfum. Raunar hafa írar alltaf verið frægir fyrir tiðar og langvarandi vegafram- kvæmdir sínar og segja af þeim margar gamansögm- á þann hátt sem þeim einum er lagið. Sérstaklega kemur þetta vanþróaöa vegakerfi niður á smærri bæjum og þorpum, sem mega búa við stööuga umferð stórra flutningabifreiða nótt sem nýtan dag. Járnbrautakerfi íra er nefnilega líka nokkuð á eftir timan- um. Og trekk í trekk er ökumaðurinn ekki fyrr kominn af hraðbrautar- spotta á fljúgandi ferð en við tekur þjóðvegur sem er svo mjór að hér heima á íslandi væri hann kallaður einbreiður. Á vinsælustu ferða- mannaslóðum landsins, áðurnefnd- um Dingle-skaga, eru vegir svo mjó- ir að þegar rútur eru á ferðinni þurfa aðrir ökumenn að hörfa lang- ar leiðir að næsta útskoti. Á þessum vegum þarf ökumaður- inn auðvitað að vera viðbúinn því að víkja langt út í vegkant fyrir gagnstæðri umferð, en hann má líka eiga von á hestakerrum, bæði sígauna og annarra, körlum og kerl- ingum í spássitúr, hestum, ösnum, hundum, köttum og gæsum. Þegar ekið er í gegnum skóglendi má einnig reikna með dádýrum, refum, mörðum, broddgöltum, íkornum, krákum og öðru dýralífi á vegunum. Lausaganga dýra er sem sagt vanda- mál viðar en á íslandi. En enginn skyldi láta þessa ágalla vegakerfísins letja sig frá því aö aka um írland. Með aðgát og góðum húmor komast menn ævinlega á leiðarenda. Aðalsteinn Ingólfsson Opið allan sólarhringinn Þegar tekin var ákvöröun um að halda keppnina aftur árið eftir hafði strax skapast hefð fyrir hátíð í októ- ber. Fyrstu bjórtjöldunum var síöan komiö fyrir af klókum kaupsýslu- manni árið 1896. í dag er Oktoberfest þekkt sem stærsta partí veraldarmnar og laðar að Bæjaralandi sex milljónir manna hvaðanæva að úr heiminum. Aukin þjónusta Þú getur pantað gjaldeyri í síma 560 6000 og sótt hann í afgreiðslu okkar á 2. hæð í Leifsstöð. Landsbankinn t £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.