Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Page 31
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 Vínsælir stríðshestar Þeir sem heimsækja Vínarborg : í Austurríki ættu ekki að láta hjá | líða að skoða hinu frægu stríðs- hesta af hinu víðfræga Lippizaner- | kyni. Það er mat sumra að hest- | amir góöu séu þaö eina sem eftir lifir af fornri frægð landsins sem einu sinn var stórveldii. Lippizaner-hrossin voru mikil- vægur þáttur í hernaðarbrölti áður fyrr en nú er meginhlutverk þeirra að koma fram og skemmta fólki. Umgjörö sýningarinnar er afar glæsileg í Spænska reiðskól- anum sem staðsettur er í Hofburg- j höllinni í Vín. Konunglegt yfir- bragð einkennir sýninguna sem hefst jafnan á inngöngu hross- anna undir fögrum t ó n u m Mozarts. Síðan sýna hestarnir hinar ótrú- legustu kúnstir, svo sem að stökkva upp af staðnum eða ganga á afturfótun- um. Aðgöngumiðinn kostar frá 1400 til 5000 eftir þvi hversu ná- lægt menn kjósa að sitja. I Skemmtikvöld Kínaklúbbsins Kínaklúbbur Unnar verður með skemmtikvöld á veitingahúsinu Sjanghæ Laugavegi 28, miöviku- dagskvöldið 30. september nk., og hefst dagskráin klukkan 19.30. Auk ýmissa skemmtiatriða ætl- ar Unnur Guðjónsdóttir að kynna næstu Kínaferð sem er fyrirhuguð í maí á næsta ári. Margrétta kín- versk máltíð verður framreidd en borðapantanir eru á veitingahús- inu. Ferjufargjöld hækka Liklegt þykir að ferjufargjöld í Evrópu muni hækka um allt að 35% á næsta ári þegar sala toll- frjáls vamings verður bönnuð. Skipafélagið Hoverspeed, sem býð- ur upp á hraðskreiðustu ferjuna á milli Dover á Englandi og Calais í Frakklandi, reiknar með 20% hækkun á næsta ári. Annað þekkt skipafélag, Stena Line, reiknar með 30% hækkun á sínum far- gjöldum. Tollfrjáls sala verður með öllu afnuminn í júní á næsta ári og segja forsvarsmenn skipafélaga að hún skili nú um 35% heildartekna. Þessa peninga verði að ná í annars staðar og þá með hækkun far- gjalda. Hotel Carmen Clinton Hótelstjórnendur í Netanya í styðja svo við bakið á Bill C 1 i n t o n Bandaríkja- forseta að þeir fengu nafnið hans lánað á dög- unum. „Hotel Carmen Clint- on Netanya“ var letrað á risastórt skilti fyrir utan hót- elið, sem er fjögurra stjörnu 200 herbergja. „Við settum skiltið upp kl. 6 um morguninn og fengum nærri hundraö simtala frá fólki sem hringdi úr bflasímum sínum og sagði. „Til hamingju. Æðislegt. Við höldum sko með Clinton!" sagði Zvi Wilder, talsmaður Car- men-hótelsins. Clinton vann hjörtu ísraela þeg- ar hann mætti í jarðarfór forsætis- ráðherrans Itzhaks Rabins sem myrtur var 1995. Clinton sagði þá með tárvot augu: „Shalom, haver“ sem er hebreska og útleggst: „Vertu sæll vinur.“ Clinton tók líka þátt í sorg ísraela þegar sjálfs- morðsárásir keyrðu úr hófi fram í byrjun árs 1996. Skoðanakönnun í ágúst sýndi að hann er vinsælli í ísrael en nokkur þarlendur stjórn- málamaður. Israel og * wji _ * r&l ~ w Af vegferð á Irlandi Út af fyrir sig þarf ekki að hafa mörg orð um aðdráttarafl írlands fyr- ir okkur íslendinga, sem erum viku- legir gestir í Dyflinni yfir vetrartím- ann. Ég held samt að allt of fáir hafi kynnst hinu „sanna" írlandi, því sem gerist fjarri verslunarmiðstöðvunum og pöbbunum við St. Stephen¥s Green. Besta og ódýrasta leiðin til að bæta úr þeirri ávöntun er að leigja sér bíl eða hjól og taka einn stóran rúnt um landið, aka eða hjóla suður á bóginn frá Dylflinni og dóla síðan með suðurströndinni í vesturátt, gefa sér svo góðan tíma til að njóta vestur- strandarinnar frá Bantry-flóa og upp til Galway, einkum „gullna hrings- ins“ svokallaða í Kerry og Dingle- skagans, en þar er landslag stórkost- legra og fólkið elskulegra en víðast hvar í Evrópu. Þeir sem vilja einbeita sér að vesturströndinni geta einnig flogið beint til Limerick, Cork eða Shannon og ekið þaðan í allar áttir, með viðkomu á bed & breakfast-stöð- um sem engan svíkja. Á tíu dögum má efna til náinna kynna við þetta fagra og sögufræga land. Fyrir íslendinga er sennilega ódýr- ast að sneiða hjá skipulögðum ferð- Kenmere-bær í Kerrysýslu á Vestur-írlandi. flugvöllur þar í landi. Þaðan fljúga minni flugfélög, til að mynda Ryana- ir, oft á dag til ýmissa borga á írlandi og eru oft með hagstæð tilboð þar Uppsveitir Kerrysýslu á Vestur-írlandi. um íslenskra ferðaskrifstofa og nota sér tilfallandi tilboðsferðir héðan til Bretlands, til dæmis til Stanstead- flugvallar, sem er án efa þægilegasti sem bíll er innifalinn. Slíkar ferðir er hægt að panta símleiðis eða á Netinu með góðum fyrirvara og gjalda fyrir með greiðslukorti. Sá sem þetta ritar hafði þann háttinn á og ók um írland við fjórða mann um átta daga skeið í nýliðnum ágústmánuði. Ferðakostn- aðurinn í heild, með bensíni (1400 km akstri), rúmi & árbít og ríflegum mat, var um 220.000 krónur. Frumstætt vegakerfi Akstur á írlandi er sérstök lifs- reynsla. Flest er þar útlendum - eða a.m.k. íslenskum - ökumanni í hag; bensín kostar 55-60 krónur lítrinn, vegir eru yfirleitt vel merktir, akst- urslag innfæddra er afslappað, og bommertum útlendinga í vinstri um- ferö er tekið með umburðarlyndi, jafnvel vinsamlegu brosi. Og þótt ekið sé á háannatíma á helstu ferða- mannastöðum er umferðin sjaldnast yfirþyrmandi og auðvelt að finna fáfarnar leiðir. Hins vegar er vegakerfið í heild sinni eitt það frumstæðasta í Norð- ur-Evrópu. Sem er sjarmerandi á sinn hátt, en getur komið aðkomu- manni í opna skjöldu. Vegir eru að vísu malbikaðir, en hraðbrautir í þýskum, frönskum eða enskum stíl Októberhátíð í september Um þessar mundir er hin fræga Oktoberfest í Múncen í fullum gangi. Hátíðin hefst upp úr miðjum septem- ber ár hvert og stendur yfir í 16 daga. Alla daga hátíðarinnar eru fjölmörg bjórtjöld troðfull af fólki sem drekk- ur bjór, syngur, dansar og skemmtir sér. Fyrsta októberhátíðin var haldin 12. október 1810. Tilefnið var brúð- kaup Lúðvíks prins og Theresu Oktoberfest - í fyrra - Gestir: 6,4 milljónir Bjór: 5,589,100 lítrar Óáfengur bjór: 164,600 lítrar Léttvín: 44,577 lítrar Freyóivín: 19,912 flöskur Kaffi og te: 325,667 bollar Vatn og límonaöi: 701,572 flöskur Kjúklingur: 699,562 stykki Svínapylsur: 210,268 stykki Fiskur: 15,250 kíló Grísatær: 63,566 stykki Naut: 82 skrokkar Egi prinsessu frá Sachsen-Hildburg- hausen. Til þess að hægt væri að fagna brúðkaupinu almennilega var öllum íbúum Múnchenar boðið og veislan haldin á stóru engi sem var þá fyrir framan bæjarturninn. Þetta svæði hefur æ síðan verið kallað Theresienwiese, til heiðurs brúður- inni. Veislunni lauk með kappreiöum sem konungsfjölskyldan horfði á. er þar varla að finna nema spotta- korn út fyrir allra stærstu borgir. Þar er ýmist verið að byggja þær eða auka við þær, að því er virðist fyrir tilhlutan Evrópusjóða, með tilheyr- andi umróti og umferðartöfum. Raunar hafa írar alltaf verið frægir fyrir tiðar og langvarandi vegafram- kvæmdir sínar og segja af þeim margar gamansögm- á þann hátt sem þeim einum er lagið. Sérstaklega kemur þetta vanþróaöa vegakerfi niður á smærri bæjum og þorpum, sem mega búa við stööuga umferð stórra flutningabifreiða nótt sem nýtan dag. Járnbrautakerfi íra er nefnilega líka nokkuð á eftir timan- um. Og trekk í trekk er ökumaðurinn ekki fyrr kominn af hraðbrautar- spotta á fljúgandi ferð en við tekur þjóðvegur sem er svo mjór að hér heima á íslandi væri hann kallaður einbreiður. Á vinsælustu ferða- mannaslóðum landsins, áðurnefnd- um Dingle-skaga, eru vegir svo mjó- ir að þegar rútur eru á ferðinni þurfa aðrir ökumenn að hörfa lang- ar leiðir að næsta útskoti. Á þessum vegum þarf ökumaður- inn auðvitað að vera viðbúinn því að víkja langt út í vegkant fyrir gagnstæðri umferð, en hann má líka eiga von á hestakerrum, bæði sígauna og annarra, körlum og kerl- ingum í spássitúr, hestum, ösnum, hundum, köttum og gæsum. Þegar ekið er í gegnum skóglendi má einnig reikna með dádýrum, refum, mörðum, broddgöltum, íkornum, krákum og öðru dýralífi á vegunum. Lausaganga dýra er sem sagt vanda- mál viðar en á íslandi. En enginn skyldi láta þessa ágalla vegakerfísins letja sig frá því aö aka um írland. Með aðgát og góðum húmor komast menn ævinlega á leiðarenda. Aðalsteinn Ingólfsson Opið allan sólarhringinn Þegar tekin var ákvöröun um að halda keppnina aftur árið eftir hafði strax skapast hefð fyrir hátíð í októ- ber. Fyrstu bjórtjöldunum var síöan komiö fyrir af klókum kaupsýslu- manni árið 1896. í dag er Oktoberfest þekkt sem stærsta partí veraldarmnar og laðar að Bæjaralandi sex milljónir manna hvaðanæva að úr heiminum. Aukin þjónusta Þú getur pantað gjaldeyri í síma 560 6000 og sótt hann í afgreiðslu okkar á 2. hæð í Leifsstöð. Landsbankinn t £

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.