Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 stuttar fréttir 81 árs barnaníðingur 81 árs barnaníðingur í Svíþjóð sleppur við fangelsisvist vegna , aldurs. í héraðsdómi hafði maður- inn verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi. Á æðra dómstigi fékk 1 hann skilyrðisbundinn dóm. Hann á jafiiframt að greiöa 150 I dagssektir. Shokhin hættir Shokhin, aðstoðar- forsætisráðherra Rússlands, sagði af sér i gær eftir að Borís Jeltsín forseti hafði skip- að Mikhail Za- dornov á ný í embætti fjármála- ráðherra. Shok- ] hin átti að hafa eftirlit meö fiár- I máium og samningaviðræöum við alþjóðlegar lánastofnanir. Farþegaflugvél hrapaði 34 farþegar og 4 flugliðar létu lífið er spænsk farþegaflugvél af gerðinni BAE 146-100 hrapaði í hafið undan strönd Marokkó í j gærmorgun. Clinton vill borga Jones ; Lögmenn Bills Clintons Bandaríkjaforseta bjóða Paulu Jones sem svarar 40 milíjónum íslenskra Ikróna fyrir að falla frá kæru um kynferðislega áreitni. Kæru Jones var visað frá í april síðastliðnum en úrskurðinum var áfrýjað. Rehn varðist ástleitni Finnski stjórnmálamaðurinn Elisabeth Rehn segir frá því í end- urminningum sínum að hún hafi þurft að verjast ástleitni varnar- málaráðherra Sýrlands, Mustafa Tlass, er hún var ein með honum í bíl í opinberri heimsókn í Sýr- landi 1994. Fjársjóður frá miðöldum Fjársjóður frá miðöldum hefur | fundist í akri utan við Freistadt í | Austurríki. Um var að ræða | fjölda skartgripa og 6 þúsund silf- I urpeninga. Samstarf við vinstri Göran Persson, forsætisráð- herra Sviþjóðar, sagði í gær að framkvæmda- stjóm Jafnaðar- mannaflokksins hefði samþykkt samstarf flokksins við Vinstri flokk- inn og flokk græn- ingja. Persson á ekki von á mikl- um breytingum á fjárlagafrum- varpinu sem lagt verður fram um miðjan október. Ástir Mitterrands í bók Bókmenntamenn í Frakklandi velta því nú fyrir sér hver sú sé sem í væntanlegri bók segir opin- skátt frá 8 mánaða ástarsambandi sinu við Mitterrand Frakklands- forseta á árunum 1966 og 1967. Olía undir Kattegat Líkur eru á því að mikið magn af oliu og jarðgasi sé að frnna í jarðlög- um undir sjávarbotninum í Kattegat innan lögsögu Danmerkur. Kattegat er sundið milli Jótlands og Svíþjóðar norður af Sjálandi. Þetta er álit jarð- fræðingsins Jan Gording, forstjóra rannsóknarfyrirtækisins Odin Energy, eftir byrjunarrannsóknir sem gerðar hafa verið á jarðlögum á austurströnd Norður-Jótlands. Odin Energy hefur rannsakað jarð- lög á þessu svæði í samvinnu við dönsku olíu- og jarðgasstofnunina. Sjávarbotninn norður af Sjálandi hefúr einnig verið rannsakaður að undanfómu með aðferðum jarðeðlis- fræðinnar og þær rannsóknir hafa bent til sömu niðurstöðu. Hvort tveggja hefur vakið áhuga erlendra ol- íuvinnslufyrirtækja, svo sem Amarada Hess í Bandarikjunum, Courage Energy í Kanada og Emerald Energy í Bretlandi og hafa þau sótt um leyfi til danskra yfirvalda til að leita að olíu á svæðinu. Áætlað er að til- raunaboranir hefjist strax næsta vor. Hættuástandi aflýst í Flórída - íslendingar búnir að safna 2 vikna matarbirgðum Hættuástandi í Miami í Flórída og nágrenni vegna fellibylsins Georgs var aflýst í gær. Yfirvöld hvöttu þó íbúa til að halda sig innandyra vegna hættu á hvirfilbyljum sem oft fylgja í kjölfar fellibylja, að því er Guðmundur Pálmason lögfræðing- ur, sem er í framhaldsnámi i Mi- ami, greindi DV frá í gær. Miðja fellibylsins náði eyjunni Key West, syðsta odda Flórída, um miðj- an dag í gær að íslenskum tíma. Herjaði fellibylurinn sunnar en gert var ráð fyrir. Að sögn Guðmundar urðu miklar skemmdir á Key West af völdum náttúruhamfaranna. Sjálfur hafði Guðmundur og fjöl- skylda hans búið sig vel undir veð- urhaminn. „Ég límdi aftur alla glugga og setti límband í kross á gluggarúður. Við erum með matar- birgðir fyrir tvær vikur. Við flutt- mn öll húsgögn í öruggasta herberg- ið. Eftir á að hyggja var þetta óþarfi en þetta var nauðsynlegt á meðan útlit var fyrir að Georg skylli á hér.“ Guðmundur kvaðst hafa dormað fyrir framan sjónvarpið á meðan beðið var eftir Georg í fyrrinótt. „Ég held ég hafi sofið þokkalega." Að sögn Guðmundar flýðu margir is- lendingar til Orlando af ótta við fellibylinn. Skólastarf lá alls staðar niðri í Flórída í gær og opinberum athöfnum var frestað. Erlend flugfélög aflýstu ferðum sínum til Flórída í gær vegna veðrahamsins. Borgaryfirvöld í Miami lýstu yfir ánægju sinni með varúðarráðstaf- anir íbúanna. Þegar fellibylurinn Andrés stefndi að Flórída fyrir sex árum tóku íbúarnir viðvaranir ekki alvarlega, að því er Guðmundur greindi frá. Gríðarlegar skemmdir urðu er Andrés gekk þá yfir. Georg hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar í Karíbahafi og er talið að um 240 manns hafi látið lífið af völdum hans. Jim og Susan Watson töldu óhætt að leika sér í öldunum á Hollywoodströnd á Flórtda í gær, eftir að hættuástandi hafði verið aflýst. Simamynd Reuter Kosningarnar í Þýskalandi: Þriðji hver óákveðinn Samkvæmt síðustu skoðanakönn- unum fyrir sambandsþingskosning- amar í Þýskalandi á morgun verður Jafnaðarmannaflokkurinn stærsti flokkurinn á nýju þingi. Sérfræðing- ar lögðu hins vegar áherslu á að þriðji hver kjósandi hefði ekki gert upp hug sinn og það gæti orðið kristilegum demókrötum, flokki Helmuts Kohls kanslara, í hag. Samkvæmt niðurstöðum könn- unar Forsa-stofnunarinnar, sem birtar voru í gær, fær Jafnaðar- mannaflokkurinn, flokkur Gerhards Schröders, 42 prósent atkvæða en kristilegir demókratar 38 prósent. Margir eru þó þeirrar skoðunar að jafnaðarmenn og græningjar fái ekki nógu mikið fylgi til að mynda samsteypustjóm. Síðustu daga hafa möguleikar á samsteypu stóru flokkanna verið ræddir. Óvissan 1 stjórnmálunum hefur leitt til þess að margir kjósendur hafa ekki getað ákveðið sig. Kosningasérfræðingur við Dimap- stofnunina sagði að kjósendur hefðu ekki hugmynd um hvað þeir ættu að gera. Yfir þriðjungur þeirra væri óákveðinn. Kauphallir og vöruverð erlendis IFékk handlegg annars manns Nýsjálendingurinn Clint Hallam, sem missti hægri hönd og hluta af framhandlegg í vél- sög fyrir 14 árum, gekkst undir aðgerö í Lyon í Frakklandi á fimmtudaginn. í gærmorgun i vaknaði hann með hönd annars manns. Átta skurðlæknar höfðu tekið þátt í aðgerðinni sem stóð > yfir í 12 klukkustundir. Læknar ■ í Perth í Ástralíu reyndu að | græða hægri hönd Hallams á J hann eftir slysið en aðgerðin mistókst. í gær var var eðlilegur I litur á nýrri hendi Hallams og 1 hitastigið var einnig eðliiegt. Nýja höndin kemur frá látnum 3 Frakka. Meira fær Hallam ekki að vita um gefandann. Einn læknanna sem fram- kvæmdu aðgerðina kvaðst ekki telja að höfuð yrðu grædd á menn en sagði umræður um j slíkt vera í gangi. Fátækir Norður- landabúar reykja sig í hel Hjartasjúkdómar og reykingar | eru miklu algengari meðal fá- 1 tækra Norðurlandabúa en hjá I sama þjóðfelagshópi í Suður-Evr- | ópu. Þetta er niðurstaða stórrar í rannsóknar í 11 löndum sem hol- lenski prófessorinn Johan Mackenbach stjómaði. Rannsóknin sýnir að þeir fá- tækustu eiga við nær tvöfalt ; fleiri heilbrigðisvandamál að , glíma en þeir best stöddu. Þeir sem búa við kröpp kjör deyja í fyrr en þeir sem búa við velmeg- | un. Þetta er sérstaklega áberandi á Norðurlöndum. Hjarta- og æða- | sjúkdómar eru algengari i lægri I þjóðfélagsstigum á Norðurlönd- um en annars staðar í Evrópu. Auk þess em reykingar miklu I algengari meðal bágstaddra á I Norðurlöndum en þjá samsvar- 1 andi hópum í Suður-Evrópu. !! Prófessorinn bendir á að þeg- ar skaðsemi reykinga varð ljós hafi það verið þeir best mennt- uðu sem voru fljótastir að drepa í sígarettunni. í Suður-Evrópu séu reykingar hins vegar enn al- gengastar með vel menntraðra. Reiðir karl- menn eru þunglyndir Vísindamenn hafa uppgötvað sérstakt þunglyndi meðal karla sem brýst út í reiði og i verstu tilfellunum ofbeldi. Venjulega hefúr kjarkleysi verið talið ein- kenna þunglyndissjúklinga. Þeir sem haldnir era karla- þunglyndinu telja sig ekki vera veika og leita þess vegna ekki tii læknis. Danski læknirinn Jes Gerlach bendir á að tvöfalt fleiri karlar en konur fremji sjálfs- morð. Útskýringin geti verið sú I aö karlar leiti ekki aöstoðar og : bregðist við sjúkdómsástandinu I með því að láta stjómast af til- s finningum augnabliksins og á * dramatískari hátt en konur. Læknar skrifa verst Skrift lækna er jafn slæm og allir hafa haldið og miklu vetri i en annarra stétta. Fordómamir | um hrafnaspark læknanna eru staðreynd samkvæmt rannsókn ‘ sem gerð var af lækninum Ron- 6 an Lyons hjá heflbrigðisyfirvöld- I um í Swansea í Bretlandi. Hann gerði rannsókn í tölvu á skrift 92 starfsmanna heilbrigð- > isgeirans í suðurhluta Wales. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar var skrift lækn- | ar>na ólæsilegt klór, jafnvel þótt þeir væru beðnir um að skrifa eins vel og þeir gætu. Tölvan Piði öllum stöfum sem hún ;kki lesiö. Sjúklingum til anar skrifa læknar tölur . ....... ~~Tiniiriiii ii iimiMiii m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.