Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Page 17
UV MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 inenning Klassískt myndefni og klassísk uppbygging - en ekki er allt sem sýnist: „Spegillinn" eftir Dag Fyri á sýningunni 80/90. Speglar samtímans. Norsk og alþjóðleg Á laugardaginn var opnuð í Lista- safni íslands stærsta yfirlitssýning evrópskrar og bandarískrar sam- tímalistar sem hér hefur verið hald- in. Sýningin heitir 80/90. Speglar samtímans og á henni er úrval verka frá Museet for samtidskunst í Ósló. Það er tíu ára í ár og heldur upp á afmælið meðal annars með því að sýna íslendingum hiuta af fjársjóöum sínum. Sýningarstjór- arnir tveir sem verkin völdu voru Audun Eckhoff frá norska safninu og Ólafur Gíslason frá Listasafni ís- lands. Á sýningunni eru málverk og rýmisverk en einnig eru ljósmyndir áberandi. Kom fram í máli norska sýningarstjórans á blaðamanna- fundi um sýninguna að umtalsverð- ur hluti nýrra innkaupa til safnsins þessi árin væru ljósmyndir - í sam- ræmi við auki vægi þeirra í list- sköpun samtímans. Rýmisverkin eru þó mun áhugaverðari á sýning- unni, til dæmis „Þegar þú pissar undir“ eftir Pólverjann Miroslaw Balka sem sækir titil sinn i setn- ingu í skáldsögu James Joyce, A Portrait of the Artist as a Young Man. Veggverk Jannis Kounellis með lýsandi olíulampa og súlur á stólum eftir Mariu Serebriakovu draga líka til sín augað við fyrstu yfirferð, og ein ljósmynd situr fóst á heilaberkinum, andlitsmynd af konu eftir Marie-Jo Lafontaine með textanum „Schmerz ist auch eine Lust - Sársaukinn er líka nautn. Verkin eru eftir listamenn víðs vegar að en óneitanlega er aUsterk- ur norrænn og jafnvel sér-norskur svipur á sýningunni. Þar eru verk eftir fleiri norska listamenn en eðli- legt væri á sýningu sem raunveru- lega væri alþjóðleg.. Audun Eckhoff svaraði athugasemdum um þetta at- riði með því að fullyrða að norsk list væri sterk á alþjóðavettvangi og staðfesti Þorgeir ðlafsson listfræð- ingur að fleiri Norðmenn væru í hópi þekktustu listamanna heims en gerðist meðal annarra Norður- landaþjóða. Ólafur Kvaran, for- stöðumaður Listasafns íslands, bætti því við að eitt af því sérstæða við þessa sýningu væri að geta bor- ið norræna listamenn saman við heimsþekkta evrópska og banda- ríska listamenn. Aöeins einn ís- lenskur listamaður á verk á sýning- unni, Ragna St. Ingadóttir sem er búsett í Noregi. Aðspurðir um innkaupastefnu norska samtímalistasafnsins svör- uðu Eckhoff og Per Bj. Boym, for- stöðumaður safnsins, því til að þeir fylgdust grannt með sýningum heima í Noregi og reyndu að elta uppi það mikilvægasta erlendis. Þeir gerðu háar listrænar kröfur til þess sem keypt væri inn, en auðvit- að væri oft erfitt að ákveða hvað væri mikil list. Viðmiðin væru alltaf að breytast. „Listin er það sem erfíðast er að verða sammála um,“ sagði Eckhoff. Oft setur verðlag á listaverkum safninu líka stólinn fyrir dyrnar, þó að safnið eigi nú þegar nokkur verk í milljónadeild- inni - og þá er átt við norskar millj- ónir. Safnið fær 6 milljónir norskra króna á ári til að kaupa listaverk eða 60 milljónir ísl. kr. Til saman- burðar má geta þess að Listasafn ís- lands fær 12 milljónir ísl. kr. til listaverkakaupa á ári en á þó að sinna íslenskri listasögu frá upphafi þar sem nörska safnið ber aðeins ábyrgð á myndlist eftir 1945. Sýningin 80/90. Speglar sam- tímans stendur til 30. janúar 1999. Ein af Ijósmyndum Cindy Sherman úr myndaröðinni „Untitled Film Stills". Verö aðeíns: W8H70 Verö aöeins: W8H72 hmmI TOMMU • BLACK LINE MYNDLAMPI TOMMU • SUPER PLANAR BLACK LINE MYNDLAMPI Góðir hátaiarar að framan Sterio heyrnatólatengi Nicam sterio magnari Sjálfvirk stöðvaleitun Fullkomin fjarstýring leW- Allar aðgerðir a skja íslenskt textavarp 2 Euro scart tengi S-VHS inngangur BAÐlÚBM Sími 553 1133 mfSmiMa ENN MEIRI VERDLÆKKUN 1972 -1997 17 UMBOÐSMENN AIWA UM l_AND ALLT: Reykjavík: Heimskringlan - Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla -Grindavík: Rafeindaþjónusta Guðmundar - Keflavík: Sónar- Akranes: Hljómsýn - Borgames: Kaupfélag Borgfiröinga - Hellissandur: Blómsturvellir-Stykkishólmur: Skipavlk-Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Hvamstangi: Rafeindaþjónusta Odds Sigurðssonar-Saudórkrókur: Skagfirðingabúð-Búðardalur: Verslun Einars StefánssonarBolungarvík: Vélvirkinn -ísafjörður: Frummynd -Siglufjörður: Rafbær-Akureyri: Bókval/Ljósgjafinn-Húsavík: ÓmurVopnafjörður. Verslunin Kauptún-Egilsstaðír: Rafeind-Neskaupsstaður TónspilEskrfjörður Rafvirkinn - Seyðisfjörður: Turnbræöur - Höfn: Rafeindaþjónusta BB - Hella: Gilsá - Selfoss: Radíórás - Þorlákshöfn: Rás - Vestmannaeyjar: Eyjaradfó Þelr ílska sem róa... Þelr flska sem róa... Þelr ílska sem róa... Þelr www.visir.is FYRSTUR MEO FRETTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.