Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 29
Kinverjar proa nyn vopn: Gervitungl í hættu - hægt að lama öll fjarskipti í gegnum gervihnetti Alþýðuherinn í Kína er að þróa og framleiða leysigeisla og önnur vopn sem hönnuð eru til að eyðileggja gervihnetti. Með slíkum vopnum geta Kínverjar til dæmis komið í veg fyrir njósnamyndatökur gervihnatta og lagt venjulega sjónvarps- og fjar- skiptagervihnetti i rúst. Þetta kom fram í bandaríska dagblaðinu Was- hington Times fyrir skömmu. í skýrslu frá Pentagon, sem gerð var af Öryggisnefnd Bandaríkjanna kemur fram aö vopn af þessu tagi, oft kölluð Asat, séu til þess gerð að eyðileggja nema á könnunar- og njósnagervihnöttum sem eru á spor- baug um jörðu. Bandaríski herinn notar fjöldann allan af slíkum gervi- hnöttum, m.a. til að halda uppi fjar- skiptum milli einstakra deilda hers- ins. Jafhframt éru þeir nýttir til að fylgjast með hernaðarbrölti annarra þjóða eins og t.d. herflutningum og eldflaugaskotum. Að mati talsmanna leyniþjónustu bandaríska hersins eru njósnahnett- ir Bandaríkjamanna ekki vel búnir til að standast árásir Asat-vopna. Jafnframt munu slík vopn geta gert mikinn usla í GPS-staðsetningarkerf- Óábyrg ferðaþjónusta: Hákörlum kennt að veiða brimbrettafólk Skipuleggjendur hákarlaskoðun- arferða í þröngu sundi við Dyer-eyju viö Höfðaborg í Suður-Afríku ýta undir hákarlaárásir á ferðamenn og brimbrettafólk. Þetta kemur ffam í grein sem birt var fyrir skömmu í timaritinu New Scientist. Hákarlaskoðunin fer þannig fram að ferðamennimir kafa í litlum búr- um niður í sjóinn. Síðan lokka skipuleggjendur ferðanna hákarlana aö með þvi að setja brimbretti og bamaleikfóng á flot fyrir ofan búrin. Þetta eru margir hræddir við og telja að með þessu sé verið að kenna hákörlunum að þar sem fmna megi brimbretti sé matur á næsta leiti. „Þama er mögulegt að hákarlanir læri að bráðar sé að vænta í hvert sinn sem þeir sjá brimbretti," segir George Burgess, hákarlasérfræðing- ur við náttúruminjasafhið í Mórída. „Einhvem daginn munu þeir finna mannveru hinum megin við brim- brettið.“ Þeir sem friða vilja hákarlana biðja skipuleggjendur ferða sem þessara að minnast ábyrgðar sinnar og koma í veg fyrir slys sem gætu orðið, sé ekki varlega að farið. Ekki þarf nema eitt slys að henda til að al- menningur telji hákai-lana vera grimma morðingja sem þurfi að út- rýma. Friðunarsinnar hafa unnið af miklum móð að því að breyta þeirri ímynd skepnanna. Á siðustu 38 árum hafa einungis verið tilkynntar 46 tilefhislausar árásir stóm hvítu hákarlanna við Suður-Afriku. Friðunarsinnar telja að fjöldi slíkra árása muni fara vax- andi vegna hegðunar hákarlaskoð- ara. Yfirvöld í Suður-Afríku vita af þessum vanda og settu þess vegna tímabundið bann á hákarlaskoðun í búram í ágúst síðastliðnum. Hákarlafriðunarsinnar í Suður-Afríku eru óánægðir með framferði skipuleggjenda hákarlaskoðunarferða. Gervihnettir munu ekki eiga sjö dagana sæla ef til strfðs kemur milli Banda- ríkjamanna og Kfnverja. Ný vopn munu sjá til þess að þeir komi ekki að neinum notum. inu sem notað er um allan heim við leiðsögn flugvéla, skipa og annarra farartækja. Á síðasta ári tilkynnti Boris Jeltsín, forseti Rússlands, í bréfi til Clintons Bandaríkjaforseta að Rúss- ar hefðu þróað Asat-vopn en væru hættir allri vinnu við þau. Was- hington Times hefur hins vegar eftir háttsettum ónafngreindum manni innan Bandaríkjahers að Banda- rikjamenn hefðu ekki yfir slíkum voprnnn að ráða. Jafnframt sagði hann að þeim væri fullljós hættan sem stafaði af hinum kinversku Asat-vopnum. Hvíta húsið gaf út skýrslu fyrir skömmu þar sem rakin er stefna Bandaríkjamanna í varnarmálum. Þar kemur fram að Bandaríkjamenn muni „hindra ógnun við hagsmuni sína í geimnum. Ef hindranimar koma ekki að gagni munu hin óvin- veittu öfl verða sigruð svo Banda- ríkjamenn hafi eftir sem áður óhindraðan aðgang að geimnum." HVER MÍNÚTA FRÁ KL. 23 TIL 08 Á KVÖLD- OG NÆTURTAXTA Dagtaxti er 73 kr./mín. SIMINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.