Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 24
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 JjV
» iupgt fólk
:k "í .
ins og hver
nnar saltfiskur
• Auður Jónsdóttir hefur nýlega
sent frá sér skáldsöguna Stjóm-
laus lukka. Eins og margir ef-
laust vita er stúlkan barnabam
Halldórs Laxness en hann er
klárlega sá rithöfundur sem á
hvað sterkust ítök í þjóðarsál-
inni. Var ekki erfitt að fara að
skrifa, þar sem hún gat búið sig
undir að fólk ætti von á stórkost-
legu kraftaverki? Verandi barna-
bam H.K.L.?
„Ég hefði getað hugsað þannig
en forsendumar vom allt aðrar.
Það var enginn hátíðléiki í kring-
um þetta og ekki eins og ég sæti
uppi á Gljúfrasteini og hugsaði;
Jæja ég er barnabarn Halldórs
Laxness og því er mér hollast að
fara að skrifa. Eða þá að afi stæði
yfir mér segjandi; ,jæja bam, á
ekkert að fara að skrifa?“
Ætli það séu ekki rithöfundar
innan allra fjölskyldna og ætli ég
væri ekki alveg jafn glaðskrifandi
þó að afi minn héti Jói Jóns. Fjöl-
skylda mín kippir sér líka lítið upp
við þetta. Fyrir henni er þetta nátt-
úrlega eins og hver annar saltfisk-
ur.“
Þú gefur út hjá Máli og menn-
ingu. Stundum er talað um að það
sé erfitt fyrir höfunda að komast
að hjá þeim. Heldurðu að þú hafir
kannski verið valin vegna gen-
anna?
„Nei, guð minn góður, ég held að
þeir myndu nú ekki gera mér þann
óleik. Þá held ég líka að þeir ættu
frekar að senda mig upp í íslenska
erfðagreiningu eða eitthvað," segir
Auður og hlær. „Ég fór bara fyrst í
Mál og menningu með það sem ég
átti til. Þeir hafa marga höfunda á
sínum snærum og vita jafnframt
vel að þeir verða að hafa augun
opin og hafa mikla breidd í vali
sínu á höfundum. Ætli ég hafi ekki
passað inn í það.“
Auður segist hafa verið vestur á
Flateyri þegar hún byrjaði að
skrifa bókina og það hafi bara ver-
ið almennt aðgerðarleysi sem kom
því af stað. „Það er lífsreynsla að
vera fyrir vestan en það getur líka
verið þrúgandi," segir Auður. „Ég
varð mjög samdauna umhverfinu;
ætlaði að vera í sex vikur en var í
ár og gifti mig með klukkutíma
fyrirvara hjá sýslumanninum á
ísafirði. Núna er ég fráskilin að
vestan. Þetta var náttúrlega ung-
æðisháttur en það hafa víst allir
leyfi til þess að gera sín bemsku-
brek.“
Bókin Stjórnlaus lukka fjallar
um mæðgur sem einmitt búa fyrir
vestan. Þeirra samskipti eru rauði
þráðurinn í bókinni, auk þess sem
stelpan veltir fyrir sér fólkinu í
bæjarfélaginu og lífshlaupi þess.
„Þó að ung stúlka sé sögumaður,
þá er hún að stúdera sér mun eldra
fólk og því er bókin alls ekki bara
fyrir lesendur á aldrinum 18-26,“
segir Auður.
En er sagan byggð á raunveru-
legum persónum sem þú hittir fyr-
ir vestan?
„Ég skrifaði Flateyringa ekki
niður svona eins og þeir koma af
kúnni en auðvitað sér maður alltaf
eitthvað i fólki sem maður getur
ekki stillt sig um að grípa og nota
í sögu.“
Og Auður er staðráðin í því að
halda áfram sömu iðju. Hún segist
vera með hugmynd í kollinum að
nýrri bók en það sé allt leyndarmál
enn þá og hún lítið byijuð að vinna
hana. Nú er nefnilega nóg að gera.
En er ekki stressandi að standa i
þessu ati í kringum hátíöimar í
fyrsta sinn?
„Nei, frekar er það bara gaman.
Ég held líka að það borgi sig ekki
að standa í þessu nema maður hafi
skemmtun af því. Það þýðir ekkert
að vera að naga á sér neglumar og
bíða eftir dómum eða sölutölum og
vera í slagsmálum við hina imgu
höfundana. Verkin eiga líka að
tala sínu máli, annaðhvort blífa
þau eða blífa ekki og þannig verð-
ur það að vera.“
-þhs
Að
í bók sinni Góðir íslendingar segir
Huldar Breiðfjörð sögu af ferðalagi í
svartasta skammdeginu. Huldar tók
sig nefnilega upp frá höfuðborginni í
vetur og ákvaö að fara í ferð til að
kynnast þeim góðu íslendingum sem
byggja landið. Á ferðum sínum hélt
hann dagbók sem hann skrifaði aðal-
lega í vegasjoppunum og í Lappland-
erjeppanum, eða þar sem hann haíði
næturstað hverju sinni. Þegar hann
kom í bæinn vann hann síðan úr dag-
bókinni og skrifaði ferðasögu.
En er hann ekki bara að gera grín
að landsbyggðinni?
„Alls ekki,“ segir Huldar. „Eini
maðurinn sem gert er grín að í bók-
inni er ég sjálfur og það er gert í mikl-
um mæli. Ég geri ekki grín að lands-
byggðinni en er hins vegar nokkuð
hreinskilinn og ekki að fegra eitt eða
neitt.“
Af hveiju hélstu dagbók?
„Þegar ég fer í löng ferðalög, sem ég
hef gert oft, þá hef ég alltaf haldið dag-
bækur. Af mörgum ástæðum. Það er
eins og að hugsa upphátt. Þú kemur
hlutum á hreint sem hafa velkst í koll-
inum á þér allan daginn. Notar dag-
bókina sem einhvers konar tæki til
þess að vinna úr ferðalaginu. Ég fann
þegar ég kom til baka að mér fannst
mjög gott að halda áfram að skrifa
söguna, því ég var líka að gera upp
ferðalagið, klára pælingarnar sem
höfðu sótt á mig.“
En hvers vegna stendurðu í því að
skrifa, svona yfirhöfuð?
„Ég get ekki svarað því hvers vegna
ég skrifa. Ég get ekki neglt niður
ástæðuna og mér hefur ekki einu
sinni dottið það í hug, skriftirnar eru
bara partur af þessu öllu saman. Ef-
hligsa Upphátt
laust er þetta einhver þörf, en ég fmn
lítið fyrir henni. Þaö kemur ekki yfir
mig sú tilflnning að ég verði að skrifa,
heldur sest ég bara niður og fer að
skrifa. Aðalástæðan er auðvitað sú að
mér finnst það gaman.“
í bókinni talarðu stundum um
gamla Huldar og nýja Huldar. Ertu
nýr og betri maður eftir landsbyggð-
arreisuna?
„Ég held að ég hafi ekki áttað mig á
tilgangi lífsins í ferðinni og ég kom
ekki heim gerbreyttur maður. Svona
feröalag er þó afskaplega hollt, því
ferðalag er líka hugarástand. Þú setur
í ákveðinn gír og hugsar öðruvísi og
verður krítískari bæði inn á við og út
á við. Ég vil samt frekar trúa því að ég
verði nýr og betri maður hvem dag
sem líður, ekki bara dagana sem ég
var á ferðalaginu."
En gætirðu hugsað þér að flytja út
á land?
„Nei, ég gæti ekki hugsað mér að
flyfja út á land á morgun, í næstu
viku eða næsta mánuði, frekar en ég
gæti hugsað mér að flytja í Garðabæ-
inn. í framtíðinni gæti ég þó alveg
hugsað mér að búa úti á landi. Þang-
að væri ég náttúrlega að sækja helstu
kosti landsbyggðarinnar: ró og frið.
En eins og flest ungt fólk vil ég frekar
vera í stuðinu."
Huldar segir að það sé góður mórall
meðal yngri höfundanna og honum
lítist ágætlega á það sem hinir era að
gera. „Það er enginn að reyna að
hrinda öðrum niður stiga og ég held,
góðu heilli, að hópurinn sé tiltölulega
laus við skáldaöfund og skítamóral."
En ætlarðu að halda áfram að
skrifa?
„Já, ég held áfram að skrifa hvort
sem það verður kvikmyndahandrit ir og hef áhuga á að gera meira af
eða bók sem ég skrifa næst. Ég hef því.“
mjög gaman af að fást við kvikmynd- -þhs
.. í prófíl
Jón Atli Jón-
asson, Rödd
Guðs á X-
inu, er í
prófíl DV
Fullt nafn: Jón Atli Jón-
asson.
Fæðingardagur og ár: 15.
desember 1972.
Maki: Engin.
Böm: Daniella Saga Jóns-
dóttir.
Starf: Rödd Guðs.
Skemmtilegast: Að lesa.
Leiðinlegast: Óskalaga-
sjúklingar.
Uppáhaldsmatur: Lamba-
kjöt af nýslátruðu.
Uppáhaldsdrykkur:
Vatn.
Fallegasta manneskjan
(fyrir utan maka): Konan
með spjótið í Séð og heyrt.
Fallegasta röddin: Þossi.
Uppáhaldslíkamshluti:
Raddböndin.
Hlynntur eða andvígur
ríkisstjóminni: Vil ekki
tjá mig um það.
Með hvaða teiknimynda-
persónu myndir þú vilja
eyða nótt: Ren eða
Stimpy.
Uppáhaldsleikari: Eggert
Þorleifsson.
Uppáhaldstónlistarmað-
ur: Optical.