Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Qupperneq 29
I>V LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998
mig að ljóðum annarra. Þá
hef ég lesið ljóðið og tekið
tillit til þess. En mér þykir
líka gaman að því að sitja
við píanóið og setja saman
fallega hljóma og þá vant-
ar mig ljóðskáld sem lagar
sig að lögum minum og
semur við þau ljóð. Ég
hafði ágæta konu í stóln-
um hjá mér sem sagði mér
að maðurinn hennar, sem
líka var sjúklingur minn,
væri textahöfundur. Þar
var Ari Harðarson kom-
inn.“
Heimir og Ari hófu sam-
starf og afraksturinn má
heyra á geislaplötunni Sól
í eldi, sem nýlega er kom-
in út. Með þeim á plötunni
er heill herskari lista-
manna á horð við Guð-
rúnu Gunnarsdóttur,
Siggu Beinteins, Egil
Ólafsson, Björgvin Hall-
dórsson, Ara Jónsson og
Diddú. Viðtökur hafa verið
mjög góðar, þegar hafa
selst yfir 2000 eintök. Hluti
ljóðanna er saminn af
skáldum á borð við Tómas
Guðmundsson, Davíð Stef-
ánsson, Heiðrek Guð-
mundsson og Jón Óskar.
Ari semur hinn hlutann,
en lögin eru öll eftir
Heimi. „Platan er fjöl-
breytt og á henni ættu all-
ir að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi. Þetta er eng-
in bítplata, en það er alveg
mögulegt að byrja og enda
partí á henni," segir Heim-
ir að lokum.
-þhs
29
ek. 130 þús. km, vél V-6, 3800cc, ssk., gullsanseraður, rafstillt
leðursæti, cruise control, air condition, nýir demparar, mjög
gott lakk. Gullfallegur amerískur. Skipti möguleg.
Verð 1.640.000
£g>TOYOTA
sími 563 4450
Nýbýlavegi 4-8 • Kópavogi
wwwvisir.is
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
Heimir Sindrason er liðtækur í fleiru en tannlækningum. Hann hefur nú ný:
lega gefið út geislaplötuna Sól í eldi, þar sem hann nýtur aðstoðar fjölda
listamanna. DV-mynd
Fann skáldið
í stólnum
Hver kannast ekki við lag Heimis
Sindrasonar við ljóð Tómasar Guð-
mundssonar, Hótel Jörð? Slíkum
vinsældum hefur lagið náð að litlu
er bætt við þegar sagt er að þjóðin
öll þekki það og kyrji á viðkvæmum
stundum og öðrum. Tilvera okkar
er undarlegt ferðalag.
Heimir segir að lagið sanni að
hægt sé að semja lög þó að maður sé
heyrnarlaus, eins og sagt er að Beet-
hoven hafi gert. „Ég var í sumar-
afleysingum í Áburðarverksmiðj-
unni, þar sem svo mikill hávaði var
í vélum að maður heyrði ekki í sjálf-
um sér, en ég samdi þar lagið við
þetta fagra Ijóð Tómasar. Mig óraði
ekki fyrir því að það yrði svona vin-
sælt. Ég man að Jón Ásgeirsson, sá
er samdi lagið við Maístjörnuna,
svaraði þessu einhvern tíma i við-
tali og sagði það sama, það væri
heldur engin leið að vita fyrir fram
hvað gengi í fólk, og ég er hjartan-
lega sammála því, mér datt þetta
aldrei í hug.“
En það voru ekki allir hrifnir af
laginu. „Nei, Helgi Hálfdanarson
vildi láta banna lagið, þar sem
hrynjandi kvæðisins væri ekki
rétt,“ segir Heimir. „En hvorki Rík-
isútvarpið né þjóðin tóku það í mál.
Seinna söng Egill Ólafsson lagið inn
á plötu og þá breyttum við og
betrumbættum og fengum að laun-
um þakklæti Helga, en einhvern
veginn er það upprunalega útgáfan
sem fólk vill heyra og þess vegna
hef ég hana á plötunni."
En semurðu þegar þú ert að bora?
„Já, ég hef gert það, og ég hitti
líka fólk sem ég hef síðar unnið
með. Mig vantaði til dæmis skáld,
vegna þess að ég er alltaf að laga
Hið nýja, glæsilega einbýlishús
Fannafold 215 stendur öllum opið á morgun,
sunnudag, frá kl. 14:00 til 18:00.
Verðið kemur á óvart - aðeins 20 m.
Nánari upplýsingar veitir Friðþjófur K. Eyjólfsson
í símum: 896 2479 og 568 7999.
Allar lagnir, vökvahraðtengi
aftan og framan, gaflar fyrir
hraðtengi, 40, 60 og 90 cm
skóflur.
Verð kr. 4 millj,- án vsk.
í toppstandi, nýtt lakk,
vökvalagnir, 25 og 55 cm
skóflur.
Verð kr. 1.750.000,- án vsk.
Gúmmíbelti, vökvalagnir og
slétt skófla, 85 cm.
Verð kr. 1.650.000,- án vsk.
Hraðtengi framan, vökvalagnir,
55 cm skófla.
Verð kr. 2.150.000,- án vsk.
Yfirfarin, servo, 90 cm skófla.
Verð kr. 1.200.000,- án vsk.
y KRAFTVtlAR
Dalvegi 6-8 • 200 Kópavogi
s:535 3500/fax 5353519
e-mail peturi@kraftvelar.is