Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Qupperneq 72
FRÉTTASKOTI0
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998
Húsavíkurbær:
Ihugar að
kæra Flugfé-
lag íslands
DV, Akureyri:
Reinhard
^'•jReynisson.
Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á
Húsavík, segir aö bæjaryfirvöld muni
ihuga hvort þau fari í málarekstur
gegn Flugfélagi ís-
lands vegna þess
að Flugfélagið get-
ur ekki staðið við
þriggja ára samn-
ing sem aðilar
gerðu um sam-
starf þar sem fé-
lagið hætti flugi
til Húsavíkur.
Um var að ræða
verkefnið „Gjugg í
bæ“ og samþykkti
Húsavíkurbær að greiða Flugfélaginu
500 þúsund krónur á ári í þrjú ár
vegna þess. „Það var gerður þriggja
ára samningur um markaðssetningu
Húsavíkur og Flugfélagið stóð ekki
við síðasta hluta samningsins og við
erum að skoða réttarstöðu okkar
gagnvart þessum samningi. Við vor-
um búnir að borga tvo þriðju framlag-
anna, ekki fyrir yfirstandandi ár, en í
svona langtímaverkefni er afrakstur-
inn hugsanlega að skila sér á síðasta
hlutanum. Það hefur engin ákvörðun
verið tekin um málaferli en ég útiloka
ekki aö svo verði,“ segir Reinhard
Reynisson. -gk
„ Keflavík:
Ospektir á
skólaballi
Talsverðar óspektir voru meðal
nokkurra ungmenna á skólaballi
Fjölbrautaskóla Suðumesja í Stapa
í fyrrinótt. Lögregla var kölluð á
vettvang og voru þrír piltar fluttir á
lögreglustöðina í Keflavík. Þeir
gistu fangageymslur um nóttina en
var sleppt í gær. -RR
SYLVANIA
TOBLlEONil
"Ifátindw'
ánæg.jumiar
25. flokksþing Framsóknarflokksins hófst á Hótel Sögu í gær. Hér má sjá.f.v.: Unni Stefánsdóttur gjaldkera, Ingi-
björgu Pálmadóttur ritara, Guðmund Bjarnason varaformann og Halldór Ásgrímsson formann að störfum í gær-
morgun. Varaformannskjör setur mjög svip sinn á þingið en þar takast á þau Siv Friðleifsdóttir og Finnur Ingóifs-
son. Bls. 4. DV-mynd Pjetur
Málverkið Andlit eftir Gunnar Örn
myndlistarmann. Verkinu var stolið
úr anddyri veitingahússins í Munað-
arnesi f ágúst sl.
Gunnar Örn:
Málverki stolið
Málverkið Andlit eftir Gunnar Öm
var tekið ófrjálsri hendi á sýningu
hans í ágúst sl.
„Það var sumarsýning á verkum
minum í anddyri veitingahússins í
Munaðarnesi. Málverkið hvarf úr hús-
inu einhvem tímann í ágúst. Ætli við-
komandi hafi ekki hrifist af myndinni
en það er þá vafasamur heiður að láta
stela af sér mynd. Ég vorkenni þeirri
manneskju sem þarf að hafa stolið mál-
verk hangandi uppi á vegg hjá sér,“
segir Gunnar Öm, myndlistarmaður
og menningarverðlaunahafi DV.
Þeir sem geta gefið upplýsingar
um hvar verkið er nú em vinsamleg-
ast beðnir að láta vita í síma 487 6554.
Fundarlaunum er heitið. -RR
Stjórn Samtaka um þjóðareign vill ráða forystu Frjálslynda flokksins:
Sverri ýtt til hliðar
Ólga er komin upp hjá aðstand-
endum Frjálslynda flokksins,
rúmri viku áður en flokkurinn er
formlega stofnaður. Sverri Her-
mannssyni er ýtt til hliðar af
stjórn Samtaka um þjóðareign.
Átakafundur var haldinn í
fyrrakvöld i húsnæði Samtaka um
þjóðareign að Brautarholti 4. Þar
mætti 10 manna stjórn samtak-
anna auk Sverris Hermannsson-
Sverri var gerð grein fyrir að ekki
væri æskilegt að hann leiddi ílokk-
inn en hann væri eigi að síður vel-
kominn í framboð á vegum hans.
„Þetta er lýðræðisflokkur og þvi
allir í framboði. Ég gef kost á mér
til formanns," svaraði Bárður Hall-
dórsson, formaður Samtaka um
þjóðareign, þegar DV hafði sam-
band við hann í gær vegna ágrein-
ingsins.
Um næstu helgi verður Frjáls-
lyndi flokkurinn stofnaður og hon-
um kosin forysta. Fyrirfram var
talið að Sverrir Hermannsson yrði
formaður.
DV hefur
heimildir fyrir
þvi að innan
stjómar Sam-
taka um þjóðar-
eign þyki óþægi-
legt að Sverrir
eigi að leiða
flokkinn vegna
skoðana hans.
Skilja þurfi á
milli hans og
samtakanna. Þó hefur Sverrir full-
an stuðning manna að fara í fram-
boð á Vestfjörðum og vægi hans
sem stjórnmálamaður er viður-
kennt.
Sverrir Hermannsson staðfesti
það í gær að stjóm Samtaka um
þjóðareign hefði hafnað að eiga sam-
starf við sig og sína fylkingu. Hann
lagði áherslu á að þar væri aðeins
um stjómina að ræða, ekki almenna
félaga. Aðalfundur í sömu samtökum
hefði fyrir stuttu síðan einróma sam-
þykkt að ganga til liðs við sig og sitt
fólk og ganga til framboðs.
Bárður Valdimar
Halldórsson. Jóhannesson.
Blaðið hefur fregnað að Bárður
Halldórsson formannsefni hafi rað-
að upp tillögu að stjóm Frjálslynda
flokksins. Hann vill hafa Pétur Ein-
arsson, fyrrverandi flugmálastjóra,
sem varaformann og Valdimar Jó-
hannesson, fyrrverandi blaðamann,
sem ritara. Með í hópnum em líka
Guðmundur Ólafsson hagfræðing-
ur, Stefán Erlingsson stjómmála-
fræðingur og fleiri.
„Stofnfundurinn okkar verður
haldinn 28. nóvember og þið eruð
velkomnir á fundinn en um þetta
mál get ég ekki rætt að sinni,“ sagði
Sverrir Hermannsson í samtali við
DV.
- Þið haldið ykkar striki með
framboð Frjálslynda flokksins?
„Ja, hérna, maður minn. Þó það
nú væri!“
„Við teljum ekkert síður að
Sverrir sé að koma til liðs við okk-
ur en við við hann. Ég hóf þessa
baráttu fyrir tveimur áram síðan og
fór í mál við sjávarútvegsráðherra
til að fá hnekkt synjun hans á að ég
fengi að veiða fisk eins og allir ís-
lendingar ættu að hafa jafnan rétt
til. Sverrir byrjaði ekki í þessu máli
fyrr en í vor. Á stofnfundinum okk-
ar munum við kjósa lýðræðislega,
kannski verða margir í kjöri,“ sagði
Valdimar Jóhannesson, einn fram-
kvöðla að Samtökum um þjóðar-
eign, í gær. Hann sagði að í fyrra-
vetur hefði verið unnið við gerð
stefnuskrár flokksins löngu áður en
Sverrir kom til sögunnar. Aðalfund-
urinn í október hvatti félagsmenn
til að ganga til stofnunar flokksins.
-JBP
Sverrir
Hermannsson.
Veðrið á morgun:
El og slydduél
Á morgun, sunnudag, verður norðaustankaldi eða stinningskaldi og él
norðan til en slydduél sunnanlands. Léttir til um vestanvert landið síð-
degis. Víða verður vægt frost en hiti kringum frostmark við suðurströnd-
ina.
Veðrið á mánudag:
Hlýnandi veöur
Á mánudag verður allhvöss suðaustanátt og fer að rigna sunnan- og
vestanlands en fremur hæg austlæg átt og þykknar upp á Norður- og
Austurlandi. Hlýnandi veður.
Veðrið í dag er á bls. 73.
/