Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar Jölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins ! stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Vafasamur flutningur
Alþingismenn komust í jólaleyfi um miðja aðfara-
nótt sunnudags, þó ekki fyrr en þeir höfðu bjargað um-
hverfisráðherra úr nokkrum vanda. Síðustu lögin sem
þingið samþykkti áður en fundum þess var frestað
voru um landmælingar og kortagerð sem kveða á um
að heimili Landmælinga íslands sé á Akranesi. Frum-
varpið var lagt fram á laugardag í kjölfar dóms Hæsta-
réttar um að ráðherrann hefði ekki lagaheimild til
flutnings stofnunarinnar frá Reykjavík.
Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra ákvað í
júlí árið 1996 að flytja starfsemi Landmælinga íslands
frá Reykjavík til Akraness. Ráðherrann var með því
að fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar um að leita leiða til
þess að flytja til stjómsýslu frá höfuðborginni út á
land. Fleiri ríkisstjórnir hafa haft þetta markmið og
fylgt því eftir. Forveri Guðmundar í starfi utanríkis-
ráðherra, Össur Skarphéðinsson, stóð til dæmis að
flutningi embættis Veiðistjóra til Akureyrar.
Spyrja má hversu skynsamleg þessi markmið ríkis-
stjórna séu. Þau líta að sönnu vel út á pappírunum
sem leiðir til að styrkja byggð á landsbyggðinni.
Raunveruleikinn er hins vegar flóknari en samþykkt
á blaði. Mikil átök fylgdu flutningi Veiðistjóraembætt-
isins á sínum tíma. Starfsmenn neituðu að flytja sig
og ráða varð nýja menn í þeirra stað. Vafalaust voru
þeir starfsmenn sem við tóku vandanum vaxnir en
því er ekki að leyna að mikil reynsla og þekking tap-
ast með brotthvarfi allra við svo róttækar aðgerðir
stjómvalda.
Það er hægara sagt en gert fyrir fjölda fólks að taka
sig upp og flytja sig og sína milli landshluta. Starfs-
menn þeirra ríkisstofnana sem í hlut eiga eru ekki
einir um slíka ákvörðun. Þeir verða að taka tillit til at-
vinnu og menntunar maka og skólagöngu barna sinna.
Flestir eiga fasteignir sem þeir verða að selja eða
leigja og koma sér upp heimili á nýjum stað, taki þeir
þá ákvörðun að flytja með stofnuninni.
Þótt ekki sé gert lítið úr hagsmunum þeirra sem búa
á landsbyggðinni og vanda byggðanna taka stjómvöld
hagsmuni hinna færri fram yfir hag meirihlutans þeg-
ar kemur að flutningi stofnana. Hvort sem mönnum
líkar það betur eða verr býr 61 prósent þjóðarinnar á
höfuðborgarsvæðinu. Hin 39 prósentin eru dreifð um
allt land. Flutningur stofununar, til dæmis frá Reykja-
vík til Akraness, kemur sér því sannanlega verr fyrir
nær tvo þriðju þeirra sem þjónustu hennar njóta og
einnig fyrir flesta þess þriðjungs sem eftir stendur.
Flestir íbúar landsbyggðarinnar eiga mun frekar er-
indi til Reykjavíkur en Akraness.
Flutningi ríkisstofnana milli héraða fylgir umtals-
verður kostnaður. Líklegt má telja að í mörgum tilfell-
um komist menn ekki hjá því að reka útibú á höfuð-
borgarsvæðinu eftir sem áður. í dæmi Landmælinga
bætist við kostnaður vegna daglegra ferða starfsfólks
milli höfuðborgarsvæðisins og Akraness. Þeir sem
starfa áfram hjá stofnuninni kjósa flestir að halda
heimilum sínum og geta það vegna nálægðar Akraness
við höfuðborgarsvæðið með tilkomu Hvalfjarðarganga.
Til stendur að flytja fleiri stofnanir á vegum ríkis-
ins frá Reykjavík. í þeim efnum er skynsamlegt að
flýta sér hægt. Lágmark er að ráðherrar aðhafist ekki
nema lagastoð sé fyrir flutningi. Svo var ekki í tilfelli
Landmælinga og hugsanlega annarra stofnana sem
þegar hafa verið fluttar.
Jónas Haraldsson
Starfsstúlkur í upplýsinganúmerinu 118 í Reykjavík. - Ákvörðun um flutning til Akureyrar ekki pólitísk og ekki
gerð með handafli, segir greinarhöfundur og vitnar í forstjóra Landssímans.
Af því bara
- bitakropp af þéttbýlinu
Allir þekkja ofan-
nefnd rök barna. Sams
konar rök heyrast oft
óbeint í röksemdafærsl-
um fullorðinna og jafn-
vel stjómmálamanna.
Segja má að svör bæjar-
stjórans á Akureyri ný-
lega við spurningum
fréttamanns Sjónvarps
um, „hvort það sé rétt
að flytja störf frá
Reykjavík til Akureyr-
ar“, séu dæmigerð fyrir
svokallaða byggða-
stefnu. Bæjarstjórinn
svaraði: „Það á að gera
það“. Að vísu má ætla
að hann hafi átt við að
búið væri að taka
ákvörðun um það.
Forstjóri Landssím-
ans í Reykjavík var
spurður um rök fyrir
flutningi starfsfólks
númersins 118 hins
sama og sagði hann „að
stjórn fyrirtækisins
hefði tekið þessa
ákvörðun sem væri því
ekki pólitísk". Til sanninda sagði
tandurhreinn engillinn, að flutn-
ingurinn yrði ekki gerður með
handafli. Flesta hefur sennilega
grunað að fingur samgönguráð-
herra hafi ráðið málum fyrir eigið
kjördæmi.
Flutningur Landmælinga ríkis-
ins til Akraness frá Reykjavík fékk
engar viðhlitandi skýringar frá
ráðherra, en megnið af starfsfólk-
inu býr áfram í Reykjavík en ferða-
og tímakostnaður fellur á stofnun-
ina; þegar hefur verð landakorta
þaðan hækkað umtalsvert og fáir
velkjast i vafa um hvers vegna.
Að Ijúga með prósentum
f Mbl. 11. 6. sl. þeysiríða þing-
Kjallarinn
Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur
mennirnir Guðni
Ágústsson og Hjálm-
ar Árnason fram.
„Hvergi í Evrópu er
jafnhátt hlutfaU
þjóöar búsett á jafn
takmörkuðu svæði
sem hér á íslandi".
Svo koma sniUing-
arnir með „nýja tU-
lögu“ að eigin sögn
eftir að hafa vitnað í
skáldskap sér tU fuU-
tingis sem fól í sér
m.a.: „Reykjavík
naut aUs, sem þjóðin
átti tU“. Fólk átti að
sjá fyrir sér könguló
í miðju nets sem sat
um öU veiðidýr. Eft-
„Unnið skal gegn hagræðingu á
sama tíma og stefnt er að hinu
gagnstæða í hvívetna á öllum
öðrum sviðum! Andi Jónasar frá
Hriflu svífuryfír vötnum!”
ir sat landsbyggðin rúin öUu hina
besta sem hún átti.
Um þetta er margt og mikið að
segja. Einar Benediktsson sagði um
upphaf aldarinnar að vöxtur
Reykjavíkur og framfarir í landinu
aUar líktust skáldskap, en fyrsta
aldarfjórðunginn urðu meiri fram-
farir í landinu en á næstu þúsund
árum á undan. Höfuðborgin og ná-
grenni hefur ekki nema rúm hund-
rað þúsund íbúa. „Það má ljúga
öUu með prósentum": sagði skáld-
ið. Hvar í heiminum er jafn blóm-
legt atvinnulíf með góðum lífskjör-
um og iðnþróun af öUu tagi tU í
landi með svo lítUli höfuðborg eins
og á íslandi? Hvað með prósentur í
þeim samanburði?
A öUum sviðum er keppst við að
ná hagkvæmni. Meira að segja
Landspitalinn og Borgarspítalinn
eru of litlar einingar tU að ná fuilri
hagkvæmni í samanburði við ná-
grannalönd. Bankar rembast við að
lækka vexti og hagkvæmni með
samruna. AUt landið nýtur góðs af
framfórum hvar sem þær verða á
landinu. Þróun höfuðborgarsvæðis-
ins er vörn gegn flutningi fólks úr
landinu!
Ný vistarbönd?
Svo koma spámennirnir með
„alveg nýja hugmynd" tU að snúa
þróuninni við! „Byggja á upp höf-
uðstaði í hverjum landsfjórðungi
og beita má skattakerfmu sem al-
mennri reglu tU að jafna kjör al-
mennings þannig að fólk og fyr-
irtæki utan tiltekins svæðis
greiði lægri skatta en hinir sem
innan hrings búa“ (aðeins br.
orðaröð). Með öðrum orðum
vUja þeir félagar koma í veg fyr-
ir að fólk búi þar sem það vUl
eða skattleggja það eUa! Unnið
skal gegn hagræðingu á sama
tíma og stefnt er að hinu gagn-
stæða í hvívetna á öUum öðrum
sviðum! Andi Jónasar frá Hriflu
svífur yfir vötnum! Ekki mátti
finna nein bitastæð rök fyrir öUum
ofangreindum málum nema e.t.v.
„Af því bara“.
Ætli það væri ekki skynsam-
legra að beita sér fyrir því, að smá-
útgerð fái blómstrað á ný á fjöl-
mörgum smástöðum við sjóinn.
Ekki hefur sýnt sig að togaraút-
gerð sé hagkvæmari en smábátar
nema í tregfíski. Enn fremur að
stuðla að nýju framtaki þar sem
forsendur og frumkvæði er að
finna út um landsbyggðina heldur
en að reyna að kroppa bita af þétt-
býlinu.
Jónas Bjarnason
Skoðanir aimarra
Til hvers er forsetinn?
„Engu er líkara en sjálf eining, heUl og hamingja
þjóðarinnar sé í hættu gerist einhver svo ófor-
skammaður að velta fyrir sér hlutverki forseta ís-
lands eða að gagnrýna þá þróun, sem átt hefur sér
stað á vettvangi þessa embættis hin síðari ár... Skin-
helgi, sem á stundum getur verð drepfyndin en er þó
oftar dapurleg, hefur lagst yfir þetta embætti ... Um
hvað má forseti íslands tala og hvað má hann segja?
Þessi spurning er tekin að gerast áleitin. Afstaða nú-
verandi forseta virðist skýr. Ólafur Ragnar Grímsson
sagði í viðtali við sænskt dagblað, sem tekið var á
dögunum áður en hann hélt í opinbera heimsókn tU
Svíþjóðar, að hann hefði „lýðræðislegt umboð“ frá
þjóðinni þar sem hann væri kosinn beinni kosningu."
Ásgeir Sverrisson í Mbl. 18. des.
Vonbrigði í góðæri
„Það fór eins og Viðskiptablaðið hafði óttast. Þing-
menn gátu ekki setið á sér við afgreiðslu fjáriaga-
frumvarps ríkisstjórnarinnar og hafa byrjað að ausa
úr sjóðum ríkisins. Meirihluti fjárlaganefndar hefur
samþykkt um 1.750 mUljóna króna viðbótarútgjöld frá
því sem ráð var fyrir gert. f stað nær tveggja miUj-
arða afgangs af ríkissjóði á komandi ári, er reiknað
með að afgangurinn verði 150 miUjónir króna ... Þessi
þörf þingmanna tU góðmennsku er áhyggjuefni, þrátt
fyrir að ljóst sé að ríkissjóður muni greiða niður
skiUdir á komandi ári.“
Úr forystugreinum Viðskiptablaðisns 16. des.
Mútuþægni ólympíunefndar
„Þegar gauragangurinn út af laxveiðispUlingu
bankastjóra og risnunauta þeirra hófst sl. sumar urðu
margir hissa. Eins urðu sumir hissa í vetur þegar ör-
fáir fjölmiðlar skýrðu frá ótrúlegum lífeyriskjörum
sem bankaráð ríkisbankanna skaffa stjómendum út-
lánatapanna. Laxveiðihlunnindin hafa aldrei verið
nein leyndarmál og ljót dæmi um starfslok og lífeyris-
verðlaun hafa fyrir löngu verið staðfest. Svipað virð-
ist nú vera uppi á teningnum varðandi mútuþægni al-
þjóðlegu ólympíunefndarinnar. Einn meðlimanna er
nú farinn að skýra frá hvemig sú sauruga nefnd vel-
ur lönd og borgir þar sem sterafylltir gladíatorar
skemmta heimsbyggðinni með sýningaratriðum sln-
um. Að fá leikana til sín kostar að borga svo og svo
mörgum nefndarmönnum vænar fjárfúlgur.“
Oddur Ólafsson í Degi 18. des.