Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 34
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 7 42 t ofnæmi þróað Vísindamenn viö háskóla- sjúkrahúsiö í Óðinsvéum í Danmörku gera sér vonir um að eftir nokkur ár verði þeir búnir að þróa bóluefni gegn of- næmi. Rannsókn Óðinsvéa- manna nær til 600 nýbura. Fylgst verður síðan reglulega með þeim næstu þrjú árin. „Við vitum að ákveðnir þættir verða til þess að sumir fá ofnæmi. Takist okkur að króa af þá fjölmörgu mismun- andi þætti sem valda ofnæmi erum við á góðri leið með að búa til bóluefni gegn ofnæmi,“ segir Ame Host yfirlæknir. Hann segir rannsóknina sem þegar er farin í gang vera þá fyrstu sinnar tegundar í heiminum og hún hefur fært vísindamönnum nýja vit- neskju. Nýtt vopn í bar- áttunni gegn nauðgurunum Nýtt þvagpróf sem visinda- menn á trlandi hafa búið til gæti orðið að liði við að hand- sama nauðgara sem lauma deyfilyfinu rohypnol út í drykki fómarlambanna. Með prófu tranna er hægt að greina lyfið í líkam- anum í alít að viku eftir að það tekið, miklu lengur en hefð- bundnar rannsóknir geta gert. Konur, sem grunar að þeim hafi verið nauðgað en muna ekkert vegna þess að lyfið veldur minnisleysi, gætu því haft nokkurt gagn af. Að minnsta kosti lofa fyrstu til- raunir góðu. Rohypnol hefúr verið kennt um þúsundir svokallaðra stefnumótanauðgana um heim allan en fá málanna hcifa kom- ið til kasta dómstóla. Bjöllur sólgnar í blágresi Bjölluíegund ein í Japan er svo sólgin í blágresi að hún getur ekki hætt að eta. Og v skiptir þá ekki máli þótt dýrin missi meðvitundina, ef meðvit- und skyldi kalla, i margar klukkustundir eftir að hafa gætt sér á nokkrum blágresis- laufum. Daniel Potter við Kentucky háskóla segir í viðtali við tímaritið Science News að bjöllunum finnist blágresið hireinasta sælgæti. Rannsóknir Potters á bjöll- um þessum leiddu í ljós að bjöllur sem troða i sig blágresi framleiöa helmingi færri egg en hinar sem ekki átu blá- gresi. Engu að siður héldu blá- gresisætumar uppteknum hætti. Dýrin komust í mesta vímu við að borða krónublöð hlá- gresisins. Efni sem unnið var úr laufúnum dugði þó vel til að koma þeim í annarlegt • ástand. Hitamælir sem segir sex: Gervihnettir vara við yfirvofandi eldgosum Eldfjallasérfræðingar hafa loks- ins eignast almennilegan hitamæli. Ekkert venjulegan grip, heldur gervihnetti uppi á himninum sem senda upplýsingar til jarðar um hitabreytngar í eldfiöllum sem eru um það bil að gjósa, eða nýbyrjuð. „Við höfum ekki fyrr átt þess kost að fylgjast með yfirvofandi eld- gosum úr fiarlægð," segir Luke Flynn, eldfiallafræðingur frá há- skólanum á Hawaii. Vísindamennimir komu sér upp eldvirkniviðvörunarkerfi þar sem sjálfvirk tölva við háskólann á Hawaii fylgist með gögnum frá gervihnöttum um „heita bletti" á yf- irborði jarðar. Kerfi þetta sýndi hvað í því býr þann 13. maí síðastliðinn. Þá varð það vart við að hiti, í formi geislun- ar, var að myndast í kringum eld- fiall sem heitir Pacaya í Gvatemala. Viku síðar þeytti fiallið miklu ösku- skýi upp í loftið og féll askan til jarðar i Gvatemalaborg og ná- grenni. Kerfið byggist á nýrri úrvinnslu- tækni sem gerir kleift að gögn frá tveimm- gervihnöttum fara beint inn í háskólatölvuna og þaðan inn á Netið, að þvi er vísindamennirnir segja. Kerfi þetta hefur verið í notk- un á Hawai undanfarin tvö ár þar sem það hefur fylgst með skógareld- um og hraunflæði. Gervihnötún-inn Sending af himnum ofan: Grænar gleragnir komu upp um árekstur við smástirni í suðausturhluta Argentínu vissu íbúarnir ekki hvaðan á sig stóð veðrið fyrir 3,3 milljónum ára. Allt bendir til að þá hafi smástirni kom- ið æðandi af himnum ofan og rekist á jörðina af miklu afli. Loftslags- breytingar sem urðu í kjölfarið eru taldar hafa útrýmt 36 dýrategund- um. Vísindamenn segja að grænleitar gleragnir sem fundust á þessum hluta argentínsku sléttanna séu vís- bending um svo gríðarlegan hita að hann geti aðeins myndað við árekst- ur smástimis og jarðarinnar. Gler- inu svipar til efna sem finnast í þekktum eldstöðvum. „Það varð greinilega árekstur við smástirni,“ segir Peter Schultz, jarðfræðingur við Brown háskóla, sem stjómaði rannsókninni. Sagt er frá niðurstöðunum í tímaritinu Sci- ence. Áreksturinn í Argentínu var ekk- ert í líkingu við þann sem varð fyr- ir 65 milljónum ára þegar risaeðl- umar dóu út. Engu að síður hafði argentínska smástimið mikil áhrif þar sem það kom niður vegna kóln- andi verðurfars sem fylgdi í kjölfar- ið. Risastór heltisdýr, letidýr og kjötétandi fuglar með stóra gogga vom meðal dýranna sem gátu ekki lagaö sig að nýjum aðstæðum og dóu út áður en langt um leið. Smástimið sem sendi risaeðlum- ar á vit feðra sinna var 15 til 25 kíló- metrar í þvermál og rykið sem það þyrlaði upp varð til þess að sam- felldur vetur ríkti á jörðinni í nokk- ur ár á eftir. Smástirnið sem kom niður í Argentínu var aftur á móti ekki nema 1,6 kílómetri í þvermál og því algjör kettlingur í saman- burði viö hitt. Hraði þess var 25 sinnum meiri en hraði riffilkúlu. Schultz segir að gleragnirnar hafi átt einna stærstan þátt i að fullvissa vís- indamennina um að smá- stirni hafi rekist á jörð- ina. Ekki hef- ur þó enn tekist að finna sjálfan gíginn þar sem smást- imið kom niður. Ástæða þess kann að vera sú að síðan áreksturinn varð hefur orðið landrof á strand- lengjunni. Frekari rannsóknir á árekstri smástimis viö jörðina geta veitt aukinn skilning á náttúrufyrirbær- um eins og hafstraumnum E1 Nino og eldgosum sem geta valdið lofts- lagsbreytingum, segir Schultz. fer yfir svæðið þar sem von getur verið á eldgosi eða skógareldi á fimmtán mínútna fresti og því eru það nánast rauntímaupplýsingar sem berast út á veraldarvefinn. Eldfiallastöðin á Hawaii er þegar farin að nota gögn frá gervihnöttun- um til að ákvarða upphaf og endi eldgosa á Kilauea og til að rannsaka fullyrðingar um ný gos í Mauna Loa eldfiöllunum. Þegar eldfiallið Popocatepetl skammt utan við Mexíkóborg tók að gjósa þann 24. nóvember síðastlið- inn staðfesti nýja eftirlitskerfið það aðeins einni mínútu eftir að íbúar í grennd við fiallið tilkynntu um öskugos. I september varð kerfið vart við eldgos á afskekktum stað á Galapa- goseyjum þremur klukkustundum á undan vísindamönnum em starfa á eyjunum. Um þessar mundir fylgist kerfið með eldfiöllum á Hawaii, Mont- serrateyju i Karíbahafi, í norður- hluta Chile, Gvatemala, mið- og vesturhluta Mexíkós og á Galapa- goseyjum. Jafnframt hefur það ver- ið látið fylgjast með skógareldum í Flórída, Kaliforníu og á Hawaii, auk þess sem það hefur nánar gætur á eldum sem stöðugt brenna í regn- skógum Amazónsvæðisins. Hákarlabijósk gegn krabbameini Bandaríska krabbameins- stofnunin (NCI) og kanadískt lif- tæknifyrirtæki tilkynntu fyrir skömmu að þau væru að hefia tilraunir á sjúklingum með nýtt krabbameinslyf úr hákarla- brjóski. Þetta er fyrsta lyfið úr hákarlaafurðum sem NCI tekur til prófunar. Fylgjendur óhefðburidinna lækningaaðferða hafa lengi taliö að hákarlar búi yfir einstæðum hæfileikum til að berjast við krabbamein í eigin skrokki. Vís- indamenn segja aftur á móti að hákarlar geti fengið krabbamein. Krabbameinsstofnunin hefur samt ákveðið að kanna hákarla- afurðir til að ganga úr skugga um hver áhrif þeirra eru. Lyfið sem á að kanna á 550 sjúklingum með lungnakrabba er af nýrri og mjög rómaðri gerð lyfia sem drepa æxli með því að koma í veg fyrir að blóð streymi til þeirra. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að brjósk úr nautgripum getur haft áhrif á hæfileika æxla til að mynda nýjar æðar til að næra sig með. James Pluda við NCI segir það ekki koma á óvart þar sem engar æðar séu í brjóski. Hann segir þó ekki ljóst hvernig efni sem unnið er úr brjóski virkar. „Það er líklegast eitthvað þarna en hvað það er veit ég ekki,“ segir Pluda. Hákarlar eru prýðileg upp- spretta brjósks þar sem beina- grind þeirra er úr brjóski en ekki beinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.