Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Qupperneq 18
18
lennmg
MANUDAGUR 21. DESEMBER 1998
Lendur hugar og heims
Titillinn Stofa kraftaverkanna vísar á til-
tekið ljóð í nýrri bók eftir Sveinbjöm I.
Baldvinsson. Það væri fráleitt að segja að
heitið hefði tilvisun til efnis bókarinnar að
öðru leyti en því að sögusviðið er Grænland.
Allur fýrri hluti ritsins er helgaður „Landi
mannanna", eins og inúítar nefna fósturjörð
sína, seinni hlutinn þeim stöðum „þar sem
þú kemur sjaldan“ eins og segir í heiti hans.
Bókmenntir
Úlína Þoivarðardóttir
Sveinbjöm I. Baldvinsson hefur áður sent
frá sér ljóðabækur og smásagnasafn auk
kvikmyndahandrita (þ.á m. Tár úr steini
1995). Fyrir tveimur áram dvaldist hann í
Jakobshöfn í Grænlandi sumarlangt, og
varð sú dvöl kveikjan að fymi hluta bókar-
innar. Hann hefst einmitt á ljóðinu
Ilulissat/Jacobshavn þar sem saga og menn-
ingarleg afdrif byggðar era meitluð í eina
hnitmiðaða mynd af þiðnandi klaka á búðar-
gólfi (7). Likt og í mörgum ljóðum Svein-
bjarnar er hér brugðið upp kymstöðumynd,
eða myndbroti,
sem segir
meira en mörg
orð. Ljóð þess-
arar bókar eru
enda flest orð-
fá - og það á
jafnvel við um
útleitnustu
Ijóðin sem era
nostursamlega
gerð og fáguð,
hverju orði
vandlega val-
inn staður.
Þessi hnitmið-
un máls skilar
sér í sterku,
auðskildu
myndmáli sem
höfundur hef-
ur augljóslega
náð leikni í að
nota svo vel, að aðdáun vekur í einstaka
ljóði. Eitt dæmi um það er Mars (34) þar sem
einfaldleikinn verður stórbrotinn. Um leið
er sleginn heimspekilegur undirtónn sem
ómar lengi eftir að lestri lýkur:
Himinninn
hamraö skýjasilfur
sólfáö hringabrynja
vetrar
feógar leiðast
draga langa skugga
þvert yfir hrímaóan veginn
tvœr misdrœgar örvar
á sama streng
um sinn
Það er aðall vel saminna ljóða að
lesendur binda tryggð við þau, leita í
þau aftur og aftur. í Stofu kraftaverk-
anna eru mörg ljóð til þess fallin að
verða þannig vinir sem vitjað er síð-
ar - jafnvel oft. í þeim er flestallt til
staðar sem gleður ljóðunnanda:
Fáguð framsetning, blæbrigðaríkt
mál, falleg hrynjandi, viðkvæmur
undirtónn, tilfinning. Öðruvísi verð-
ur þessari ljóðabók ekki lýst - hún er góð
eign.
Sveinbjörn I. Baldvinsson:
Stofa kraftaverkanna.
Mál og menning 1998.
Sögulegt sælgæti
Ævisaga þorsksins eftir Mark Kurlansky
er ómissandi fyrir sérhvem sem hefur snef-
il af áhuga á sjó og veiðum. Ekki spillir
kjarnyrt og þróttmikil þýðing Ólafs Hanni-
balssonar. Skemmtileg viðbót við sjálfa sögu
þorsksins er fjöldi gómsætra uppskrifta aö
þorskréttum, sumar aldagamlar og sóttar til
afrískra þræla á eyjum Karíbahafsins.
Bókmenntir
Össur Skarphéðinsson
Höfundur setur meðal annars fram tvær
afar skemmtilegar kenningar um hvemig
þorskurinn varð til þess að Evrópubúar
fundu Ameríku og byggðu að lokum. Hann
telur að skreiðarverkun á dögum Eiríks
rauða hafi gert norrænum mönnum kleift að
halda úti leiðöngram til Norður-Ameríku og
þorskurinn hafi því verið forsenda landa-
fundanna. Það er þó hæpið. Veiðar úr sjó
voru ekki miklar á þeim tíma og vitað er að
víkingar fluttu búsmala með sér sem vistir.
Kurlansky færir hins vegar góð rök að því
að þegar búferlaflutningar Englendinga
hófust fyrir alvöru til Ameríku hafi það ver-
ið þorsksæl mið við Nýja-England sem
seiddu menn vestur yfir haf-
ið.
Hin kenningin felst i tengsl-
um þorsksins og Baska sem
Kurlansky er sérfróður um.
Hann bendir á að þó að Bask-
amir hafi árið 1000 verið
orðnir frægir fyrir veiðar og
verslun meö þorsk hafi þeir
aldrei sést á hefðbundnum
þorskveiðum við ísland og
Norðursjó. Kenning hans er
sú að Baskamir, sem vora
miklir sæfarar, hafi fundið
hin þorsksælu mið úti fyrir
Labrador og Nýfundnalandi fyrir meira en
1000 árum. Þess vegna hafi þeir, en ekki ís-
lendingar, verið fyrstir Evrópumanna til að
finna Ameríku. Þó þetta sé skemmtileg
kenning er hún öragglega röng. Nægir að
nefna að þrátt fyrir mikla leit hafa engar
menjar um fiskverkun frá þessum tíma
fundist á þessum stöðum en gnótt frá seinni
öldum.
Þorskurinn lék stórt hlutverk í verslunar-
sögu fyrri alda. Hann kom meira að segja
talsvert við sögu þrælaverslunarinnar.
Hundrað þúsunda þræla á plantekrum Am-
eríku og eyjum Karíbahafsins vora nærð á
saltfiski sem kom norðan úr Atlantshafi.
Skipin sigldu suður í höf og
seldu gæðafiskinn við Miðjarð-
arhafið, keyptu þar vínfarma,
sigldu svo niður til eyjanna i
Karíhahafi þar sem þau seldu
lakasta þorskinn og vínið og
fluttu oftar en ekki þrælafarma
til næsta áfangastaðar. Að lok-
um barst þorskverslunin niður
til Afríku þar sem þrælar voru
keyptir fyrir þorsk og fluttir til
Ameríku.
Fjölmargir aðrir sögulegir
sælgætismolar eru í bók Kurl-
anskys. Þar era raktar styrjald-
ir sem spunnust um þorskinn aflt fram á
þessa öld. Mjög læsilegur kafli er um
þorskastríð okkar og Breta, og fróðlegt að
kynnast hvemig erlendur blaðamaður mat
frammistöðu íslendinga úr fjarlægð.
Á þessari skemmtilegu ævisögu er þó sá
gafli að Kurlansky leyfir sér þá ósvinnu að
telja kanadíska þorskinn fegurri þeim ís-
lenska. Það er höfuðsynd!
Mark Kurlansky:
Ævisaga þorsksins. Fiskurinn sem breytti
heiminum.
Þýðing: Ólafur Hannibalsson.
Hans Kristján Árnason 1998.
Keikó, tvöfaldur í roðinu
Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum
að í byijun september á þessu ári kom til
landsins heimsfrægt fimm tonna kvikindi að
nafni Keikó. Sitt sýndist hverjum en altént
era nú komnar út tvær barnabækur um
kvikmyndastjömuna í Klettsvíkinni. Önnur
heitir Keikó, hvalur í heimsreisu
og er eftir Kristínu
Helgu Gunnarsdóttur
en hin nefnist Hjálp,
Keikó! Hjálp! og er eft-
ir Þorgrím Þráinsson.
Bækurnar eiga fleira
sameiginlegt en aðal-
sögupersónuna. Mynd-
imar í þeim báðum era
unnar á auglýsingastofum.
Þeir Hallgrímur Ingólfsson
og Aðalsteinn Svanur Sig-
fússon á Auglýsingastofunni Stil ehf. á Ak-
ureyri sáu um að myndlýsa sögu Kristínar
Helgu, en það var Þórarinn F. Gylfason á
Auglýsingastofunni AUK sem gerði mynd-
imar í Hjálp, Keikó! Hjálp!
Bók Kristínar Helgu geymir söguna um
Keikó eins og við þekkjum hana að viðbætt-
um ótal smáatriðum. Það besta við bókina
er frásagnarmátinn. Utan um söguna af
Keikó eða Sigga eins og hann hét upphaf-
lega, er rammasaga sem gerist í dýragarði.
Þar slást lesendur í för með sögumanni og
vini hans og virða fyrir sér dýr sem eru
ijarri heimahögum sínum og líður illa í litl-
um búram og oft á tíðum óheppilegu lofts-
lagi. Rammasagan er í samtalsformi og þar
skiptast sögumaður og vinur hans á skoðun-
um og þeir eru ekki alltaf sammála. Með
bókinni er því ekki verið að predika hvað sé
rétt og hvað rangt, heldur velta upp siðferði-
legum spurningum um eðli dýra-
garða. Það er svo sögumað-
urinn sem segir vini
sínrnn söguna um hval-
inn Keikó. Sjálf er ég
orðin svolitið þreytt á
þeirri sögu, en sonur
minn á sjötta ári er það
ekki og vildi fá að heyra
söguna aftur og aftur.
Myndir Hallgríms Ingólfs-
sonar og Aðalsteins Svans
Sigfússonar eru tölvuteiknað-
ar og greina frá helstu atburðum textans.
Þegar best tekst til eru þær verulega falleg-
ar. Myndin á síðum 30 og 31 ber t.d. vott um
hógværð og kyrrð sem hæfir vel undirdjúp-
unum. Þegar á heildina er litið finnst mér
þær þó varla hitta í mark. Til þess eru þær
of ópersónulegar og flatar. Fólkið á myndun-
um er til að mynda aðeins sýnt sem skugg-
ar, sem er að vissu leyti skiljanlegt, því að í
þessari sögu eiga dýrin að vera í öndvegi, en
það er óþægilegt og stangast á við hlýlega
frásögnina að geta aldrei þekkt sögumann-
inn og vin hans á myndunum.
Saga Þorgríms Þráinssonar er fantasíu-
kennd frásögn af systkinum í Vest-
mannaeyjum sem ætla að róa kajak út í
Klettsvík og heimsækja Keikó. Að sjálf-
sögðu lenda þau í lífsháska og hvalurinn
snjalli stekkur upp úr kví sinni og bjargar
þeim við mikinn fögnuð. Syni mínum fannst
þessi Keikóbók stórskemmtileg og spenn-
Bókmenntir
Margrét Tryggvadóttir
andi, en hann var sammála mér um atburða-
rásin væri ýkjukennd en það gerir lítið til.
Myndir Þórarins era litríkar og skemmtileg-
ar, en teljast vart tímamótaverk. Þær fylgja
sögunni vel og eru skýrar og gegna því hlut-
verki sínu prýðilega.
Þess má geta að bók Þorgríms er ætluð
yngri börnum en saga Kristínar Helgu.
Kristín Helga Gunnarsdóttir:
Keikó, hvalur í heimsreisu.
Myndir gerðu Hallgrímur Ingólfsson og Að-
alsteinn Svanur Sigfússon.
Bókaútgáfan Vöxtur 1998.
Þorgrímur Þráinsson:
Hjálp, Keikó! Hjálp!
Þórarinn F. Gylfason myndskreytti.
Fróði hf. 1998.
IUL-
að i
k
Út um þúfur
„Spennandi og skemmtileg saga um fólk með
ríka sjálfsbjargarviðleitni,“ er undirtitill skáld-
sögunnar Út um þúfur eftir Sigurgeir Orra Sig-
urgeirsson. Þar ræna tveir blankh'
menn ungri konu í von um skjót-
fenginn gróða. Mannránið er að
því leyti óvenjulegt að unga kon
an gerir sér ekki grein fyrir því
að henni hafi verið rænt heldur
telur hún sig vera í spennandi
ástarævintýri. Frjálsleg hegð-
un fangans setur áætlanir i
mannræningjanna úr skorð- i
um og ekki bætir úr skák að * —^
frændi ungu konunnar er liðtækur
einkaspæjari og þar að auki ástfanginn af
stúlkunni.
Sagan gerist hér á landi á okkar timum. Höf-
undur „hefur áður skrifað smásögur sem hlotið
hafa fyrstu verðlaun og einróma lof‘ eins og
segir í káputexta. Bókafélagið gefur út.
Renus í hjarta
Nýja spennusagan hennar Birgittu Halldórs-
dóttur, Renus í hjarta, gerist líka á íslandi en
það er samt útsendari fjölþjóðlegs eiturlyfja-
hrings sem setur atburðarásina af stað
svo að eiginlega er stærra svæði undir
en ísland eitt. Maðurinn kemur undir
því yfirskini að selja heilsuvörur en
er í raun og veru kominn til að
myrða unga íslenska stúlku til að
hefna sín á föður hennar. íslending-
ur sem starfar fyrir bandarísku al-
ríkislögregluna blandast í málið
en hann hefur lengi verið á hæl-
um glæpamannsins. Úr þessu spinnst
viðburðarík og spennandi frásögn þar sem
engu er eirt og ekki sjáanlegt hvernig fer fyrr
en á Ipkasíðum bókarinnar.
Skjaldborg gefur bókina út.
Stelpur og strákar
Dr. Miriam Stoppard er íslendingum að góðu
kunn fyrir alþýðlegar og aðgengilegar bækur
um heilsuvemd og umönnun bama. Nú hefur
íslenska bókaútgáfan gefið út bók eftir hana
um ástir og þroska unglinga sem heitir því ein-
falda nafni Stelpur og strákar. Hún er sett upp
markvisst til að laða rétta lesendur
að - mjög myndskreytt og oft í
myndasöguformi - og eru myndir
Sally Artz einstaklega skemmti-
legar, einfaldar, skýrar og fyndn-
ar.
Miriam lýsir því hvemig lík-
aminn breytist á unglingsáran-
um, veltir vöngum yfir munin-
um á kynjunum - hvað vilja
stelpur og hvað vilja strákar
- og hvemig þau geta stigið
fyrsta skrefið. Hún ræðir föst sam-
bönd og hvernig þau þróast, ekki gleymir hún"
heldur hættunni á kynsjúkdómum og getnaði.
Loks ræðir hún um ólíka heima ástarlífsins.
Hálfdan Ómar Hálfdanarson þýðir bókina.
Endurminningar
aldamótabarns
Ingibjörg Þorgeirsdóttir hefur skrifað frá-
sagnir ffá bernsku sinni í bókinni Sigga á
Brekku, en Ingibjörg fæddist árið 1903.
Hún segir frá ýmsum árstíðabundnum
venjum og störfum sem böm komu að
í þá daga og bregður upp myndum af
búskaparháttum horfins samfélags.
Sigga litla vakir yfir túninu og
hjálpar til við féð og fær að fara
með pabba út í hólma til að sækja
dún og egg.
Sigrún Eldjárn teiknar myndir
við söguna og Æskan gefur bókina út.
Jólasólarkötturinn
Margir muna eflaust eftir sögu eftir Stein-
unni Eyjólfsdóttur rithöfund og skáld sem lesin
var í Morgunstund bamanna á rás
1 fyrir um þaö bil ári og heitir
Jólasólarkötturinn. Hún er núna
komin út í bók með myndum eft-
ir Unnar Karl Halldórsson og
veröur vel fagnað.
Jólasólarkötturinn kemur
óvænt á gluggann hjá Sveinka
og Freyju á sjálfa jólanóttina.
Er þetta kannski jólaköttur-
inn sjálfur? Nei, þá væri
hann varla svona óttalega lítill og"
væskilslegur. Eftir smá eftirgangsmuni fá
systkinin að eiga hann, en hann reynist sann-
arlega ekki vera neinn venjulegur kettlingur.
Sagan gerist í sjávarþorpi og höfundur flétt-
ar ævintýrið saman við skemmtilega lýsingu á
hversdagslífi í slíkum bæ. Þar kraumar margt
undir yfirborðinu þó að ókunnugum gæti virst
það slétt og fellt.
Vestfirska forlagið gefur Jólasólarköttinn út.