Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Qupperneq 46
? 54 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 Hringiðan Árlegir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands voru haldnir í Háskóla- bíói á laugardaginn. Það voru þó ekki bara tónar hljóðfæranna sem flæddu um sali kvikmyndahússins á laugardaginn, því meðal annarra komu fram Diddú og Skólakór Garðabæjar. Halldóra, Sólveig Björk, Heiðrún Björt, Inga María og Bergþóra eru allar söngfuglar úr Garða- bænum. Síðustu síðdegistónleik- ar ársins voru haldnir í Hinu húsinu á föstudag- inn. Að þessu sinni var það hljómsveitin Bellat- rix sem sá unga fólkinu fyrir smáskemmtun í skammdeginu. Elísa, söngkona og fiðluleikari hljómsveitarinnar, söng af innlifun. Hljómsveitirnar Dead sea apple og Botnieðja spiiuðu lifandi tónlist í Japis á Laugavegi á föstudagskvöldið. Heiðar Örn og Ragnar Páll Botnleðjudrengir rabba hér við Eggert Maus- ara. Gleðiboltarnir í hljómsveitinni Stuð- mönnum héldu heljarinnar ball á Broad- way, Hótel íslandi, á föstudagskvöldið. Ragnhildur Gísladóttir og Egill Ólafsson þöndu raddböndin í þessari líka þvílíku sveiflu sem Stuðmenn eru þekktir fyrir. DV-myndir Hari Sálin hans Jóns míns tróð upp á skemmtistaðnum Astró á föstu- daginn. Háskólastúdínurnar Hall- dóra, Ingunn og Ólafía skemmtu sér vel þetta kvöld enda nýbúnar í prófunum. „Búgíbræðurnir" Birgir og Hörður líta rétt svo snöggvast yfir nóturnar áður en þeir ganga upp á sviðið í Iðnó tíl að vera þeim Súkkatbræðrum innan hand- ar með hljóðfæraleik á út- gáfutónieikunum. Jóla- ball Frjálsr- ar fjölmiðlunar var haldið á Hótel íslandi á laugardaginn. Ástin á það til að blossa upp á böllum landsins og eru jólaböil þar engin undantekning. Þau Elva Mist og Magnús Eðvald voru allavega svolítið skotin. Dúettinn Súkkat gaf nýverið út hjóm- plötuna „UH“ og í tilefni af því efndu þeir Súkkatbræður til útgáfutónleika f Iðnó á laugardags- kvöldið. Megas og Gísli Víkingsson hlýða á gítarleik Gunna Súkk bak- sviös áður en tón- leikarnir hófust. Stuðmenn sungu margt fyrir löngu um Einsa kalda úr Eyjunum. Ekki sást til hans en Eyja- peyjarnir Sævar Hallgrímsson og Hlynur Már Jónsson létu sig ekki vanta á Stuðmannaballið á Broadway á föstudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.