Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 17
Þorsteinn frá Hamri.
Arfur
upprunans
Út er komið ritsafn Þorsteins skálds
frá Hamri, stór og falleg bók með öll-
um 13 ljóðabókum hans (1958-1995) og
fjórum frumsömdum sögum, mynd-
skreytt af Tryggva Ólafssyni og með ít-
arlegum formála eftir Njörð P. Njarð-
vík um verkin.
í kaflanum um aðra ljóðabók Þor-
steins, Tannfé handa nýjum heimi,
segir Njörður: „Það tannfé sem Þor-
steinn færir sínum nýja heimi er ekki
einasta ljóðin sem slík, heldur sá boð-
skapur þeirra að arfur upprunans sé
nauðsyn tii að ná áttum í síhverfufli
veröld, þar sem ekkert er lengur
tryggt. Því má segja að hér skjóti upp
kollinum sú afstaða er verður að einu
megineinkenni á ritferli Þorsteins:
menningararfurinn er okkur lifsnauð-
syn til að lifa af sem sérstök þjóð og
um leið vopn í baráttunni fyrir áfram-
haldandi sjálfstæði."
Þegar ég fletti þessari miklu bók
Þorsteins stöðvaðist ég einmitt fyrst
við Ijóð sem splæsa saman foman og
nýjan tíma, þar sem tím-
inn er upphafinn en þó
svo skýrt markaður, og
minntist þess hvemig við
nemamir í íslenskum
fræðum urðum sem
þramu lostnir við lestur
ljóðsins Jórvík í sam-
nefhdri bók nýútkominni
(1967) - var virkilega hægt
að flytja Egii inn í sam-
tímann eins og ekkert
væri og draga upp svona
dökka en sannfærandi
mynd af hlutskipti hans og skáld-
bræðra hans þar:
Sem löngum fyrr
er oss frœndum vamaó höfuölausnar;
svölur klaka vió glugg
og spyrji vinir vorir hvaö kvœði líöi
svörum vér frœndur jafnan
aö ekki er ort.
/.../
Vér hneigjum dauóadœmd höfuó í feld
í milli þess aó vér kneyfum hvert full -
og faldur kemur oss í hug skáldum
meóan þekjan er rofln meö hœgó;
um síöir bindur blóóöx enda
á marklítið drykkjuraus vork
Hið bezta var kvœöió flutt.
í þessu ljóði snýr grimmdin inn á
við. Þetta er sjálfsgagnrýni skálds sem
fmnst hann ekki taka nógu virkaii þátt
í baráttunni; ljóðin era ekki nógu beitt
vopn í samtímanum. í Veðrahjálmi
(1972) er ljóðið Fyrirsát þar sem Sturl-
ungaöldin og 20. öldin renna fyrir-
stöðulaust saman á sterkri samfélags-
gagnrýninni mynd; óþolið, kuldinn,
miskunnarleysið gagnvart náttúra og
smælingjum. Ekki á það ljóð verr við
nú en þegar það var ort:
Bókmenntir
Silja Aðalsteinsdóttir
Vér hlýöum á klerkana tóna Te deum.
Meö óþreyju stöndum vér af oss
sióasta hljóm sálumessunnar
stígum út í héluna
tökum upp taum heröum gjöró grípum
til svipu.
/.../
albrynjaóir munum vér þeysa
gegnum eldstorminn;
á vorum heitu helskóm munum vér buga
eiturfljótió;
gegnum stálbenta nágrímu
drögum vér andann.
Svo er enn fyrir aó þakka
vorri orölögöu mannlegu skysemi.
Og morö er oss í skapi
meöan vér þeysum fram auönina
á myrkursins hestum
albúnir jxss að vega
hvern þann er dvelur fór vora fram
og frestar jreysireið lífsins -
Látum þessa óþolin-
móðu menn stinga lykli í
kveik, ræsa vél, setja i gír
og stíga á bensingjöfina í
staðinn fyrir taum, gjörð
og svipu og við erum
komin út á hlað kirkna
landsins um þessa jólahá-
tíð þar sem stóriðju-
draumóramenn stíga upp
í upphækkuðu jeppana
sína að lokinni jólamessu.
En Þorsteinn á margar
fLeiri hliðar. Hann yrkir
yndislegar náttúrumyndir, falleg ástar-
ljóð og svo öll þessi smáljóð til halds og
trausts í hvunndeginum. „Sumir dagar
era hús,“ segir hann og opnar mynd-
hverfmgu sem freistandi er að raða
dögum sínum inn í. Og endalaust má
velta vöngum yfir dulúðugum mynd-
um á borð við þessa: „Ákveðið tré í
skóginum / sést ekki sjálft / en mynd
sinni dökkri / máttug króna þess
bregður / á mörg lygn vötn ..
Merkilegt er að rilja upp í ljósi nýrr-
ar þróunar í íslenskum skáldsögum að
sögumaður Þorsteins í annarri skáld-
sögu hans, Möttull konungur eða Ca-
terpiflar frá 1974, er afturganga aftan
úr öldum sem er að reyna að ná sam-
bandi við lifandi fólk, nánar tiltekið
unga skurðgröfumenn, önnum kafha
við að ræsa fram mýrar. Hann vill að
þeir hugsi um hvað þeir era að gera,
athugi hvort nauðsynlegt sé að þurrka
ailt þetta land. En heyra þeir til hans?
Ritsafn Þorsteins frá Hamri er einna
mesti dýrgripur þessa árs og mun sjá
til þess að verk hans haldist í umferð.
Ég spurði Þorstein á dögunum hvort
þessi útgáfa þýddi að hann, rétt sextug-
ur maðurinn, væri hættur að yrkja.
Hann sagðist sannarlega vona að svo
væri ekki, og undir þá von tökum við
lesendur hans og aðdáendur.
Þorsteinn frá Hamri:
Ritsafn.
Myndir: Tryggvi ólafsson.
Formáli: Njörður P. Njarðvík.
Iðunn 1998.
17
aukaaistæhi
qóó kaup!
UNITED
Kr. 18.900
14" Black Matrix myndlanipi
Mono hljóðkerfi
íslenskt.textflvarp
Aðgerdir a skja
Scart-tengi
Svefntofi
Fjarstýring
UNITED
BLflCK MATRIH
Kr. 24.900
■ 20" Black Mfltrix myndlampi
1 Mfiho hljóðkerfi
1 islenskt textavarp
Scart-tengi
Fjarstýring
BLAGK MATRIK
GRUnDIG
Kn 29.900 i ip—
GRLUIDIG
» 20 ' Blflck Matrix myndlampi
> CT! litastyring
> Mono hljoðkerfi
• Valmyndakerfi
• Islenskt textavarp
• Aðgerðir á skjn
• Scart-tengi TC'flTOI
> Fjarstýring
Kr. 34.900
II
1 »11 Bt
1 y Ih |h| iiihi iim
1
.pfiP: I
L -
21" Black Line D myndlampi
CTI litastýring
Mono hljóðkerfi
Valmyndakeifi
íslenskt textavarp
Aðgerðir á skjá
Scart-tengi
Fjarstýring
Sjðnvarpsmiðstöðin
flEYKJAVlt Heimskringlait, KringlunnL VES1IIRLAID: Hlpsjit Akranesi. Kaupfélag Botifiriinga, Borgarnesi. Blnmsturvellir. Hellissandi. CuSni Hallarimsson. Gmndarfirði.VESTFinÐIR: Haftiúð Jénasar Þórs. Palreksfirði. Póllinn. jaMll
NQRDURLAND: Kf Steingrímsfjarflar. Kólmavik. KFV-Húnvetninga, Hvammstanga. KF Húnvetninga. Blönduósi. Skagfirðingaliúð. Sauðáikróki. KEA. Dalvik. Liósgjalina Akureyri. KF Þingeyinga, Húsavík.tlrfl. Raufarhótn.AUSTUHLAND: KF Héraðsbóa |
j Egilssluöum.Versluninli. Neskaupsslafl. Kauptúa VopnafirðL KFVopntirðlngaVopnalirði. KF Héraðsbúa Seyðisfirði. Tumbræflur, SeyðisfirðLKF Fáskrúðsfjaröar. Fáskrúðsfirði. KASK. Djúpavogi. KASK Hófn Homafirði. SUDURIAND: Rafmagnsverkslæði j
(R. Hvolsvelli. Mosfell. Hellu. Heimstækni. Selfossi. KÁ, Selfossi. Rás, Mákshiln. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafborg. Grindavik. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar. Garði. Rafmæiti. Hafnarfirði. Tónborg, Kópavogi.
Þelr íiska sem róa... Þeir ílska sem roa... Þeir fiska sem róa... Þelr
www.visir.is
FYRSTUR MED FRETTIRNAR