Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Side 25
MANUDAGUR 21. DESEMBER
Ijómplötur
Anna Halldórsdóttir - Undravefurinn:
Draumkennt ævintýri
Fyrir tveimur árum
vakti Anna Halldórsdóttir
miMa athygli með
frumraun sinni „Viiltir
morgnar". Hún hlaut titil-
inn „bjartasta vonin“ og
Sting valdi hana til að hita
upp Höllina fyrir sig. Nú
snýr Anna aftur í jóla-
plötuflóðið með plötu, sem
ber nafn með rentu, því þar spinnur hún
glitrandi tónavef, sem liðast í marglita
undraþræði sé plötunni gefmn nægileg-
ur gaumur.
Anna beitir rödd sinni á dramatískan
hátt. Hún syngur oft eins og hún sé á
vafri á miUi draums og
veruleika, tjáir texta
sína með tilfmningu og
virðist stundum mikið
niðri fyrir. Tónlistin
flýtur áfram í draum-
kenndu móki og saman
virkar hún og söngur Önnu ekki ósvip-
að og nærgætin vögguvísa. Hér er allt á
afar rólegum og afslöppuðum nótum og
lögin byggjast upp á útpældan hátt af vel
útfærðu samspUi ýmiss konar strengja,
hljómborða og fimafinu slagverksspili
Birgis Baldurssonar, sem gefur svífandi
tónlistinni þá jarðtengingu sem hún
þarfhast; þó tónlistin líði hjá eins og fifu-
kollur á flugi sér trommuverkið oftast
um að halda henni niðri á jörðinni. Á
stöku stað hefði þó mátt auka jarðteng-
inguna enn meir, þvi þá er tónlistin
næstum orðin gegnsæ af loftkenndri víð-
Hljómplötur
Gunnar Hjálmarsson
áttu. Til dæmis hefði verið
sniðugt að hleypa bassa í
sum lögin til að þétta þau.
Það er heillandi náttúru-
blær yfir heildarmynd
Undravefsins, og einhvers
konar bamaleg sýn á fúrður
veraldar blasa við úr textun-
um, þótt erfitt sé að fá hald-
góðan botn í þá, enda
kannski óþarfi. Platan er römmuð inn
með dagrenningu og sólsetri, en í milli-
tíðinni er eins og söguhetjur Önnu upp-
götvi umhverfi sitt, reiki opinmynnt um
furðuströnd og skóg tónlistarinnar með
undur i augum. Platan virkar því eins
og draumkennt ævin-
týri. Það er eflaust ein-
staklingsbundið hvaða
ævintýri plöhmnar
hlustendur líki best, en
ég kunni best við þijú;
„Aquarella í húsinu",
sem liður áfram og minnir á tónlist úr
eldgamalh Walt Disney-mynd; „Gullregn
við rökkursöng", sem er ógnþrungnasta
lagið, dimmt og drungalegt þótt ljós-
glæta læðist inn i það mitt; og „Á Græn-
landi“, þar sem lag og texti - að ég held
um eina söguhetjuna, ungan dreng, sem
lærir selskurð og heimspeki af innfædd-
um - falla saman í ljóslifandi og bjarta
heild. Undravefurinn er spennandi
plata, fúll af ævintýrum og oft ævintýra-
legri tónlist. Hún vinnur markvisst á og
tekst vonandi að spinna sig í gegnum
kraðak jólaæðisins.
Sinfóníuhljómsveit íslands - Sibelius: Sinfóníur nr. 1 og 3:
Voldugur hljómur og samtaka strengir
Til skamms tíma þótti
ekki merkilegt að gera
samning við hljómplötu-
fyrirtækið Naxos, enda
sérhæfir það sig i að fram-
leiða ódýra geisladiska
með vinsælum, sígildum
tónverkmn sem eru flutt
af lítt þekktum flytjend-
um. Naxos er þó eitthvað
að vaxa í áliti því fyrirtækið fékk ný-
lega lofsamlega umfiöllrm í hinu virta
tónlistartimariti Grammophone. Það
fékk Sinfóníuhljómsveit tslands einnig
fyrir upptökur á sinfóníum Leevis
Madetoja fyrir Chandos-útgáfúna og
bíður maður því _____________________
spenntur eftir að sjá
viðtökumar sem Sin-
fónian og Síbelíus fá
á þeim vettvangi.
Hljómsveitin hefur
nefnilega gert samn- -----------------
ing við Naxos um að spila inn á geisla-
diska allar sinfóníur Sibeliusar undir
stjóm Petri Sakaris (sem einnig stjóm-
aði Madetoja) og vænta menn mikils af
þessu samstarfi.
Fyrir þá sem ekki vita var Sibelius
finnskur, fæddist 1865 og lést 92 árum
síðar. Fyrstu sinfóníuna samdi hann
árið 1898, hún þótti þjóðleg og frumleg,
þrungin átökum og drama. Hin þriðja
Hljómplötur
Jónas Sen
er miklu ljúfari en virkaði
af einhverjum ástæðum
ekki eins þjóðleg og hin
fyrsta. Að sumu leyti
minnir hún á tónlist
Mahlers, þó að Mahler
hafi trúlega verið meira
tónskáld en Sibelius. Si-
belius var samt „sin-
fónískt tónskáld", hann
hafði góða titfinningu fyrir hljómsveit-
inni og kunni að semja fyrir hana.
Sinfóníuhljómsveit íslands hljómar
prýðilega á þessum geisladiski og vom
það þeir Bjami Rúnar Bjamason og
Þórir Steingrimsson sem sáu um upp-
____________ tökuna. Leikur hljóm-
sveitarinnar er líka til
fyrirmyndar, t.d. er
upphafið að fyrri sin-
fóníunni svo magnað
að maður gripur and-
ann á lofti. Hljómur-
inn er allur hinn voldugasti, strengim-
ir alltaf samtaka, krafúniklir þegar við
á en annars silkimjúkir. Aðrir hljóð-
færáhópar em líka sjálfum sér til mik-
ils sóma og hljómsveitin í heild frá-
bær. Það er unaður að hlýða á fyrri
sinfóníuna, sem er ástríðuþmngið og
grípandi tónverk. Aðdáendur Sibelius-
ar ættu ekki að verða fyrir vonbrigð-
rnn með þennan disk.
25
Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen
eðaltré, í hcesta gceðaflokki og prýða þau nú
mörg hundruð íslensk heimili.
7 0 ára ábyrgð »• Eldtraust
?* 10 stœrðir, 90 - 370 cm Þarf ekki að vökva
» Stálfótur fylgir íslenskar leiðbeiningar
í* Ekkert barr að ryksuga Traustur söluaðili
>* Truflar ekki stofublómin Skynsamleg fjárfesting
BANDALA6 ÍSLENSKRA SKÁTA
Smá
sýnishorn
frá AEG
UMBOÐSMENN
aeg Matvinnsluvél KM 21
gj aeg Gufustraujárn DB 4040
vesturiana: Mainmgarpjonustan AKranesi, kt. borgtiroinga, borgarnesi. blomsturvellir, Hellissandi. Guöm Hallgrimssc
Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. V-Hún., Vvammstanga. Kf.
Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. KEA Lónsbakka, Akureyri KEA, Dalvík. KEA, Siglufirði. KEA, ólafsfirði. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð,
Raufarhöfn, Lónið Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Bakki, Kópaskeri.
Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn.
BrimneSjJ/estmannae^urrLReykJanes^StagafeM^
POLAR FLEECE BAI FtNA KR. 399oJ
s;y;
M Ft 1< S V
>......
| GOl.Cf' HIÖÍÍ • j
SPAR SPORT
TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI
NÓATÚN 17
S. 511 4747