Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 16
16 ★ iT tennmg MANUDAGUR 21. DESEMBER 1998 Ekki ungfrú Dagbók drápskattar Alveg Eins Fullorðið fólk skemmtir sér ekki síður en börnin yfir Bíttu á jaxlinn, Binna mín, framhaldinu af þeirri ógnarvinsælu Elsku besta Binna mín sem kom út í fyrra, og það kem- ur af sjálfu sér að spyrja höfundinn, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, hvað Binna sé mikið skyld henni sjálfri. „Æi,“ stynur Kristín Helga og flissar vandræðalega, „hún er of- boðslega skyld mér! Sérstaklega í fyrri bókinni. Vinkona mín - sem líka er persóna í bókunum - hringdi hvað eftir annað til mín þegar hún var að lesa hana og sagði „nei, þetta var ekkert svona“ - eða „þú varst nú ekki einu sinni þarna!" Henni fannst sú bók vera hrein ævisaga. En nýja bókin er mikið til skáldskapur." - Hafðirðu þá ekki upplifað fleira? „Jú, mér fannst Binna bara komin óþægilega nálægt mér. Og bækurnar um hana verða ekki fleiri. Hún er hætt að æða um í hausnum á mér og ég vil ekki skemma hana með of- notkun." - Það er gaman að sjá hvað fólk á þínum aldri upplifir bókina sterkt og hefúr gaman af að lesa um Binnu með börnunum sínum. „Já, þessi tími - áttundi áratugur- inn - er nefnilega kominn svo langt í burtu frá okkur. Fyrir örstuttu var hann hluti af daglega lífinu en nú er hann allt í einu orðinn gamla daga! Það er komin önnur kyn- slóð af krökk- um sem eru að gera allt annað en við félagarn- ir. Tölvukrakk- ar sem þurfa að þola miklu meira áreiti en mín kynslóð. Þau hafa aðgang að mörgu og eiga gott að ýmsu leyti, en þau eiga lika ósköp erfitt. Samfélagið krefst þess af þeim svo snemma að þau velji og hafni. Mín böm hafa haft mjög gaman af að kynnast lífinu þegar mamma var lítil en þeim finnst það afar fjarlægt - nánast við landnám!" Kristín Helga Gunnarsdóttir: Prúðasta fólk virt- ist umhverfast þegar minnst var á þennan hval! DV-mynd ÞÖK Mögnuð dæmisaga Kristín Helga er tveggja bóka höfundur í ár. Hin bókin hennar er um hval- inn Keikó og heitir Keikó - hvalur í heimsreisu. Hvern- ig kom hún til? „Ég var beðin um að skrifa hana í vor og fannst það alveg fráleitt," segir hún. „Svo velti ég málinu fyrir mér og sá að þetta var geysileg áskorun - eins og að ganga út á jarðsprengju- svæði. Því að viðbrögðin við þessum hval voru svo ýkt! Ýmist vildi fólk breyta honum í kjötbollur eða þótt- ist vera í andlegu sambandi við hann! Prúðasta fólk um- hverfðist þegar minnst var á þennan hval. Og ég hugs- aði: það hlýtur að vera saga í þessu; og þegar ég fór svo að skoða málið sá ég að þetta var mögnuð dæmisaga um mikilfengleik náttúr- unnar og hvað manneskjan er lítil og stundum lítilfjör- leg. Hvalurinn er bara ein persóna í þessari sögu, skepna sem er tekin úr sjón- um og flogið með um allar trissur og sýndar heilu heimsáifumar. Svo kemur hann heim aftur eins og sendiherra sem sest í helgan stein við starfslok. Þetta ævin- Kettir hafa endalaust aödráttarafl fyrir böm og Dag- bók drápskattar eftir Axme Fine er úrvalsbók til að láta í hendumar á bami sem er byijað að stauta sjálft. Letrið er gott, bilið miili lina þægi- legt óvönum augum, og margar teikningar stytta blaðsíðumar. Og svo er sagan sjálf stórskemmtileg. Eins og nafnið bendir til er þetta dag- bók og sá sem heldur hana er heimilis- kötturinn Brúskur, eldfjörugur högni með eðlið í ágætu lagi. Eigandinn hún Ella litla elskar hann heitt, en hún elsk- ar raunar allt sem andann dregur og verður óskap- lega fúl út í sinn kött þegar hann færir henni björg i bú, - fyrst fúgl (krúsí-púsí fúglasteik) og síðan mús - sem hann fúllyrðir aö hafi eiginlega verið alveg stein- dauð þegar hann fann hana. Fyrst kastar þó tólfúnum þegar hann dragnast heim með kaninuna í næsta húsi og beinlínis spuming hvort hann lifir það af. En þar reynist ekki allt sem sýnist. Ámi Ámason þýðir söguna en Steve Cox teiknar myndimar. Æskan gefúr bókina út Snjallar stúlkur Hinn vinsæli breski bamabóka- höfúndur Robert Leeson hefur safnað saman gömlum sögiun af hraustleikakvenfólki og endur- sagt þær í skemmtilegum stíl. Guðni Kolbeinsson hefúr nú þýtt þessa bók undir heitinu Snjallar stúlkur, og það er titill að sönnu. _ Snjöllu stúlkumar koma hver frá sínu landinu, ein er ensk, önnur írsk, þriðja norsk, fjórða úkraínsk og fimrnta egypsk, en þær eiga allar sameiginlegt að hræðast hvorki eitt né neitt, lifandi né dautt! „Snjallar stúlkur langar ekki alltaf til að giftast" segir sögumað- ur, „en ef þær gera það ætti enginn að voga sér að koma iila fram við mennina þeirra." Og enn fremur segir hann: „Ef snjallar stúlkur era þögular þegar aðr- ir tala er það af því að þær era að leysa gátur sem eng- inn getur ráöið nema þær.“ Axel Scheffler teiknaði myndimar i bókina og Æsk- an gefur hana út. Kristín Helga sagði að skilaboðin sem Binna flytti ungum lesendum væru að þeir ættu að vera óhræddir við að skera sig úr fjöldan- um. „Þau eiga að vera stolt af því að vera öðruvísi. Öll börn ganga í gegnum það stig aö vilja vera eins og allir aðrir, og Binna á að hjálpa þeim út úr því. Hún leggur talsvert upp úr því að vera ekki ung- frú alveg eins. Mér finnst aðalatriðið að bamabækur séu skemmtilegar, en ekki er verra ef þær leggja eitthvað inn í leið- inni.“ týri segi ég í gamaldags stíl en ramma það inn með frásögn úr dýragarði á undan og vangaveltum í lokin um hvali og hvað við eigum að gera við þá.“ - Hvemig líst þér sjálfri á Keikó? „Ég er ekki farin að sjá hann. Ég vildi það ekki meðan ég var að skrifa söguna vegna þess að hann virðist gera alla rugl- aða sem koma nálægt honum! En það var mikil og skemmtileg ögmn að skrifa sögu hans.“ Binna kemur út hjá Máli og menningu en það var að sjálfsögðu Hallur Hallsson hjá bókaútgáfunni Vexti sem pantaði Keikó- bókina hjá Kristínu Helgu og gefur hana út. Skassið tamið? Full eftirvæntingar hóf ég lestur fjórðu og síðustu bókarinnar um hana Sossu, skapmiklu aldamótastelpuna með grænu augun og rauða hárið. Fyrri bækumar eru margverðlaunaðar og ég þori að fullyrða að Sossa skipar sérstakan sess í hugum flestra unnenda góðra bamabóka. í lok síðustu bókar, Sossa skólastúlka, skildu lesendur viö Sossu nýfermda og í þessari bók em unglingsárunum gerð skil. Fortíðin plagar Sossu sem getur ekki gleymt því hvemig tveir strákpjakkar sví- virtu hana þegar ________________________ hjónabandi. Höfundur- inn, Magnea frá Kleif- um, ber greinilega virð- ingu fyrir hefðbundnum sögum, en hún er einnig að skrifa gegn þeim. Þaö gerir hún með því að hafa persónumar og lif þeirra allt öðruvísi en við eigum að venjast úr slíkum bókum. Sossa er fátæk íslensk alþýðu- _____________ stúlka hún var lítil stelpa, og það er meðal ann- ars þess vegna sem hún ætlar aldrei að gifta sig, hrúga nið- ur krökkum og láta einhvern karlfausk Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir ráða yfir sér. Hún er sem í álögum og öðm hverju nær skessan Setta að brjótast fram í henni. Lars, ríki og menntaði kaupmanns- sonurinn sem Sossa beit eitt sinn, reynist vera prinsinn sem getur leyst hana úr álög- um, ef hún bara leyfir honum það. í honum finnur hún loks jafningja sinn. Það er nú einu sinni svo að bækumar um Sossu sverja sig í ætt við hefðbunda stelpubókaflokka og þeir enda iöulega með með vinnu- bólgnar hendur og á fátt sameig- inlegt með yfir- og millistéttar- stúlkum annarra stelpu- bóka, sem geta leikið sér áhyggjulausar dægrin löng. Þessi munur er margoft árétt- aður i bókinni og saga Sossu borin saman við danskar ástarsögur sem sumar persón- ur bókarinnar lesa sér til dægrastyttingar. Við samanburðinn verður munurinn greinilegur; saga Sossu er raunveruleg og trúverðug saga. Þó hún sé hugarburður höfundarins hefði hún vel getað gerst. Dönsku ástarsögumar tilheyra hins vegar falsheimi. Líf Sossu er ekki dans á rósum. Hún kynnist djúpri sorg sem virðist ætla að buga hana, en frá ör- væntingu og þunglyndi rís Sossa upp og vinnur sigur á erfiðleikum sínum. Óhörðn- uðum lesendum er að sjálfsögðu ætlað að ganga í gegnum súrt og sætt með henni og taka út þroska í leiðinni. Þegar þeir kveðja Sossu í bók- arlok held ég að þeir hljóti að vera sáttir og þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast þessari einstöku stúlku og fylgja henni bemskuna á enda. Aðgát skal höfð Þorsteinn Marelsson sendir nú frá sér bókina Aðgát skal höfð, sögu ungs manns i miklum vanda. Dóri situr innilokaður og fær aðeins að hitta sálfræðing sem á mjög erfitt með að ná upplýsingum um það sem gerðist upp úr drengnum. En sem betur fer má Dóri skrifa í stofúfangelsinu, og hann ákveður að segja gömlum vini sem er fluttur norður í land alla sólarsöguna af því þeg- ar hann missti stjóm á lífi sínu. Við sögu koma vímu- efiii og fleiri hættur sem bíða ungs og viðkvæms fólks í slæmum felagsskap. Þorsteinn hefúr áöur skrifað fjölda vinsælla ung- lingabóka. Mál og menning gefur bókina út. Fagri Blakkur Sígilda bamasagan um hestinn Fagra Blakk eftir Önnu Sewell er komin út enn þá einu sinni, nú í myndskreyttri útgáfu af Dinah Dryhurst. Jóhanna G. Erlingsson þýðir texta Önnu sjálfrar, en sum- ar fyrri útgáfúr á íslensku hafa verið á styttum endursögnum á uppranalegu sögunni. Fagri Blakkur segir sögu sína sjálfúr og byijar hana á sínum fyrstu bemskuminningum. Hann er strax fol- ald óvenjulega fallegur, með gljáandi svartan feld og hvíta stjömu í enni. Hann elst upp hjá móður sinni á enskum herragarði þar sem allt er gert til að honum líði sem best. En mennimir era ekki allir góðir við dýrin, eins og móðir hans raunar segir honum. Fagri Blakkur gengur kaupum og sölum um ævina og kemst að því að mennimir era jafn misjafiiir og þeir eru margir. Anna Sewell feeddist árið 1820 og var upp á hesta komin frá unga aldri vegna lömunar. Hún skrifaði sög- una um Fagra Blakk síðustu árin sem hún lifði til að „stuðla að góðri meðferð og skilningi á þörfum og um- önnun hesta." Bókin varð geysilega vinsæl og hafði mikil áhrif á meðferð hesta í heimalandi höfúndar og víðar. Skjaldborg gefur bókina út. Hjálp! Við erum astfangin Willy Breinholst hefur skrifað bók fyrir afit ástfangið fólk og Fjölvi gefúr hana út í þýð- ingu Katrínar Gunnarsdóttur. Þetta er ekki beinlínis handbók í ástum en segir þó frá ótal óvæntum uppákomum sem fólk getur lent í og sýnir með dæmum hvemig er hægt að bregðast viö þeim. Bókin er þó um- fram allt örvandi gamanlesning með fjölda teikninga eftir hinn góðkumia Adan. Magnea frá Kleifum: Sossa, sönn hetja. Mál og menning 1998. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir \ ■mwiTiirrírirri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.