Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 53
JJV MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 61 Eitt kortanna sem myndir Bjarna prýða. Jólakort á Mokka Á Mokka stendur yfir sýning á myndum eftir Bjarna Jónsson sem unnar voru til birtingar á jólakortum á sjötta og sjöunda áratugnum. Kortin eru ákaflega sérstæð og engu er líkara en áhorfandanum sé geflnn kostur á að skoða jólaundirbúning og jóla- hald í íslenskum hulduheimum. Bjami er fæddur 15. september 1934 og var á unga aldri tíður gest- ur á vinnstofum margra okkar þekktustu málara. Hann stundaði nám í skóla frístundamálara og Handíðaskólanum hjá Kurt Zier, Valtý Péturssyni og Hjörleifi Sig- urðssyni. Bjami er þekktur fyrir Sýningar teikningar sínar í Speglinum og myndskreytingar á bókum, meðal annars skýringarmyndir í ís- lenskum sjávarháttum eftir Lúð- vík Kristjánsson og teikningar af íslenskum plöntum. Hann hefur málað einstaklega falleg og sér- stæð olíumálverk af íslenskum lágplöntum og vinnur nú að gerð málverka um íslensku áraskipin. Þessar myndir em í senn einstök heimild um líf og störf fyrri tíma og visst listrænt afrek. Bjarni vann á þessu ári minnismerki um erlenda sjómenn sem látist hafa við Vestfirði og afrek björgunar- manna sem lagt hafa líf sitt í hættu þeim til bjargar. Minnis- merkið var reist að Hnjóti við Pat- reksfjörð. Sýningin stendur til 10. janúar 1999. Mozart við kertaljós Hinir árlegu kertaljósatónleikar kammerhópsins Camerarctica em að venju haldnir rétt fyrir jól og eins og áður er það tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart sem er i öndvegi. Leikið verður í þremur kirkjum á höfuðborgarsvæðinu, í Kópavogskirkju, Hafnarfjarðar- kirkju og í Dómkirkjunni í Reykja- vík. Camerarctica skipa þau Hallfríð- ur Ólafsdóttir, flautuleikari, Ár- mann Helgason, klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sig- urlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleikarar, Guðmundur Kristmundsson, víólu- leikari, og Sigurður Hcdldórsson, sellóleikari, en gestir þeirra á þess- um tónleikum verða þau Greta Guðnadóttir á víólu og Richard Korn á kontrabassa. í ár flytur Camerarctica einn af fjórum flautukvartettum Mozarts, þann smæsta sem er eingöngu í tveimur köflum og þvínæst er á dag- skrá Kvintett fyrir flautu, sóló selló og strengi eftir Luigi Boccherini. Þetta er einn af sex kvintettum sem fundust á síðasta ári í skjalasafni Tónleikar Palacio Real í Madríd. Þeir hafa ver- ið hljóðritaðir en ekki gefnir út á prenti enn sem komið er en fyrir milligöngu millisafnalána Þjóðar- bókhlöðunnar tókst að útvega afrit af handritunum. Grande Sestetto Concertante er samtíma útsetning á Sinfonia Concertante, konsertinum fyrir fiðlu, víólu og hljómsveit eftir Moz- art. Höfundur útsetningarinnar er ókunnur en verkið er nánast óbreytt, einungis smækkuð útgáfa af konsertinum þar sem hljóðfærin sex skipta með sér einleiksstrófun- um. í lokin verður að venju leikinn jólasálmurinn í dag er glatt í döpr- um hjörtum sem er einnig eftir Mozart. Tónleikamir eru um klukku- stundarlangir og eru kirkjurnar sem tónleikamir eru í einungis lýst- ar með kertaljósum við þetta tæki- færi. Tónleikamir verða í Kópavogs- kirkju í kvöld kl. 21 og í Dómkirkj- unni í Reykjavík á sama tíma ann- að kvöld. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, eldri borgarar og nem- endur fá helmingsafslátt og ókeypis aðgangur er fyrir böm. Camerarctica leikur klassíska tónlist í Kópavogskirkju í kvöld. Úrkoma um allt land I dag verður suðaustanátt í fyrstu á landinu, hvöss við norðaustur- og austurströndina með snjókomu, Veðrið í dag slyddu eða rigningu fram yfir há- degi en annars hægari. Sunnan- lands og vestan snýst vindur í suð- skýjað skýjaö -8 alskýjaö -2 -13 alskýjaö -3 alskýjaö -1 skýjaö -12 vestankalda eða stinningskalda með skúrum og síðar éljum þegar líður á daginn en þá léttir til norðaustan- lands. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig á láglendi, kaldast í innsveitum norðanlands. Sólarlag í Reykjavlk: 15.30 Sólarupprás á morgun: 11.22 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.03 Árdegisflóð á morgun: 8.21 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaö -10 Akurnes Bergstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Kejlavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Bergen Helsinki Kaupmhöfn Oslo Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen Loridon Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Nuuk Orlando París Róm Vín alskýjaó -1 úrkoma í grennd 1 snjóél 0 alskýjaö -1 skúr á síö. kls. 2 léttskýjaö 0 -1 snjóél -2 snjóél 0 léttskýjaö 16 léttskýjaö 6 skýjaö 12 skýjaö 4 alskýjaö -1 léttskýjaö 2 skýjaö 4 skýjaö 6 léttskýjaö 2 léttskýjaö 4 snjóél -8 léttskýjaö 5 skýjaö 4 skýjaö 16 þoka -8 alskýjaö -5 alskýjaö 9 skýjaö 18 rigning 4 skýjað 13 úrkoma í grennd 4 Auðunn Hafdal Litli drengurinn, sem er á myndinni ásamt syst- ur sinni og fengið hefur nafnið Auðunn Hafdal, fæddist á fæðingardeild Landspítalans 4. septem- Barn dagsins ber síðastliðinn. Við fæð- ingu vó hann 16 merkur og var 55 sentímetra lang- ur. Foreldrar hans eru Sveinbjörg Hafdal Jóns- dóttir og Þorvarður Helgason. Systir Auðuns heitir Kristjana Hafdal og er hún fimm ára. Fjöl- skyldan býr á Hornafiröi. dagstíj®’ r Uma Thurman og Ralph Fiennes leika Emmu Peel og John Steed. The Avengers Aðalpersónumar í The Aven- gers, sem Bíóborgin sýnir, era John Steed og Emma Peel, kaldar og djarfar persónur sem kallaðar era til þegar veðurkerfin hætta að fara eftir duttlungum náttúrunnar og fara aö hegða sér undarlega. Það byrjar að snjóa þegar er hlýtt og hitastigið fer allan skalann frá miklum hita niður í mikið frost á einum sólarhring. Greinilegt er aö einhver er farinn að geta ráöið veðurfarinu og allir veðja á að það sé enginn annar en Sir August de Winter '////////, Kvikmyndir '/gm og þeir hinir sömu tapa ekki því veðmáli. Óhætt er að segja að Steed og Peel fái verkefni við hæfi þegar þau fara að kljást við pilsklædda Skot- ann sem áður fyrr þótti meö snjallari mönnum i breska utan- ríkisráðuneytinu og var aðlaður. í aðalhlutverkum eru Ralph Fiennes, Uma Thurman og Sean Connery. Leikstjóri er Jeremiah Chechik. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Ég kem heim um jólin Bíóborgin: Soldier Háskólabíó: Hvaða draumar okk- ar vitja Kringlubíó: Mulan Laugarásbíó: Odd Couple II Regnboginn: There's Something about Mary Stjörnubíó: Sögusagnir Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 t 8 10 11 12 13 14 15 16 17 18 18 20 21 22 Lárétt: 1 móðgast, 7 reimar, 8 les- andi, 10 drottinn, 11 hrinti, 12 fyrir- lesturinn, 14 hreinir, 16 möndull, 17 ötul, 19 óð, 21 hjálp, 22 skaða. Lóðrétt: 1 embættismaður, 2 hiti, 3 runur, 4 neflnu, 5 söngrödd, 6 sess, 9 venju, 13 kona, 15 fas, 16 fiskur, 18 flökt, 20 skóli. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skaffa, 8 votur, 9 fé, 10 orf, 12 rísa, 14 stóð, 15 akk, 16 slapir, 17 sæ, 18 krapa, 20 sljór, 21 tá. Lóðrétt: 1 svo, 2 kort, 3 at, 4 furða, 5 fri, 6 afskipt, 7 vé, 11 fólk, 13 akra, c" 14 sess, 15 apar, 16 sæl, 19 ró. Gengið Almennt gengi LÍ18. 12. 1998 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenni Dollar 69,110 69,470 70,800 Pund 116,360 116,960 116,970 Kan. dollar 44,800 45,080 46,120 Dönsk kr. 10,9540 11,0120 10,9120 Norsk kr 9,0430 9,0930 9,4210 Sænsk kr. 8,6610 8,7090 8,6910 Fi. mark 13,7010 13,7820 13,6450 Fra. franki 12,4220 12,4930 12,3750 Belg. franki 2,0181 2,0303 2,0118 Sviss. franki 51,3800 51,6600 50,3300 Holl. gyllini 36,9500 37,1700 36,8100 Þýskt mark 41,6500 41,8700 41,4800 ít. líra 0,042030 0,04229 0,041930 Aust. sch. 5,9200 5,9560 5,8980 Port. escudo 0,4060 0,4086 0,4047 Spá. peseti 0,4894 0,4924 0,4880 Jap. yen 0,600500 0,60410 0,574000 Irskt pund 103,360 104,000 103,160 SDR 97,420000 98,00000 97,690000 ECU 81,7900 82,2900 81,5900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.