Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Qupperneq 50
JLQ.U f 6 tj(.«, 5 58 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 Afmæli_____________________ Björn Arnar Agústsson Björn Amar Ágústsson, fyrrv. bóndi að Móbergi í Hjaltastaðaþing- há, til heimils að Dalskógum 8b, Eg- ilsstöðum, er áttræður í dag. Starfsferill Björn fæddist á Hákonarstöðum í Jökuldal í Norður-Múlasýslu en ólst upp i Útmannasveit á Héraði. Bjöm var í feirskóla á barnaskólaaldri en jafnframt naut hann þess að foreldr- ' ar hans höfðu bæði kennaramennt- un. Bjöm og kona hans hófu búskap á Ásgrímsstöðum. Þau reistu síðan nýbýlið Móberg og fluttu þangað 1958. Þar stunduðu þau búskap til 1982 er þau brugðu búi og fluttu á Egilsstaði. Á Egilsstöðum vann Bjöm í nokk- ur ár hjá RARIK á Austurlandi. Björn er kunnur hagyrðingur en því miður er lítið af kveðskap hans til á prenti. Fjölskylda Bjöm kvæntist 26.12. 1954 Þóm Einarsdóttur, f. 7.6. 1933, starfs- manni Heilbrigðisstofnunar Austur- lands. Hún er dóttir Einars Bjarna- sonar og Kristjönu Einarsdóttur, bænda á Stóra-Steinsvaði i Hj altastaðaþinghá. Börn Björns og Þóru era Guðbjörg, f. 25.5. 1956, skrifstofumaður á Egils- stöðum en sambýlismaður hennar er Egill Pétursson og eru synir Guðbjargar og Reynis Kjerúlf Arnþór Björn og Rúnar Snær; Kristjana, f. 12.6. 1958, skólavörður á Borgarfirði eystra en maður hennar er Jón Helgason og era börn þeirra Magnús og Þórey Birna; Ágústa, f. 15.8. 1962, skrifstofustjóri á Egilsstöðum en maður hennar er Hafsteinn Jónas- son og eru synir þeirra Viðar Örn og Jónas Ástþór;Einar Sverrir, f. 17.11. 1963, bifreiðastjóri á Eskiflrði en kona hans er Guðbjörg Kristjóns- dóttir og eru böm þeirra Þóra og Guðjón Arnar; Vilhelm Ásgrímur, f. 11.9.1965, búsettur í Þorlákshöfn en kona hans er Linda Björg Sigurðar- dóttir og eru börn þeirra Sigurður Fannar og Guðbjörg Ragna. Systkini Björns eru Karl Ásgrím- ur, f. 7.12. 1910, nú látinn, var bú- settur á Akureyri; Helga Jóhanna, f. 15.5.1912, nú látin, var búsett á Ak- ureyri, móðir „Kennedy”-bræðra á Akureyri; Vilhelmína Ingibjörg, f. 7.8.1914, bú- sett á Sauðárkróki; Sig- rún Halldóra, f. 1.6. 1917, nú látin, var búsett í Reykjavík; Ragnar Hall- dór, f. 15.8. 1922, búsett- ur á Akureyri; Guðjón Sverrir, f. 6.10. 1923, nú látinn, var búsettur á Seifossi; Guðgeir, f. 13.7. 1927, búsettur i Reykja- vík; Skúli Björgvin, f. 29.10.1929, nú látinn, var búsettur á Selfossi; Rannveig Heiðrún, f. 1.10.1934, búsett á Egilsstöðum. Foreldrar Bjöms vora Vilhelm Ágúst Ásgrímsson, f. 5.8. 1888, d. 26.7. 1971, bóndi á Ásgrímsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, og k.h., Guð- björg Alexandersdóttir, f. 23.7. 1891, d. 4.4. 1974, húsfreyja. Ætt Ágúst var bróðir Halldórs, alþm. og kaupfélagsstjóra á Borgarflrði eystra, föður Ásgríms, fram- kvæmdastjóra á Höfn, föður Hall- dórs, utanríkisráðherra og for- manns Framsóknarflokksins. Ágúst var sonur Ásgríms, b. á Grund í Borgarflrði eystra, Guðmundsson- ar, b. í Snotranesi í Borgarfirði eystra, Ásgrímssonar. Móðir Ás- gríms á Grund var Ingibjörg Sveins- dóttir, b. i Snotrunesi, Snjólfssonar, og Gunnhildar, dóttur Jóns, b. í Höfn, Árnasonar, bróður Hjörleifs, en þeir eru hinir góðkunnu og hraustu Hafnarbræður. Móðir Ágústs var Vilhelmína, systir Sólveigar, ömmu Óla Stefáns- sonar, b. í Merki á Jökuldal. Vil- helmína er dóttir Þórðar, b. á Sæv- arenda í Loðmundarfirði, Jónsson- ar, og Maríu Guðmundsdóttur. Guðbjörg var dóttir Alexanders, b. á Minna-Mosfelli í Grímsnesi, bróður Einars, ráðherra og hæsta- réttardómara, föður Ingibjargar, móður Einars Laxness sagfræðings. Alexander var sonur Arnórs, b. á Minna-Mosfelli, Jónssonar, b. á Neðra-Apavatni, Jónssonar. Móðir Alexanders var Guðrún Þorgilsdótt- ir, b. á Stóra-Borg í Grímsnesi, Ólafssonar. Móðir Guðbjargar var Helga Tómasdóttir. Björn tekur á móti gestum í Mið- vangi 22, Egilsstöðum, á afmælis- daginn milli kl. 16.00 og 19.00. Björn Arnar Ágústsson. Ingi Rúnar Eðvarðsson Ingi Rúnar Eðvarðsson, lektor í stjómun við Háskólann á Akureyri, Dalsgerði ld, Akureyri, er fertugur í dag. Starfsferill Ingi Rúnar fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bama- og Gagnfræðaskóla Keflavíkur, stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og lauk þaðan stúdentsprófum 1979, lauk BA-prófi í félags- og uppeldisfræði frá HÍ 1983 og Fil.dr-próf í félags- fræði frá Háskólanum í Lundi í Svi- þjóð 1992. Ingi Rúnar stundaði margvísleg störf samhliða námi. Hann var ráð- inn til að rita sögu prentlistar á ís- landi í upphafi árs 1992 og lauk því verki síðla árs 1994. Hann var stundakennari við Félagsvisinda- deild HÍ 1993-97, var ráðinn til að rita sögu stéttarfélaga í prentiðnaði 1994 og lauk því verki 1997, var kennari í félagsfræði við MK á vor- önn 1997 og er lektor i stjórnun við rekstrardeild HA frá 1. júní 1997. Ingi Rúnar hefur ritað fiölda greina í blöð og tímarit, bæði fræði- legs og almenns efnis. Bækur eftir Inga Rúnar era Print- ing in Action: General Printing in Iceland and Sweden, Lund Uni- versity press, 1992 (doktorsritgerð); Gíróseðlar liggja frammi í öllum bönkum, sparisjóðum , , .. , HJÁLPARSTARF og á posthusum. kirkjunnar V Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti ■ - , Gefum bágstöddum von Prent eflir mennt: Saga prentlistar frá upphafi til síðari hluta 20. aldar, Hið íslenska bókmenntafélag, 1994; Samtök bókagerðar- manna í 100 ár. Þeir byrj- uðu ótrauðir og bundust í lög, Þjóðsaga, 1997. Ingi Rúnar ritstýrði ritinu Byggðastefna til nýrrar aldar, Byggða- stofnun og Rannsókna- stofnun HA, 1998. Ingi Rúnar var formað- ur íslendingafélagsins í Lundi í Svíþjóð 1987-88, var formað- ur Búsetufélagsins Holtsbúa í Hafn- arfirði 1994-97, var varafulltrúi í stjórn Búseta hsf. í Reykjavík 1996-97, og er fulltrúi í stjórn Búseta á Akureyri frá 1998. Ingi Rúnar hefur verið formaður Félagsfræðingafélags Islands frá stofnun 1995, og er formaður Félags háskólakennara á Akureyri frá 1997. Fjölskylda Eiginkona Inga Rúnars er Þor- björg Jónsdóttir, f. 2.10.1961, verkja- hjúkrunarfræðingur við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Þau hófu sambúð haustið 1982 en giftu sig 15.9. 1995. Foreldrar Þorbjargar eru Þóra Filippía Þorvaldsdóttir, fyrrv. ritari, búsett í Reykjavík, og Jón Sturluson, fyrrv. bóndi og starfs- maður í Áburðarverksmiðju ríkis- ins, búsettur í Kópavogi. Börn Inga Rúnars og Þorbjargar: Einar Freyr, f. 12.8. 1987; Arnar Gauti, f. 12.5. 1991; Jón Eyþór, f. 4.4. 1996. Dóttir Inga Rúnars er Sigurlaug Birna, f. 24.11. 1992, búsett í Vestmanna- eyjum. Álbróðir Inga Rúnars er Helgi Björgvin Eðvarðs- son, f. 21.8. 1957, smiður í Keflavík. Hálfsystkini Inga Rúnars, sammæðra, eru Elin Hildur Jónatansdóttir, f. 6.9. 1960, öryggisvörður í Keflavík; Guðbjörg Kristín Jón- atansdóttir, f. 21.12. 1963, sagnfræð- ingur, búsett á Spáni; Þórlaug Jón- atansdóttir, f. 30.12.1965, kynningar- fulltrúi í Reykjavík. Hálfsystkin Inga Rúnars, sam- feðra, eru Birgir Jens Eðvardsson, f. 2.9. 1957, sölumaður í Reykjavík; Vilmundur Ægir Eðvardsson, f. 26.12. 1960, starfsmaður á Siglufirði; Filippía Ásrún Eðvardsdóttir, f. 30.5. 1962, búsett á Siglufirði. Foreldrar Inga Rúnars eru Eð- varð Vilmundarson, f. 2.10. 1932, starfsmaður hjá Esso í Hafnarfirði, og Sólveig Sigurbjörg Jóna Þórðar- dóttir, f. 1.10. 1940, hjúkranarfor- stjóri við Heilsugæslustöðina í Grindavík. Uppeldisfaðir Inga Rúnars var Jónatan Björn Einarsson, f. 30.7. 1940, d. 18.11. 1991, þungavinnuvéla- maður og starfsmaður hjá íslenskum aðalverktökum. Ingi Rúnar Eðvarðsson. Tilkynningar Sjómannaalmanakið Sjómannaalmanak Fiskifélags ís- lands er nú komið út í 74. sinn, gleggra og aðgengilegra en nokkru sinni fyrr. Sjómannaalmanakið er nú tvískipt: annars vegar er hefðbundið íslenskt sjómannaalmanak í endur- bættum búningi með sínum töflum yfir vita, sjómerki, flóð og sólargang, lög og reglugerðir og margháttaðar upplýsingar aðrar, sem íslensk lög skylda skipstjómarmenn til að hafa um borð í skipum sínum; hins vegar er íslensk skipa- og kvótaskrá með enn fleiri og stærri skipamyndum en áður, alls yfir 800 ljósmyndum af skip- um og bátum af öllum stærðum og gerðum. í þessum hluta almanaksins er einnig ítarleg skrá yfir hafnir og þjónustu þeirra hringinn í kringum landið, ásamt ítarlegri þjónustuskrá sjávarútvegsins. Tapað/fundið Brúnni myndavélatösku var stolið úr jeppa við horn Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar að norðan- verðu, við Álftamýri, um klukkan 18 á laugardag. í töskunni var Canon EOS- 1 myndavél með flassi. Menn unnu við myndatökur á staðnum og höfðu skilið töskuna eftir inni í bílnum til að halda hita á tækjunum. Þeir sem DV Til hamingju með afmælið 21. desember 95 ára Valdimar Hildibrandsson, Dunhaga 17, Reykjavík. 90 ára Bergþóra Jónsdóttir, Skinnum, Djúpárhreppi. Sigríður Ólafsdóttir, Eystri-Sólheimum, Mýrdalshreppi. 75 ára Margrét Vilhjálmsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. Reynir Ragnarsson, Gilstúni 13, Sauðárkróki. 70 ára Trausti Aðalsteinsson, Mýrum 18, Patreksfirði. Ragna Iðunn Björnsdóttir, Ytra-Hóli II, Eyjafiarðarsveit. Ámi Scheving Stefánsson, Gilsbakka 1, Seyðisfirði. 60 ára Guðmundur Ásbjörnsson, Miðvangi 2, Hafnarfirði. Brynjar S. Antonsson, Háagerði 1, Akureyri. Valgerður Fríða Guðmundsdóttir, Bjarkarbraut 11, Dalvík. 50 ára Þórður Þórðarson, Melseli 9, Reykjavík. Helga H. Magnúsdóttir, Blómvangi 8, Hafharfirði. Ásmundur Jónasson, Víðivangi 18, Hafnarfirði. Jökull Veigar Kjartansson, Blikastíg 8, Bessastaðahreppi. Hulda B. Þorkelsdóttir, Sunnubraut 11, Keflavík. Guðmundur Birkir Þorkelsson, Höfðavegi 26, Húsavík. 40 ára Sigrún Hafdís Ólafsdóttir, Ljósheimum 16, Reykjavík. Pétur Grétarsson, Heiðargerði Ib, Reykjavík. urðu varir við mannaferðir nálægt jeppanum um þetta leyti eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík eða í síma: 561-9660. Sólblómi týndur Rauðbröndóttur fress með hvítan smekk hvarf frá heimili sínu að Þing- holtsstræti 33 síðastliðinn fimmtudag. Hann er eyrnamerktur R-6002 en er ekki með neina ól. Hans er sárt sakn- að og ef einhver veit um ferðir Sól- blóma er sá hinn sami beðinn um að hringja i síma 551-6006.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.