Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 56
FRETTASKOTIÐ SfMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað T DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 1550 5555 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 Ekki amaleg sjón. Menn, tæki og náttúruhamfarir uppi í Grímsvötnum. Sumir segja að ekkert jafnist á við að sjá fallegt eldgos eins og það sem nú stendur yfir við rætur Grímsfjalls í um 1.500 metra hæð. Aðstæður til náttúruskoðunar voru ákjósanlegar á laugardag en í gær fór vindur að snúast og aukast mjög þannig að aska fór að berast í átt að Norðurlandi. Sjá nánar um Grímsvatnagosið á bls. 2. DV-mynd Gunnar Valdimarsson Öskufall í Suöursveit: Ógeöslegt að anda þessu að sér „Hér lagöist brún slikja yfir allt þannig aö þaö varð sporrækt enda erum við ekki langt frá gosstöðv- unum. En féð er allt á húsi. Þegar fór aö hvessa var mjög óþægilegt að vera úti. Það var ógeðslegt að anda þessu að sér,“ sagði Fjölnir Torfason, bóndi á Hala í Suður- sveit, í samtali við DV. Fjölnir sagðist ekki telja aö öskufall frá gosstöðvunum í Grímsvötnum hefði nokkur áhrif á búskap. „Ég held reyndar að þetta hefði ekki haft áhrif á gróinni jörð. En mér hefúr verið hugsað til þess 4 hvemig menn hafa farið að með búskap hér áður fyrr þegar þykkt öskulag lagðist yfir jörð í langan tíma,“ sagði Fjölnir. -Ótt Vonskuveður: Margir árekstrar Slæmt veður var í höfuðborg- inni og annars staðar á suðvestur- hominu í gær. Tilkynnt var um 20 árekstra til lögreglunnar í Reykja- vík i gærdag. Engin slys urðu á mönnum. Loka varð Hellisheiði á tímabili vegna mikils byls og skafrenn- ings. Ein bOvelta varð á Strandar- - 1 heiði. Ökumaður og farþegar voru í beltum og meiddust ekki. -GLM Kvennalistinn stendur fast á sínu: Veröa að hrökkva eða stökkva - segja A-flokkamenn Kvennalistakonur óskuðu eftir fundi með fulltrúum A-flokkanna um helgina og var hann haldinn við Lækjartorg snemma á laug- ardagsmorgtm. „Þær komu með endurnýjað umboð til samn- inga en sögðust ekki i neinu hvika frá kröfum sínum,“ sagði einn fundarmanna. „Og þar við sat.“ Pétur Jónsson varaborgarfulltrúi, sem á sæti í sameiningamefndinni, sagði i gær að samfylkingarlestin væri komin af stað og...nú þurfa konurnar að ákveða hvort þær ætla að hoppa á eða ekki; hvort þær ætla að hrökkva eða stökkva.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir frá Kvennalista telur helmingslíkur á að samkomulag náist um framboð: „Við vorum í sameiningu að þreifa hvert á öðru á bak við tjöldin um helgina. Ég hef meiri áhyggjur af því að samfylkingin renni út í sand- inn en hinu hvað tekur við hjá okk- ur kvennalistakonum. Við erum vanar að finna okkur farveg," sagði Steinunn Valdís. Sighvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins, sagði að A-flokk- arnir og Jóhanna Sigurðardóttir hefðu náð saman og nú væri það steinunn Valdís kvennanna að óskarsdóttir. ákveða hvort þær ætluðu að vera með eða ekki. -EIR Pétur Jónsson. > Aftenposten: Islendingar seldu genin DV, Ósló: „Alþingi íslendinga hefur ákveð- ið að selja fjölþjóðafyrirtækinu DeCode allar upplýsingar um heilsufar landsmanna," segir í frétt í norska stórblaðinu Aftenposten í gær. Segir að fjölþjóðafyrirtækið fái aðgang að heilsuskýrslum allra íslendinga gegn því að búa til spjaldskrá um ættir landsmanna. Þá segir að svissneska lyfjafyrirtækið Hoffmann-La Roch hafi gert stærsta samning sögunnar innan gentækni um að finna lausn á fjölda arfgengra sjúkdóma með rannsóknum á gen- um íslendinga. Kemur fram að ís- lenskir læknar og lyfjafræðingar hafi verið á móti sölunni vegna þess að aðgangur annarra en DeCode að heilsuupplýsingunum sé takmark- aður. Hins vegar hafi hjúkrunar- fræðingar á íslandi verið sölunni fylgjandi í von um hærri laun. -GK Veðrið á morgun: Hvassviðri eða stormur Á morgun gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með slyddu eða rigningu við suður- ströndina, en suðaustan- eða austankalda eða stinningskalda annars staðar og úrkomulítið norðan til. Hiti verður nálægt frostmarki. Veðrið í dag er á bls. 61. Vestur-Landeyjar: Haukdal hættir Hreppsnefnd Vestur-Landeyja hefur verið boðuð til fundar klukk- an 14.00 i dag. Fundurinn verður lokaður og er fast- lega gert ráð fyrir að Eggert Haukdal segi þar af sér sem oddviti hreppsins. Væringar hafa verið í hreppnum um árabil vegna reikningsskila alls konar og hefur Eggert átt undir högg að sækja. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum mun hann segja af sér síðar í dag. „Um þetta ætla ég ekki að tjá mig,“ sagði Eggert Haukdal í sam- tali við DV í gærkvöldi. - Ætlar þú að segja af þér sem oddviti? „Það kemur i Ijós,“ sagði Eggert. -EIR Veist aö lögreglu Hópur manna veitist að lögregl- unni í Reykjavík er hún hugðist stöðva slagsmál og ólæti sem brotist höfðu út í Austurstræti að- faranótt sunnudags. Lögreglan varð að beita svokölluöum „maze“-úða til aö hafa hemil á mannskapnum og voru tveir flutt- ir í fangageymslur lögreglunnar. -GLM SMOBY ELDHUS með öllu fyrir börnin Heildverslunin Bjarkey Ingvar Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.