Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Side 10
10 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 Fréttir ’ Skútuvogi 12A, s. 568 1044 Grafarvogur: Slysagildra við leikskóla Úrklippan úr Evening Times en þar má sjá islensk-skosku fjölskylduna Sig- urðsson, hvert þeirra flaggandi sínu lyklaborði. Frá vinstri: Alan Jón, móðir- in Margaret, faðirinn Jón Halldór og fyrir framan hann Anna Kristín og lengst til hægri Derek Halldór. Skotlandi. Könnunin sýni að 20% heimilistölvueigenda þar eigi tvær tölvur og tólfti hver eigi þrjár. Sagt er að margar mæður leiki tölvuleiki og hjá mörgum á sjö- tugsaldri séu tölvur helsta um- ræðuefnið, enda sé heimilistölvan ekki lengur munaður fárra og ríkra. „Nú á dögum eru fjölskyldurnar sem eiga tölvur jafnmargar og þær sem eiga hund,“ segir i skoska blaðinu. -JBP en aðrir bílar þurfa að aka hjárein- ar sitthvorum megin við aðalgöt- una. Þær eru að hluta til bílastæði, annars vegar fyrir framan verslanir og hins vegar fyrir framan leikskól- ann við Mururima sem var opnaður formlega í gær. „Þetta er algjör tímaskekkja,“ sagði Þórður, „þvi þetta skapar mikla slysahættu. Fólk er að fara með börn í búðirnar og á morgnana mætum við með börnin í myrkri til að fara með þau í leikskólann. Sum- ir eru með tvö börn og maður er aldrei öruggur um að þau hlaupi ekki frá manni. Það er óviðunandi að bílar aki þama i gegn.“ Þórður sagði að það gæti alltaf gerst að það gleymdist að loka hlið- inu í leikskólanum þegar verið væri að koma með og sækja börnin. „Það er ekki loku fyrir það skotið að ein- hver krakki geti sloppið út. Þá er hann kominn út á þetta plan og þá er voðinn vis. Margir keyra hratt á þessum hliðarreinum. Mér frnnst að það ætti að að taka þetta hlið á Langarima, gera hlutann þar tví- breiðan og setja þar hraðahindrun. Hún kæmi að nákvæmlega sama gagni." -SJ ITS ALL EASY PCIN Þórður Njálsson, faðir 3 og 5 ára bama sem era í leikskóla við Muru- rima í Grafarvogi, segir að slysa- gildra sé fyrir utan leikskólann. Slá var sett yfir Langarima, sem liggur við Mururima, á sínum tíma vegna slysahættu en strætisvagnabílstjór- ar og bílstjórar skólabíla eru með fjarstýringu þannig að sláin fer upp Þórður Njálsson hjá slysagildrunni við Langarima í Grafarvogi. DV-mynd E.ÓI. Islensk tolvu fjölskylda í Skotlandi íslensk fjölskylda í Skotlandi - sem á fimm heimilistölvur, jafn- margar heimilisfólkinu, þykir blaðamönnum Evening Times í Glasgow heldur betur fréttnæm. Hér er um að ræða fjölskyldu Jóns Halldórs Sigurðssonar og skoskrar konu hans, Margaret. Jón starfar sem forstjóri fyrir Skotlandsútibú Barron McCann Ltd. tölvufyrir- tækisins. Blaðið segir að vestlend- ingar í Skotlandi beri öll merki tölvuæðis, því hvergi á Bret- landseyjum sé tölvueignin sem þar. Könnun sem Microsoft lét gera sanni það. Jón Halldór og fjölskylda búa í Kilsyth ásamt þremur börnum þeirra, Alan Jóni, 15 ára, Derek Halldóri, 13 ára, og Önnu Kristínu, 11 ára. Jón Halldór starfaði við tölvu- fyrirtæki á íslandi snemma á síð- asta áratug áður en fjölskyldan fluttist utan. Hann slær á létta strengi þegar rætt er um mikla tölvueign fjölskyldunnar: „Þú ræð- ur hvort þú trúir þvi en við tölum saman en auðvitað gætum við sent hvert öðra tölvupóst," segir Jón. Hann segir að allir hafi nóg verk- efni fyrir tölvur sínar, börnin við skólaundirbúning og tölvuleiki, konan við að búa til aðgöngumiða, fréttabréf og fleira fyrir góðgerðar- félagsskap og tölvur séu tóm- stundagaman fyrir sig og þau öll. Þau eru öll tengd Netinu og Alan býr til eigin heimasíðu. „Eina deilumál fjölskyldunnar er um hver eigi bestu tölvuna - en það er nú ég,“ segir Jón Halldór, allhróðugur. Blaðið bendir á að tölvueign þessarar fjölskyldu sé einsdæmi í um endurbætur og varðveislu 1 la tittiburhúsa Rit þetta er ómissandi smiðum, húseigendum, arkitektum og öllum þeim sem áhuga hafa á varðveislu gamalla húsa. í ritinu er að finna teikningar og verklýsingar um hvernig gera á við gömul timburhús.Markmiðið er að sporna við mistökum þegar gömul timburhús eru lagfærð eða gerð upp.Gagnleg bók með fjölda ljósmynda og teikninga, tekin saman af Jon Nordsteien arkitekt mnal í samvinnu við Magnús Skúlason arkitekt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.