Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Qupperneq 31
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 39 ‘ DV Fréttir Á Hafnamesi i Fáskrúðsfirði bjuggu 105 manns 1907: Eyðibyggð endurreist DY Fáskrúðsfirði: Það telst ekki til tíðinda nú til dags þótt eitt og eitt býli leggist af í sveitum landsins, en þegar fólk á besta aldri tekur upp á þvi að byggja upp á stöðum eins og í Hafn- arnesi við Fáskrúðsfjörð, sem fór í eyði 1972, það eru frekar tiðindi. í Hafnarnesi voru skráðir 105 árið 1907 og 1960 voru þar skráð fimm býli og þar voru 33 manns, sam- kvæmt heimildum ritsins Sveitir og jarðir í Múlaþingi. Hafnarnesbyggðin er ef til vill frægust fyrir franska spítalann, sem þangað var fluttur frá Búðum og hýsti fimm fjölskyldur. Var þar samkomuhús og skóli um skeið. Nú eru dóttir eins síðasta ábúandans i Hafnarnesi, Ingibjörg Jóhannsdótt- ir, og eiginmaður hennar, Steinþór Óskarsson, að byggja þar nýtt íbúð- arhús. Bjálkahús frá Finnlandi. Húsið er reist örstutt frá æskuheim- ili Ingibjargar. Er 51 fermetri að grunnfleti auk 30 fermetra lofts. Ingibjörg átti heima í Hafnamesi til 12 ára aldurs en flutti þá að Búð- um með foreldrum sínum. Hún hef- ur rekið verslunina ísblóm í Tungu- holti og á Búðum um skeið. En er Bjálkahúsið í byggingu á Hafnarnesi. það ekki bjartsýni mikil að flytja og byggja sér í nesinu? „Nei, það finnst mér ekki, ég er mjög ánægð með það. Ég verð með verslunina áfram og einhverjar skepnur, rollur. Hugsanlega ferða- mannaþjónustu og fleira, ég sé bara til. Það verður bara að koma í ljós hvað mér dettur í hug næst. Það er aldrei að vita,“ sagði Ingibjörg hvergi smeyk. Hún áætlar að flytja inn í nýja húsið sitt fyrir næstu jól. -ÆK DV-myndir Ægir Steinþór Oskarsson við bygging- una. Ingibjörg í verslun sinni í Tungu- holti. íjgmjm I 1 Hvað er TURBO þurrkun? í þurrkkerfinu blæs vélin út heitri gufunni sem hituð er upp af hitaelementinu. Hin fullkomna þurrkun. G r erð undir borðplötu H-82-87, B-60, D-57. Ryðfrítt innra byrði. Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki). Hægt að lækka efri grind með einuhandtaki fjórfalt vatnsöryggiskerfi. Mjög hljóðlát aðeins 47db (re 1 pW). TURBO-þurrkun, þurrkar með heitum blæstri Hægt að stilla start-tíma allt að 12 klst. fram í tímann. Sjálfvirk hurðarbremsa. 12 manna stell. 5 kerfi. BRÆÐURNiR PEISINN Sími 552 0160 Jh/J£ir o</ s/fh/'fíeÁ'a/* i á/H/aí/ JAe/JinUi/e(/i//\ /i/aA&h/un /alzia/íur Kirkjuhvoli - sími 552 0160 senv aaru//átír^ verw/w í a/lf a/f só'nuuui-di. J$Áinns/t/ij/uh Jý/u/i/zUz *<///(//* JáÁi/Ws$/iá/*óöfu/ vee//i/oim/s'i Áuf/jun (H/ -jaÁÁa/\ cU//arÁá /muA oa /aÁÁtíJ (!(//' meJ /oÁiÁi/in t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.