Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Side 52
60
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 TI'V
nn
Ummæli
Meiri sátt en
lítur út fyrir
„Ég held aö þaö muni koma
í ljós þegar farið
verður að vinna út
úr þessu á næstu
vikum og mánuð-
um að það sé um
þetta mun meiri
sátt heldur en lít-
ur út fyrir á
þessu augnabliki.“
Kári Stefánsson, forstj. ís-
lenskrar erfðagreiningar, um
gagnagrunnsfrumvarpið,
í Degi.
Skautað á Visakortinu
„Upp úr tvítugu fór ég í sam-
búð og áður en ég vissi af var
ég eins og sannur íslendingur
kominn í tvö til fjögur störf;
það þurfti að kaupa teppi,
gluggatjöld og ísskáp og við
skautuðum á Visakortinu."
Ólafur Kjartan Sigurðarson
óperusöngvari, í Morgun-
blaðinu.
Ekki klúðra lífi
þínu, kona
„Guðnýju (Guðbjömsdóttur)
veitir ekki af ein-
hverri huggun. Ég
myndi vilja gefa
henni bókina,
Ekki klúöra lífi
þínu, kona.“
Kristín Ástgeirs-
dóttir alþingis-
maður, í Fókusi.
Bjartsýnisverðlaun
íyrir að tóra
„Verðum við að tína dósir
og flöskur úr sorptunnum,
gámum og kringum veitinga-
staði til að eiga fyrir nauö-
þurftum? Sé svo er ég ekki
hissa á því að við eldri borgar-
ar fáum bjartsýnisverðlaun
Framsóknarflokksins fyrir það
eitt að tóra.“
Einar Grétar Björnsson, fyrrv.
sjómaður, í Morgunblaðinu.
Syfjar af ítalska
boltanum
..ítalskur fótbolti er einfald-
lega ekki eins
sterkur og enski
fótboltinn. Ég
verð alltaf syfjað-
ur þegar ég horfi
á leiki í ítalska
boltanum.“
Magnús Péturs-
son, fyrrv. knatt-
spyrnudómari, í DV.
Nú árið er liðið ...
.
„Nú árið er liðið í aldanna
skaut og ALDREI það kemur til
baka“ - þetta er svo kalt og end-
anlegt. Af hverju er ekki hægt
að segja: „Nú árið er liðið í ald-
anna skaut og LÍKLEGA kemur
þaö ekki til baka.“
Jón Gnarr, í Fókusi
Hulda Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar:
Frítírai minn fer í að vera amma
DV, Suðumesjum:
„Það má segja að hingað komi öll
flóra mannlifsins. Sumir fá lánaðar
bækur, aðrir lesa blöðin og enn aðrir
koma til þess að nota tölvur. Böm
koma til þess að lesa og spila og
skólafólk nýtir sér lessalinn," segir
Hulda Björk Þorkelsdóttir, forstöðu-
maður Bókasafns Reykjanesbæjar, en
um þessar mundir eru þrenns konar
timamót hjá Scifninu. Fjörutíu ár em
íiðin á þessu ári frá því safnið var
formlega opnað, fimm ár era siðan
bókasafnið flutti i nýtt og glæsilegt
húsnæði í Kjama og í ágúst sl. tóku
gildi ný lög um almenningsbókasöfn.
HuldaMíjörk hefur verið bæjarbóka-
vörður síðan 1992 að hún tók við
starfinu af Hilmari Jónssyni sem
gegnt hafði því í rúma þrjá áratugi.
Margt hefur breyst í hlutverki
bókasafna á undanfornum árum með
tilkomu tæknibúnaðar og fjölbreytt-
ari gagnakosta. „Ný lög um almenn-
ingsbókasöfn byggjast á stefnu sem
ríkisstjórn íslands hefur mótað um
málefni upplýsingasamfélagsins.
Þessi stefna tekur mið af því að hag-
vöxtur og arðsemi atvinnulífs byggir
nú æ meir á aðgangi að upplýsingum
og hæfileikum til að nýta þær. Með
þessari stefnumótun er leitast við að
tryggja öllum landsmönnum fullan
og jafnan aðgang að þeim nýjungum
og valkostum sem í boði eru. Al-
menningsbókasöfnum er ætlað stórt
hlutverk í þessari framtíðarsýn.
Þeim er m.a. ætlað að vera tækið
sem brúar bilið milli þeirra sem
þegar nýta sér nýja tækni upp-
Hulda Björk Þorkelsdóttir.
DV-mynd Ægir Már
til Suðurnesja árið 1973 og starfaði
fyrst á Bókasafni Keflavíkur en var
síðan skólasafnvörður bæði við
Myllubakkaskóla oog Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja í samtals 20 ár áður
en hún gerðist bæjarbókavörður.
Hún segir starfið bæði krefjandi og
gefandi en hefur þó tíma fyrir ýmis
áhugamál utan vinnu. „Mikið af mín-
um frítíma fer í það að vera amma.
Síðan hef ég mikinn áhuga á hesta-
mennsku og íþróttum og að sjálf-
sögðu bókalestri. Svo eru það skóla-
málin en ég er í skóla- og fræðsluráði
Reykjanesbæjar." Eiginmaður Huldu
er Hörður Ragnarsson viðskiptafræð-
ingur og eiga þau tvo syni, Brynjar,
sem er nemi í sagnfræði, og
Hjört viðskiptafræðing.
Tengdadóttirin heitir
Sigrún Helga Sig-
urðardóttir, nemi í
Tækniskóla ís-
lands. „Síðan á ég
tvö barnabörn,
Ingibjörgu Sess-
elju, 9 ára, og Dag
Funa, sem verður
tveggja ára í apríl og
það er yndislegt hlut-
verk að vera amma.“
-AG
lýsingasamfélagsins og hinna sem
ekki gera það.“
Samkvæmt nýlegri talningu
heimsækja rúmlega 300 gestir bóka-
safnið að meðaltali á dag og um
130% aukning hefur verið á útlánum
safnsins síðan 1990. „Þrátt fyrir alla
þessa nýju miðla þá er enn stærsti
hluti útlána bækur. Þá hafa mynd-
bönd og tónlist bæst við en fjöldi út-
Maður dagsins
lána er þó ekki eini mælikvarðinn á
starfsemi bókasafna. Við erum í
samstarfi við 13 almenningsbókasöfn
á landinu um að búa til vef-
bókasafn. Þetta verkefni er
hugsað sem tæki til að
auðvelda almenningi að-
gang að Netinu og
þeim aragrúa af not-
hæfum upplýsingum
sem þar er að finna
en einnig sem viðbót
við safnkost bóka-
safnanna."
Hulda Björk er Ár-
nesingur, uppalin á
Laugarvatni
en flutti
Bellatrix leikur á Gauknum í
kvöld.
Jólatónleik-
ar Bellatrix
Bellatrix eða Kolrassa
krókriðandi, eins og hljóm-
sveitin hét áður en hún fór
á vit heimsfrægðar í höfuð-
borg poppmenningarinnar,
London, heldur jólatónleika
á Gauki á Stöng í kvöld en
hljómsveitin hefur sent frá
sér átta laga plötu
sem fengið hefur
góðar viðtökur.
Platan kom einnig
út á Bretlandseyj-
um þar sem hún
hefur fengið já-
kvæða umfjöllun í
breskum fjölmiðl-
um undanfarið.
Þess má geta að
Bellatrix var valin best af
100 nýjum hljómsveitum
sem komu fram á In the
City í Manchester á haust-
mánuðum. Var þátttöku
hljómsveitarinnar á hátíð-
Skemmtanir
inni getið í öllum helstu
popptímaritum Englands. Á
Gauknum í kvöld mun Bell-
atrix frá óvænta gesti í
heimsókn.
Reykháfur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
Össur Skarphéðins-
son ræðir um virkj-
unarframkvæmdir
annaö kvöld.
Hugvekja um fyrirhugaðar
virkjunarframkvæmdir
Dagana 17. til 27. desember stendur
hópur stúdenta fyrir hugvekju um
fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir
á hálendinu. Fyrst og fremst er mark-
miðið að skapa málefnalega umræðu,
miðla upplýsingum og draga fram í
dagsljósið sem flestar hliðar á málinu
- gera umræðuna fjölbreyttari en
hún hefúr hingað til verið og hvetja
fólk til að kynna sér málstaðinn og
meta á eigin forsendum. Fara um-
ræðurnar fram í stofu 101 í Odda þar
sem flutt verða erindi. Þar munu
taka til máls vísindamenn, rithöfund-
ar, heimspekingar, stúdentar og aðr-
ir sem láta sig málið varða.
Sumarhöllin, á horni Hjarðarhaga
og Suðurgötu, verður opin alla dag-
ana sem vettvangur fyrir óformlega
umræðu og skoðanaskipti. Þar munu
tveir heimspekinemar halda til og
fasta í tíu daga til að leggja áherslu á
mikilvægi þess að fara sér hægt og
------------------ígrunda vel
Samkomur f vand!u^
__________________hverjar af-
leiðingar virkjunarframkvæmda
munu verða fyrir náttúruna, fólkið í
landinu og komandi kynslóöir. Hægt
verður að fylgjast með Hungurvök-
unni á Netinu - visir.is.
Þeir sem koma fram í Odda í kvöld
era: Róbert H. Haraldsson heimspek-
ingur, Skúli Skúlason líffræðingur,
Jón Kalmansson heimspekingur,
Auður Jónsdóttir rithöfundur og
Bubbi Morthens.
Annað kvöld koma fram Þor-
steinn Hilmarsson, upplýsingafull-
trúi Landsvirkjunar, Árni Finnsson
heimspekingur og Össur Skarphéð-
insson þingmaður. Fyrirlestrarnir
hefjast kl. 20 bæði kvöldin.
Bridge
„Venjulega sér maður svona stöðu
aðeins í bókum en ekki við spilaborð-
ið,“ sagði Sverrir Ármannsson viö
dálkahöfund um spil dagsins. Það
kom fyrir í hraðsveitakeppni Bridge-
félags Reykjavíkur síðastliðinn mið-
vikudag. Langflestir spiluðu 4 hjörtu
á hendur NS og þeir voru furðu marg-
ir, sagnhafarnir, sem fóru niður í
þeim samningi eftir spaðakóng út hjá
vestri. Suður gjafari og AV á hættu:
* 1052
* 10976
* KD7
* ÁKG
4 KD87
44.
4 10642
* D7542
4 ÁG94
* D85432
4 Á83
* -
Spilið virðist vera sterkt á pappír-
unum og fáar stöður sem geta ógnað
samningnum. Ein staða er þó hættu-
leg en hún er sú að vörnin fái 3 slagi
á tromp, auk spaðaslags. Þeir sagnhaf-
anna sem fóru niður á spilinu drápu á
spaðaásinn, spiluðu tígli inn á háspil
í blindum og síðan hjarta að drottn-
ingunni (eða jafnvel litlu hjarta að
heiman). Sagnhafi
fær hins vegar
sjaldgæft tækifæri
til að tryggja sig í
stöðunni og þeir
vora örfáir sem
nýttu sér hana.
Hún felst í því að
drepa á spaðaásinn
í upphafi, spila tígli
á kóng, taka á tvo
hæstu í laufi og henda spöðum heima.
Þegar því hreinsunarverki er lokið er
tímabært að spila hjarta úr blindum.
Hin slæma lega í trompinu dugar
austri lítt því sagnhafi getur spilað sig
aftur inn á tígul og tromp aftur að
drottningunni. Meðal þeirra sem
einnig fundu þessa öryggisspila-
mennsku var nafni Sverris, Kristins-
son, úr sveit Nýherja. Hraðsveita-
keppni BR lauk með næsta öraggum
sigri sveitar Sævars Þorbjörnssonar
en Sverrir Ármannsson var einn af
liðsmönnum hennar.
ísak Örn Sigurðsson
Sverrir
Ármannsson