Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 5 Fréttir Skýrsla fíkniefnadeildar tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli fyrir árið 1998: Forstjóri í fíkniefnasmygli „Við höfum verið með nýjar áherslur í gangi sem við getum ekki tjáð fjölmiðlum frekar um og það af skiljanlegum ástæðum. Hins vegar er sú vinna að skila okkur árangri að fylgst er með fíkniefnainnflytj- endum frá því þeir fara héðan. Þar kemur til góð samvinna tollyfirvalda og lögreglu hér- lendis og starfs- bræðra erlend- is,“ sagði Elías Kristjánsson, deildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflug- velli, við DV vegna skýrslu fíkniefnadeild- ar tollgæslunn- ar á Keflavíkur- flugvelli um haldlagningu fikniefna og ólöglegra efna árið 1998. Samvkæmt skýrslunni fúndust 2.872 grömm af hassi í fyrra, 4.314 grömm árið 1997, 15.849 grömm árið 1996. 260 grömm af amfetamíni fundust í fyrra á móti 376 grömmum 1997 og 3.745 grömmum 1996. Þá lagði tollgæslan hald á 2.033 ecstasy töflur á móti 2.026 töflum 1997 en árið 1996 voru þær tvær. Hald var lagt á 630 grömm af kókaíni sem er töluvert meira en árin á undan, 1997 var lagt hald á 174 grömm en árið 1996 fannst ekkert. Þrjú grömm af marihuana fundust við leit tollvarða á móti 338 grömmum 1997 og 5 grömmum 1996. Lagt var hald á ýmis lyf í töfluformi, megrunarlyf og stera, svo að eitthvað sé nefnt, 9.114 töflur í fyrra á móti 77.998 töflum árið á tmdan. Guggnuðu Þess má geta að efni fúndust einnig inni í komusal flug- stöðvar þar sem burðardýr eða fíkniefna- innflytjendur hafa skyndilega hætt við að fara með efnin í gegnum toll- skoðun vegna aukins eftirlits. Burðardýr á öllum aldri sjá um að koma fíkniefnum inn í landið. Á þess- um myndum má sjá hvernig roskinn maður, sem tollgæslan gómaði, hefur komið hassi fyrir undir vafningi á bak- inu og á kálfunum. Alls voru 39 farþegar kærðir eða handteknir með ólögleg efiii, notuð áhöld til neyslu þeirra eða af öðrum ástæðum. Meðal þeirra handteknu óg kærðu eru 3 verslunarmenn, 3 verkamenn, 3 sölumenn, 2 öryrkjar, einn sjómaður, einn forstjóri, einn eigandi líkamsræktarstöðvar, einn atvinnuljósmyndari, 5 iðnaðar- menn, einn flugvirki, 2 nemar og einn framkvæmdastjóri. Aðrir voru atvinnulausir eða atvinna ókunn. Áætlað götuverð hassins er 1.500 krónur grammið, kókaínsins 8.000-12.000 krónur grammið, am- fetamínsins um 4.000 krónur gram- mið meðan ectasy töflur ganga á í kringum 3.500 krónur taflan. Tölur yfir haldlögð efni þar sem íslendingar komu við sögu í desem- bermánuði bæði hérlendis og er- lendis eru óhugnanlegar. Lagt var hald á 12 kíló af hassi, 730 grömm af kókaíni og 3.400 grömm af am- fetamíni. Greinilegt er að mesta þörfin fyrir efnin er í jólamánuðin- um. Tadið er að tollyfírvöld nái 3-7% af efnunum sem farið er með inn í landið. -hlh Bjóðum hagstæð lán, til allt að 60 mán. VEXTIR FRÁ 5%| Þú getur líka fengið Visa- eða Euro- raðgreiðslur. Opið virka daga frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 13-17. Fiat Uno 45 '91, ek. 104 þús. km. Ásett verð: 320.000 Tilboðsverð: 230.000 Toyota Corolla XL '89, ek. 160 þús. km. Ásett verð: 390.000 Tilboðsverð: 270.000 Mazda 323 LX '87, ek. 150 þús. km. Góður bíll. Ásett verð: 230.000 Tilboðsverð: 170.000 Mazda 626 GLX '87, ek. 210 þús. km. Ásett verð: 290.000 Tilboðsverð: 130.000 Grand Cherokee Laredo '96, ek. 26 þús. km. Ásett verð: 3.200.000 Tilboðsverð: 2.990.000 Peugeot 405 SRi stw '91, ek. 125 þús. km. Ásett verð: 790.000 Tilboðsverð: 630.000 Cherokee Laredo 4,0I '89. Ásett verð: 990.000 Tilboðsverð: 720.000 Daihatsu Charade SG, 4 d., '91, ek. 140 þús. km. Ásett verð: 390.000 Tilboðsverð: 250.000 Nissan Primera 5 d., ssk., '93, ek. 110 þús. km. Ásett verð: 980.000 Tilboðsverð: 850.000 Volvo 740 GL '91, ek. 120 þús. km. Ásett verð: 1.050.000 Tilboðsverð: 880.000 Grand Cherokee Orvis '95, ek. 83 þús. km. Ásett verð: 3.200.000 Tilboðsverð: 2.990.000 Peugeot 306,5 d., m/spoiler '98, ek. 37 þús. km. Ásett verð: 1.200.000 Tilboðsverð: 1.100.000 Chrysler Stratus '95, ek. 80 þús. km. Ásett verð: 1.590.000 Tilboðsverð: 1.390.000 Peugeot 306, 5 d., ek. 23 þús. km, '98. Ásett verð: 1.240.000 Tilboðsverð: 1.100.000 Renault.19RN '95, ek. 76 þús. km. Ásett verð: 840.000 Tilboðsverð: 700.000 Grand Cherokee Laredo '93, ek. 107 þús. km. Ásett verð: 2.100.000 Tilboðsverð: 1.990.000 NYBYLAVEGUR 2 • SIMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.