Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 11 Fréttir 15 manna sérfræðingalið annast um ættfræðina fyrir gagnagrunn á heilbrigðissviði: Framhjáhald er áhyggju- efni erfðafræðinganna - 600 þúsund íslendingar verða í ættfræðigrunninum sem nýtast mun gagnagrunni á heilbrigðissviði Samstarf tölvufyrirtækis Friðriks Skúlasonar og íslenskrar erfða- greiningar hefur staðið í rúm tvö ár og heldur áfram fram á næstu öld. Friðrik segir að samstarfið komi þannig til að hann hafi verið kom- inn með gagnagrunn sem innihélt nöfn um 85% þekktra íslendinga fyrr og síðar og helming tenginga þeirra á milli. Islensk erfðagreining þurfti einmitt á slíkum gagna- gnmni að halda og sá sér hag í að gera samning við Friðrik um að annast um ættfræðihliðina á verk- efninu sem við blasir, kortlagningu á erfðavísum íslendinga, sem mögu- leg er með samspili ættfræði og læknisfræði. Til varð samstarfs- verkefni sem er í fullum gangi og byggist á forritinu Islendingabók. Afurðin sjálf, ættfræðigrunnurinn, hefur hins vegar ekki fengið nafn. „Við erum að búa til gagnagrunn sem þeir munu nýta til læknisfræði- legra rannsókna og hafa einkaleyfi á honum í því skyni. Ég mun aftur á móti gefa hann út til almennings til ættfræöigrúsks," sagði Friðrik Skúlason í samtali við DV. - En hversu áreiðanlegar eru upplýsingar um faðerni íslendinga? Og getur íslensk erfðagreining mögulega komið upp um meint framhjáhald fyrri tíma? „Setjum sem svo að um sé að ræða rangfeðrunardæmi, til dæmis að Jón Jónsson sé sagður sonur Jóns Pálssonar, sem við skráum hjá okkur. Síðan komast þeir að því hjá íslenskri erfðagreiningu, sem hafa einhverja blóðdropa úr báðum mönnunum, að vísindalega séð sé ekki möguleiki á að þeir séu blóð- tengdir. Þessar upplýsingar geta þeir hins vegar ekki látið okkur hafa til baka. Upplýsingaflæðið milli okkar og íslenskrar erfða- greiningar er aðeins frá okkur til þeirra," segir Friðrik Skúlason. Upplýsingar í gagnagrunninn koma víða að. Notuð eru útgefin ættfræðirit, kirkjubækur, manntöl, minningargreinar, alls konar lítil niðjatöl sem tekin hafa verið saman fyrir niðjamót og þannig mætti lengi telja. Mikið til er þetta fært inn á tölvur. Meira en milljón fæddir íslendingar „Viö stefnum að því koma á einn stað öllum þeim ættarupplýsingum sem til eru, úr öllum handbærum heimildum," sagði Friðrik. Rúmlega 600 þúsund fslendingar eru finnan- legir í skráðum gögnum gegnum aldimar. Friðrik segir að reikna megi með að íslendingar sem fæðst hafa frá landnámi íslands kunni að vera á bilinu 1,2 til 1,5 milljónir tals- ins. En ekki skila öll nöfn sér i þeim gögnum sem til eru. „Jón Jónsson, vinnumaður á Litlabæ í Smáusveit, maður sem gerði ekkert af sér, fór ekki í dóma- bækur, átti ekki böm í lausaleik og borgaði sín gjöld. Hann hreinlega týnist í kerfinu," sagði Friðrik. Rangfeðranir hafa átt sér stað á öllum tímum. Líkumar á rangfeðr- un barns eru taldar vera 2 til 10%, að mati sérfræðinga. Friðrik segir að sennilega sé rökrétt að miða við 3 til 5% rangfeðranir en af þeim sökum sé ættfræði orðin gjörsam- lega ómarktæk þegar komið er aftur á landnámsöld. Afar ósennilegt sé að leggur sem rakinn er frá núlif- andi fólki aftur á landnámsöld haldi. Hann geti varla verið réttur. „Ættfræðingar era í þessu ánægj- unnar vegna, þetta er eins og frí- merkjasöfnun, þannig lagað. Ánægj- an er að tína saman upplýsingar sem era réttar samkvæmt opinber- um heimildum og bæta þær. En Þannig lítur ættar“tré“ undirritaðs blaðamanns út. Friðrik var fljótur að kalla fram alla þá fjölmörgu sem haft hafa af því veg og vanda gegnum aldirnar að útvega DV blaðamanninn! Ættartréð nær til 16. aldar en rekja má lengra aftur, allt til komu fyrstu landnámsmanna. Húsbyggjendur á nýju og fögru svæði, Hraunsholti, vestast í Garðabæ: Kvartað yfir vatns- og rafmagnsleysi Talsvert hefur borið á kvörtun- um af hálfu þeirra sem hafa fengið úthlutað lóðum í Hraunsholti í Garðabæ frá og með 1. nóvember vegna þess að húsbyggjendum hef- ur hvorki tekist að „vera tengdir" við vatn eða rafmagn og allra síst síma. Sumir hafa þurft að bregða á það ráð að keyra ljósavélar sem þeir hafa fengið leigðar um stund- arsakir fyrir talsverðan pening. Hraunsholt er vestast í Garðabæ á ægifogram stað sem hallar í átt- ina að Álftanesi. Þaðan er útsýni yfir Reykjanesskagann til suðurs, Álftanesið og Snæfellsnesið til vest- urs og að Akrafjalli og Esjunni til norðurs. Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, sagði við DV að eftir því sem hann hefði fengið upp- lýst væri þegar búið aö tengja raf- magn og kalt vatn við umræddar byggingarlóðir - það væri til stað- ar. „Menn yrðu bara að bera sig eft- ir því að hafa samband við Raf- magnsveitu Hafnarfjarðar. Bæjar- stjóri sagði að rafmagnið væri sam- kvæmt upplýsingum hans nýtil- komið. Gert er ráð fyrir 1.200 manna byggð við Hraunsholt á 430 lóðum. 230 lóðum hefur þegar verið úthlut- að, að sögn bæjarstjóra. Gröfur, grunnar og veggir á framstigi era þegar tekin að sjást á holtinu. -Ótt Hluti starfsliðsins sem vinnur að ættfræðirannsóknunum undir stjórn Frið- riks Skúlasonar. Á borðinu eru kirkjubækur, gamlar íbúaskrár og simaskrár. Gagna er vi'ða aflað. Á myndinni eru Björn Arnarson, sem situr, en standandi frá vinstri eru Kristín Halla Helgadóttir, Sesselja Jónsdóttir, Pétur Atii Lárus- son og Anna Halldórsdóttir. DV-mynd GVA hvort upplýsingamar era réttar eða ekki skiptir þá minnstu máli. Það er hins vegar áhyggjuefhi erfðafræð- inganna hvort þessar upplýsingar era raunverulega réttar eða ekki,“ sagði Friðrik Skúlason. Jafnvel móðurleggur svíkur Friðrik segir að ekki sé alltaf hægt að treysta móðurleggjum. Rang- mæðranir séu líka til, þótt sjaldgæfar séu. Hann nefnir dæmi frá því snemma á 19. öldinni að bóndi nokk- ur bamaði vinnukonu sína sem var hið versta mál, enda blasti við að hann fengi dóm fyrir. Málið var leyst á þann hátt að húsmóöirin bætti á sig koddum og púðum og þóttist ólétt og lést eiga barnið þegar það kom í heiminn. Þetta var reynt en upp komst um ráðabraggið. „Nú á tímum ætti svona lagað sér varla stað. Nema í ættleiðingum. í sumum tilvikmn eru upplýsingar opinberar og ekkert vandamál. í öðram tilvikum er farið með ætt- leiðingar sem algjört trúnaðarmál. Þá stendur kannski í opinberam plöggum sem við eigum aðgang að að foreldrar viðkomandi barns séu þeir einstaklingar sem era í raun kjörforeldrar. Við höfum ekkert svæ við þessu, en það er ljóst að villur sem stafa af þessu verða í upplýsingunum frá okkur. En engur að siður, við teljum að upplýsing- amar verði 95% réttar, kannski vel það,“ sagði Friðrik Skúlason. Verkefnið sem er í gangi hjá Frið- riki er langtímaverkefni. í dag vinna 15 manns að ættfræðirann- sóknum, hámenntað fólk, sagnfræð- ingar, mannfræðingar, þjóðfræðing- ar, bókmenntafræðingar og kvenna- fræðingar. Auk þess vinna 15 starfs- menn hjá Friðriki Skúlasyni ehf. við upphaflegt verkefni fyrirtækis- ins, baráttuna gegn tölvuvírusum. Friðrik segir að sjálfur hafi hann verið eins konar fikill á ættfræði allt frá unga aldri og sé enn. Hann samdi Espólín, ættfræðiforrit sem víða er í gangi, en þarf að skrifast upp á nýtt fyrir nýja tölvukynslóð. -JBP Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Útdráttur 24. desember 1998 Vinningar: Nissan Patrol 2,8 tdi SE+. Verðmæti kr. 3.950.000. Miði nr. 90888 Subaru Forester SUV AX. Verðmæti kr. 2.135.000. Miðar nr. 33745 61230 136265 Subaru Impreza LX. Verðmæti 1.542.000. Miðar nr. 10566 17897 27298 32342 51825 60012 138986 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 11—13, Reykjavík, sími 581 4999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.