Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 W Iþróttir unglinga_______________________________________________________________________________________dv Að ofan er silfurlið Fjölnis í 5. flokki kvenna sem stóð sig afar vel og átti í mjög harðri baráttu við KR. Að neðan er Agnes Þóra Árnadóttir fyrirliði og hetja KR í sama leik en þrátt fyrir að vera með 38 stiga hita lét hún það ekki á sig fá og tryggði liði sínu sigur í leiknum. Til vinstri eru markaskorarar Valsstúlkna í úrslitaleik 4. flokks. Frá vinstri: Auður Hanna Guðmundsdóttir, Signý Heiða Guðnadóttir og Ragnhildur Erna Arnórsdóttir sem er fyrirliði liðsins. Til hægri er lið Fjölnis sem varð í ■vöðru sæti og fyrir neðan til ^^whæqri er sigurlið Vals í 4. flokki. m Reykjavíkurmótið í innanhússknattspyrnu 1999: Fýrstu titlar arsms hjá KR í 5. flokki kvenna og Val í 4. flokki Árið 1999 hefst jafnan með Reykjavíkur- mótinu í innanhússknattspymu og fóru fram sjö úrslitaleikir í yngri flokkum á sunnudaginn. Fyrstu tveir Reykjavíkur- meistararnir voru KR-ingar í 5. flokki kvenna og Valsarar í 4. flokki kvenna Veik en ómetanleg í lokin KR vann Fjölni, 1-0, í hörkuspennandi úrslitaleik 5. flokks kvenna sem á endanum fór í framlengingu og réðst á sigurmarki 25 sekúndum fyrir leikslok. Sigurmarkið gerði Agnes Þóra Ámadótt- ir sem var veik i leiknum og spilaði því lengstum í marki. En þegar var komið fram í seinni hálfleik framlengingarinnar ákvað Gauti Grétarsson þjálfari að senda hana fram og það var ekki að sökum að spyrja, hún svaraði trausti þjálfarans með því að skora glæsilegt sigurmark skömmu síðar. Agnes var ákveðin í að spila leikinn þrátt fyrir 38 stiga hita en sagðist hafa fljótt ver- ið komin með hlaupasting þegar hún fór út. Hún var þó viss um eitt eftir að hafa tekið við bikamum, hún ætlaði að fara beina leið heim og upp í rúm til að reyna ná sér út úr þessum veikindum. Valur vann einnig á sigurmarki í 4. flokki kvenna vom Fjölnisstúlkur komnar líka í úrslit, nú gegn Valsstúlkum, og úr varð ekki síðri hörkuleikur en sá sem Meistarar KR: Agnes Þora Arnadottir, Tinna Laxdal Gautadottir, Þórunn Friðriksdóttir, Sif Sigþórsdóttir, Gyða Björnsdóttir, Birta Aradóttir, Sigurlaug Friðþjófsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Rósa Ingólfsdóttir og Ólöf Skaptadóttir. var lyst a undan. Valur vann a endanum, 3-2, eftir að Fjölnir hafði komist aftur inn í leikinn eftir góða byrjun Hlíðarenda- stúlkna. Sigurmark Vals gerði Signý Heiða Guðnadóttir skömmu fyrir leikslok en þær Auður Hanna Guðmundsdóttir og Ragnhildur Ema Arnórsdóttir skoruðu hin mörkin. Meira verður fjallað um úrslitaleikina á næstu unglingasíðum. -ÓÓJ Meistarar 5. flokki kvenna KR-Fjölnir ........1-0 4. flokki kvenna Valur-Fjöinir......3-2 3. flokki kvenna KR-Valur ...........2-1 6. flokki karla Víkingur-KR..........5-2 5. fiokki karla KR-Fram ............1-0 4. Qokki karla Þróttur-Fjölnir .... 5-4 3. Qokki karla Fylkir-Þróttur ......2-0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.