Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Qupperneq 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999
Sviðsljós___________________________________________
Aðlaðandi er konan ánægð:
Susan heldur sér
ungri með kynlífi
Susan Sarandon hefur fundið lyk-
ilinn að eilífri æsku, eða því sem
næst: Kynlíf eins og maður þolir og
engin kolvetni.
Hollywoodleikkonan fræga er
orðin 52 ára en hefur í tíu ár búið
með sér tólf árum yngri manni, leik-
aranum Tim Robbins.
Susan var á dögunum tilnefnd til
Golden Globe-verðlaunanna fyrir
leik sinn i kvikmyndinni Stjúp-
mömmu. Vinkona hennar og mót-
leikari, Julia Roberts, reið aftur á
móti ekki feitum hesti frá þeirri til-
nefningu.
Þótt Susan sé pínulítið ellileg í
Stjúpmömmu, hún er jú fárveik í
þeirri ágætu mynd, er hún afskap-
lega ungpíuleg þegar hún er bara
hún sjálf, í svörtum leðurjakka og
þröngum buxum og með koparrautt
hárið.
„Sg hef breyst, það er ekki spurn-
ing,“ segir Susan í viðtali við
Susan Sarandon og Julia Roberts leika saman i kvikmyndinni Stjúpmömmu.
Susan var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir frammistöðuna.
norska blaðið VG og brosir sínu
breiðasta. „En ef maður hefur já-
kvæða afstöðu til lífsins held ég að
fólk taki ekki eftir hrukkunum."
Susan hefur forfært margan
sveininn á löngum kvikmyndaferli
og er ekkert á því að leggja slíka
iðju af, þótt hún hafi aðallega leikið
mæður upp á síðkastið. í næstu
mynd lendir hún til dæmis í heitu
ástarævintýri með Stephen Dorff.
„Ég veit ekki hvort fólk kemur til
með að sætta sig við það,“ segir
leikkonan. Skýringin er einföld, að
hennar mati. Bandaríkjamenn eiga
nefnilega enn bágt með að viður-
kenna að konur geti verið kynferð-
islegar eftir að þær eignast böm.
Sjjálf eignaðist Susan bömin sín
frekar seint. Elsta barnið, hina 13
ára Evu, átti hún með ítalska leik-
stjóranum Franco Amurra. John
Henry, 9 ára, og Miles, 6 ára, em
synir Tims Robbins.
Turner bað
kærastans
Anna prinsessa var iðnust
bresku konungsfjölskyldunnar
við opinber skyldustörf á síðasta
ári. Samkvæmt athugun breska
blaðsins Times var prinsessan
viðstödd 679 athafnir. Móðir
Önnu, Elísabet Englandsdrottn-
ing, var ekki nærri því eins dug-
leg. Hún fækkaði störfum sínum
um fimmtung enda farin að
reskjast.
Tinu Turner, sem er orðin 60
ára, þykir kominn tími til að
ganga í hjónaband á ný þannig að
hún bað um hönd kærasta síns.
Þjóðverjans Erwins Bachs sem er
16 ámm yngri en hún. Hjónavígsl-
an er sögð munu fara fram í Los
Angeles i júní á næsta ári. Turtil-
dúfumar búa annars að mestu í
Sviss og Frakklandi.
Anna prinsessa
önnum kafin
Stórleikarinn Nick Nolte kom til frumsýningar myndarinnar The Thin Red Line með leikkonunni Vicki Lewis. Nolte
leikur f kvikmyndinni sem fjallar um flokk hermanna í harðvítugri orrustunni um Guadalcanal í síðari heimsstyrjöld-
inni. Kvikmyndin hefur vakið mikla athygli vestanhafs.
Cher lyftir hulunni
Það hefur löngum verið fullyrt að
svo mikið af gerviefnum væri í
Cher að hvorki sýrubað né loftstein-
ar gætu grandað henni. Orðrómur
um allar lýtalæknisaðgerðirnar
hófst þegar þýskt tímarit birti mynd
af Cher með merkingum á sem sýna
áttu hvað hefði verið lagfært. Nú
hefur hún sjálf lyft hulunni af þeim
fegurðaraðgerðum sem hún hefur
látið framkvæma á sér.
Ferill Cher á skurðarborðinu
hófst þegar hún sá sjáffa sig fyrst á
hvíta tjaldinu. Henni þótti nefið of
áberandi og lét lagfæra það. Þar
sem laginu á nefinu var ekki breytt
tóku fáir eftir lýtalæknisaðgerðinni.
Eftir að Cher eignaðist dótturina
Chastity 1969 leitaði hún aftur til
lýtalæknis. í þetta sinn lét hún
lappa upp á brjóstin. Brjóstunum
var lyft en þau voru ekki stækkuð,
að því er Cher heldur fram.
Cher hefur verið með há kinn-
bein ffá unga aldri. Tennumar voru
hins vegar skakkar svo henni þótti
nauðsynlegt að rétta þær.
Húðflúr var einkenni Cher fyrr á
árum. Nú er það orðið svo algengt
að hún þarf ekki á slíku að halda til
að vera öðruvísi en aðrir. Þess
vegna velta menn því fyrir sér
hvort næsta aðgerð verði ef til vill
Söngkonan og leikkonan Cher. að láta fjarlægja húðflúrið.
Fyrsti kossinn í
fjórða bekk
Hjartaknúsarinn Brad Pitt hef-
ur upplýst að hann hafi verið í
fjóröa bekk þegar hann fékk
fyrsta kossinn. Hann og vinkonan
hafi mælt sér mót í bílskúr heim-
ilis vinar hans eftir skólatima.
„Við stóðum þar dauðhrædd í 45
mínútur áður en við þorðum.
Nokkrum augnablikum eftir koss-
inn hlupum við hvort í sína átt-
ina.“
Brad viðurkennir að ástarlífið
hafl orðiö flóknara þegar árin
liðu.
Banderas í
víkingamynd
Hvað eftir annað hefur
frumsýningu
víkingamyndarinnar með
Antonio Banderas, Omar Sharif,
Dennis Storhoj og Mariu
Bonnevie verið frestað. Nú hefur
verið ákveðið að myndin verði
frumsýnd í Bandaríkjunum í júní
næstkomandi. Myndin er byggð á
sögu Michaels Crichtons, The
Eators of the Dead. Banderas
leikur araba sem slæst í fór með
víkingum til norðurs.
Pavarotti hefur
lést um 10 kíló
Óperusöngvaranum Luciano
Pavarotti líður miklu betur eftir
að hafa lést um 10 kíló frá því í
haust. Þegar ástandið var sem
verst var söngvarinn 150 kíló.
Heilsan var orðin slæm og þrekið
ekkert. Það var ekki um annað að
ræða en að fækka björgunar-
hringunum um mittið. Hann ætl-
ar að halda áfram í megruninni.
„Þetta er allt spuming um vilja