Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 Spurningin Lesendur Hvernig fannst þér áramótaskaupið? Fanney Jónsdóttir nemi: Mér fannst það ekkert sérstakt. Steinunn Sveinsdóttir útivinn- andi: Mjög skemmtilegt. Kári Ragnarsson nemi: Frábært. Adolf Lúðvíksson nemi: Ekkert spes. Bjargey Ingólfsdóttir nemi: Mér fannst það betra en í fyrra. Afgerandi sam- staða ræður miklu Herhvöt til aldraöra: Afgerandi samstaða þeirra 30 þúsund landsmanna sem eru yfir sextugt get- ur ráðið miklu um það hverjir veljast til setu á Alþingi næsta kjörtímabil. Ellilífeyrisþegi skrifar: Rétt fyrir jólin greiða alþingis- menn atkvæði um það hversu ráða- mönnum þóknast að skammta okk- ur til lífsviðurværis á næsta ári, en samkvæmt framlögðu fjárlagafrum- varpi er lagt til að hækka bætur al- mannatrygginga um 3,65%, og frí- tekjumarkið einnig um sömu pró- sentu 1. sept. 1999. - Sem sé; eftir kosningar. Takið eftir því. Hvað skyldu svo þessi 3,65% gera margar krónur á mánuði á ellilaun- in og tekjutrygginguna hjá ein- hleypingi, sem fær t.d. um 25 þús. kr. úr lífeyrissjóði? - Ellilífeyrir kr. 15.123 x 3,65% gerir kr. 552 í hækk- un á mánuði, en eftir skatt standa eftir hvorki meira né minna en 337 krónur. Það munar aldeilis um það! Full tekjutrygging kr. 27.824 x 3,65% gerir 1016 krónur í hækkun á mánuði, eftir skatt 620 krónur. Hugsið ykkur! Hvort tveggja sam- tals heilar 957 krónur á mánuði. Já, það er reisn yfir þessu frá þeim full- trúum fólksins á Alþingi íslendinga sem telja þetta sæmandi. Og það i þessu svokallaða góðæri sem sjálf- umglaðir ráðamenn guma óspart af í tíma og ótíma. Nú er meira en tímabært að við, aldraðir, forum sjálfir að gefa þess- um málum meiri gaum en hingað til. Forystumenn okkar í félögum aldr- aðra virðast hugsa meira um afþrey- ingarmálin en íjárhagslega afkomu félagsmanna, en gamla fólkið þarf að hafa efni á því að fara á skemmtan- irnar og í ferðalögin. Ég fullyrði, að það er mjög stór hópur aldraðra sem hefur það ekki, og þarf að velta hverri krónu milli handa sér til að eiga fyrir lífsnauðsynjum. Draga á úr því að tekjur maka ör- yrkja skerði tekjutryggingu öryrkj- ans, og er það hið besta mál, en eft- ir því sem ætla má af umræðum á þingi fyrir skömmu var ekki að heyra á heilbrigðisráðherra að breyta ætti þessu gagnvart ellilaun- unum, sem þá væntanlega þýðir um leið að öryrkinn lendir aftur i þess- ari skerðingu þegar hann verður 67 ára. Eða hvað? Ekki er ósennilegt að a.m.k. þing- menn stjórnarandstöðu og e.t.v. þeir huguðustu úr röðum stjórnarflokk- anna freisti þess að fá fram ein- hverjar breytingar á frumvarpinu, t.d. með hækkun frítekjumarks strax eða að á hluta lífeyrissjóðs- greiðslna falli 10% skattur eins og annan peningasparnað. Þessar greiðslur eru ekkert annað en lög- bundinn sparnaður launþegans í gegnum tíðina, og sem hann er nú að taka út - og hefur áður greitt tekjuskatt af. Afgerandi samstaða þeirra 30 þúsund landsmanna sem eru yfir sextugt getur ráðið miklu um það hverjir veljast til setu á Al- þingi næsta kjörtímabil. Á ráðherra að nota valdið í eigin þágu? Ólafur Guðmundsson skrifar: Eina ferðina enn notar ráðherra eða embættismenn aðstöðu sína til að klekkja á annarri manneskju sem ekki hefur sömu aðstöðu og þeir. í krafti embættis síns segir ráðherra að formaður Friðar 2000 sé óábyrgur maður vegna mót- mæla hans við ráðherrann. Einnig neitar ráðherrann að láta ráðu- neyti sitt aðstoða hann og notar embættið þannig í eigin þágu til að hefna sín á honum. Það skýtur skökku við að land eins og ísland sem ætti að vera í fararbroddi í heiminum fyrir friði á jörðu skuli reyna að koma í veg fyrir að börn- um í írak sé hjálpað. Milljónum barna sem svelta og eru sjúk og lyfjalaus. Ráðherrann ætti frekar að hjálpa til, hann væri betri mað- ur á eftir. Einu megum við ekki gleyma. Það voru Bandaríkjamenn og Bret- ar sem komu Saddam Hussein til valda og létu hann hafa vopn. Þeir vita upp á hár hvað hann hefur undir höndum af vopnum. Hann var leppur þeirra til að berjast við klerkastjórnina í íran. Og það var markmið Breta og Bandaríkja- manna að hann útrýmdi þeim. Ekki tel ég að formaður Friðar 2000 sé friðarboðinn sem Nostradamus spáði fyrir um. En hann hefur hugsjón sem hann hef- ur rétt til að framkvæma án ofbeld- is. Enginn hefur rétt til að koma í veg fyrir það. Nýtt Lúxemborgarflug - áfram að hætti Flugleiöa hf. þjónusta allan Birgir Sigurðsson skrifar: Margir voru að vona að senn birti til í samgöngumálum okkar íslend- inga um leið og Flugleiðir hf. hættu flugi sínu til og frá Lúxemborg, með því að nýr eða nýir aðilar tækju upp þráðinn og byðu nú viðráðanleg far- gjöld. En ónei. Flugfélag þeirra í Lúxemborg, Luxair, ætlar að hefja flug milli landanna en þó ekki fyrr en í vor og aðeins yfir sumarið. Far- gjöld verða í takt við þau er Flug- leiðir buðu og markaðssetning verð- ur í samvinnu við Flugleiðir að því er kemur fram í frétt um málið. Einnig verða brottfarartímar Luxa- Fulltrúar Luxair og Flugleiða kynna flug milli íslands og Lúxemborgar. - Ekki sú himnasending sem margir vonuðu, segir m.a. í bréfinu. ir héðan á versta tíma sem hugsast getur, ýmist að kvöldi til eða yfir blánóttina, þannig að farþegar neyð- ast til að kaupa hótel í Lúxemborg eða bíða af sér nóttina á flugvellin- um í Lúxemborg til að ná fram- haldsferðum frá landinu. Allt er þetta því að hætti Flug- leiða hf. og enn hafa Flugleiðir und- irtökin í samgöngum til og frá land- inu og algjöra einokun á Amer- íkuflugi. Verðlag á flugi héðan er alltof hátt og er raunar ekki á færi annarra en auðkýfinga eða hálauna- manna að stunda ferðalög héðan - nema með því að láta sér lynda pakkaferðir til fyrir fram ákveðinna staða. - Lúxemborgarflug hið nýja er því ekki sú himnasending sem margir höfðu vonað. I>V Ruglað þjóð- skáld undir rúmi Kristófer hringdi: Ég horfði á sjónvarpsleikritið Dómsdag á 2. jóladag. Það sem mér blöskraði var lýsing höfundar á þjóðskáldinu Einari Benediktssyni. Og reiknaði ég fastlega með að ein- hverjir létu í sér heyra vegna þess, jafnvel einhverjir úr hópi ættingja. Hinu áttaði ég mig ekki á strax, að prestshjónin yrðu bitbein gagn- rýnenda, en auðvitað er sú gagn- rýni réttmæt. Hitt, að niðurlægja eitt besta þjóðskáld okkar með því að sýna það ýmist kolruglað liggj- andi undir rúmi eða ganga fyrir takmarkalausri víndrykkju er meira en ég get sætt mig við. Ég trúi ekki öðru en fleiri séu mér sammála um þetta. - Myndin var hins vegar vel gerð og að mörgu leyti áhugaverð. Niðurlæging helstu persónanna skemmdi hana þó verulega. Hlutabréfakaup- in þungur baggi Lára hringdi: Ég heyrði frétt á Bylgjunni í há- deginu þ. 29. des. sl. þar sem sagt var frá því aö einhver brögð væru að því að menn hefðu ekki leyst til sín þau hlutabréf sem þeir hefðu skráð sig fyrir og var Búnaðar- bankinn tekinn sem dæmi. Ég held að þetta eigi við miklu víðar. Menn höfðu skrifað sig fyrir ákveðnum upphæðum á hlutabréfakaupum sem þeir sjá svo, við nánari grennslan, að þeir ráða ekki við fjárhagslega, ásamt annarri greiðslubyrði. Hlutabréfakaupin hygg ég verði mörgum þungur baggi. Hugmyndin er góð en í því stressi og óðagoti sem hér er spilað upp urðu alltof margir slegnir ofur- bjartsýni og sáust ekki fyrir er þeir skráðu sig fyrir stóru upphæðun- um, sem mörgum verður of stór biti að kyngja. Evran og ísland K.Á. skrifar: Senn kemur gjaldmiðillinn evra til skjalanna sem gjaldmiðill í Evr- ópulöndunum flestum. Ekki öllum þó og ekki heldur hér á íslandi, því miður. í löndum evrunnar munu vextir lækka og öll viðskipti milli landanna verða hagkvæmari og auðveldari fyrir íbúana. Hér mun sitja við það sama og áður; gjald- eyrishungur, og nú aðallega eftir evrunni, háan kostnað bankanna og við munum dragast aftur úr á flestum sviðum efhahagsmála. En það er okkur mátulegt, við viljum ekki gerast aðilar Evrópusam- bandsins, ekki einu sinni ræða um hvað okkur býðst þar. Og við vilj- um heldur ekki knýja á um aðild að tollabandalaginu NAFTA, Bandaríkjanna, Kanada Mexíkó og brátt annarra Ameríkuríkja. Við viljum bara tátla hrosshárið okkar, og það með gömlu aðferðinni, ber- um höndunum. Enga tækni, enga hagræöingu. Við erum séstök þjóð í anda ísraelsmanna, sérstaklega út- valin þjóð sem ekki hæfir að vinna með öðrum. Sóðaleg sjón- varpsmynd Eyþór skrifar: Mér er til efs að nokkur heiðar- leg fjölskylda hafi setið saman við sjónvarpstækið til að horfa á mynd- ina hans Hrafhs Gunnlaugssonar 27. des. Þarna var um slíkt óeðli að ræða í framsetningu að ég var sá eini af 6 manns sem entist til að horfa á myndina til enda, eingöngu til að geta orðið þess áskynja hve mikinn óþverra Sjónvarpið býður okkur þessum kúguðu þegnum sem verða aö greiða fyrir Ríkissjón- varpið. Ég spyr nú bara: Er enginn á stofnuninni sem tekur ábyrgð á svona efni? Hvar er t.d. útvarps- stjórinn sem sendir okkur kveðjur stofnunarinnar á gamlárskvöld, eða aðrir yfirmenn Sjónvarps? Þessi stofnun á sannarlega ekki rétt á sér lengur, og alls ekki í nauðungaráskrift.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.