Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANUAR 1999 13 DV Fréttir Framsóknarmenn I Reykjavlk óánægðir vegna prófkjörsstuðnings Finns við Ólaf Öm: Finnur stendur við stuðninginn - en segist ekki vera í kosningabandalagi - Alfreð kveðst sætta sig við það „Ég stend við þessa stuðningsyfir- lýsingu sem ég gaf út á sínum tíma. En ég er ekki í kosningabandalagi við einn eða neinn, Ólaf Örn Har- aldsson eða einhvem annan. Ég gaf út stuöningsyfirlýsingu honum til handa og stend við það sem ég er búinn að segja. En það er hver og einn á sínum eigin forsendum í þessu prófkjöri," sagði Finnur Ing- ólfsson, varaformaður Framsóknar- flokksins, aðspurður um hvort hann stæði við stuðningsyfirlýsingu við Ólaf Örn Haraldsson í annað sætið í Reykjavík fyrir prófkjör flokksins dagana 11.-15. janúar vegna alþing- iskosningannanna í vor. Vemleg óánægja hefur komið fram í röðum framsóknarmanna í Reykjavik í ljósi þessarar yfirlýs- ingar Finns. Alfreð Þorsteinsson, sem mun keppa við Ólaf Örn um annað sætið, sagði við DV að hann teldi vissulega eðlilegt að fyrsti Alfreð Þorsteinsson. þingmaður Framsóknar í Reykja- vík, Finnur Ingólfsson, sem jafn- framt er ráðherra og varaformaður flokksins, skipaði fyrsta sætið Ólafur Örn Haraldsson. áfram í Reykjavík. „Ég hef líka lýst því yfir að mér fyndist stuðningsyfirlýsing Finns við Ólaf Öm Haraldsson ótímabær Finnur Ingólfsson. og óeðlileg - að forystumaður flokksins, sem á að vera hafinn yfir alla flokkadrætti skuli taka slíka af- stöðu. Finnur hefur nú lýst því yfir við mig að þrátt fyrir þessa yfirlýs- ingu muni hann ekki mynda kosn- ingabandalag með einum eða nein- um heldur snúa sér að því að treysta stöðu sína í fyrsta sætinu. Mér finnst það skynsamleg afstaða af hans hálfu. Miðað við þá yfirlýs- ingu Finns treysti ég þvi að fram- sóknarmönnum í Reykjavík verði sjálfum látið eftir að velja frambjóð- endur í þau fjögur sæti sem til boða standa. Ég stend því við fýrri yfir- lýsingu um vfija minn tfi að skipa annað sætið á listanum." - Hugleiddir þú að bjóða þig fram í fyrsta sætið tfi höfuðs Finni áður en hann sagði við þig að hann myndi ekki mynda kosningabanda- lag með Ólafi Erni? „Nei, það gerði ég ekki. En regl- urnar em með þeim hætti að at- kvæði sem menn fá í 1. sætið munu gagnast i annað sætið líka,“ sagði Alfreð. ■ -Ótt Sjálfstæðisflokkurinn á Norðurlandi eystra: Framboðslistinn ákveðinn við Mývatn DV, Akureyri: Sjálfstæðismenn á Norðurlandi eystra munu ganga frá framboðs- lista sínum vegna kosninganna tfi Alþingis í vor, á kjördæmisþingi flokksins sem haldið verður á Hótel Reynihlíð við Mývatn dagana 16. og 17. janúar. Kjörnefnd var skipuð í haust og mun hún leggja fram tillögur á kjör- Gunnar Ragnars. dæmisþinginu um skipan á listann. Báðir þingmenn flokksins í kjör- dæminu, Halldór Blöndal sam- gönguráðherra og Tómas Ingi 01- rich, hafa lýst yfir að þeir gefi kost á sér í efstu sæti listans og er ekki reiknað með öðm en þeir haldi sæt- um sínum. Svanhildur Árnadóttir, sem var í 3. sæti fyrir kosningarnar 1995, mun hins vegar ekki gefa kost á sér áfram. Sigurjón Benediktsson, fyrrum oddviti sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn Húsavíkur, og Soffia Gísla- dóttir, félagsmálafulltrúi á Húsavík, hafa bæði lýst yfir áhuga á að verða í einhverjum efstu sætanna og þá hefur nafn Önnu Þóru Baldursdótt- ur, lektors við Háskólann á Akur- eyri, heyrst nefnt en sjálf vildi hún ekkert um það segja í samtali við DV hvort hún væri á leið í framboð. Gunnar Ragnars er formaður kjördæmisráðs og einnig formaður kjörnefndar. Hann segir nefndina vera að störfum og hún muni leggja fram fullmótaðar tillögur á kjör- dæmisþinginu en þingið hafi endan- legt ákvörðunarvald um skipan list- ans. -gk Þorgeir Pálsson verkfræðingur og Rúnar Reynisson, heilsugæslulæknir við Heilbrigðisstofnunina á Seyðisfirði, við tækjabúnaðinn. DV-mynd JJ Heilbrigðisstofnunin á Seyðisfirði: Mikilsverður hjálpar- og öryggisbúnaður Halldór Blöndal. Tómas Ingi Olrich. DV, Seyðisfirði: Nýlega var tekinn í notkun við Heilbrigðisstofnunina á Seyðisfirði fiarfundabúnaður sem notaður verður tfi fiarlækninga og fræðslu- starfsemi. Þorgeir Pálsson verk- fræðingur, sem er yfirmaður tækni- deildarinnar á Landspítalanum, kom með búnaðinn og setti hann upp. Fyrst i stað verða fiarlækningar notaðar við sónarskoðun í með- göngurannsókn. Sónarskoðunin er gerð á Seyðisfirði en sérfræðingm- í fæðingarlækningum á Kvennadeild Landspítalans situr í Reykjavík og fylgist með skoðuninni. Sónarmynd- in sést á tölvuskjá í Reykjavík og getur sérfræðingurinn því sagt lækninum á Seyðisfirði til við skoð- unina og greint með honum mynd- ina. Fyrsta skoðunin með þessum búnaði hefur þegar farið fram og tókst vel að mati lækna á Seyðis- firði og Reykjavík. Með þessu móti má auka öryggi í skoðunum tfi muna og fá álit sér- fræðingsins um leið og skoðunin er gerð án þess að læknir eða sjúkling- ur þurfi að ferðast. Rúnar Reynis- son læknir er að vonum ánægður með þennan nýja búnað og segir að auk sónarskoöananna sé ætlunin að nota fiarfundabúnaðinn í tengslum viö fiarlækningar vegna háls-, nef- og eymaskoðana, viðtala vegna géð- lækninga og vegna almennrar ráð- gjafar. Auk fiarlækninga er ætlunin er nota fiarfundabúnaðinn fyrir al- hliða fræðslustarfsemi. Þannig er áformað að senda fræðslufundi frá Landspítala með svona búnaði og veita hefisugæslulæknum þátttöku í slíkum fyrirlestrum. Að lokum má geta þess að ætlunin er að veita að- gang að fræðslufundum sem koma erlendis frá eins og nú er gert með fræðslufundum i Yale-háskólanum í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir að Seyðisfiörður geti tekið þátt í slíkum fyrirlestrum fljótlega eftir áramót. Það sem hér hefur verið sagt frá sýnir hversu mikils virði slíkur búnaður er fyrir heilbrigðisstofnanir í dreifbýlinu og gerir það þeim kleift að veita betri og öruggari þjónustu. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.