Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 16
16 * ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 Hugað að heilsunni í ársbyrjun Um áramótin hafa eflaust margir stigið á stokk og strengt þess heit að hreyfa sig meira og bæta mataræðið. Hvað líkamsræktina varðar segja fag- menn að nauðsynlegt sé að fara hægt af stað. „Ef verið er að hugsa um heilsufarslegan ávinning hvað varðar hjartað og æðakerfið þá er gönguferð í hálftíma tii klukkutíma þrisvar sinnum í viku nægileg líkamsrækt." DV-mynd Teitur „Ef markmiðið er að grennast á að breyta um matarvenjur án þess að minnka við sig matinn." DV-mynd Pjetur Sóley Jóhannsdóttir líkamsræktarþjálfari: Setja markmið og byrja rólega Of margir fara á líkamsrækt- arstöðvar með því hugar- fari að púla sem mest til að léttast sem fyrst. Það er ekki rétt að- ferð. Sóley Jóhannsdóttir líkams- ræktarþjálfari segir að það þurfi að setja sér markmið og setja það ekki of hátt. „Maður þekkir sjálfan sig og veit hvað maður getur.“ Sóley segir auk þess að það eigi ekki einu sinni að hugsa um megr- un. „Það er á bannlista. Ef mark- miðið er að grennast á að breyta um matarvenjur án þess að minnka við sig matinn. Betra er að borða vel og rétt en þar sem við lifum í streitu- þjóðfélagi þurfum við að vera vel nærð, bæði í vinnunni og skólan- um.“ Nauðsynlegt er að drekka mik- ið vatn hvort sem fólk er í líkams- rækt eða ekki. Sóley ráðleggur þeim sem ætla að byrja í líkamsrækt að hringja á lík- amsræktarstöðvarnar, spyrja hvað þar sé boðið upp á, prófa svo alla tímana á viðkomandi stað til að finna hvað hentar og gefa sér tíma til að velja rétta leiðbeinandann. Sóley telur mikilvægt að taka ekki endilega ódýrasta tilboðinu. „Mér finnst mikilvægt að mæta í nokkra einkatíma í tækjasal þegar fólk er að byrja. Þá lærir það að nota tækin rétt og skilur starfsemi þeirra. Þekkinguna er svo hægt að nýta í hóptímum." Nauðsynlegt er að fara hægt af stað í tímunum til að fá sem mest út úr líkamsræktinni. Sóley segir að það sé jafnvel nóg að byrja á göngu- brautinni. „Brennslan fer aðallega fram við að vanda sig við æfmgarn- ar. Því meira sem viðkomandi legg- ur á sig þvi meiru brennir hann.“ Ráðlagt er að mæta í líkamsrækt þrisvar sinnum í viku og jafnvel fjórum sinmnn ef þolið er nægilega mikið. -SJ Þórhalla Andrásdóttir líkamsræktarþjálfari: Súrefni fyrir sálina Fisk eftir alla kjötneysluna llir - hvort sem þeir stunda iBg likamsrækt eða ekki - þurfa ®f®®-að leggja áherslu á hollt og gott mataræði. Nauðsynlegt er að fá fæðu úr sem flestum fæðuflokk- um; fisk, kjöt, grænmeti, komvörur og mjólkurvömr. Anna Elísabet Ólafsdóttir næring- arfræðingur segir að eftir alla kjöt- neysluna yfir hátíðirnar sé mjög gott að borða físk. „Það þarf að hafa í huga hvernig hráefnið er matreitt og að ekki sé notuð óþarfa fita við mat- reiðsluna. Fiskur er próteinríkur og feitur fiskur inniheldur töluvert af D- vítamíni." Þeir sem stimda líkamsrækt og brenna þar af leiðandi miklu eiga þó „Ef fólk vill borða vel á það að bæta sér það upp með aukinni hreyfingu." DV-mynd E.ÓI. rétt á að borða feitari mat. „Ef fólk sem hreyfir sig mikið og brennir þar af leiðandi miklu neytir eingöngu grænmetis þá þarf það svo mikið að maginn ræður varla við magnið. Af- leiðingin er að fólkið þyrfti alltaf að vera að borða. Það ætti því til dæmis að nota meiri ólífuolíu við elda- mennskuna til að fá meiri orku úr máltíðinni.“ Mörgum finnst sjálfsagt að þyngj- ast um jólin sem eru mikil neysluhá- tíð. Anna Elísabet hvetur fólk til að halda upp á jólin með það fyrir aug- um að þyngjast ekki. „Það eiga allir að geta það. Ef fólk vill borða vel á það að bæta sér það upp með aukinni hreyfingu. Á frídögum höfum við gjarnan tækifæri til að ganga, fara á skiði eða stunda aðra líkamsrækt." Það á ekki bara að liggja undir sæng, lesa góða bók og borða konfekt. Allt er best í hófi. -SJ risvar sinnum í viku má sjá I hóp fólks leggja af stað frá Sundlaug Seltjarnarness. Þetta eru um fjörutíu manns á aldrinum þrjátíu ára til rúmlega sextugs. Hópurinn kallar sig TKS eða Trimmklúbb Seltjarnarness. Hann var stofnaður fyrir um 13 árum og síðastliðin tvö ár hefur Þórhalla Andrésdóttir þjálfað með- limi hans. Þeir trimma og ganga til skiptis um nesið sem sagt hefur verið lítið og lágt. „Þetta er fólk sem kann frekar að meta líkamsrækt úti heldur en inni á líkamsræktarstöðvum," segir Þórhalla. „Það er heilnæmt að vera úti. Útiloftið og útiveran gefur manni heilmikið." Það er gott fyrir sálina að anda að sér fersku lofti. Félagarnir í TKS hafa haldið sínu striki í des- ember. Þeir eru eflaust margir sem strengja þess heit á nýju ári að hreyfa sig meira og eru þá með göngur í huga. Þórhalla seg- ir að nauðsynlegt sé að byrja rólega og ætla sér ekki um of. Síðan má auka hraðann og lengdina smátt og smátt. Þórhalla segir að hálftíma- löng ganga þrisvar sinnum í viku sé nægileg en það fari að vísu allt eftir því að hverju fólk : að stefha. „Ef verið er að hugsa um heilsufarslegan ávinning hvað varðar hjartað og æðakerfið þá er gönguferð í hálf- tíma til klukkutíma þrisvar sinnum í viku nægileg rækt.“ Trimm- og göngu- klúbbar eru tilvaldir fyrir þá sem vilja ekki trimma og ganga einir. Þórhalla segir að í TKS sé samheld- inn hópur. „Við fórum í nokkurra daga göngu á sumrin og hvað varð- ar félagslífið þá er ýmislegt í gangi. Á árshátiðum klúbbsins koma allir félagarnir með eitt- hvað með sér. Þá er um að ræða heilsusamleg- asta hlaðborð sem maður kemst í.“ -SJ Anna Elísabet Úlafsdóttir næringarfræðingur:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.